Alþýðublaðið - 18.10.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 18.10.1995, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 María Guðmundsdóttir, fyrrverandi fyrirsæta og fegurðardrottning, þurfti að gjalda frægðina dyru verði, ■ Ingólfur Margeirsson skrifar ævisögu Maríu Guðmundsdóttur „Ekki bók um glans- feril fyrirsætu" Um næstu mánaðamót kemur út hjá Vöku-Helgafelli ævisaga Maríu Guð- mundsdóttur. Það er Ingólfur Marg- eirsson sem skráir sögu Maríu og nefnist hún María- konan bak við goðsögnina. Alþýðublaðið náði tali af Ingólfi og forvitnaðist nánar um verk- ið. Nú hefur áður verið reynt að skrá œvisögu Maríu Guðmundsdóttur, en það verk gekk ekki upp. Afhverju tekst þér syona miklu betur? „Ég get náttúrlega engu svarað um fyrri tilraunir. En það tókst mjög góð samvinna milli okkur Maríu og við áttum mjög gott samstarf, átakamikið á köflum, en í heildina vandræða- laust.“ Afhverju ertu að skrifa þessa sögu? „I fyrrasumar færði María í tal við mig hvort ég væri tilleiðanlegur að skrifa ævisögu hennar. Ég sagði henni að ég væri reiðubúinn að skoða málið. En ég tók fram við hana að ég hefði engan áhuga á að skrifa glansmynda- útgáfu af ferli fyrirsætu, heldur hefði ég áhuga á hinni sönnu sögu hennar. Hún tók strax vel í það og sagði mér undan og ofan af lífi sínu. Mér varð fljótlega ljóst að þama væri mjög ein- stæð saga á ferðinni. Bæði er þetta ifá- sögn konu sem hefur náð miklu lengra en flestir Islendingar í alþjóðlegum vettvangi, og hefúr líka þurft að borga miklu hærra verði fyrir frægðina en flestir hafa ímyndað sér hingað til. Það sem kom mér svo á óvart, og „Einstæð saga á ferðinni", segir Ingóifur Margeirsson. varð til þess að ég ákvað að taka verk- efnið að mér, var þegar hún lýsti lífinu bak við glæsitjöld tískuheimsins. Sagði ffá rótleysinu, einsemd fyrirsæt- anna og þessum harða og frrrta veru- leika, þar sem hinir sterku lifa af en hinir veiku verða undir og gjalda jafn- vel fyrir þátttökuna með lífi sínu.“ Er hún sátt kona í dag? „Svona eins og hægt er að vera. Já, ég held hún sé nokkuð sátt í dag. Hún er búin að gera upp sitt líf, og það gerðist ekki hvað síst vegna þessarar samvinnu okkar. Hún var að miklu leyti að gera upp líf sitt meðan við vorum að vinna bókina. Líf hennar var búið að vera svo mikill flótti ffá raun- veruleikanum." Hvaða form er á þessari bók? „Ævisagnahöfundur hefur ekki leyfi til að leika sér að staðreyndum, það eina sent hann getur leikið sér að er formið. Ég reyni að nýta það frelsi. Verkið er sett upp í fyrstu persónu. Inn í það er fléttað mikið af draumum, því María hefur skráð niður flesta drauma sína og þeir gera bókina. að mínu mati, oft lýríska á köflum. Síðan hef ég reynt að hafa mikinn hraða í frásögninni. Líf Maríu hefur verið svo hratt." Hvaða viltu segja við þá sem halda því fram að bœkur um þotuliðið svo- nefnda einkennist yfirleitt afyfirborðs- mennsku? „Þá get ég náttúrlega sagt sem svo að þessi gagnrýni á vissulega rétt á sér ef einungis er verið að skrifa um þotu- liðið sem ríkt og frægt fólk. Með til- vísun í bókmenntaheim Islendinga má benda á að Islendingasögumar fjalla að mestum hluta um þotulið þjóðveld- isaldar. En það er ekkert ómerkilegra að skiifa um Hollywood leikara held- ur en verkakonu að vestan, svo fram- arlega sem höfundurinn veit hvað hann er að gera og viðkomandi er til- búinn að gera upp líf sitt. Bókin um Maríu er ekki bók um glansferil fyrir- sætu. Hún er þvert á móti uppgjör hennar við glans- og þotuheiminn. Hún talar um erfiðleika sína í bemsku og hvemig það púsluspil eltir hana allt lífið. Hún þurfti að gjalda frægðina dým verði. Ég er illa svikin ef foreldr- ar hugsa sig ekki um tvisvar, eftir lest- ur þessarar bókar, áður en þeir senda dætur sínar á þennan markað.“ ■ Lára Margrét um konur og völd „Hef orðið vör við karlrembur" Baráttan um völd er yfirskrift fyrir- lestra sem alþingismennirnir Lára Margrét Ragnarsdóttir, Jón Bald- vin Hannibalsson og Svavar Gests- son flytja á Sólon Islandus í kvöld klukkan 21.00. Dagskráin er þáttur í jafnréttisdögum Stúdentaráðs, sem nú standa yfir. Alþýðublaðið náði sam- bandi við einn þátttakenda, Láru Margréti Ragnarsdóttur og bað hana að gera grein fyrir áherslum í fyrir- lestri sínum. „Ég ætla að ræða um konur og völd. Af hverju konur hafa ekki fengið völd og hvað konur þurfa að gera til að ná völdum," sagði Lára Margrét. „Síðan hef ég hugsað mér að ræða um reynslu mína af þeirri valdabaráttu sem fram hefur farið, bæði í atvinnu- lífinu og það sem ég hef séð í starfi mínu sem alþingismaður. Ég mun ræða hvað mér sýnist þurfa að breyt- ast í þjóðfélaginu til að konur nái þeim völdum sem þær óska eftir." Hvað er stœrsta vandamálið? „Vandamálið liggur hjá konum. Lára Margrét: Ég ætla að ræða um konur og völd. Vandamálið liggur hjá körlum. Vandamálið liggur í þjóðfélaginu.