Alþýðublaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Sögukennsla „Það er til lítils að hafa þrjá krataflokka ef enginn þeirra er í eðlilegum tengslum við alþýðu sem þeir kenna sig við. Hitt er annað að söguskoð- un íslenskra sósíalista er sérverkefni, einsog Mörður bendir á varðandi Héðin Valdimarsson." í Alþýðublaðinu 10. október síðast- liðinn er nokkuð fyrirferðarmikili skemmtiþáttur sem nefnist „Óska- stjórn aldarinnar". Þarna mynda nokkrir menn sína ríkisstjóm hver fyrir sig. Sl’íkar vangaveltur geta verið skemmtilegar enda leikurinn til þess gerður. Að vísu hefði hugmyndaflugið mátt vera ögn meira og söguskilningur sumsstaðar aðeins betri, en við því er ekkert að segja í svona þætti. Eitt atriði varð þó til þess að ég ákvað að setja þessar línur,á blað, ekki síst vegna þess að þar á hlut að máli maður sem ber titilinn varaþingmaður. Sá heitir Mörður Arnason og hann Pallborðið Jón ‘ VsP Kjartansson frá Pálmholti ÍFví skrifar staðhæfir að Eðvarð Sigurðsson hafi verið „upphafsmaður að þjóðarsátt í húsnæðismálum". Það er margt gott hægt að segja um Eðvarð Sigurðsson. Hann var glöggur maður og samvisku- samur og laus við bruðl og annan ósóma. En mikill hugmyndafræðingur var hann ekki og ég veit ekki til þess að hann hafi beitt sér fyrir þjóðarsátt á einhverju sviði. Eg kannast reyndar ekki við þjóðarsátt um húsnæðismál. Eg hef lengi reynt að berjast fyrir hús- næðisstefhu sem tekur mið af aðstæð- um fólksins, það er þeirra sem ekki eiga húsnæði og tel æskilegt að um slíka stefnu náist sæmileg sátt. Ég vildi gjaman sjá verkalýðsformenn leggja þessu lið, en það hefur verið heldur á hinn veginn að þeir hafa reynt að þvælast fyrir. Stefna sem fólk getur unað við hefur enn ekki verið mótuð. Trúlega á varaþingmaðurinn við stofnun Framkvæmdanefndar bygg- ingaáætlunar í tengslum við kjara- samninga árið 1965, en upphafsmaður að því var ekki Eðvarð Sigurðsson, heldur Finnbogi Rútur Valdimarsson alþingismaður og fleira í Kópavogi. Ég kannast ekki við „þjóðarsátf ‘ um það sem heitir félagslegt húsnæðiskerfi, þvert á móti hefur það sætt mikilli og vaxandi gagnrýni. Það breytir samt ekki því að þetta kom mörgum að miklu gagni á sínum tíma. En kerfið er löngu staðnað og mikið til hætt að gegna hlutverki sfnu. Húsnæðisstefhan hér er komin um margt í svipuð spor og landbúnaðarstefnan, þótt íslenskir jafhaðarmenn hafi veitt því litla athygh enda fylgi þeirra eftir því. Það er til lít- ils að hafa þijá krataflokka ef enginn þeirra er í eðlilegum tengslum við al- þýðu sem þeir kenna sig við. Hitt er annað að söguskoðun íslenskra sósíal- ista er sérverkefni, einsog Mörður bendir á varðandi Héðin Valdimars- son. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Einsog fram hefur komið eru Sjálfstæðismenn nú búnir að ákveða að fresta landsfundi sínum um nokkra mánuði. Þessi stasrsta pólitíska samkoma landsins verður væntan- lega haldin í Laugardalshöll í febrúar eða mars. Alþýðu- bladið segir í dag frá nokkr- um tillögum sem eru í bí- gerð, og við getum sagt frá einni til viðbótar. Sjálf- stæðismenn leggja þannig til að jafnréttismál verði færð frá félagsmálaráðu- neytinu til forsætisráðu- neytis. Ekki vitumj/ið af- hverju Davíð Oddsson vill taka þessi mál frá Páli Pét- urssyni en þeir eru, sem kunnugt er, miklir mátar... Rithöfundurinn Stefán Júliusson situr ekki auðum höndum þótt hann sé nokkuð tekinn að reskj- ast. Á dögunum kom út ný skáldsaga eftir hann, Kana- barn, og í sömu viku gaf hann út annað rit, Fimm at- hafnamenn í Hafnarfirði. Þar er um ræða sérprent úr bókaflokki sem Iðunn gaf út fyrir nokkrum árum um ís- lenska athafnamenn. í rit- inu segir Stefán frá Aug- ust Flygenring, Jóhann- esi J. Reykdal, Pórarni B. Egilssyni, Ásgeiri