Alþýðublaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 1
Þridjudagur 31. október 1995 Stofnað 1919 165. tölublað - 76. árgangur
■ Björgun verðmæta er hafin á Flateyri
Framkvæmdin til fyrirmyndar
-segir Sighvatur Björgvinsson alþingismaður.
Sighvatur: Þetta var skelfileg aðkoma.
5, J>að sem ber hæst núna á Flateyri
er að það er hafinn annar kafli í þessari
björgunarsögu, það er að segja björgun
verðmæta. Sú framkvæmd er til mikill-
ar fyrirmyndar en tekur auðvitað nokk-
um tíma því þetta er mikið verk þar
sem húsin em illa farin,“ sagði Sig-
hvatur Björgvinsson alþingismaður í
samtali við Alþýðublaðið.
„Jafnframt þessu er sveitarfélagið
farið að huga að framtíðinni. Útgerð
hefst nú að nýju og að minnsta kosti
einn bátur sendur á sjó í dag (mánudag)
en það verður einhver bið á að hinir
bátamir fari út. Það er hins vegar lögð
mikil áhersla á það af hálfu heima-
manna að atvinnulífið komist sem fyrst
í gang til þessa að skapa’ sem eðlileg-
astar aðstæður.
Síðan hefur verið rætt um hvað eigi
að gera fyrir það fólk sem missti húsin
sín og eins em þama hús á yfirlýstu
hættusvæði sem örugglega verður
aldrei flutt í. Við erum að tala um tæp-
lega helminginn af byggðinni. Flóðið
féll á svæði sem var ekki talið hættu-
svæði en utar á eyrinni vom hús á skil-
greindu hættusvæði sem fólk var flutt
úr og ég held að það verði enginn
byggð þar. Við emm því að tala um
mjög stórt vandamál fyrir þetta litla
sveitarfélag," sagði Sighvatur.
Hann sagði að þegar væri búið að
móta stefnu um að þétta byggðina niðri
á eyrinni. Þar væri talsvert af óbyggð-
um lóðum sem hægt væri að nýta.
Einnig væm nokkrar íbúðir í eldra hús-
næði sem hefðu staðið auðar og reynt
yrði að gera þær íbúðarhæfar. Því
mætti búast við að talsverður hópur
fólks gæti fengið búsetu niðri á eyrinni.
Hins vegar væri byggingarland þar
mjög takmarkað. Aðrir möguleikar
hefðu verið ræddir og þar á meðal að
fólk, alla vega til bráðabirgða, fengi sér
búsetu í nágrannabyggðum. Vandinn
við það væri sá að vegurinn um hlíð-
ina, ffá vegamótum við Garða og út á
Flateyri væri snjóflóðahættusvæði. Ef
eitthvað væri að veðri væri veginum
lokað og þá væri byggðin á Flateyri
einangmð á landi. Þetta ætti einnig við
um ef íbúar á Flateyri vildu byggja í
landi Holts þar sem væri mikið undir-
lendi. Ef fólk þyrfti að sækja vinnu til
Flateyrar lokaðist vegurinn í snjóum.
Sighvatur fór til Flateyrar á laugar-
daginn og var spurður hvemig aðkom-
an hefði verið. „Þetta var skelfileg að-
koma. Bæði kom það á óvart hvað
flóðið hafði fallið langt niður eftir og
hvað vamarvirkin fýrir ofan byggðina
hafa dugað lítið. Húsin er mjög illa
brotin og lfldegt er talið að loftbylgjan
á undan flóðinu hafi splundrað húsun-
um og flóðið síðan fært þau í kaf. Þetta
var eins og sprenging."
Sighvatur Björgvinsson sagðist hafa
orðið var við ugg í bijóstum Vestfirð-"
inga í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri.
„Ég var veðurtepptur á Patreksfirði
þegar þetta dundi yfir. Fólk sem á ætt-
ingja á Patreksfirði en býr annars staðar
hringdi þangað miður sín af hræðslu.
Þessir atburðir hafa mikil áhrif á fólk á
öllum Vestfjörðum og ég er hræddur
um að margir í þessum byggðarlögum
verði órólegir næst þegar snjór byijar
að falla,“ sagði Sighvatur Björgvins-
son.
nuna
Ljóðlmuskip er heiti á áttundu ljóða-
bók Sigurðar Pálssonar, en hún kom
nýlega út hjá Forlaginu. Alþýðublaðið
náði tali af skáldinu og forvitnaðist um
þessa nýju ljóðabók.
Að hvaða leyti þessi bók er ólík fyrri
Ijóðabókum þfnum, eða er hún kannski
ekki ólík þeim?
„Eg vona að hver og ein þeirra sé
sérstök, en jafnframt vona ég að með
þeim sé einhver ættarsvipur. I stuttu
máli vona ég að annars vegar verði
vart þróunar og hins vegar að þróunin
sé óslitin. Það er að segja að þar ríki sí-
breytileiki en jafnframt staðfesta, eins
og mér skilst að sé nauðsynlegt við
siglingar. Allar öldur em einstakar, en
samt er hafið bara eitt. Eg dái og dýrka
margbreytileikann, hreyfinguna, en
jafnframt eininguna, heild heimsins.
