Alþýðublaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 s ALÞÝÐUBLAÐIÐ a 5 a /ifandi naglbítur Vilmundur skrifar um vin sinn, Hans Einarsson cand.phil. Frá 8. apr- d 1949. Framan af ævi undraðist ég það og harmaði, að manni gæddum hæfileik- um Hans heitins skyldi ekki verða meira úr sér, eins og það er kallað, en raun varð á. En undrun minni er lokið, síðan ég áttaði mig á því lögmáh mannlegs eðhs, sem ræður svo mjög allri þróun samfélagsins, að þeir, sem geta, þeir vilja yfirleitt ekki, en þeir, sem vilja, þeir geta yfirleitt ekki. Lík- lega er ekki heldur ástæða til.að harma þetta, því að væri þessu öfugt farið, mundi heimurinn sennilega verða á skammri stundu svo fuhkom- inn, að ekki yrði hfandi í honum fyrir leiðindum, þegar af þeirri ástæðu, að ekkert yrði eftir til að kíma að, nema þá sjálf fullkomnunin, sem að vísu er ekki laus við að vera kímileg en full- einhæf. Þó hvarflar annað slagið að mér, að skaðlítið væri, en umfram aht skemmtilegt, að hið fyrmefirda lögmál væri ekki út af eins alls ráðandi um rithöfunda sem raun ber vitni. Þegar ég hugleiði, hvetjum árangri sumir rit- höfundar, vinir mínir, hafa þó náð með ævilangri elju og ástundan, verð- ur mér stöku sinnum með trega hugs- að til þess, hvert komist hefðu með sömu viðleitni aðrir vinir mínir, sem gátu svo léttilega en vildu ekki. En vísast þjónar þetta allt einu himnesku lögmáli. é?itt sá tómt helstríð Vilmundur Jónsson ritaði eina minningargrein um œvina, um Sigríði Elísabetu Árnadóttur, en húm kpmst, á unga aldri, lífs afein þriggja systkina er þau féllu í beljandi straumiðu. Um þann atburð orti Matthías Jochumsson eittfegursta kvœði sitt Böminfrá Hvammkoti. Vil- mundur skrifaði eftir andlát Sigríðar minningargrein, er vaktifeikna at- „Bændur vilja láta tala við sig," sagði Vilmund- ur oft. Hér er hann að ræða við Magnús Egg- ertsson bónda á Melaleiti í Melasveit vorið 1965. Erindið var að líta á með- alaskáp Bjarna Pálssonar landlæknis, en skápurinn var þá niðurkominn á Melaleiti. hygli á sínum tíma, og hlýtur að teljast ein fegursta smíð sinnar tegundar hér á landi. Greinin birtist í Alþýðublað- inu 27. janúar 1939. Tilefni þess að ég get ekki orða bundist við lát þessarar konu, er það, að mér virðist sem ég eigi minningu hennar óvenjulega skuld að gjalda. Það er ýkjulaust mál, að engin mann- eskja, sem ég hefi hitt á lífsleiðinni, hefir við jafhlitla viðkynningu, aðeins með persónuleika sínum, hóglátri ná- vist sinni og þögulh framgöngu, haft dýpri áhrif á mig en hún eða orðið mér geðþekkari. AJlt fas hennar verð- ur mér ætíð minnisstætt sem ímynd mannlegrar tignar og virðuleika, hvað sem yfir dynur. Og þetta er ekki að rekja til töffa kvæðisins, sem við hana er tengt og ég hefi getað hér um, því það var ekki fyrr en seint á kynningar- tíma okkar, að ég kunni deili á þeim tengslum... Sennilega hefi ég, árin sem ég dvaldist á ísafirði, engan íbúa kaupstaðarins séð sjaldnar en Sigríði Ámadóttur. Hún kom naumast út fyrir þröskuld heimilis síns. En það, að ég vissi um hana í miðjum bænum, gaf ekki aðeins staðnum sérstakt innihald og gildi, heldur öllu mannlífinu. Með- an skáld vekjast annað slagið upp, sem yrkja eins og Matthías, þegar honum tekst upp, og fólkið, sem ort er um, jafnvel aðeins af tilviljun, á það til að vera eins og Sigríður Ámadóttir, er þó mannlífið einhvers virði. Vitavörður við erfiðasta vita landsins Lýsing á Guðmundi Pálmasyni, bónda íRekavík. Frá 11. mars 1956. Lágur maður vexti, stórbeinóttur, en skarpholda, meiri