G. Stefánssyni og Lofti Bjarnasyni. Bókin er að- eins gefin út í 200 eintök- um, og eru þau árituð og tölusett. Tilvalin jólagjöf fyrir gaflara... Ungir Alþýðubandalags- menn fóru mikinn í sér- blaði sínu sem fylgdi síð- asta tölublaði Vikubiaðsins. Við lestur blaðsins hvarfl- aði að mönnum að um væri að ræða endurprentað efni úr kalda stríðinu, slíkur vartónninn. Einn ungur allaballi talar þannig um nauðsyn þess að koma „hryðjuverkamönnum Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks frá völdum og halda þeim þar" enda séu þeir „lítið skárri en þeir sem nú liggja í leyni í fyrr- verandi Júgóslavíu og skjóta saklausa borgara, börn og gamalmenni..." Bragð er að þá barnið finn- ur. En við heyrum að Margréti Frímannsdótt- ur formanni Alþýðubanda- lagsins hafi hreint ekki ver- ið skemmt yfir blaði ungu allaballanna, og þeir séu á leiðinni á teppið... orsíða Vikublaðsins sjálfs vakti líka verulega athygli, enda var þar dæmi um kolsvartan húmor. Á síðunni voru aðeins tvær greinar. Önnur bar risafyrir- sögnina „Fasismi" en hin „Til stuðningsmanna Stein- gríms". Hin síðarnefnda var bréf sem Steingrímur J. Sigfússon sendi stuðn- ingsmönnum sínum að af- loknu formannskjöri. Al- þýðubandalagsmönnum - í herbúðum beggja for- mannsframbjóðendanna - þótti með miklum eindæm- um hvernig Vikublaðið setti þessar greinar upp á for- síðu... foKwM* greatáy4r 4 P/CA//C i - IoóK a+ \Áie hflve'--Oopþ. 2T , Sorne Sá/dd óúTVICNICI y "FarSide" eftir Gary Larson Mauraætur nútimans. Hugrún Stefánsdóttir verslunarmaður: Já, það ætla ég að gera. Sennilega gef ég þrjú þúsund krónur. Matthías Guðmundsson húsvörður: Já, tvímælalaust, enda er ég Vestfirðingur. Örn Níelsen stöðuvörður: Ég er búinn að þvt' og gerði það nieð glöðu geði. Guðborg Guðjónsdóttir lyfjafræðingur: Já. það ætla ég að gera. María Guðsteinsdóttir nemi: Já, ég er á leiðinni í bankann. JÓN ÓSKAR m e n n Kölluð drusla og bitin! Fyrirsögn fréttar í Víkurblaðinu þarsem sagði frá næturraunum ungrar stúlku í Keflavík. Hann hefur örugglega ekki verið svangur því þetta gerðist fyrir utan Pizza 67. Unga stúlkan sem var bitin í Keflavík. Víkurfréttir aftur. Brassard hermdi svo vel eftir eftir rödd Jeans Chrétiens, forsætisráð- herra Kanada, að drottningin lét gahbasL Lýsti Brassard yfir áhyggjum sínum yfir því að sjálf- stæðissinnar í Québec færu með sigur af hólmi og spurði drottningu hvort hún vildi leggja málinu lið með því að flytja ræðu. Drottning tók vel í það. Frétt DV af kanadískum útvarpsmanni sem lék illilega á Elísabetu Englandsdrottningu. Þú verður vaxtaflón í dag. Stjömuspá Tímans fyrir vogarmerkið á laugardag. - Finnur Ingólfsson er Ijón. Roh Tae-woo fyrrverandi forseti Suður-Kóreru kom fram í sjónvarpi í gær og bað landa sína afsökunar á því að hafa sankað saman fé, rúmlega 42 milijörðum íslenskra króna, í ieynilega sjóði í forsetatíð sinni. Morgunblaðiði laugardag. Það er misskilningur ef almenningur heldur að embættismannakerfið sofi. Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag. Það er hinsvegar ekki hægt að saka okkur íslendinga um fljótfærni í fangelsismálum. Það er dæmigert fyrir okkur að gera lítið sem ekkert í 250 ár og klára svo málin á 10 árum eða svo. Haraldur Johannessen aftur. Var einhver að tala um að kerfið geti ekki legið í fastasvefni? fréttaskot úr fortíð Kvöldskemtun verður haldin í Iðnó annað kvöld, til ágóða fyrir veikan kvemnann. Áttmenningamir, sem sungu í Bárunni um daginn, skemta, og Bjami Jónsson frá Vogi og Ami Pálsson flytja erindi og fleira verður til skemtunar. Vafalaust styrkja þeir, sem efni hafa á því, þessa veiku stúlku og fjölmenna á skemtunina. Alþýöublaðiö, 4. nóvember 1920.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.