Alþýðublaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 Martröð siðapostulans Vilhjálmur Þorsteinsson vand- ar mér, og öðrum Hafnarfjarðark- rötum ekki kveðjurnar í Alþýðu- blaðinu 2. nóvember. Ég hafði leyft mér að leggja fyrir hann nokkrar spurningar um fjármála- stjórn og innri mál Alþýðuflokks- ins. Reyndar ætlaði ég mér að birta greinina í Alþýðublaðinu, og Vil- hjálmur eðlilega hissa á því að ég skuli hafa valið Morgunblaðið til birtingar. Best er að byrja á að upplýsa Vilhjálm um þetta. Grein minni var hafnað af ristjóra blaðs- ins, Hrafni Jökulssyni. Hún hafði beðið hjá honum í viku áður en ég sendi hana til Morgunblaðsins og þá eftir að Hrafn hafði sagt mér að hann hefði fyrir því orð háttsettra manna í flokknum að greirin yrði stöðvuð. Pallborðið | Magnús Hafsteinsson skrifar Viskubrunnur Vilhjálms Vilhjálmur byrjar sitt yfirklór með því að halda því fram að skrif hans um Sigurð Arnórsson gjald- kera Alþýðuflokksins hafi ekki verið aðalatriðið í greininni. Ég spyr hvers vegna var nafn Sigurðar Arnórssonar það eina sem var feit- letrað í greininni, ef það var auka- atriði? Ég verð að segja að skrif Vil- hjálms og palladómar um fyrrum starfsmenn og fyrrverandi gjald- kera flokksins eru afar óviðeig- andi. Þá efast ég um að Vilhjálmur sé hæfur til þess að dæma um fjár- málastjórn og gjaldkera flokksins með því að lesa einungis skýrslu gjaldkera á flokksþingum undan- farin 10 ár. I fyrsta lagi hefur mér verið tjáð að það sé hefð að gjald- keri geri grein fyrir fjármálum snemma á sunnudagsmorgnum til þess að sem fæstir heyri. I öðru lagi munu reikningar Hokksins á síðasta þingi hafa verið bráða- byrgðauppgjör og því efast ég um að Vilhjálmur hafi séð reikninga flokksins. Þeir reikningar voru ekki tilbúnir fyrr en haustið 1994 og nú hefur framkvæmdastjóri flokksins gert athugasemdir við þá og lýst yfir að hann geti ekki tekið ábyrgð á þeim nema að fá aðgang að fylgiskjölum sem tilheyra per- sónulegum greiðslum til Sigurðar Arnórssonar gjaldkera. I þriðja lagi þykir mér ákaflega ógeðfelld kveðjan sem fyrrverandi gjaldkerar Alþýðuflokksins fá frá Vilhjálmi, en hann telur að hingað til hafi alþýðuflokksfólk þurft að skammast sín fyrir fjármál flokks- ins. Þajna er meðal annarra um að ræða Ágúst Einarsson prófessor og þingmann, Geir A. Gunnlaugs- son forstjóra Marels hf. og Eyjólf K. Sigurjónsson löggiltan endur- skoðanda, en skrifstofa hans end- urskoðar nú reikninga flokksins. Ég veit ekki betur en að bókhald hafi verið í lagi hjá þessum mönn- um og að þeir hafi skilað af sér nokkuð góðu búi á sínum tíma. Rukkarinn Vilhjálmur Vilhjálmur fullyrðir að fjárhags- áætlun kosningabaráttunnar í vor hafi staðist prýðilega og hann kannast ekki við að bókhaldi hafi verið haldið leyndu. Greinilegt er að Vilhjálmur er ekki mjög upp- lýstur um málið. í trúnaðarbréfi, sem ég og margir aðrir flokksmenn fengum frá Sigurði Tómasi Björgvins^yni fyrrum fram- kvæmdastjóra flokksins, segir að hvorki hann sem kosningastjóri né aðrir í kosningastjórninni hafi fengið aðgang að bókhaldi eða fjármálum. Ég hef fyrir því heim- ildir að þeir hafi ekki einu sinni fengið í hendur fjárhagsáætlun. I júní síðastliðnum sendi Sigurð- ur Arnórsson skýrslu til þingflokks Alþýðuflokksins þar sem gerð er lausleg grein fyrir fjárhagslegum nið.urstöðum kosningabaráttu. Á sameiginlegum fundi þingflokks og framkvæmdastjórnar í október vildu menn ræða þessar tölur en ráðinn endurskoðandi flokksins sagði skýrsluna marklaust plagg og vildi ekki ræða hana. Gjaldker- inn mun ekki hafa séð ástæðu til að mæta á þennan fund sem nær eingöngu snerist um fjármál flokksins. Þá mun gjaldkeri flokks- ins hafa gefið framkvæmdastjórn og forystumönnum mjög misvís- andi tölur um kostnað