Alþýðublaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 3
I
1
MIÐVIKUDAGUR 15. NOVEMBER 1995
ALÞYÐUBLAÐH)
s k o ð a n i r
Valdhroki í sirmi verstu mynd!
-gagnvartfjölmiðlum og almenningi
„Nýir siðir koma með nýjum herr-
um,“ segir máltækið og á það vel við
hér á ísafirði eftir bæjarstjómarkosn-
ingamar í fyrravor þegar nýr meiri-
hluti sjálfstæðismanna og Framsókn-
ar tók við stjómartaumunum í bæn-
um. Þessir háu herrar sem ráða ferð-
inni í meirihlutanum (læknirinn og
bæjarstjórinn) þola ekki umfjöllun
og umræðu fjölmiðla og almennings
Pallborðið
J
um snjóflóðahættu í Hnífsdal og
Skutulsfirði og gera allt til þess að
gera umræðuna tortryggilega og
ómerka. Hafa þessir menn gengið
svo langt í viðleitni sinni til að
stöðva umræðuna að jaðrar við
skerðingu á málfrelsi og ritfrelsi
þegnanna. Einnig eru ofsafengin við-
brögð „herranna" við umræðunni
undanfarið aðför að skoðanafrelsi
einstaklingsins. Ljóst er að þessir
menn eru uppi á röngum tíma og á
röngum stað í heiminum. Þeir hefðu
getað notið sín vel hér fyrr á ámm í
Grikklandi herforingjanna eða Sov-
étríkjum kommúnistanna. Þeir hefðu
þegar getað sýnt valdahrokann og
bannað alla óæskilega umræðu.
Skulu tvö dæmi umvaldahroka
herranna á ísafirði tilgreind hér.
Fyrra dæmið er frá því á fyrstu
mánuðum þessa árs þegar fjallað var
í Ríkisútvarpinu um sérfærðiskýrslu
sem svissneska snjóflóðarannsókna-
stofnunin (SFISAR) gerði um mögu-
leika á snjóflóðavörnum á skíða-
svæðinu á Seljalandsdal. Skýrslan
var „trúnaðarmál" og hafði með ein-
hverjum hætti lekið út til fjölmiðla. I
umfjöllum sinni um skýrsluna átti
RÚV viðtal við Ólaf Helga Kjartans-
son, sýslumann ísfirðinga og for-
mann Almannavarna á svæðinu á
hættutímum. Sýslumaðurinn sagði
sína skoðun á niðurstöðum skýrsl-
unnar. Ekki stóð þá á viðbrögðum
bæjarstjómar ísafjarðar. Haldinn var
fféttamannafundur þar sem harkaleg
gagnrýni kom fram á fréttaflutning
RUV og þremur dögum síðar (16.
febrúar) var haldinn bæjarstjórnar-
fundur þar sem gerð var samþykkt
um að sýslumaðurinn ætti að „halda
kjafti" í framtíðinni og ekki skipta
sér að málum sem ekki kæmu hon-
um við. Orðrétt var samþykktin
svona:
„Bæjarstjórn telur rétt að fram
komi að Ólafur Helgi sýslumaður er
ekki umsagnaraðili um skipulagsmál
eða uppbyggingu skíðasvæðisins á
Seljalandsdal og sér bæjarstjóm ekki
ástæðu til að kynna sýslumanni sér-
staklega þau vinnugögn sem unnin
eru að beiðni og fyrir Isafjarðarkaup-
stað...“ Og síðar í samþykktinni seg-
ir: „Lögreglustjóri fer með yfirstjóm
almannavama þegar hættuástand rík-
ir samkvæmt lögum um Almanna-
vamir."
Svo mörg vom þau orð. Þau sýna
valdhroka í sinni ljótustu mynd. Ekki
var talin, eins og fram kemur í sam-
þykktinni, ástæða til að kynna yfir-
manni almannavama á svæðinu inni-
hald skýrslunnar um snjóflóðavamir
á Seljalandsdal. Hvað er eiginlega að
gerast? Síðara dæmið um valdhrok-
ann er frá því í síðustu viku þegar
Vestfirska fréttablaðið birti frásögn
trúverðugrar roskinnar konu á Isa-
firði um snjóflóð sem féll niður á
mannvirki við Engjaveg á ísafirði í
kringum árið 1950.
