Alþýðublaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐK)
3
s k o d a n i r
Þáttur unga fólksins
í störfum mínum fyrir hreyfingu
ungra jafnaðarmanna undanfarinn ára-
tug hef ég verið þeirra forréttinda að-
njótandi að kynnast flokkssystkynum
mínu víðsvegar að úr heiminum, þó
vitaskuld flestum af Norðurlöndum.
Jafnaðarmannaflokkar eru afarmargir
vítt og breytt um heiminn og mynda
með sér samtök, þar sem félagar í
þeim skiptast á skoðunum og reynslu.
Þeir eiga einnig oft á tíðum með sér
náið samstarf, sem hefur skilað okkur
friðvænlegri heimi.
Pallborðið
Dæmi um þetta er mér ofarlega í
huga nú vegna hins hörmulega morðs
á Itzhak Rabin, forsætisráðherra ísra-
els og leiðtoga þarlendra jafnaðar-
manna. Það var ekki haft í hávegum
að í allnokkum tíma áður en friðars-
samningar ísralesmanna og Palestínu-
manna náðust í Osló fyrir nokkrum
missemm, hafði ungliðahreyftng ísra-
elska Verkamannaflokksins átt í eins-
konar tilraunafriðarviðræðum við
unga Palestínumenn, fyrir tilverknað
og milligöngu ungara jafhaðarmanna
norskra.
Þessar hreyfingar voru búnar að
kortleggja það sem fara þyrfti fram í
friðarviðræðum jafnaðarmannanna
Rabins og Peresar fyrir hönd Israels
og Arafats fyrir hönd Palestínumanna,
með milligöngu norska utanríkisráð-
herrans og jafnaðarmannsins Johans
Jörgen Holst.
Þama voru ungir stjómmálamenn
notaðir til að koma friðarviðræðum af
stað án þess að fjölmiðlaheimurinn
allur fylgdist með með öndina í háls-
inum og gæfi andstæðingum friðarins
færi á að drepa viðleitnina í fæðingu.
Ástæðan fyrir því að ég er að nefna
þetta nú eru greinarskrif nokkurra
ungmenna í Alþýðuflokki og Alþýðu-
bandalagi að undanförnu þar sem
menn hafa gælt við hugmyndina um
að bræða þessa flokka saman í stóran
jafnaðarmannaflokk. Flokk sem hefði
ámóta fjöldafylgi og jafnaðarmanna-
flokkar hafa á hinum Norðurlöndun-
um.
Undanfarin þijú ár hefur ungt fólk
úr þessum flokkum, svo og úr
Kvennalistanum og á stundum Fram-
sóknarflokknum átt í misinnilegum
viðræðum um fortíð og ffamtíð þess-
ara flokka og hvort einhverjir þeirra
eða þeir allir gætu átt með sér ein-
hverskonar samstarf sem væri í ætt
við starf innan stjómmálaflokks, en
ekki á milli stjómmálaflokka. Ég full-
yrði að Reykjavíkurlistinn er sprottinn
úr þessum jarðvegi, þar sem „eldri
deildin“ tók við þegar jarðvegurinn
hafði verið undirbúinn.
Þó svo að samvinna jafnaðarmanna
uppi á íslandi kunni að vera smámál
samanborið við nauðsyn þess að ná
sáttum fyrir botni Miðjarðarhafs, þá
hvílir hún þungt á mörgum innan
flokkanna sem taldir eru vera til
vinstri í stjómmálum dagsins í dag.
Ég hef sagt það áður að ég tel mig
eiga afar mikla hugmyndafræðilega
samleið með formanni Alþýðuflokks-
ins, Jóni Baldvin Hannibalssyni, en ég
er ekki fjarri því að Jón ætti meiri
möguleika á að hrinda hugmyndum
sínum í framkvæmd, þegar hann væri
búinn að sannfæra félaga sína í „Stór-
um jafnaðarmannaflokki" um ágæti
þeirra (því menn eiga þó möguleika á
að sannfæra samheija sína, en aldrei
andstæðinga.)
