Alþýðublaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
o r n
„Hver skrifaði leiðara Þjoðviljans í kringum innrásina í Tékkóslóvakíu þar sem því þjóðfélagskerfi var hafnað sem að þá átti að ryðja sér til rúms á ný undan sárunum sem skriðdrekarnir
skildu eftir sig í götum Prag?"
svo mér sé kunnugt um. Það er alveg
ljóst að samstarf íslenskra vinstri-
manna verður aldrei til með þeim hætti
að þeir sem lifa í núinu iðrist þess sem
þeir gerðu í gær. Reyndar held ég að
vísu að þessi skortur á umburðarlyndi
sem kemur fram hjá Jóni Baldvin sé
aðaleinkenni nokkurra forystumanna í
stjórnmálum um þessar mundir. Ég
hygg að þessi skortur á umburðarlyndi
og víðsýni hafi verið aðalástæðan fyrir
því að þessum aðilum hefur ekki tekist
að starfa saman meira en raun ber vitni
um.
Jón Baldvin fer reyndar svo mikinn
að hann beinh'nis ætlast til þess okkar
hreyfmg éti allt ofan í sig frá hinum
liðná tíma, ekki aðeins afstöðu til Sov-
étríkjanna, sem þó var aldrei til í AJ-
þýðubandalaginu, heldur líka afstöðu
okkar til NATO, tii hersins og meira
að segja til EFTA og líka til landbún-
aðarins eða eins og segir í grein hans:
„.. .og af hveiju fengust þeir ekki til að
endurskoða ríkisforsjárkerfið í land-
búnaði áður en það leiddi íslenska
bændur inn í skipulagða fátækt?“ Já
þvílfkt. f lok greinar sinnar segir Jón
Baldvin Hannibalsson: „...og hvers
vegna er það að alvarlega umræðu um
úrræði og vanda jafnaðarstefnunnar er
heldur ekki að finna í Sjónarrönd?"
Hann vill aðrar forsendur -
en hverjar?
Hér er komið að kjarna og vanda
málsins; formaður Alþýðuflokksins
vill ekki ræða um vanda jafhaðarstefn-
unnar á þeim forsendum sem ég rek í
bók minni. Látum það gott heita. En á
hvaða forsendum þá? Vill Jón Baldvin
kannski sýna á spilin og gera grein fyr-
ir því hverjar eru hans forsendur?
Mínar forsendur í Sjónarrönd eru
þessar:
Að íslenska þjóðríkið sé hluti af al-
heimssamstarfi ríkja, jafnvel mikið
fleiri ríkja en til em í dag.
Að þessi þjóðrxki snúi sér saman að
því að setja sáttmála um umhverfis-
vemd, um öryggi og frið og um jafnari
skiptingu auðæfanna.
Að Islendingar takið á sínum vanda-
málum samtíðar og ffamtíðar með því
að skipta jafnar. Með því vinnist
margt. Fyrst það að atvinnuleysi
minnkar og fleiri geta gengið uppréttir
til móts við hvem nýjan dag. I öðm
lagi það að skuldir þjóðarinnar út á við
munu fara minnkandi. Og í þriðja lagi
það að hættan á umhverfisvá og auð-
lindaþunrð er minni ef horft er á málin
í heildarsamhengi en ekki út frá
þröngu sjónarhorni eiginhagsmuna-
stefnunnar.
Jón Baldvin segir hins vegar; þetta
kemur jafnaðarstefnunni ekki við. Ég
segi á móti: Þetta er jafnaðarstefnan,
sú stefna að skipta jafiiar, ég endurtek
vegna sífellds útúrsnúnings, jafnar en
ekki endilega hnífjafnt f öllum tilvik-
um.
Jón Baldvin segir líka einhvers stað-
ar: Fiskveiðistefnan er aðalatriðið,
kosningarétturinn og landbúnaðar-
stéfnan. Ég neita þessu.
f fýrsta lagi er stefna Jóns í sjávarút-
vegsmálum ekki lausn á þeim vanda
að fiskveiðikvótinn safnist á stöðugt
færri hendur.
Auðlindaskatturinn leysir engan
vanda í þeim efnum - því þrátt fyrir
auðlindaskattinn getur kvótinn safiiast
á fárra manna hendur. Það er blekking
að reyna að halda því fram að þessi
kerfisbreyting breyti nokkmm hlut.