“ Áherslur íjafnréttisumrœðunni hafa breyst á siðustu árum. Harði femín- isminn er úti. „Já, mér finnst fólk vera meira að ræða hvemig kynin eiga að tala sani- an. Mér finnst það jákvæð þróun. Ég er búin að vera á vinnumarkaði í næst- um tuttugu og átta ár og hef mjög mikið unnið með körlum og oft og tíð- um verið eina konan. Eg hef nær aldrei orðið vör við leiðindaviðmót vegna þess að ég væri kona En það hefur auðvitað komið fyrir að ég hef orðið vör við karhembur, og ekki síst vegna þess að ég hef verið í þannig starfi að þar hefur verið tekist á um völd.“ Nú hefurðu tvo flugmœlska þing- menn með þér í kvöld. Hvemig finnst þér að slást í hóp með þeim? „Ég geri hlutina bara eins og ég vil gera þá og þeir gera þá eins og þeir vilja og svo sjáum við til.“ Heldurðu að þessir þingmenn séu mjög jafnréttissinnaðir íeðli sínu? „Ég er nú ekkert svo viss um það,“ sagði Lára Margrét að lokum. ■ Prestar í sagnaham í Hlaðvarpanum „Prestum er nauðsynlegt að kunna að segja sögur" f haust ákvað Kaffileikhúsið að efna til starfs- greinasögukvölda í bland við önnur. Fyrsta sögukvöldið þeirrar tegundar verður á miðviku- dagskvöld og þá munu fimm prestar segja sögur. Þeir eru Arni Pálsson, Dalla Þórðardótt- ir, Gunnar Sigur- jónsson, Irma Sjöfn Óskarsdótt- ir og Kristján Valur Ingólfsson. f tilefni Prestakvöldsins náði Alþýðu- blaðið tali af Döllu Þórðardóttur, Prestasögukvöld, hvað gera prestar þá? • „Við segjum alls kyns sögur sem okkur koma í hug úr starfi og lífi.“ Er nauðsynlegt fyrir presta að kunna eitthvað fyrir sér í undirstöðuat- riðum sagnalistar? „Já, ég held það. Þegar við erum að koma boðskapnum áfram, hvort sem það er í sunnudagaskólanum, til ferm- ingarbama, eða í predikun, þá álít ég að nauðsynlegt sé að setja orð sín í þann búning að textinn verði eins og saga, vekji áhuga og festist í huga fólks. Ræðurnar eru að sumu leyti fræðsluerindi og að sumu leyti eru þær sögur. Þess vegna finnst mér að okkur sé nauðsynlegt að kunna að segja sögur, svo við getum komið er- indinu vel til skila og vakið áhuga á því.“ Heldurðu að við séum að einhveiju leyti að glata niður sagnahæfileikan- um í þessu einkennilega hraða þjóðfé- lagi sem við búum í? „Ekki held ég það. Mér finnst það einmitt áberandi við starfssystkini mín hversu dugleg þau eru að tjá sig, til dæmis í útvarpi. Þannig að áhuginn á sagnalistinni lifir innan prestastéttar- „Áhuginn á sagnalistinni iifir innan prestastéttarinnar," segir Dalla Þórðardóttir, sem er ein þeirra presta sem láta Ijóst sitt skína á Prestakvöldi í Hlaðvarpanum á miðvikudagskvöld. innar, eins og annars staðar í þjóðfé- laginu." En hvað með áhuga bama? Hvemig bregðast þau við Biblíusögunum sem þú segir þeim í sunnudagaskólanum? „Þau hafa ákaflega mikinn áhuga, bæði á sögum úr Gamla- og Nýja testamentinu. Þau muna sögumar og þykja þær skemmtilegar. Eg gæti til dæmis nefnt sögumar af kraftaverkum Jesú, sömuleiðis þegar hann kallar á lærisveinana og þeir fara og fylgja honurn." Hvaða sögur ætlar þú að segja á þessti kvöldi? „Ég er með það í mótun. Eitthvað verður af sögum úr daglega starfinu. Það er af nógu að taka.“ Svona kvöld byggjast kannski á þvf að segja aðallega fyndnar sögur, eins , konar langa brandara? „Ég veit það ekki. Sögumar em lík- lega af ýmsum toga. Jú, er ekki alltaf beðið eftir því að það komi eitthvað fyndið.“ pSa Verkamannafélagið W Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn í Bíóborg (gamla Austur- bæjarbíó) fimmtudaginn 19. október kl. 13.15. Fundarefni er aðeins eitt: Uppsögn kjarasamninga. Gert er ráð fyrir stuttum fundi. Félagsmenn fjölmennið. Komið beint úr vinnu og sýnið afstöðu ykkar. Stjórn Dagsbrúnar. I|Í Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignar- stofnunarinnar Skógarbæjar, óskar eftir tilboðum í jarð- vinnu vegna byggingar hjúkrunarheimilis að Árskógum 2 í Reykjavík. Helstu magntölur eru: Uppgröftur: 24.000 m3 Sprengingar: 100 m3 Fylling: 8.000 m3 Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. október 1995, kl. 14.00 f.h. Skógarbær er sjálfseignarstofnun um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis. Stofnaðilar eru m.a. Reykja- víkurborg og Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.