Þess vegna vil ég hvetja félaga
mína í hreyfingu ungra jafnaðarmanna
að taka áskomn Roberts Marshall, for-
manns samtaka ungs Alþýðubanda-
lagsfólks og ganga til viðræðna við
hann og aðra í hans hreyfmgu sem til-
Þó svo að samvinna jafnaðarmanna uppi á ís-
landi kunni að vera smámál samanborið við
nauðsyn þess að ná sáttum fyrir botni Mið-
jarðarhafs, þá hvílir hún þungt á mörgum inn-
an flokkanna sem taldir eru vera til vinstri í
stjórnmálum dagsins í dag.
búnir em til að velta fyrir sér mögu-
leikum á samstarfi þessarra flokka, þar
sem útkoman væri ein hreyfing með
kjörorð jafnaðarmanna, ættuð úr
frönsku byltingunni, að leiðarljósi: „-
Frelsi, jafnrétti, bræðralag." Það verð-
ur fróðlegt að sjá hvort unga fólkinu
tekst ekki að plægja akurinn svo hann
gefi af sér uppskem í þetta skiptið eins
og áður.
Ég get bent á einn útgangspunkt í
þessum viðræðum sem sagan hefur
kynnt okkur. Um sameiningu er ein-
ungis að ræða ef meginstoðimar Al-
þýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið
sanieinast sem stofnanir. Þó æskilegt
sé að aðrar jafnaðarsinnaðar stjóm-
málahreyfingar séu þátttakendur í ferl-
inu, þá eru A- flokkarnir lykillinn.
Annar flokkurinn getur unnið tíma-
bundinn „sigur“ á hinum með því að
innlima klofningshópa en annars held-
ur stríðið bara áfram eins og ekkert
hafi ískorist._____________________
Höfundur er varaþingmaður
Alþýðuflokksins í Reykjavík.
Eftir að textavarpið fékk
loks alíslenska stafi hafa
vinsældir þess vaxið og ný
stendur til að brydda uppá
ýmislegri nýbreytni. Þannig
hefur Jón Kalman Stef-
ánsson skáld nú verið feng-
inn til að sjá um þátt á texta-
varpinu, „Ljóð vikunnar", og
var hann sérstaklega styrktur
af Menningarsjóði útvarps-
stöðva í þessu skyni. Um
helgina verðurfyrsti þáttur-
inn, og þar heyrum við að til
sýnis verði glænýtt Ijóð eftir
Hannes Sigfússon. Fram
að jólum verður öll áhersla
lögð á að kynna nýmeti, en
eftir það mun Jón Kalman
ætla að kynna skáld frá ýms-
um tímum. Auk þess að geta
ornað sérfyrir Ijóð geta les-
endur textavarpsins gluggað
í skrif Jóns Kalmans um ein-
stök skáld...
Alltaf fjölgar kaffihúsun-
um í miðbænum og nú
er svo komið að Ingólfs-
stræti getur farið að keppa
við Klapparstíg sem lífleg-
asta hliðargata bæjarins. Við
höfum sagt frá því að innan
tíðar verður opnuð ný
knæpa þarsem verslunin Ól-
íver var til húsa, og þá mun
ennfremur von á því að hús-
ið við hliðina, á horni Hverf-
isgötu og Ingólfsstrætis,
verði lagt undir kaffi og list.
Hannes Sigurðsson list-
fræðingur hefur augastað á
þessu gamla og fallega húsi
og hefur í hyggju að nýta
efri hæðina sem sýningarsal
en þá neðri sem kaffihús.
Við heyrum að Gerðuberg
verði jafnvel með í ráðum,
en starfsemi þeirra hefur
blómstrað í Breiðholtinu síð-
ustu árin...
/■
Ur borgarstjórnarflokki
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík heyrum við að þar
riki lítil stemmning. Sjálf-
stæðismenn eru að átta sig
á hinum grimma veruleika í
minnihlutanum, og áhuga-
leysi og doði einkennir starf-
ið. Lítið ber á tillöguflutningi
og sjálfstæðismenn hafa
verið mjög máttlausir í
stjórnarandstöðu gegn R-
listanum og Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur. Einn
úr borgarstjórnarflokki sjálf-
stæðismanna segir að nú sé
byrjað að ræða um að
byggja þurfi upp nýjan leið-
toga fyrir næstu kosningar, í
stað Árna Sigfússonar
sem hefurfráleittglansað
síðustu misserin. Eina
vandamálið sjálfstæðis-
manna er, að enginn virðist
vita hver geti tekið við og
skákað Ingibjörgu Sólrúnu...
