Alþýðublaðið - 21.11.1995, Side 1

Alþýðublaðið - 21.11.1995, Side 1
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 Stofnað 1919 177. tölublað - 76. árgangur ■ Er nokkuð sem bannar íslendingum að veiða síld hvar sem er? Ráðherra svaraði ekki - segir Ólafur Hannibalsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég rifjaði það upp að ef ég myndi það rétt hefðu íslensk stjórnvöld hindrað að við sæktum síldina í Síldarsmuguna, sem er al- þjóðlegt hafsvæði. Ég spurði Þor- stein Pálsson hvort til væru nokkrir þeir samningar við Norð- menn sem hindruðu okkur í að elta síldina hvar sem til hennar næðist og veiða hana þar. Ráðherra svar- aði ekki'spurningunni," sagði Ól- ,, afur Hannibalsson varaþingmað- ur í samtali við Alþýðtiblaðið. Ólafur, sem nú situr á þingi, tók þátt í umræðum utan dagskrár í gær um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum. „Ég veit að við höfum samninga um loðnuveiðar við Jan Mayen en veit ekki til þess að það sé neitt því til hindrunar að við sækjum síldina hvort sem er í Síldarsmuguna eða svokallaða lög- sögu við Jan Mayen. Við eigum auðvitað ekki að hlíta þessum ein- hliða kvóta Norðmanna heldur taka það af síld sem við teljum í samræmi við það sem við veiddum úr stofninum sögulega séð. Við eigum að halda því áfram þar til Norðmenn setjast að samninga- borði,“ sagði Ólafur Hannibalsson. Þorsteinn: Byggði á utreikningum sem ekki voru til. ■ Styttist í að búvöru- samningurinn verði af- greiddur á Alþingi Býst við mikl- um umræðum - segir Egill Jónsson alþingismaður. .JJæsti fundur landbúnaðamefnd- ar er á miðvikudaginn og ekki þykir mér ólíklegt að menn reyni að manna sig upp í taka einhverjar ákvarðanir þá um búvörusamning- inn. Ég á síðan von á miklum um- ræðum um hann í þinginu," sagði Egill Jónsson alþingismaður í sam- tali við blaðið. Landbúnaðamefnd hefur haft bú- vörusamninginn til umfjöllunar að undanfömu, en nú styttist í að hann komið til afgreiðslu í þinginu. Gert var samkomulag um að þingið gengi frá samningnum í þessum mánuði en Egill sagði engan voða á ferðum þótt það drægist eitthvað lengur. ,J4iðað við fyrri umræðu á þingi um búvörusamninginn má búast við að skoðanir verði mjög skiptar við síðari umræðu. En ég læt mér ekki detta annað til hugar en að hann verði staðfestur. Ríkisstjómin er bú- inn að skrifa undir þennan samn- ing,“ sagði Egill Jónsson. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa gagnrýnt búvöru- samninginn harkalega. Þannig sagði Kristján Pálsson þegar samningur- inn var lagður fram að hann vonað- ist til að frumvarpið tæki vemlegum breytingum í meðförum þingsins. Fyrr en hann sæi þær breytingar hefði hann allan fyrirvara á sam- þykki sínu við samninginn. I Friður2000í\\ hjálpar stríðshrjáðum börnum íslenski jólasveinninn gleður böm í Sarajevo í samvinnu við Frið 2000 mun ís- lenski jólasveinninn setjast undir stýri á farkosti Flugfélagsins Atlanta og færa stríðshrjáðum bömum í Bosníu gjafir frá Islandi. Nú verða allir sem vettlingi geta valdið að hjálpa jóla- sveininum að safna pökkum í flugið. Tilvalið er að gefa vel með farin leikföng frá því um síðustu jól og pakka þeim inn í gjafapappír. Betra er að dreifa litlum pökkum en stómm. Það er gott að merkja hvort gjöfm er fyrir strák, stelpu eða bæði kynin, og þann aldur bamsins sem gjöfin passar. Mikill skortur er á öllum nauð- synjavörum. Sérstaklega á hlýjum fatnaði, svo sem kuldaúlpum og skíðagöllum. Slíkum gjöfum er best að pakka ekki inn, svo auðveldara sé fyrir starfsfólk að finna hvað passar hveijum. Friður 2000 tekur á móti pökkum á skrifstofu sinni að Austurstræti 17, Reykjavík. Einnig opna pakkamóttök- ur á ýmsum stöðum á Reykjavíkur- svæðinu og landsbyggðinni um mán- aðamótin. Umræður utan dagskrár á Alþingi um einhliða veiðikvóta Norðmanna úr norsk-íslenska síldarstofninum Serbnesk leyniskytta sá til þess að Nermin lítli Divovic er ekki lengur í tölu lifenda, en íslendingum gefst kostur á að gleðja stríðshrjáð börn í Bosníu með jólagjöfum. Össur: Tökum sama kvóta og Norðmenn Linkind ráðherra ástæðan -sagði Össur Skarphéðinsson alþingismaður sem hóf