Alþýðublaðið - 15.11.1995, Page 2

Alþýðublaðið - 15.11.1995, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 s k o ð a n i r MMOVUD 21019. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Meirihluti vill aðskilnað Nýverið kom út fréttabréf Samtaka aðskilnaðar ríkis og kirkju (SARK). Þar er meðal annars vitnað til skoðanakönnunar Gallup sem sýnir að meirihluti íslendinga vill að skilið verði milli ríkis og kirkju. Það er mjög að vonum enda mikil tímaskekkja að rík- isvaldið haldi úti þjóðkirkju. ísland er eitt af fáum löndum í heiminum sem viðhefur þessa tilhögun, og sannarlega mál til komið að þetta fomeskjulega fyrirkomuiag verði afnumið. Björgvin Brynjólfsson formaður SARK segir í grein í áður- nefndu fréttabréfi: „Andstaða margra þjóðkirkjupresta gegn að- skilnaði kirkjunnar og ríkisins byggist greinilega fyrst og fremst á að þeir ofmeta atvinnuöryggið sem fylgir því að vera ríkisstarfs- menn og óttast samkeppni um störf sín hjá fijálsri og óháðri þjóð- kirkju. Frelsi og framtíðarheill þjóðkirkjunnar er látin víkja fyrir ímynduðum einkahagsmunum þeirra sjálfra. Prestar ættu að end- urskoða þessa afstöðu sína sem fyrst. Trúfrelsið er í-framþróun þó það hafí fyrir lögvarin sérréttindi dregist afmrúr annarri lýðræðis- þróun. I hraða nútímans er hættulegt að draga fætuma.“ Alþýðublaðið tekur undir þessi orð. Baráttan fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju byggist fráleitt á andstöðu við hina evangelísku- lúthersku kirkju: þvert á móti er ýmislegt sem bendir til þess að kirkjan væri betur fær um að gegna starfí sínu og útbreiða boð- skap sinn ef hún losnaði úr náðarfaðmi ríkisins. Og í öllu falli er það í hrópandi mótsögn við trúfrelsisákvæði stjómarskrárinnar að ríkið mismuni' trúflokkum og trúarbrögðum með þessum hætti. Stjómarskráin gerir ráð fyrir því að hægt sé að skilja milli ríkis og kirkju með samþykkt meirihluta Alþingis. Þingmenn ættu að taka þetta mál upp í fullri alvöru og heija undirbúning aðskilnað- ar. Það kynni að verða blessunarríkasta gjöfín sem hægt væri að gefa þjóðkirkjunni í tilefni þúsund ára afmælis kristnitökunnar ár- ið 2000. Að mæta í vinnuna Tilvistarkrísa Kvennalistans tekur á sig ýmsar myndir. Á lands- fundi þeirra um helgina var til dæmis gerð sérstök samþykkt um að þingflokkurinn skyldi gefa sem flestum kvennalistakonum tækifæri til að taka sæti á Alþingi um lengri eða skemmri tíma. Einsog fram kom í Alþýðublaðinu í gær er þetta að öllum líkind- um skýlaust brot á þingsköpum. Þar er tekið fram að kjömum þingmönnum sé skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Á flestum vinnustöðum er til þess ætlast að menn mæti til starfa og það gildir auðvitað um Alþingi íslendinga líka. Vitan- lega geta þingmenn forfallast einsog aðrir launþegar - yfirleitt vegna veikinda eða opinberra ferðalaga - og þá er sjálfsagt að kalla inn varamenn. Annars ekki. Kristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Alþýðublaðið í dag, að á landsfundinum hafi það verið gagnrýnt að á síðasta kjörtímabili hafí „það verið alltof þröngur hópur sem kom inn sem varaþing- menn. Ekki hafi verið viðhaldið þeirri reglu sem Kvennalistinn beitti áður að fara svolítið niður listann.