Flóa-strákar.
f imm á förnum vegi
Eigum við að veita rúmensku stúlkunni hæli?
Magnús Guðmundsson
verslunarmaður: Já, já. Al-
veg endilega.
Sigurður Örn Guðbjörns-
son nemi: Auðvitað. Hvort
sem það er af pólitískum eða
mannúðar ástæðum.
Hlín Ingólfsdóttir húsmóð-
ir: Já, án umhugsunar.
Svana Birna Gerber hús-
móðir: Ég veit það ekki.
Sennilega er það skynsamlegt.
Berglind Smáradóttir
vinnur í heilsurækt: Nei,
alls ekki. Hún á bara að vera
heima hjá sér.
m e n n
Ég hef beitt sömu aðferðum við
kindina og hundana mína og ég
held að sem lamb hafi hún talið sig
vera hund, væntanlega íslenskan
fjárhund. Það eru auðvitað tak-
mörk fyrir því hvað hægt er að
kenna henni og hún getur til dæmis
ekki iært að setjast Það er
kindum ekki eðlilegt
Ásta Dóra Ingvadóttir hundaþjálfari
um „fjárkind" sem hún hefur þjálfaö.
DV í gær.
Sennilega er til of mikils
mælst að þjóðin eignist staðfasta
stjómmálamenn sem hafa sömu
sannfæringu og siðferði og
pöpullinn á götunni - en það
sakar ekki að vona.
Garri Tímans í gær.
Það fer vitaskuld eftir smekk
fólks hversu það kann að meta
grautargerð einsog þesa.
Líklega þykir þeim mest gaman
á sýningunni sem hafa fengið
sér nokkrum sinnum í glas áður
en hún hefst
Leikdómur Gunnars Stefánssonar
um Sápu þrjú og hálft í Kaffileikhúsinu.
Tíminn í gær.
Ríkisendurskoðun
færir fram sannfærandi rök
fyrir því, að fréttastofur RÚV
eigi að sameina.
Arni Mathiesen í
Morgunblaðinu í gær.
Fyrirsætan Jerry Hall,
eiginkona rokkarans síunga Mick
Jagger, hefur alis ekki tapað fegurð
sinni, þótt hún sé komin vel á
fertugsaldurinn.
Morgunblaðiö í gær.
Einsog öllum sönnurn
gyðingum líður mér mjög vel.
Mér líður meir en vel.
Hann fékk það sem
hann átti skilið.
Arie Bar-Yosef landnemi
á Vesturbakkanum um morðið á Rabin.
DV í gær.
Og rétt einsog aðdáendur
fagurs máls og stíls vita að
hverju þeir ganga hjá skáldinu er
víst, að unnendur eldri kveðskapar
Þorsteins verða ekki sviknir af
því sem hér er fram borið.
Ritdómur Þrastar Helgasonar
um nýja Ijóöabók Þorsteins frá Hamri,
Þaö talar í trjánum.
Morgunblaðið í gær.
fréttaskot úr fortíð
Um kvikmyndir
ætlar Helgi Hjörvar að tala í Stúd-
entafræðslunni á morgun í Nýja Bíó.
Hefír Helgi kynt sér vel þetta efni, og
mörgum mun forvitni á að vita að
hvaða niðurstöðu menn eru að kom-
ast um þetta nýja stórveldi í skemt-
analífinu. - Fyrir ofan leiksviðið á
Konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn standa orðin: „Ej blot til
Lyst“, til þess að minna menn á að
leiklistin sé ekki eingöngu til skemt-
unar, heldur líka til gagns og lær-
dóms. - Nú er eftir að vita að hvaða
niðurstöðu menn komast um kvik-
myndalistina.
Alþýðublaðið
2. apríl 1921.