Alþýðublaðið - 08.11.1995, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1995, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 s k o d a n MMÐUBLMÐ 21015. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Urribrot . Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk * Islandsmet Framsóknar Allan síðasta vetur mátti þjóðin hlusta uppá hávaðasaman kór framsóknarmanna sem spjó svartagalli í stríðum straumum. Eftir því sem nær dró kosningum í vor mögnuðust heimsendaspár þessa kórs, uns svo var komið að landauðn virtist yfirvofandi í kjölfar árásar- stríðs fyrrverandi ríkisstjómar á hendur þjóðinni. Finnur Ingólfsson var einn af forsöngvurum framsóknarkórsins og sparaði ekki stóm orðin; eftirfarandi tilvimun er að vísu ekki síður verðugt viðfangs- efni fyrir málfræðinga en stjómmálaskýrendur: „...þær staðreyndir sem blasa við mörgum heimila í landinu, þar sem þúsundir heimila í landinu era að verða gjaldþrota, þá er það bara því miður svo að það blasir við neyðarástand á mörgum heimilum í landinu og það neyð- arástand mun skapa margvísleg félagsleg vandamál. Það mun leggja auknar byrðar á félagsmálastofnanir, það mun auka örvæntingu ein- staklingana og það mun skapa sár í þjóðfélaginu sem seint munu gróa.“ Svo mælti stjómarandstöðuþingmaðurinn Finnur Ingólfsson á Alþingi. Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks Alþýðuflokksins rifjaði upp í Alþýðublaðinu í gær þessar yfrrlýsingar Finns Ingólfs- sonar, sem og merka tillögu Páls Péturssonar um tafarlausar sértæk- ar aðgerðir í þágu heimilanna. Höllustaðabóndi lét þessi orð falla á Alþingi síðasta vetur: „Ég held að kominn sé tími til að við hugleið- um í alvöra hvort nokkurt undanfæri sé að bjarga litlum fyrirtækj- um, það er fjölskyldunum í landinu, með sértækum aðgerðum eitt- hvað í stíl við það sem stóra fyrirtækin hafa notið.“ Nú hafa þeir félagar, Finnur og Páll, verið ráðherrar í hálft ár, en svo kynlega bregður við að ekkert bólar á hjálpræði Framsóknar. Hvar er „neyðarsjóðurinn" sem Framsókn ætlaði að setja í þijú þús- und milljónir króna til að bjarga íslenskum heimilum? Hvar era „sértæku aðgerðimar“ til að bjarga litlu fyrirtækjunum hans Páls Péturssonar? Hvar era kosningaloforðin um skattalækkanir, launa- hækkanir og eflingu velferðarkerfisins? Þessi loforð gleymdust um ieið og maddama Framsókn hlammaði sér niður í stjómarráðinu. Hin nöturlega staðreynd er því miður sú, að það vora engir vinning- ar í kosningatombólu Framsóknar. Þar vora eintóm núll. I grein sinni bendir Rannveig Guðmundsdóttir á, að allsstaðar er dregið saman í velferðarmálum, þrátt fýrir 3% hagvöxt annað árið í röð. Nokkur dæmi: Framkvæmdasjóður fatlaðra er skertur veralega og lögbundin framlög höfð af honum. Bætur almannatrygginga og Atvinnuleysistryggingasjóðs verða ekki tengdar kjarasamningum og telur ASÍ að þannig muni ríkið spara sér 700 milljónir króna. Per- sónuafsláttur verður óbreyttur að krónutölu og skattleysismörk fær- ast niður eins og verið hefði ef afnám tvísköttunar lífeyris hefði ekki komið til í síðustu kjarasamningum. Afnám tvísköttunar lífeyris kostar ríkið um 600 milljónir en hinsvegar heldur ríkið einum millj- arði eftir í tekjum vegna skerðingar persónuafsláttarins. Fresta á upptöku bótagreiðslna til þolenda ofbeldisverka sem taka áttu til ár- anna 1993 til 1995 og framvegis, en lög varðandi ríkisábyrgð á þess- um greiðslum vora eitt af umbótamálum síðustu ríkisstjómar: Með þessu móti ætlar ríkisstjómin að hafa 60 milljónir af þeim sem síst skyldi. Fjármagnstekjuskattur verður lagður á aldraða og bótaþega án þess að slíkur skattur sé kominn til framkvæmda á aðra þjóðfé- lagshópa. Neyðaraðgerðir Framsóknar í húsnæðismálum felast í því að hátt í sex hundrað milljónir era skomar af framlögum til húsnæðismála, og íbúðum í félagslega kerfinu fækkar úr 420 í 230 á næsta ári. Grát- broslegast er þó að sjá afdrif „Endurreisnar- og leiðbeiningastöð heimilanna“. Endurreisnarstöðin var eitt grannstefið í fagurgala