kosninga- baráttu. Hvernig getur Vilhjálmur fullyrt að allar tölur hafi staðist þegar enginn hefur séð áætlanir né réttar niðurstöðutölur? Var hann að dreyma? Ekki verður heldur hjá því kom- ist að spyrja Vilhjálm af hverju Sigurður Arnórsson er nú að rukka okkur krata í Reykjaneskjördæmi um nokkrar milljónir, sem hann segir okkur skulda landsflokknum úr kosningabaráttunni? Ég hélt að staðan væri svo góð og allar áætl- anir hefðu staðist? Er kannski ver- ið að láta okkur Hafnarfjarðarkrata borga fyrir eyðslu Vilhjálms og fé- laga í Reykjavík? Legið á tölum Vilhjálmur segist ekki hafa blandast inn í deilur vegna brott- hvarfs fyrrum framkvæmdastjóra úr starfi. Þó er Vilhjálmur einn af þeim sem nafngreindur er í bréfi Sigurðar Tómasar, þar sem hann talar um að sér hafi verið meinaður aðgangur að fjármálum kosninga- baráttunnar. f framhaldi er eðlilegt að spyrja Vilhjálm hvort hann muni beita sér fyrir því að fram- kvæmdastjóri flokksins og aðrir í kosningastjórn fái aðgang að upp- gjöri og bókhaldi ksoningabarátt- unnar eða ætlar hann að liggja á því með Sigurði Arnórssyni? Vilhjálmur skilgreinir fjárhag Alþýðuflokksins sem fé einkaaðila og telur að þess vegna þurfi ekki að gera grein fyrir launagreiðslum til Sigurðar Arnórssonar. Hann ætti þó að vita að meirihluti af ráð- stöfunarfé flokksins kemur í formi styrkja frá hinu opinbera. Að auki hefur Sigurður Arnórsson gengið fram fyrir skjöldu og lýst því yfir að hann ætli að hafa frumkvæði að því að opna fjármál stjórnmála- flokka. Þetta hefur Vilhjálmur einnig boðað fyrir hönd Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Þá snýr Vilhjálmur út úr þegar talið berst að umfangi greiðslna og gagnrýni hans á Guðmund Árna. Ef taka á skýringu Vilhjálms góða og gilda væri gaman að vita hvort umfang greiðslna til Sigurðar Arn- órssonar, og þeirrar vinnu sem stendur á bak við greiðslurnar, séu feimnismál? Það eina sem ég get tekið undir í grein Vilhjálms er þegar hann seg- ir að gjaldkerar sem greiða sjálfum sér laun eigi að sæta eftirliti. Það er nákvæmlega þetta sem umræðan um fjármál Alþýðuflokksins og Alþýðublaðsins á að snúast um. Það er nákvæmlega þetta sem Sig- urður Tómas og fleiri hafa verið að benda á. Sigurður Arnórsson hefur greitt sér laun, að því er virðist án samninga, og án þess að það sé innra eftirlit til þess að fylgjast með því. Framkvæmdastjóra flokksins var neitað um að hafa slíkt eftirlit með greiðslum til starfsmannsins Sigurðar Arnórs- sonar. Það er því eðlilegt að spyrja Vilhjálm að því hvort hann muni ekki beita sér fyrir því að slíku eft- irliti verði komið á og allir þeir sem koma að þessu máli fái að- gang að bókhaldi og fylgiskjölum, þannig að hægt verði að komast að hinu sanna? Er þetta ekki eðlileg krafa, Vilhjálmur? Annað í grein Vilhjálms er Sem dæmi um stöðu flokksins hér [í Hafnar- firði] vil ég nefna að hér eru fjármál og fjár- hagsstaða til fyrirmyndar. Hér er heldur ekkert verið að pukrast með hlutina og erú fjármálin opin öllum sem áhuga hafa. Vilhjálmur tekur reyndar fram að hann hafi átt ágætt samstarf við Sigurð Tómas og hefur enga ástæður til að hallmæla honum. Ég get tekið undir þetta, enda átti ég mjög gott og náið samstarf við Sigurð Tómas á meðan ég gegndi embætti gjaldkera Sambands ungra jafnaðarmanna. Hann reyndist okkur mjög vel, en oft og tíðum þurfti hann að vera á bremsunni þegar við leituðum eftir fjárstuðn- ingi. Allir þeir sem fylgst hafa með skrifstofu flokksins sáu það aðhald og þá hagræðingu sem í gildi voru þegar Sigurður Tómas var framkvæmdastjóri. Það kemur því á óvart að Vilhjálmur skuli eigna Sigurði Arnórssyni árangur í daglegum rekstri flokksins. Allir vita að daglegur rekstur Alþýðu- flokksins hefur fyrst og fremst ver- ið í höndum Sigurðar