“ Það er ástæða til að benda kvennalistakonum á það, að landsíúndur einhvers stjóm- málaflokks breytir ekki þingsköpum með einni saman ályktun um að sem flestir eigi að fá að verma sæti í þingsal. Kvennalis- takonur verða að finna aðra leið til að breyta hinni þreytulegu ásýnd flokksins, enda eiga þær eftir að rökstyðja hversvegna skattgreiðendur eiga að borga varaþingkonum þeirra laun í tíma og ótíma. Af orðum Kristínar Ástgeirsdóttur í Alþýðublaðinu í dag má ráða að kvennalistakonur líti á það sem mikið sport að fá að spreyta sig'á Alþingi. Hún segir að vegna smæðar þingflokksins nú gefíst mun færri tækifæri en áður fyrir varamenn að komast inná þing. Þá upplýsir Kristín að þingflokkurinn hafí áform um að leggjast í fundahöld vítt og breitt um landið til þess að rýma til á Alþingi á meðan fyrir varamenn. Því er eðlilegt að spyrja: Hver á að greiða varaþingkonum Kvennalistans laun fyrir setu á lög- gjafarsamkomunni? Og hvemig í veröldinni tekst Kvennalistan- um til að fá stefnu sína til að ríma við þingsköp? Kvennalistinn verður að fínna aðferðir til að lappa uppá ímyndina. Eða er til of mikils mælst að þingkonur flokksins mæti í vinnuna einsog aðrir landsmenn? ■ Allir heimsins pottar Halldór mun fyrir hönd íslendinga harma mjög að stjórnarandstaða Nígeríu skuli hafa verið hengd, og mælast til þess að slíkum aðferðum verði haldið í lágmarki. Að öðru leyti mun hinn svefndrukkni utanríkisráðherra tæpast sýna málinu ástríðuþrunginn áhuga. Samkvæmt staðfestum tölum frá Sameinuðu þjóðunum deyja mánuð hvem að minnsta kosti þrjúþúsund böm í Bagdad, höfuðborg Iraks. Ástæðan? Jú, heimurinn er að refsa þeim vonda skálki Saddam Hússein sem fyrir fimm árum gerði endasleppa tilraun til að bæta Kúvæt í ríki sitt. Innrás Saddams í Kúvæt var himnasending fyrir Banda- ríkjamenn sem gátu þarmeð hóað sam- an í heimslið í nafni frelsis og lýðræðis, og síðan efnt til stórfelldrar grillveislu í eyðimörkinni. En þótt írakar flyðu eins- og fætur toguðu frá Kúvæt var einn galli á gjöf Njarðar: Saddam Hússein var á sínum stað í Bagdad. Það er vitanlega aðeins hálfur sigur ef aðalbófmn heldur áfram einsog ekkert hafl í skorist. Og hálfur sigur er enginn sigur. Þessvegna beittu Bandaríkjamenn sér fyrir því að umheimurinn setti algert viðskiptabann á írak. Og nú er þetta land, sem á einhveijar auðugustu olíu- lindir í veröldinni, að deyja - hægum og kvalafullum dauðdaga. Bömin í Bagdad deyja ýmist úr hungri eða vegna skorts á lyfjum: allur almenningur er illa haldinn af Íangvarandi vannæringu. Umheimurinn veit hvað er að gerast í írak. Samt lyftir enginn litlaflngri. Af- hveiju? Vegna þess að viðskiptabannið á Irak er bandarísk þráhyggja. Hinar sjálfskipuðu alheimslöggur ætla að hrinda Saddam úr sessi - hvað sem það kostar. Þótt það kosti líf þrjúþúsund bama í Bagdad á mánuði. Helför æsk- unnar í írak er semsagt gerð í nafni frelsis, lýðræðis og mannúðar. Eh^^g genigur | Um helgina ákváðu glæpamennimir sem ráða ríkjum í Nígeríu að tímabært væri að hengja helstu oddvita stjómar- andstöðunnar. Það var gert: Ken Saro- Wiwa, forseti Ogoni-ættbálksins, og átta fylgismenn hans voru teknir af lífi í kjölfar ,,réttarhalda“ sem vom sjónarspil frá upphafi til enda. Nú er það svo, að herforingjaklíkan í Nígeríu hafði verið vinsamlega beðinn að hengja ekki pólit- íska andstæðinga sína; og enginn virðist hafa trúað því að hinum svokölluðu „dómum“ yrði fullnægt. En herforingj- arnir héldu sínu striki og gáfu öllum heiminum langt nef: þar á meðal klúbb- félögum sínum í breska samveldinu sem höfðu reynt að tala um fyrir þeim. Það er fróðlegt að fylgjast með við- brögðum heimsins við aftökunum í Níg- eríu. Oddvitar breska samveldisins gáfu Nígeríu gult spjald: verði ekki búið að koma lýðræði á í landinu innan tveggja ára ætla Major og félagar að reka Níger- íu úr samtökunum. Þvílík hótun!>Breska samveldið samanstendur af hinu löngu dauða heimsveldi og fyrrum fórnar- lömbum þess: það er þreyttur og valda- lítill félagsskapur sem hefur álíka mikil áhrif á gang heimsmála og saumaklúbb- ur í Grafarvogi. Leiðtogar heimsins hafa náttúrlega hver um annan þveran ,Jiarmað“ morð- in í Nígeríu, og jafnvel kallað sendi- menn sína heim í mótmælaskyni. Rót- tækustu aðgerðimar munu trúlega fel- ast í vopnasölubanni á herforingjana. Efalaust verða herforingjamir í Níg- eríu hneykslunarhella heimsins út vik- una eða svo. Inná borð til þeirra mun efalaust berast haugur af formlegum ályktunum og tilfinningaþrungnum samþykktum. Vísast fáum við að heyra mannvitsbrekkumar Major og Clinton fjasa svolítið um mannréttindi, frelsi og lýðræði. En smámsaman hætta menn að tala um Nígeríu. Augu myndavélanna bein- ast annað, sendimennirnir smátínast þangað aftur, herforingjamir geta undir- búið næstu réttarhöld. Og hinir miklu unnendur ífelsis og lýðræðis í Lundún- um og Washington munu alveg áreiðan- lega ekki hlusta á þá leiðtoga stjómar- andstöðunnar í Nígeríu sem ekki er búið að festa í gálga. Þeir hafa nefnilega beð- ið um viðskiptabann á landið, takk fyrir, og segja það einu aðferðina til að koma harðstjórunum frá völdum. John Major veit auðvitað betur en eft- irlifandi stjómarandstaða í Nígeríu. Um helgina hafði hann vemlegar efasemdir um algert viðskiptabann. Afhvetju? Jú, af mannúðarástæðum! Saklausir munu líða mest, sagði okkar maður í Down- ingstræti. Óneitanlega væm yfirlýsingar hans hugljúfar og jafhvel brúklegar sem rök - ef sami Major ætti ekki á sömu stundu sinn þátt í því að murka líftóruna úr heilli kynslóð íraka. Hvað gera nú Islendingar þegar þeir frétta af því hvemig herforingjar í Áfr- íku hantéra stjórnarandstöðuna? Jú, Halldór frændi sendir sjálfsagt skeyti sem einhver hagorður embættismaður í utanríkisráðuneytinu setur saman fyrir hann. Þar mun Halldór fyrir hönd fs- lendinga harma mjög að stjómarand- staða Nígeríu skuli hafa verið hengd, og mælast til þess að slíkum aðferðum verði haldið í lágmarki. Að öðm leyti mun hinn svefndrukkni utanríkisráð- herra tæpast sýna málinu ástríðuþmng- innáhuga. En þeir em víst nokkrir Islendingamir sem spenna greipar þessa dagana og biðja til guðs almáttugs að ekki verði sett viðskiptabann á Nígeríu. Það er al- kunna að við höfum um árabil flutt þangað skreið, og þótt á ýmsu hafi oltið í þeim viðskiptum þá munu þau nú skila 700 milljónum króna á ári. Þessvegna hafa ólíklegustu menn