Framsóknar fyrir kosningar, og átti að gegna lykilhlutverki við að „- bjarga“ íslenskum heimilum frá yfirvofandi voða. Ætli kjósendum Framsóknar sé ekki hugarhægð að vita, að Endurreisnarstöðin fær til úthlutunar hvorki meira né minna en 12 og hálfa milljón á næsta ári! Það var sagt um Framsóknarflokkinn í vor, að aldrei hefði neinn flokkur lofað jafnmörgum jafnmiklu á jafnskömmum tíma. Nú er Framsókn að setja enn eitt met: Aldrei hefur nokkur flokkur svikið jafnmarga um jafnmikið á jafnskömmum tíma. ■ Eldur í Heimaey Þessi allsherjartiltekt í hugarheimi nýfrelsraðra ungra Eyjamanna hefur þegar leitt til þess að milli sex og sjöhundruð geisladiskar voru brenndir við hátíðlega athöfn. Frumkvæði að brennunni mun hafa komið frá sjálfum „guðsanda", en Snorri Ósk- arsson virðist í betri tengslum við það apparat en aðrir dauðlegir menn, að minnsta kosti í Vest- mannaeyjum. Öðruhveiju berst til meginlandsins boðskapur trúarleiðtogans og Bete- lingsins Snorra Óskarssonar í Heima- ey. Fyrir nokkrum misserum var mörgum skemmt þegar leiðtoginn tók sig til og bannfærði tímaritið Samúel fyrir að birta myndir af berum stelp- um. og mun þetta vera fyrsta bannfær- ingin á Islandi eftir að við sögðum skilið við páfann í Róm. I fyrra skar Snorri Óskarsson upp herör gegn hommum og lesbíum. Orðbragðið sem þessi erindreki Jesú frá Nazaret notaði í þeim málarekstri var mjög galli blandið, að ekki sé meira sagt, og bar þess ekki vitni að Einsog gengur | ( Hrafn náungakærleikur væri ofarlega á stefnuskrá Betelinga. A æðsta prestin- um var að skilja, að hommar og lesbt- ur - sem hann kallar ævinlega af smekkvísi sinni „kynvillinga“ - eigi enga von um vist í himnaríki heldur muni bakast við hægan eld f helvíti um alla framtíð. Snorri bauðst hins- vegar til að „lækna“ samkynhneigða og vísa þeim veginn til guðs: sem bet- ur fer var ekki tekið fram í hverju , Jækningin" var fólgin. Trúarhiti Beteiings Og enn megum við heyra Bete- lingsins boðskap. Nú hefur trúarhiti hans beinltnis magnast upp í bál: Snorri og lærisveinar hans eru famir að brenna „ókristilega" tónlist í stór- um stfl. Lesendur Alþýðublaðsins í gær fengu að vita að heilmikil trúar- vakning gengur nú yfir Heimaey og henni fylgir, að sögn hins kampakáta æðstaprests, að „fólk tekur til í sínum hugarheimi... Þegar fólk vill lifa kristnu lífi er því ekki alveg sama hvað það meðtekur í sinn hugarheim. Eg segi amen við því.“ Þessi allsherjartiltekt í hugarheimi nýfrelsraðra ungra Eyjamanna hefur þegar leitt til þess að milli sex og sjö- hundruð geisladiskar voru brenndir við hátíðlega athöfn. Frumkvæði að brennunni mun hafa komið frá sjálf- um „guðsanda“, en Snorri Óskarsson virðist í betri tengslum við það apparat en aðrir dauðlegir menn, að minnsta kosti í Vestmannaeyjum. „Ef guðs- andi talar þannig til okkar að það eigi að setja þetta á eldinn er best að hreinsa til,“ segir okkar maður - en hann hefur reiknað út að andvirði þeirra djöfullegu geisladiska sem þeg- ar hafa orðið eldi að bráð sé milljón krónur eða svo. Fyrirmynd að tónlistarbrennu Eyja- manna er sótt alla leið í Postulasög- una, segir Snorri: „Það er sagt ffá því í Postulasögunni að menn voru að stunda andasæringar. Það misheppn- aðist þannig að maðurinn með illu andana réðist á þessa andasæringa- kuklara og lék þá svo hart að þeir flýðu naktir er sagt. Það kom ótti yfir söfnuðinn þegar hann sá við hvaða öfl var að eiga. Þeir tóku því kuklbækur a sínar og brenndu sem voru metnar á 50 þúsund denara eða daglaun. Það var býsna mikil fjárhæð sem fór á bál- ið.