um lendar en herð- ar, klofstuttur, innskeifur og allra manna hjólfættastur, ljós á hár og þunnhærður, fölur yfirlitum, grá augu, greinilega skásett, andlit breitt um kinnbein, en mjókkaði mjög niður, munnur innfallinn, ljósir, læpulegir bartar huldu meira neðri vör en hina efri, líkt 'og á rostungi, vöxtur og yfir- bragð mongólskt. Œ bókfelli eilífðarinnar Frá 31. júlí 1947. Til er aðallega tvenns konar sagna- fólk: það sem lifir sögur, en skrifar þær ekki, og það, sem skrifar sögur, en lifir þær ekki. Að svo rniklu leyfi sem fólk, er fæst við að skrifa sögur, stundar það ekki sem heldur lítilmót- lega atvinnugrein, skrifar það sögur sínar oftast út úr neyð, sökum þess að því er meinað að lifa sögur, l£kt og fólk, sem hellir upp á tómt export, þegar það á engar baunir. Fólk sem lifir sögur, hefur að jafnaði enga þörf þess að skrifa sögur. Þessi hrapallegu víxl valda hinu alkunna óbragði, sem er að langflestum skrifuðum sögum. Sá, sem lifir sögu, þarf ekki annað en rekast á framandi mann á ókunnum stað og skiljast við hann að vörmu spori jafnframandi og ájafhókunnum stað. Með örlítilli - alveg ótrúlega h't- illi - viðbót er þetta mikil saga. Þessa litlu viðbót vantar í flestar skrifaðar sögur og því tilfinnanlegar, því lengri sem þær eru. Forsjónin er örlát við þá, sem hfa sögur. Hún hellir yfir þá sögum. Hún veltir þeim upp úr sögum. Hún kæfir þá í sögum. Hún lyftir jafhvel upp fyr- ir þeim fortjaldi eilífðarinnar og sjá: einnig anddyri eihfðarinnar er troðið, skekið og fleytifullt af sögum. For- sjónin er með öðrum orðum jafhörlát við þá, sem lifa sögur, og hún er smánarlega naumgjöful við hina, sem skrifa sögur. Allra síst hefur hún svo mikið við þá að lyfta upp fyrir þeim fortjaldi eilífðarinnar. t\\ varnar lýðræðinu Á fundi í Sameinuðu alþingi 1. apríl 1940 var tekin til utnrœðu þingsálykt- unartillaga um flokksstarfsemi sem vœri ósamrýmanleg öryggi ríkisins. Flutningsmenn voru Jónas Jónsson, Pétur Ottesen og Stefán Jóhann Stefánsson. Vilmundur Jónsson flutti þáfræga rœðu Til vamar lýðrœðinu og er hér birt brot úr henni. Nú bjóða nokkrir vinir lýðræðisins, og þar á meðal þeir, sem einna íjálg- legast hafa barið sér á bijóst af um- hyggju fýrir því, sjálfu hv. sameinuðu Álþingi upp á að samþykkja að kalla má aðgæslulaust og fyrirvaralítið, líkt og væri húrrahróp fýrir konunginum, ályktim, sem stefhir berlega að því - hvetur til þess, að þurrkuð verði út í einni stroku öll þessi réttindi lýðræðis- ins, er eiga að vera þrauttryggð í sjálfri stjómarskránni: hugsanaffelsi, skoðanafrelsi, atvinnufrelsi og réttar- öiyggi. Mætti lýðræðið gera að sínum orðum hið fomkveðna: Guð vemdi mig fyrir vinum mínum. f tillögunni em fingumir ekki lagaðir í milli. Ef „vitanlegt er“, segir þar. Hveijum? Hveijum sem er: Pétri eða Páli, Jóni eða Jónasi. Ef „vitanlegt er“ - slfkt þarf ekki að viðurkennast og enn síður að sannast fyrir dómstólum - að þú eða ég hafi hættulegar skoðanir eða jafnvel hugsanir, að þú eða ég „vilji" illa eða sé í vafasömum félagsskap, eða einum eða öðmm of auðsveipur - eða „á annarri bylgjulengd", eins og það hefur verið kallað, er það nægilegt til að flæma þig eða mig ifá atvinnu og bjargráðum og stimpla óverðugan alls „trausts og viðurkenningar" þjóð- félagsins. Hafi annar verið viður- kenndur samviskusamur emættismað- ur, skal sú viðurkenning af honum tekin. Sé hinn viðurkennt þjóðskáld, skal hann ekki vera það lengur. Hafi hann ort kvæði á borð við Hulduljóð, skal það vera eftir ókunnan höfund. Við