I öðru lagi er nákvæmlega jafn
kosningaréttur allra landsmanna eng-
inn lykill að jafnaðarstefnunni því í
þeim efnum hafa jafnaðarmenn ein-
faldlega og skiljanlega sniðið sér stakk
eftir aðstæðum. Hvað um Breta og ein-
menningskjördæmi þeirra, eða Þjóð-
verja? f þriðja lagi er landbúnaðarkerf-
ið ekkert úrslitamál í þessu samhengi.
Markmið landbúnaðarstefnunnar er:
Að framleiða mat sem dugir okkur
sem best. Það er öryggismál og sjálf-
stæðismál. En til þess
að það gangi þá þarf í
annan stað að fram-
leiða eins gðða vöru
og unnt er á sam-
keppnishæfu verði,
ekki aðeins miðað við
innlenda framleiðslu,
heldur líka miðað við
alþjóðlega fram-
leiðslu. I þriðja lagi
verður að vera tryggt
að þeir sem fást við
landbúnað búi við h'fskjör sem eru þol-
andi fyrir fólkið sem býr í sveitunum í
samanburði við kjör þess fólks sem
býr annars staðar á landinu. I síðasta
lagi verður að vera tryggt að landbún-
aðarframleiðslan sé bæði í sátt við um-
hverfið og hinar efnahagslegu kring-
umstæður.
Þessir þrír merkimiðar Alþýðu-
flokksins - auðlindaskattur, kosninga-
réttur og landbúnaður - eru að mínu
mati því aðeins merkimiðar sem Jón
límir á Alþýðuflokkinn til þess að
reyna að telja kjósendum trú um að
eitthvað efnislegt skilji Alþýðuflokk-
inn ffá til dæmis Sjálfstæðisflokknum
eða Framsóknarflokknum. öðrum
flokkum. Ella ráfar Alþýðuflokkurinn í
pólitísku tómarúmi. Ekkert af þessu
þrennu getur í raun ráðið úrslitum um
það hvar í flokk menn skipa sér. Það
sem ræður úrslitum er það hvort fylgt
er jafnaðarstefnu eða ekki, hvort mað-
urinn er tekinn fram yfir markaðinn
alltaf og ævinlega hver sem í hlut á. En
það sem skilur Alþýðuflokldnn aðal-
lega frá öðrum flokkum á Islandi um
þessar mundir er fyrst og fremst sú
staðreynd að formaður Alþýðuflokks-
ins vill leggja niður þjóðríkið. Það vUj-
um við ekki. Og það er stóri vandinn.
Spumingin sem vaknar er ennfrem-
ur sú: Vill Jón Baldvin ræða um sögu-
lega fortíð til að koma í veg fyrir að
samstarf vinstri manna takist? Vill
hann búa til merkimiða úr landbúnaði,
sjávarútvegi og kosningarétti í sama
skyni af því að hann vill ekki að neinn
annar en hann sjálfur búi til dagskrána
fyrir samstarfsviðræður vinstri manna
á íslandi? Treystir hann engum nema
sjálfum sér?
Hvorki beinn vegur
né breiður
Nú kveður við þann tón að vinstri-
menn eigi að sameinast. Þá þurfa þeir
sem hefja viðræður að byija á því að
treysta hver öðrum. En til sameiningar
liggur hvorki beinn né breiður vegur,
þó þar bíði lendur jafhaðarstefnunnar
við sjónarrönd. Og leiðin hefur oft ver-
ið erfið. Það þarf að minna á þá stað-
reynd til að skilja að það er eðlilegt að
þessi umræða taki tíma.
Ég minni til dæmis á þetta:
Alþýðuflokkurinn eyðilagði stærsta
tækifæri vinstrimanna til samstarfs og
sameiningar þegar hann sprengdi
vinstristjómina 1991. Það var í annað
sinn sem hann eyðUagði vinstri stjóm
sem þó hafði þingmeirihluta af því að
forysta hans treysti sér ekki til að vinna
til vinstri; hún vildi vinna til hægri. Ég
minni líka á þann ómerkilega leik sem
Jóhanna Sigurðardóttir lék haustið
1994 þegar hún þóttist vilja samstöðu
vinstrimanna með því að kljúfa en í
Ijós kom að hún hafði engan áhuga á
öðm en því að sneiða fylgi af Alþýðu-
bandalaginu. Öll kosningabarátta Þjóð-
vaka beindist gegn Alþýðubandalag-
inu en ekki gegn Sjálfstæðisflokknum.