“ Andasæringar Uff. Var ungmennum í Heimaey virkilega svo illa komið að þau höfðu stofnað til sambands við Kölska sjálf- an með milligöngu ókristilegra tónlist- armanna? Flokkast undir andasæring- ar að hlusta á hljómsveitina Kiss? Og er það tilfellið að „maðurinn með illu andana“ hafi ráðist á hlustendur tón- listar í Vestmannaeyjum, svo þeir þurftu að flýja - naktir væntanlega - einsog fætur toguðu? Ég hélt að stærstu fjölmiðlar lands- ins hefðu ágæta fréttaritara í Eyjum: afhverju höfum við ekkert heyrt af þessum ósköpum sem þar hafa aug- ljóslega dunið yfir? Ofstæki Fátt er ógeðfelldara en trúarofstæki, meðal annars vegna þess að umburð- arlyndi er mikilvægur hluti flestra trú- arbragða - meðal annars kristindóms, skilji ég hann rétt. Prókúruhafar sann- leikans, erindrekar hinna ýmsu guða, hafa hinsvegar unnið fleiri óhæfuverk í mannkynssögunni en tölu verður komið á. Það er regla fremur en und- antekning, að þeir menn sem segjast vinna samkvæmt boði guðs eru vara- samir gaukar: einn slíkur kálaði for- sætisráðherra Israel um helgina. Ágætur maður sagði að þegar menn væru byrjaðir að brenna bækur væri þess skammt að bíða að þeir tækju að brenna fólk. Þetta var fyrir daga geisladiska. Nú hvarflar ekki að mér að æðsti prestur Betelinga hafi einhver slík áform; en með þvi að livetja til þess að tiltekin tónlist sé borin á bál og bann- færð, þá er hann að kynda undir for- heimskandi ofstæki. Hann er að gróð- ursetja fræ fordóma sem síðar geta borið enn eitraðri ávexti; hann er að kveikja eld sem hæglega getur breiðst út. Er einhver munur á því þegar nas- istar báru bækur sumra af stórskáldum heimsins á bálköst fyrir sex tugum ára, og tónlistarbrennunni sem Bete- lingar efna nú til? ÞeiiTÍ mannfyrirlitn- ingu sem fólst í bókabrennunum virð- ist því miður hafa skolað á land í Heimaey. Yfirbetelingurinn telur að hann sé sérstaklega vel til þess fallinn að túlka skoðanir guðs í smáu og stóru, og því eigum við væntanlega eftir að heyra meira af herferð hans gegn öllu því sem er „ókristilegt" eða beinlínis runnið undan rifjum djöfulsins. Ég veit ekki hvort væri ömurlegra: Að þurfa að verja eilífðinni undir bænagjörð Betelinga eða á tónleikum hjá Kiss. En ég hlýt að greiða atkvæði með hinum ofsóttu og brennimerktu í þessu máli: ef ég man rétt gerir guð gamli það yfirleitt líka. ■ atal 8. nóvember Atburðir dagsins 1674 John Milton, skáldið sem orti Paradísarmissi, deyr. 1718 Danska herskipið Giötheborg strandar á Hásteinum við ósa Ölfusár. Bændur í nágrenninu björguðu 160 skipverjum en sjö fórust. 1932 Franklin Del- ano Roosevelt kjörinn forseti Bandaríkjanna með miklum yfirburðum. 1949 Umferðarljós tekin í notkun á fjórum fjöl- mennustu gatnamótum í Reykjavík. 1978 Friðrik Ólafs- son kjörinn forseti FIDE. Afmælisbörn dagsins Edmond Halley 1656, enskur stjörnufræðingur sem sýndi fram á að halastjömur birtast ekki tilviljanakennt, heldur er hægt að reikna út ferðir þeirra. Margaret Mitchell 1900, höf- undur bókarinnar Gone witli tlte Wind. Annálsbrot dagsins Fyrir það mikla fjúk hafði á Syðri-Ey á Skagaströnd sézt ókennilegur fugl, meintist katt- ugla. Nærri Húnsstöðum rak sjóskrímsli nokkurt og vogmer- ar ei allfáar á Skaga. Höskuldsstaöaannáll 1757. Málsháttur dagsins Lengi stendur mannsefni til bóta. Dómur dagsins Þó að þessi þýðandi [Guð- mundur Finnbogason] sé mað- ur ekki allsendis óhagur á ein- stök orð, hefur hann aldrei bor- ið gæfu til að skrifa tvö orð í samhengi, svo að mönnum hugfestist, auk þess sem hann er þekktur að því að hafa ástríðu til að þýða bækur, sem hann botnar ekki f sjálfur, þar á meðal heil rit um stærðfræði og tónlist, sem bæði urðu óskiljan- leg, þegar hann var búinn að þýða þau. Ritdómur Halldórs Laxness um þýöingu Guömundar á verki Aldo- us Huxley. TMM 1940. Dómur dagsins II Vélstrokkað tilberasmjör. Ritdómur Guömundar Finnboga- sonar um Vefarann mikla frá Ka- smír eftir Laxness. Vaka 1927. Orð dagsins Betra er að vera afguði ger greindur bóndastauli heldur en vera Itvar sem er „húmenntaður“ auli. Guttormur J. Guttormsson. Skák dagsins Lítum nú á handbragð Viac- heslavs heitins Ragozins (1908-62), hins öfluga rúss- neska meistara. Hann hefur svart og á leik gegn Trifunovic og gerir útum taflið með einum snjöllum Ieik. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Hxe2!l Hvítur gafst upp. Hann getur valið um mát eða mannfall.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.