Nú skyldi ráðist á fjölmiðlana og
þagga niður í þeim í eitt skipti fyrir
öll. Læknirinn og bæjarstjórinn ósk-
uðu eftir lögreglurannsókn á sann-
leiksgildi frásagnarinnar. Leitað var
til sýslumannsins, þess hins sama
sem sagt hafði verið að „halda
kjafti" fyrr á árinu og hann beðinn
um lögreglurannsókn á málinu. Nú
var hann nógu góður til að þjóna til-
gangi þeirra þótt fordæmdur hefði
verið 16. febrúar síðastliðinn.
Það má segja það að viðbrögð sem
þessi vegna fréttar í óháðum fjöl-
ungis sent þurrt uppsagnarbréf og
ekki getið um ástæðu uppsagnanna.
Ekki höfðu uppsagnimar verið sam-
þykktar eða ræddar í bæjarstjóm áð-
ur en til þeirra kom. Það hefði þó
verið eðlilegur gangur mála.
Bæjarfulltrúar em kosnir af íbúum
bæjarins og eiga að vera þjónar um-
bjóðenda sinna en ekki herrar þeirra.
Umræða um bæjarmálefnin í fjöl-
Einnig eru ofsafengin viðbrögð „herranna"
við umræðunni undanfarið aðför að skoðana-
frelsi einstaklingsins. Ljóst er að þessir menn
eru uppi á röngum tíma og á röngum stað í
heiminum. Þeir hefðu getað notið sín vel hér
fyrr á árum í Grikklandi herforingjanna eða
Sovétríkjum kommúnistanna.
miðli sé einsdæmi á íslandi og þótt
víðar væri leitað. Enn birtist valda-
hrokinn í sinni svæsnustu mynd.
Meirihluti bæjarstjórnar ísafjarðar
hefur enn orðið að athlægi um allt
land. Þegar þetta er skrifað (7. nóv-
ember) liggur niðurstaða lögreglu-
rannsókaar ekki fyrir en vafalaust
verður hún á þá leið að umrætt snjó-
flóð hafi fallið niður á Engjaveg á
sínum tíma. Hvernig bregðast þá
ráðamennimir við? Það verður fróð-
legt að sjá, því eins og kunnugt er
hafa þeir lagt sig í líma við að afs-
anna snjóflóð á þessu svæði. Ekki er
við öðru að búast en að rannsókn
lögreglunnar og sýslumannsins sé
hlutlaus og óháð og niðurstaðan
verði ekki eftir pöntun meirihluta
bæjarstjómarinnar.
Fleiri dæmi um valdaníðslu og
hroka þessara manna mætti nefna, til
dæmis ráðningu félagsmálastjóra í
sumar og fyrirvaralausa uppsögn
allra starfsmanna sorpbrennslunnar
Funa nú eftir að hús og búnaður stór-
skemmdust af völdum snjóflóðs. Þar
var ekki talin ástæða til að ræða við
starfsmennina, heldur var þeim ein-
miðlum og meðal almennings á að
vera gagnrýnin og fijáls en þó mál-
efnaleg. Kjörnir fulltrúar verða að
taka þeirri umræðu og upplýsa fólkið
um málefni þau er á döfinni eru
hverju sinni, án alls hroka, og gera
ekki jafnvel ómerkilegustu mál að
„trúnaðarmálum". Þegar leynd hvílir
yfir störfum kjörinna fulltrúa fólks-
ins í bæjarstjóm er ástæða til að ætla
að ekki sé allt með felldu. Fordæm-
ingar á einstökum mönnum, lög-
reglurannsóknir og uppsagnir á
áskriftum blaða eru ekki þau við-
brögð sem við viljum sjá hjá ráða-
mönnum við óþægilegum fréttum
fjölmiðla.