gerst opinberir sérfræðingar um utanríkispólitík, og tal-. ið af og frá að íslendingar taki þátt í að útiloka Nígeríumenn frá alheimsvið- skiptum. Krókódflatárin leka í stríðum straumum þegar þessir nýju sérfræðing- ar okkar lýsa þeim hörmungum sem bíða alþýðu manna í Nfgeríu ef hún ekki fær sína skreið áfram. Og skítt með það þótt örlítið vanti uppá að herforingjamir hafi tileinkað sér hin fínni blæbrigði lýðræðis og mannréttinda - „það er nú víðar pottur brotinn," sagði einn drýgin- dalegur skreiðarbissnesmaður í viðtali. Ef írakar hefðu nú sýnt fyrirhyggju, áðuren þeir létu til skarar skríða í Kúvæt um árið, og keypt dálítið af skreið eða sviðnum selshreifum af íslendingum - þá hefðu þeir þarmeð tryggt sér væntan- lega bandamenn gegn hverskyns við- skiptahömlum. Ur því Saddam var svo vitlaus að gera ekki bissnes við íslendinga þá get- um við látið okkur á sama standi þótt bömin í Bagdad deyi einsog flugur. Við getum huggað okkur við að allt er þetta í þágu lýðræðisins. Kannski þarf svolitl- ar hundakúnstir til að sannfæra fólk um að viðskiptabann á írak sé í þágu al- mennings þar í landi, meðan viðskipta- bann á Nígeríu þjónar ekki sama til- gangi. En líklegast er nú samt að engra kúnsta þurfi við: Fæsttr íslenskir stjóm- málamenn hafa áhuga á alþjóðamálum - og svo er náttúrlega ekki hægt að neita því, að blessaður potturinn er víða brot- inn. ■ nóvember Atburðir dagsins 1923 Þýsk stjórnvöld láta prenta seðil með verðgildinu einn milljarður marka. Sú upp- hæð dugar fyrir fimm brauð- hleifum. 1954 Bandaríski leik- arinn Lionel Barrymore deyr. 1956 Fyrsta kvikmynd Elvis Presley, Love Me Tender, frumsýnd. 1969 Samtök fijáls- Iyndra og vinstrimanna stofnuð að frumkvæði Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar. Afmæiisbörn dagsins William Pitt eldri, 1708, breskur stjórnmálamaður. Er- win Rommel 1891, þýsk stríðshetja í seinna heimsstríði sem Hiller neyddi til að fremja sjálfsmorð. Daniel Barenboim 1942, ísraelskur píanóleikari og stjómandi. Annálsbrot dagsins Hér í Vöðlusýslu 1751 voru þrír menn hálshöggnir fyrir mannsmorð, og voru tveir af þeim bræður þess myrla, sem hjálpuðust að að kæfa bróður sinn í Eyjafjarðará. Þeir fengu allir góða iðran. Hrafnagilsannáll 1751. Nirfill dagsins Engi maður mun það kunna að segja að honum Þorbergi [höggvinkinna] verði féskortur- inn. En fleiri munu það segja að hann láti færrum mönnum verða gagn að sínu fé, Glúmur Geirason. Málsháttur dagsins Er illt ódreng að elska. Reykur dagsins Eg reykti aldrei fyrren ég varð níu ára. W.C. Fields. Orð dagsins Hugfast sveinar hafi það, helzt á leynifiindum, ýmsa greinirá itm, Itvað orðin meina stundum. K.N. Skák dagsins Argentínumaðurinn Oscar Panno er jafnaldri Friðriks Ólafssonar, fæddur 1935. Panno varð heimsmeistari ung- linga 1953 og hefur oft náð góðum árangri eftir það, en margra ára verkfræðinám setti strik í reikninginn svo aldrei hefur hann náð alveg í fremstu röð. En hann er í aðalhlutverki í skák dagsins, stýrir svörtu mönnunum gegn Farbood. Svartur leikur og vinnur. 1. Dh4!! Hvítur gafst upp án þess að þiggja drottninguna enda mát í næsta leik.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.