Alþýðublaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 31. október 1995 165. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Landssöfnun vegna snjóflóðsins á Flateyri Þjóðin sýn- irsamhug í verki Landssöfnunin Samhugur í verki vegna náttúruhamfaranna á Flateyri hefur staðið síðan á laug- ardaginn. Undirtektir almennings og fyrirtækja hafa verið mjög góðar og seint í gærdag höfðu safnast hátt á annað hundrað milljónir króna. Tekið verður við framlögum í símamiðstöð söfnun- arinnar í dag og kvöld en síðan getur fólk lagt framlög inn á bankareikning söfnunarinnar. Allir fjölmiðlar landsins ásamt Pósti og sima standa að söfnun- inni í samvinnu við Rauða kross íslands og Hjálparstofnun kirkj- unnar. Hundruð sjálfboðaliða hafa lagt söfnuninni lið og fjöl- mörg fyrirtæki lagt fram tæki og þjónustu. Utvarpsstöðvarnar voru með sameiginlega dagskrá í gær- dag og sjónvarpsstöðvamar í gær- kvöldi. Félag framhaldsskóla- nema skipulagði blysför niður Laugaveg í gærkvöldi þar sem forseti íslands var í fararbroddi. Til að koma framlagi til skila er hægt að hringa í grænt númer söfnunarinnar, 800 50 50 til klukkan 22 í kvöld. Þá getur fólk áfram lagt framlög beint inn á söfnunarreikning númer 1183- 26-800 hjá Sparisjóði Önundar- fjarðar á Flateyri. Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum á Iandinu. Sjóðsstjórn Samhugar í verki verður skipuð fulltrúum forsætis- ráðuneytis, sveitarstjórnar Flat- eyrar, Rauða krossi íslands og fjölmiðlum. ■ Snjóflóðið á Flateyri Fjöldi sam- úðarkveðja Forseta íslands og ríkisstjórn hafa borist fjöldi samúðarkveðja víðs vegar að úr heiminum vegna atburðanna á Flateyri þar sem 20 manns fórust í snjóflóði. Borist hafa samúðarkveðjur frá sænsku og norsku konungshjón- unum, Danadrottningu, forsetum Bandaríkjanna, Finnlands, Italíu og Tékklands, Jóhannesi Páli II páfa, forsætisráðherrum Noregs, Danmerkur, Eistlands og Rúss- Iands, formanni landsstjórnar Grænlands, lögmanni Færeyja, ríkisstjórn Argentínu og fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Ennfremur frá forseta Evr- ópuráðsins, starfandi fram- kvæmdastjóra NATO, borgar- stjóranum í Barcelona, Sambandi norrænu félaganna og Félagi ís- lenskra stúdenta í Osló og ná- grenni. ■ Borgarstjóri Fundi frestað Hverfafundi borgarstjóra með íbúum Túna-, Holta-, Norðurmýr- ar- og Hlíðahverfis, sem vera átti í Ráðhúsinu í gærkvöldi var frestað vegna atburðanna á Flateyri. Fundurínn verður haldinn í Ráð- húsinu miðvikudaginn 1. nóvem- ber klukkan 20. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem vera átti í þessari viku hefur verið frestað til vors. Alþýðublaðið birtir drög að ályktunum sem unnið hefur verið að uppá síðkastið ■ Drög að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um viðskipta- og neytendamál Harkaleg gagnrýni á GATT-samninginn „Markmiðið með nýjum GATT- samningi var að auka viðskipti milli landa og bæta lífskjör almennings. Rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefur hins vegar unnið gegn anda samningsins hvað varðar landbúnaðarafurðir og þannig í raun rýrt lífskjör landsmanna. Við það verð- ur ekki unað. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins átelur þau úreltu vinnubrögð sem einkennt hafa framkvæmd GATT- samningsins, - þau eiga ekkert skylt við fijálst samfélag manna heldur haftabú- skap eftirstríðsáranna “ Svo segir í drögum að álykmn lands- fundar Sjálfstæðisflokksins um við- skipta- og neytendamál, sem Alþýðu- blaðið hefúr undir höndum. Fundurinn átti að hefjast á fimmtudaginn, en hefur nú verið frestað til vors. Þar segir enn- fremur: ,JLandbúnaður á Islandi er ofvemduð atvinnugrein þar sem samkeppni gætir ekki nema að takmörkuðu leyti. Þetta hefur leitt til grfúrlegrar offjárfestingar, ekki síst í milliliðum. Óhagkvæmninni er ýtt yfir á aðrar atvinnugreinar m.a. iðnað, verslun og þjónustu, en byrðun- um síðan velt yfir á neytendur. Þær miklu vonir sem neytendur bundu vissulega við nýjan GATT- samning hafa bmgðist um leið og samningurinn staðfestir óhagkvæmni íslensks land- búnaðar. Tolh'gildisvemd landbúnaðar- vara (mismnnur á innlendu verði og svoköliuðu heimsmarkaðsverði) er frá 350% og upp í 700%.“ í drögum að ályktunum um við- skipta- og neytendamál segir ennffem- ur að ríkisbanka beri að selja á kjör- tímabilinu. Þeir njóti ríkisábyrgðar á kostnað skattborgara og búi ekki við aðhald markaðarins. Fákeppni í banka- rekstri hafi leitt til hárra þjónustugjalda og óhagræðis fyrir neytendur. Lagt er til að ÁTVR verði lög niður og sala áfengis gefin ftjáls samkvæmt þeim reglum sem hið opinbera setur. Rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verið boðinn út til einkaaðila ásamt rekstri fríhafnar. Það sé ekki hlutverk ríkisms að versla með snyrtivörur. Þá er ennfremur lagt til að eitt at- vinnumálaráðuneyti verði stofnað sem taki við hlutverki viðskipta- og iðnað- arráðuneytis, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytis. Verkefnum umhverfis- ráðuneyús skuli komið fyrir í hinu nýja atvinnumálaráðuneyú, heilbrigðisráðu- neyti og hjá einstökum félagasamtök- um eftir því sem við á. ■ Landbúnaðarmál á lands- fundi Sjálfstæðisflokks Frá vandræðum til vandræða „Á undanförnun áratugum hefur landbúnaðarstefna íslenskra stjórn- valda hrakist frá vandræðum til vandræða án þess að hægt væri að greina í henni framtíðarsýn," segir í drögum að ályktun um landbún- aðarmál sem leggja á fyrir lands- fund Sjálfstæðisflokksins. Þar segir að íslenskur landbún- aður hafi um árabil verið í viðjum ríkisafskipta og framleiðslustýr- ingar, sem hafi veikt stöðu hans. Vandinn í landbúnaði stafi fyrst og fremst af því að framleiðslugeta og afköst hafi aukist án þess að hægt hafi verið að stækka markaðinn. Dreifingarkerfi frá árum heim- skreppunnar og kvótakerfi síðustu áratuga hafi verið börn síns tíma, en hafi nú dagað uppi. Þau hafi svipt landbúnaðinn þeim framfara- hvata sem felist í frjálsri sam- keppni og leitt bændur í úlfa- kreppu. Sjálfstæðismenn vilji leysa aukna framleiðni úr læðingi með því að hverfa frá opinberri verð- lagningu og framleiðslustýringu. I drögunum segir ennfremur að sá afkomuvandi sem blasi við stór- um hópum sauðfjárbænda sé fjör- brot haftastefnunnar. Til að bregð- ast við afkomubresti bændastéttar- innar jafnhliða aukinni framleiðni og framleiðslúfrelsi verði að af- nema framleiðslutengingu bein- greiðslna. Lögð er þung áhersla á lækkun kostnaðar á öllum stigum framleiðslu, sölu og dreifingu bú- vara. ■ Drög að ályktun um sjávarút- vegsmál Engar breytingar f drögum að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarút- vegsmál er