könnumst við fyrirmyndina. Wtan einu sinni Frá 7. mai' 1956 Það var á Alþingi vorið 1933, einn þessara ömurlega mollulegu þingdaga, þegar deildin, sem í er setið, er orðin að súrefnisvana, fúlum stöðupolli og þingmennimir að geispandi fiskum, sem bera varla við að bæra tálknin, af því að þeir ná hvort sem er engum anda. Þeir, sem ekki hafa þegar glatað meira en hálfri meðvitund og allri lífs- löngun, reyna að blaka sporðinum og sveima um, ef þá gæti borið yfir eitt- hvert uppgönguauga eða að lækjarósi, þar sem náð yrði til einhverrar vitund- ar af lffsloftí, er bjargað gæti þeim ffá yfirvofandi bráðum köfnunardauða. jHgúruverk Fra 21. desember 1958 Til þess að taka annað tal og hefja uppbyggilegri samræður innti ég Kjar- val eftir því, hvort hann hefði ekki heyrt getið hreyfingar, sem ég hafði nýlega sett af stað við hhð heimsfrið- arhreyfingarinnar. Með því að hann Vilmundur flytur ræðu á útifundi í Hafnarstræti á ísafirði 10. maí 1930. Jónas Jónsson frá Hriflu dómsmálaráðherra stendur til vinstri á svölunum. Jónas Tómasson bóksali og tónskáld er á milli þeirra. tók ókunnuglega undir það, sem ég átti von á, hóf ég að skýra honum ffá kenningu, er ég sýknt og heilagt héldi að sameiginlegum vini okkar, Ragnari í Smára, og varðandi menningtma, sem hann og Vilhjálmur Þ. bæru svo ríkt fýrir bijósti. Kenningin væri í stuttu máli sú, að hið eina sem menn- ingin þarfhaðist, væri það, að hún væri látín í friði. Heiti hreyfmgarinnar væri: Friðlýst menning - og kjörorð hennar, ávarp og kveðja: L.M.F. þ.e. Lát menninguna í ffiði. Kjarval var fljótur að taka við sér og var undir eins með á nótunum: „Þetta hafa þeir gott af að heyra, þeir pamfílar. Látum okkur gera lykkju á leið okkar, og ræðum þetta mál undir veggjum Þjóð- leikhússins." „Ragnar er veikur fyrir kenning- unni,“ sagði ég. „Það hafði rnikil áhrif á hann, þegar ég sagði: Virðum fyrir okkur lyngið. Hvað eru þeir margir, sem vita yfirleitt af því, að lyng ber blóm? Og enn færri eru þeir, sem vita, að það ber einhver hin fegurst sköp- uðu, litprúðustu, anganríkustu og sæt- ustu blóm, sem þekkjast á nokkurri jurt. Nú kann einhveijum að detta í hug að bera mykju á lyngið, til þess að það nái meiri þroska, svo fleiri veití því og dýrð þess athygK. En hvað hef- ur hann upp úr því? Ekki lyngkló, heldur töðu, sem er einungis til þess að éta hana og hentar sem fóður allra síst hinum æðri verum í guðs sköpun- arverki. Það er nákvæmlega eins um menninguna og lyngið, hvort tveggja vex og dafnar af sjálfu sér - aðeins ef það fær að vera í friði. Ræktunarrassa- köst þolir hvorugt án þess að verða að hinu fábreytilegasta fóðri. Ragnar féU fyrir þessari samKkingu um lyngið. Hann kannaðist svo vel við fýrirbrigð- ið úr umhverfi sumarbústaðar síns við Álftavatn: „Hún Björg þarf ekki annað en skvetta úr vatnskönnu á þúfumar þar, þá er þessi viUti gróður þar óðara horfinn," sagði hann. - „Verst er,“ sagði ég svo, „hversu lítið gagnar að sannfæra hann Ragnar um þetta - því sannfærðari sem hann verður, því harðari afturkipp tekur hann og ham- ast þá meira á menningunni en nokkru sinni fyrr. Hvað heldurðu að hann hafi gert mér núna á dögunum? Þá hélt ég mig hafa gengið svo ffá honum, að ekki þyrfti um að bæta - en í vikunni á eftir býður hann Agnari Myckle heim!“ Vilmundur Jónsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir í Kaupmannahöfn haustið 1919. Kristín var fyrsta konan sem lauk læknaprófi frá Háskóla íslands. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.