Ef ætlun meirihluta bæjarstjómar
er að þagga niður gagnrýnisraddir
með þessum vinnubrögðum, þá vil
ég láta þessa menn vita að ég er ekki
hræddur við þá og held mínu striki
sem fyrr. ■
Höfundur er varabæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins á Isafirðir og ritstjóri Skutuls,
málgagns jafnaðarmanna á Vestfjörð-
um. Greinin birtist í síðasta tölublaði
Vestfirska fréttablaðsins.
Reykjavíkurborg hefur nú
fetað í fótspor Bjöms
Bjamasonar og fleiri góðra
manna, og sett upp heimasíðu
á Internetinu. Tildrög málsins
voru þau að tveir stúdentar,
Pétur Ö. Richter og Gísli
Reynisson sóttu um styrk til
Nýsköpunarsjóðs námsmanna
til að vinna að uppsetningu
upplýsingabanka Reykjavíkur-
borgar á Internetinu. Sjóður-
inn veitti þeim 250 þúsund
króna styrk og Reykjavíkur-
borg lagði fram 300 þúsund
krónur. Og nú er síðan sem-
sagttilbúin. Meðal efnis eru
upplýsingar um borgarstjórn,
ráð og nefndir borgarinnar og
borgarfulltrúa. Þá er þar að
finna ítarlegar upplýsingar um
stjórnkerfi borgarinnar og
skipurit, rekstur og þjónustu
einstakra málaflokka á vegum
borgarinnar, auk upplýsinga á
ensku um ferðaþjónustu í
Reykjavík. Áfram verður unnið
að þróun gagnabankans, en
fyrir þá sem vilja líta á heim-
síðu Reykjavíkurborgar er rétt
að birta netfangið:
http://WWW.rvk.is...
Starfsemi Kaffileikhússins í
Hlaðvarpanum blómstrar
um þessar mundir. Sagna-
kvöld, leiksýningar og tónleik-
ar eru flest kvöld í viku og dag-
skráin jafnan metnaðarfull og
áhugaverð. Næsta verkefni
leikhússins verður uppfærsla á
tveimur einþáttungum. Þar
mun Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstýra manni sínum, Arnari
Jónssyni, í verkum eftir
Franz Kafka og Ólaf Hauk
Símonarson. Einþáttungur
Kafka heitir Fyrirlestur fyrir
akademíu, og er meðal annars
athyglisverður fyrir það, að
leikarinn fullyrðir að hann sé
api. Ólafur Haukur mun vera
að leggja lokahönd á sinn ein-
þáttung sem hann semur sér-
staklega fyrir Arnar. í Kaffileik-
húsinu hefur verið mörkuð sú
stefna að gefa öndvegisleikur-
um okkar kost á að takast á við
verkefni að eigin vali. Eftir ára-
mót verða sérstakar sýningar
með leikurum á borð við Guð-
rúnu Gísladóttur, Krist-
björgu Kjeld og Ólafíu
Hrönn Jónsdóttur...
Kvennalistakonur eru að
vonum lítt ánægðar með
landsfund sinn, enda sam-
dóma álit allra fjölmiðla að
hann hafi misheppnast alger-
lega og skaðað flokkinn. Þeim
öflum vex fiskur um hrygg í
Kvennalistanum sem vilja
samstarf á vinstrivæng, en til
skamms tíma var slík umræða
svo gott sem bönnuð innan
flokksins. Konur í Reykjavík,
sérstaklega í yngri kantinum,
eru hinsvegar að velta af sér
flokksklafanum, einsog meðal
annars kom fram hjá Stein-
unni V. Óskarsdóttur borg-
arfulltrúa á landsfundinum.
Hún er áhugasöm um viðræð-
ur á vinstrivæng, rétt einsog
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri. „Flokkseigendur"
Kvennó eru hinsvegar óhressir
með þessa þróun mála og
vilja ekki fórna pólitísku skírlífi
samtakanna á altari samein-
ingar. Innan Kvennalistans
gengur þessi flokkseigenda-
hópur undir nafninu dauda
loppan-og segir kannski það
sem segja þarf...