Annars rakst ég nýlega á skilgreiningu
spænska ljóðskáldsins og Nóbelsverð-
launahafans Vicente Aleixandre á eig-
in ljóðagerð. Ég æpti upp yfir mig,
vegna þess að þetta er eins og talað út
úr mínu hjarta: „Ljóðagerð mín er þrá
eftir ljósinu. Hún er viss aðferð, hún er
stfll á hreyfmgu. I henni er órofin þró-
un“. Betur get ég ekki sagt þetta.“
Þú varst að tala um hafið. Kemur
það mikið við sögu íIjóðunum?
, Já, þar er tilfmning fyrir hafinu og
siglingu, kannski eins konar úthafstil-
finning. Annars er grunnur bókarinnar
stöðug sigling, frá landi og að landi í
nýja höfn, sigling frá fæðingu til
kveðjustundar, sigling sem jafnframt
er eih'f leit mannsins að merkingu, til-
gangi, ást.“
En er þig ekki farið að langa til að
skrifa skáldsögu?
, J>að getur vel farið svo að ég gangi
frá því sem hefur verið að mótast í
þeim efnum, og geri það fyrr en síðar.“
■ Sigurður Pálsson gerir út Ljóðlínuskip
Leit að merkingu, tilgangi, ást
Milli minningar og vonar
er þetta líf
Ljóðagerð mín er þrá eftir Ijósinu", segir Sigurður Pálsson.
Bláar dyr inn í nafn þitt
I draumrofunu
Bláir gluggahlerar
Perlufesti ljósastaura
út með umlandi strönd
sem liggur í mjúkri sveigju
Mjúk er sveigjan
Ljós verður hörund
Pcrluhvítt bros
I Verkamannasambandið samþykkir
uppsögn kjarasamninga
Samningar
lausir um
áramót
segir Bjöm Grétar Sveinsson formaður VMSÍ.
„Þingið samþykkti einróma að
skora á launanefnd og verkalýðs-
félögin að segja kjarasamningum
upp. Það voru engin mótatkvæði á
þessu 150 manna þingi þannig að
viljinn leyndi sér ekki. Menn hafa
nóvembermánuð til að ganga frá
uppsögn þannig að samningar
verði lausir um árarnót," sagði
Björn Grétar Sveinsson formað-
ur Verkamannasambands íslands í
samtali við blaðið.
Á 18. þingi VMSÍ sem lauk um
síðustu helgi voru kjaramál mjög
til umræðu. í ályktun um þau mál
segir að grundvallarkrafa við nýja
samningagerð eigi að vera sú að
krefjast verulegrar hækkunar
lægstu launa, ásamt fullri trygg-
ingu fyrir því að sá kaupmáttur
haldi sem samið verði um. Bregð-
ist ríkisstjórn og atvinnurekendur
ekki við sanngjörnum kröfum
verkalýðshreyfingarinnar um end-
urskoðun kjarasamninganna beri
þeir ábyrgð á því sem kunni að
gerast á vinnumarkaði næstu vik-
ur.
Þingið lýsir furðu sinni á því
hvað atvinnurekendur og stjórn-
völd leggja litla áherslu á barátt-
una gegn atvinnuleysi eins og sjá
megi í fjárlagafrumvarpinu. Þá er
bent á þá augljósu staðreynd að
laun hér á landi eru mun lægri en
í nálægum löndum. Lág laun og
afkomuvandi heimilanna sé orð-
inn slíkur að vaxandi fjöldi fólks
telji einu undankomuleiðina að
flytjast búferlum til nágranna-
landa. Þess er krafist að íslenskir
atvinnurekendur greiði jafn há
laun fyrir dagvinnu og sams kon-
ar fyrirtæki í nágrannalöndum.
„Auk kjaramála risu umræður
um atvinnumálin hátt á þinginu
eins og undanfarin ár. Við eigum
ákveðin auðæfi í þessu landi og
viljum vinna sem mest úr þeim
áður en þau eru send úr landi.
Með því að auka fullvinnslu af-
urða og markaðssetningu er hægt
á tiltölulega skömmum tíma að
auka verðmætasköpun innanlands
verulega og fjölga þannig störfum
og auka kaupmátt," sagði Björn
Grétar.
I ályktun um skattamál segir
meðal annars að hækka beri skatt-
leysismörk í 70 þúsund krónur.
Afnema eigi tekjutengingar í
skattkerfinu og skattleggja eigna-
tekjur eins og aðrar tekjur.
Björn Grétar Sveinsson var ein-
róma endurkjörinn VMSÍ til
næstu tveggja ára og Jón Karls-
son á Sauðárkróki var endurkjör-
inn varaformaður til sama tíma.
Hervar Gunnarsson á Akranesi
var kjörinn ritari og Sigríður ÓI-
afsdóttir í Dagsbrún var kjörin
gjaldkeri. Þau fjögur skipa veiga-
mestu embættin í níu manna
framkvæmdastjórn VMSÍ.
Birgir Hermannsson
um biðstofuliðið
Jón Kjartansson
um húsnæðiskerfið
Hrafnkell Ásgeirsson
um fertugan Guðmund Árna
Kolbrún Bergþórsdóttir
um kynlega kynórabók