ekki að finna neinar breytingar frá núverandi stefnu. Talið er skynsamlegast að byggja á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, sem hafi gert sjávarútveginum kleift að komast í gegnum erfið- leika seinustu ára. í drögunum segir að mikilvægt sé að hefja sem fyrst veiðar á sjáv- arspendýrum undir vísindalegu eft- irliti, ella muni ástæðulaus friðun þeirra leiða til röskunar á lífríki hafsins. Þá er lagt til að erlendar fjárfestingar verði leyfðar í sjávar- útvegi hér á landi með því skilyrði að innlent forræði verði tryggt í fyrirtækjum sem hafi verið úthlut- að veiðiréttindum á íslandsmiðum. Um úthafsveiðar segir ekki ann- að en að Island eigi að vera meðal stofnaðila að úthafsveiðisamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sé brýnt að á grundvelli hans verði samið um veiðar utan íslensku landhelg- innar þar sem réttur okkar verði tryggður. „Lít á það sem frumskilyrði að geta helgað mig söngnum," segir Kristinn Sigmundsson sem í kvöld heldur tónleika í Borgarleikhúsinu ásamt Jón- asi Ingimundarsyni. ■ Kristinn Sigmundsson á tónleikum í Borgarleikhúsinu „Að sumu leyti er ég í útlegð" Þriðjudaginn 31. október kl. 20.30 verða tónleikar Kristins Sigmunds- sonar og Jónasar Ingimundarsonar í Tónleikaröð Leikfélags Reykjavfkur i Borgarleikhúsinu. Þar munu þeir fé- lagar flytja verkið Svanasöng eftir Frans Schubert. Sama dag kernur út geisladiskur með upptöku Kristins og Jónasar á verkinu. Af þessu tilefni náði Alþýðublaðið tali af Kristni Sig- mundssyni. Þú starfar svo til eingöngu erlendis. Hvaða verkejhi hefurðu verið að fást við og hvað bíðurþín? „Eftir þessa dvöl núna fer ég til Par- ísar og verð þar fram yfir áramót við æfingar og sýningar á La Boheme í Bastilluóperunni. Annars var ég að koma frá Ástralíu þar sem ég hljóp í skarðið fyrir söngvara í eina viku. Þar áður söng ég í Munchen og Dresden." Hvaða tónlist finnst þér skemmti- legast að syngja? ,,Ég hef gaman af allri góðri tónlist, en viss tónskáld þykja mér áhugaverð- ari en önnur. Ég er íhaldssamur í þeim efnum og nefni því Mozart, Bach og Schubert. Annars er erfitt að gera upp á milli. Skemmtunin fer mikið til eftir verkefnum." Ertu sáttur við að starfa erlendis og koma hingað heim eingöngu sem gestur? „Nei, ég er það engan veginn. En það er engin önnur leið. Hér er enginn grundvöllur fyrir því að hafa fulla at- vinnu af söngnum. Ég lít á það sem frumskilyrði að geta helgað mig söngnum. Það starf vinnst ekki í frí- stundum. Að sumu leyti er ég í útlegð. Þessum lífsháttum fylgja kostir og gallar, eins og gengur. Én það segir sig sjálft að það er ekki ákjósanlegt að stunda vinnu sína eingöngu fjarri heimilinu og þar að auki erlendis." En tónleikarnir eru á morgun og sama dag kemur út geisladiskur þar sem þið Jónas Ingimundarson flytjið verk eftir Schubert. Viltu segja örlítið frá því verki? „Verkið er Svanasöngurinn eftir Schubert. Það er með því síðasta sem Schubert samdi. Flokkurinn var settur saman eftir dauða hans. Lögin fundust í fórum Schuberts og útgefandinn rað- aði þeim saman í lagaflokk. Þetta eru aðallega lög við ljóð eftir Heine og Rellstab. Að sjálfsögðu er þetta mjög góð tónlist og góður kveðskapur. Margt af því sem þama er telst með því besta sem Schubert gerði.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.