I báðum þessum tilfellum var vilji Al-
þýðubandalagsins
skýr. Ég hygg að
segja megi að aldrei
hafi verið efnt til
vinstra samstarfs
nema með einhvers
konar aðild Al-
þýðubandalag’sins.
Bendi jafnframt á
að það samstarf
sem tvímælalaust
skilaði mestum ár-
angri á síðustu ár-
um var annars vegar Reykjavíkurlist-
inn og hins vegar samstarf Alþýðu-
bandalagsins og óháðra í Reykjavflc.
Það verður að rifja það upp í þriðja
lagi sem dæmi um samstarf sem mis-
heppnaðist þegar stofnað var til Nýs
vettvangs. Markmið NV var bersýni-
lega það að kljúfa Alþýðubandalagið
og að einangra Alþýðubandalagið í
Reykjavík; safna saman öllum vinstri
mönnum en þeim sem ekki eru veislu-
færir að mati allra hinna. Það mistókst.
Það var þó vissulega erfitt að veijast
þegar formaður flokksins snerist gegn
framboðinu í Reykjavflc. f ræðu Ólafs
Ragnars á landsfundi Alþýðubanda-
lagsins í október 1995 viðurkenndi
hann að það hefði orkað tvímælis og
hefði að minnsta kosti litlu sldlað til
sameiningar vinstri manna. Ég segi:
Sagði ég ekki, því vissulega var þessi
stuðningur Ólafs Ragnars við Nýjan
vettvang það fráleitasta sem hann gerði
á sínum formannsferli.
Þessir þættir eru rifjaðir hér upp
vegna þess að þeir eru allir víti til
vamaðar. Þeir eru skýringin á því að
fjöldi félaga í Alþýðubandalaginu í
Reykjavík heldur því enn fram að
sameiningartilraunimar í seinni tíð hafi
beinlínis þann tilgang að klekkja á Al-
þýðubandalaginu - ekki síst í Reykja-
vík.
Þrátt íyrir þetta teljum við samfylk-
ingu og samstarf svo mikilvægt að at-
lögumar gegn okkur verða ekki til þess
að fæla okkur frá samstarfi vinstri
manna. Munurinn á Alþýðubandalags-
mönnum liggur hins vegar í því að
stærsti hluti þeirra vill vita hvert þeir
em að fara; þeim er ekki sama hvaða
■ strætó þeir taka. En það skal enginn ef-
ast um góðan vilja Alþýðubandalags-
manna yfirleitt og má neftia margt til
sögunnar því til sönnunar. Steíha okk-
ar flestra er hins vegar sú að við mun-
um ekki taka þátt í samstarfi við aðra
nema Alþýðubandalagið sé heilt. Sú
aðferð sem reynd hefur verið alltof oft,
að kljúfa til að sameina ber dauðann í
sér. Þeirri stefnu fylgjum við ekki.
Það sem skiptir nú mestu máli er að
vera raunsær og að ana ekki að neinu;
Jiátimbraðar yfirlýsingar einstakra
manna á undanfömum 30 ámm hafa
engum skemmt nema skrattanum, það
er íhaldinu, en þær hafa hins vegar
skemmt fyrir íslensku alþýðufólki og
lífskjörum þess. Og þær hafa skapað
skjól fyrir veikgeðja miðjuflokka eins
og Alþýðuflokkinn og Framsóknar-
flokkinn og Jóhönnu til að ráða sig til
starfa hjá íhaldinu eins og því þóknast
á hveijum tíma. ■
„Ómerkilegur leikur Jóhönnu - öll kosningabarátta Þjóðvaka beindist
gegn Alþýðubandalaginu en ekki gegn Sjálfstæðisflokknum."
Stórveldin þarf að brjóta niður. Þeim þarf að skipta í mörg smærri ríki,
sögðum við aftur og aftur, til dæmis sumarið 1968 - ekki síst einmitt
Magnús Kjartansson í sínum greinum, segir Svavar Gestsson í grein
sinni.
Það er alveg Ijóst að samstarf
íslenskra vinstrimanna verður
aldrei til með þeim hætti að þeir
sem lifa í núinu iðrist þess sem
þeir gerðu í gær.