Tómasar undanfarin fjögur ár. Þrátt fyrir að flokksforystan hafi í tvígang gefið Sigurði Arnórssyni siðferðisvottorð og lofað störf hans, hef ég nýiega heyrt að bæði Alþýðuflokkurinn og Álþýðublað- ið séu að komast í greiðsluþrot. Starfsmenn munu ekki hafa fengið greidd laun á réttum tíma eins og verið hefur og ýmsir lánadrottnar eru orðnir verulega óþolinmóðir. Vissir þú þetta, Vilhjálmur? Samningar og eftirlit Siðapostulinn Vilhjálmur stend- ur í þeirri meiningu að formaður flokksins eða formaður fram- kvæmdastjórnar hafi gert ráðning- arsamning við Sigurð Arnórsson. Það mun hins vegar hafa verið upplýst í æðstu stofnunum ílokks- ins að enginn slíkur samningur hafi verið gerður. Þá upplýsir Sig- urður Tómas í bréfi sínu, að samn- ingsdrögum Sigurðar Arnórssonar hafi hreinlega verið hafnað af tveimur þingflokksmönnum flokksins. hreint yfirklór og finnst mér það sorglegt ef þetta eiga að vera svör við spurningum mínum. Þeim er enn ósvarað og ég trúi ekki öðru en siðapostulinn Vilhjálmur geti gert betur. Það er ótrúlegt að hann skuli taka að sér að verja þau vinnubrögð sem gjaldkeri Alþýðu- flokksins hefur tíðkað. Allir sjá siðleysið og hagsmunaárekstrana sem um er að ræða. Nótnaborð gjaldkerans Ekki er hægt annað en að brosa að því þegar Vilhjálmur telur að eftirlitshlutverk flokksmanna með fjármunum flokksins felist í því að hlusta á upptalningu gjaldkera á efnahags- og rekstrarreikningi á flokksþingum. Þegar umræðan er komin á það stig sem nú er, hljót- um við að gera kröfu um að fjár- málin verði rædd á opnum flokks- stjórnarfundi. Það kann vel að vera að gjaldkerinn geti spilað á píanó fyrir Vilhjálm, eins og hann lýsir í grein sinni. En Vilhjálmur verður að passa sig á að ruglast ekki á nótnaborði gjaldkerans og greiðslunótum flokksins. Ég velti því fyrir mér hvort gjaldkerinn hafi spilað fyrir eða með Vilhjálm? Kannski hefur Vilhjálmur sofnað við undirleik gjaldkerans og dreymt reikningana? Sá draumur er nú orðinn að martröð. Að lokum vil ég frábiðja mér þann dónaskap sem Vilhjálmur hefur sýnt okkur jafnaðarmönnum í Hafnarfirði og endurtók í grein sinni. Sem dæmi um stöðu flokks- ins hér vil ég nefna að hér eru fjár- mál og fjárhagsstaða til fyrirmynd- ar. Hér er heldur ekkert verið að pukrast með hlutina og eru fjár- málin opin öllum sem áhuga hafa. Höfundur er formaður Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar Hvorki beinn né breiður vegur -2. grein Eftir Svavar Gestsson alþini Hvað g Jóni ti Eg kaus í kveri mínu Sjónarrönd að fara ekki rækilega út í sögu vinstri- hreyfingarinnar. Þeim mun undarlegfá varð það þegar Jón Baldvin lagðist í sagnfræði í tilefni af útkomu bókar minnar. I raun fjallaði hann ekki í greinum sínum um jafnaðarstefnu Sjónarrandar. Hann kaus að fjalla ekki um núið. Hann lenti í þeim gamla pytti að flýja samtíðina með því að kasta sér til sunds í fortíðinni. En hann reynir vissulega að skilja þá fortíð sem við erum báðir hluti af. Jón Bald- vin spyr: „Eru einhverjar sér- stakar skýringar á því að hver kynslóðin á fætur annarri upp á ís- landi virtist alast upp í þessum hjáfræðum, bæði lesblind á sam- tíðina og forhert í afneitun á stað- reyndum?" „Eru einhverjar skýr- ingar á því að dólgamarxismi millistríðsáranna og forstokkun sovéttrúboðsins var svona miklu lífsseigari á Is- landi en á nálæg- um pólitískum breiddargráðum annars staðar en í þriðja heimin- um?