Martröð þeirra sem vanrækja stærðfræði í skólanum.
fimm á förnum vegi
Hvernig líst þér á nýju 100 krónu myntina?
Freydís Ólafsdóttir versl-
unarmaður: Það er gott að
vera búin að fá 100 krónur í
mynt.
Soffía Einarsdóttir skrif-
stofumaður: Ágætlega, en
hún er svolítið áþekk 50 króna
myntinni.
Eyrún Rós Árnadóttir
nemi: Ég hef ekki skoðað
hana nógu vel. En ég er svolít-
ið hrædd um hækkanir.
Magnús Skarphéðinsson
formaður þorskavinafé-
lagsins: Hrognkelsið er ljótt.
Mér finnst að Össur hefði átt
að vera með á myndinni. Það
hefði samrýmst betur.
Katrín Þorbjörnsdóttir
dagmóðir: Mér líst mjög vel
áhana.
v i t i m e n n
Hvernig getum við verið hér? Við
erum nýflutt í hús sem Króati átti
en nú koma Króatamir allir aftur.
Aldraður flóttamaður í Austur-Slavoníu
í Króatíu. Mogginn í gær.
Friðrik er öskrandi skemmtilegur,
hlýr, Ijóðrænn og háðskur.
Kvikmyndagagnrýnandi norska blaðsins
Aftenposten um Cold Fever Friðriks Þórs
Friðrikssonar. Mogginn í gær.
Ég held nú að það væri
skynsamlegt fýrir þær að íhuga
það að minnsta kosti að ganga til
iiðs við aðra flokka og taka þátt
í þeirri jafnréttisbaráttu sem
þar fer fram.
Margrét Frímannsdóttir um kvennalistakonur.
Tíminn í gær.
Úrelt og stöðnuð viðhorf í
þjóðfélaginu em, einsog Kvenna-
listinn hefur margoft bent á, það
sem einna helst stendur kvenna-
baráttu fyrir þrifúm. Nú virðist
hinsvegar svo komið að kreddu-
festa og fastheldni við gamalt form
innan kvennahreyflngarinnar
sjálfrar geti farið að hamla gegn
árangri hennar.
Forystugrein Morgunblaðsins í gær.
Svo forstokkaðir eru valdamenn,
að tvö mannskæð snjóflóð á þessu
ári urðu ekki til þess, að málsaðilar
vitkuðust og drægju gamla skýrslu
uppúr skúflúnum. Það var DV,
sem gróf upp hina tíu ára gömlu
norsku skýrslu og birti rækilega
frásögn af henni í gær.
Forystugrein Jónasar Kristjánssonar í DV í gær.
Seðlabankanum ber að
þjóna öllum landsmönnum með
útgáfu nothæfra peningaseðla.
Því hlutverki hefur
hann brugðist.
Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri Blindrafélags-
ins í DV í gær. Blindum er næstum ókleift að
greina milli nýja tvöþúsund króna seðilsins og
þúsund króna seðils.
fréttaskot úr fortíð
Langur svefii
Læknamir í Jóhannisburg í Suður
Afríku hafa í mörg ár fengist við
mjög einkennilegt sjúkdómstilfelli. I
heilsuhæli borgarinnar er sem sé
kvenmaður, sem búinn er að sofa í
fimmtán ár. Læknamir hafa nú haft
eftirlit með henni í fjögur ár, og það
hefir komið í ljós, að hún vaknar að
eins einu sinni á misseri, en þær fáu
stundir, sem hún vakir, er hún mjög
drungaþrungin og með öllu sljó fyrir
utan að komandi áhrifum. Þrátt fyrir
þennan djúpa svefn virðist hún þrífast
hið bezta, því að auðvelt er að veita
henni næringu sofandi.
Orsök þessa mikla svefns er talin sú,
að taugar þessarar veslings konu hafi
gengið úr lagi við voveiflegan atburð
í lífi hennar. Unnusti hennar dó dag-
inn áður en þau ætluðu að giftast.
Læknamir em nú úrkula vona um að
geta nokkru sinni vakið konuna af
þessum langa svefni.
Alþýöublaðið
24. júní 1925.