“ Og enn- fremur segir hann: „Þessi hugmyndafræði- lega naglasúpa var síðan fram- reidd á lystugari máta með því að vegar ekki því að sú reisn sem hann sýndi og sá styrkur sem hann varð vinstri hreyfmgunni hefði aldrei getað orðið til nema vegna þess að ytri að- stæður hjálpuðu til líka. Meðal annars hjálpaði Alþýðuflokkurinn til þess að skapa jarðveg sem var opinn og tók við þeirri sáningu sem vinstri menn höfðu forystu um á íslandi á árunum eftir 1930 þegar Alþýðuflokksforystan byijaði brottrekstrarsöguna sem hófst á Einari Olgeirssyni og endaði á Hannibal Valdimarssyni. „Kapítalisminn hefur að vísu ekki hrunið eins og Marx spáði, en hann hef- ur molnað niður hægt og bítandi. í dag er kapítal- isminn hvergi í fram- kvæmd hreinn og ómengaður." Hann afgreiðir veikleika Alþýðu- flokksins með stóryrðum í annari grein sinni um bók mína færist Jón Baldvin í aukana og talar um róm- antíska þjóðern- ishyggju og segir að hún hafi aðal- lega staðið sam- an af Danahatri og þjóðrembu og hafi alið á tor- tryggni og andúð í garð vestrænna ríkja. Hann talar um að viðhorf ís- lenskra sósíalista hafi verið hindur- vitni og byggst á fáfræði og óheið- arleika, ég endur- tek í þessum skrifaða texta óheiðarleika. höfuðskáld og andlegir leiðtogar í röð- um listamanna og skálda gáfu þessari hreyfmgu yftrbragð þjóðlegrar reisnar sem sótti styrk sinn í söguleg gildi sjálfstæðisbaráttunnar." Og hvað gerðist? Hvað var það sem í raun og veru réði úrslitum um það að íslensk hreyfing sósíalista, róttækra vinstri- sinnaðra jafnaðarmanna, varð jafn- sterk og raun bar vitni um? Nokkur at- riði rakti ég í fyrstu grein minni: Rót- tækir jafnaðarmenn á íslandi fengu fýlgi vegna þess að þeir a) höfðu tiltrú alþýðu manna, vegna þess b) að hreyf- ingin hafði tiltrú þeirra sem vildu treysta sjálfstæði og menningu ís- lensku þjóðarinnar og vefria þess c) að hreyfingin hafði raunsæja stefnu í atvinnumálum sem meðal annars skapaði forsendur velferðarþjóðfé- lagsins. Jón Baldvin telur hins vegar að Halldór Laxness sé í raun og veru höfuðsökudólgurinn í þessum efnum. Það er alveg rétt að Halldór Laxness á meiri hlut í sögu og þróun íslenskra sosíalísta og vinstrimanna en nokkur annar maður á þessari öld - að vísu við hliðina á Einari Olgeirssyni. En það er ótrúlega mikil einföldun að for- maður Alþýðuflokksins skuli ætla sér að afgreiða alla þessa glæsilegu sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu með því að segja: Þetta var allt saman Halldóri Laxness að kenna. Halldór Laxness er gífurlega snjall rithöfundur og stjóm- málaleiðtogi; Halldór Laxness er það nafn á tuttugustu öld sem Jón Sigurðs- son var á nítjándu öld. Það breytir hins Þetta er ótrúlegt orðbragð fullorðins manns og bendir til þess að hann sé að herða sig upp í að andmæla þeim sjón- armiðum sem hann telur sig þurfa að berjast gegn og að sannfæring hans risti ekki nærri eins djúpt og hann vill sjálfur vera að láta. Hann segir reynd- ar að hann hafi ungur maður lagt trún- að á lærðar bækur Halldórs Laxness og annarra oddvita sovéttrúboðsins, eins og hann orðar það, um yfirburði sovétskipulagsins umfram hnignandi kapítalisma gömlu nýlenduveldanna, eins og hann kemst enn sjálfur að orði. Aftur og aftur kemur það fram að hann virðist hafa haft fest trú á þetta kerfi, sovétkerfið á ungum aldri. Það em athyglisverðar upplýsingar. Hon- um verður tíðrætt um það í upphafi beggja greina sinna hvað við eigum sameiginlegt; og það er margt sem við eigum sameiginlegt. Meðal annars það að við viljum vera jafnaðarmenn en aðferðir okkar em sjálfsagt dálítið ólíkar. En munurinn á okkur er að minnsta kosti sá að ég tók aldrei þá trú á sovétkerfið sem hann virðist hafa verið haldinn sjálfur. Kannski er hér því einu að þakka að ég er um hálfurn áratug yngri en hann. Aðalvandi Jóns er kannski sá að hann kemst ekki yfir það í hverju styrkur íslenskra sósíal- ista liggur og afgreiðir það með stór- yrðum. En það tekst ekki að afgreiða veikleika Alþýðuflokksins í sextíu ár með stóryrðum. Jafnvel þó að þau séu afar vel heppnuð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.