umræðuna. Umræður voru utan dagskrá á Al- þingi í gær um þá ákvörðun Norð- manna að ákveða einhliða milljón tonna kvóta úr norsk- íslenska sfidar- stofninum. Össur Skarphéðinsson hóf umræðuna og gagnrýndi harðlega linkind Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra í samskiptum við Norð- menn. Það væri vegna þeirrar linkind- ar sem Norðmenn leyfðu sér þennan yfirgang. í máli Össurar kom ffarn að sam- kvæmt fréttum ætluðu Norðmenn sjálfir að taka átta hundruð þúsund tonna veiði úr sfldarstofninum, Rússar 150 þúsund tonn og þá væru eftir 50 þúsund tonn handa Islendingum og Færeyingum sem og öðrum sem gera kröfu til stofnsins. Þetta væri gjörsam- lega óviðunandi niðurstaða. Össur sagði að það kæmi sér ekki á óvart að Norðmenn gengu á lagið með þessum hætti. Þorsteinn Pálsson hefði gengið fram með fádærna linkind í málinu. Síðast liðið vor hefði hann lagt upp í samninga við Norðmenn með kröfu um minna en eitt hundrað þúsund tonna veiði til fslendinga. Þor- steinn hefði haldið fast við líkan um dreifmgu síldarinnar. Hann hefði hins vegar á þeim tíma ekki getað sagt hvemig það tryggði hagsmuni fslend- inga því það hefði ekki verið búið að vinna módelið. Ráðherrann hefði því farið til samninga á grundvelli út- reikninga sem ekki lágu fyrir. Þá sagðist Össur þeirrar skoðunar að íslendingar ættu nú í samráði við Færeyinga að lýsa því yfir að þeir tækju sér kvóta úr sfldarstofninum til samræmis við Norðmenn. ■ Sverrir Ólafsson í stórræðum Ráðinn fram- kvæmdastjóri listahátíðar íTorino Sverrir Ólafsson myndhöggvari hef- ur verið ráðinn sem listrænn fram- kvæmdastjóri alþjóðlegrar listahátíðar í Torino á ftalíu. Sverrir mun hafa umsjón með hátíðinni næsta sumar og sumarið þar á eftir. „Þetta boð kom í kjölfar tveggja listahátíðar í Hafnarfirði sem ég hafði umsjón með, „ sagði Sverrir í sam- tali við Alþýðublaðið. „Þá höfðu ítalskir listamenn samband við mig og báðu mig að taka að mér listræna framkvæmda- stjóm á alþjóðlegri hátíð í Torino, næsta ár og þamæsta ár. Þetta er árleg hátíð, sem nýtur virðingar á listaheiminum. Há- tíðin á næsta ári er að stærstum hluta tón- listarhátíð, en aðrar listgreinar fá þar einnig aðgang. Nú er verið að ræða við stóm nöfhin í alþjóðlega tónlistargeiran- um, en það er ekki tímabært að nefna þau nöfn. Starfinu get ég enn sem komið er sinnt mikið hér á landi og ég er í stöðugu sambandi við ítalska aðstoðarmenn mína. Vinnan er langt komin en ég vil ekki tjá mig of mikið um hana. Mér finnst það ekki timabært.“ Sverrir gegnir nú aftur slarfi forstöðumanns við Lista- miðstöðina Straum, eftir nokkurt hlé, sem átti sér sögulegan aðdraganda. „Komnictmir ráku mig úr starfi og kratar og sjálfstæðismenn réðu mig aftur," sagði hann . Þegar Sverrir var spurður hvort ekki hafi verið sárt á missa starfið á stnum tíma svaraði hann: „Þegar bolsé- vískir ofstopamenn em annars vegar þá kemur manni ekkert á óvart. Það er ekki við góðu að búast þegar þannig menn komast að völdum og á einu ári tókst þeim nánast að btjóta niður allt hér sem byggt hafði verið upp af einhveiju viti. Sem betur fer horfir úl betri vegar. Það er allt á uppleið." ■ Alþýðuflokksfélög á Suðurnesjum Krefjast bygg- ingar D-álmu Almennur félagsfundur í samtökum Alþýðuflokksfélaga á Suðurnesjum krefst þess að samningar um byggingu D-álmu, sem undinitaðir vom síðast lið- ið vor af þáverandi heilbrigðisráðherra og þáverandi og núverandi íjármálaráð- herra, standi. Hringlandaháttur heilbrigð- isráðherra í málinu sé óþolandi. Fundur- inn fagnaði framkominni þingsályktunar- tillögu Alþýðuflokksins undir forystu Guðmundar Árna Stcfánssonar þing- manns, þar sem þess er farið á leit við Alþingi að það staðfesti samninginn. Bent er á að Alþingi hafi lagt blessun sína yfir verkið með því að veita yfir 20 milljónum króna úl þess á yfirstandandi ijárlagaári. Þá lýsú fundurinn vantrausú á getu ríkisstjómarinnar úl að gæta hags- muna almennings varðandi eignarrétt hans á auðlindum hafsins umhverfis landið. Samkvæmt lögum og miðað við síðustu kvótaúthlutun sjávarútvegsráðu- neytisins eigi hver fimm manna fjöl- skylda í landinu um átta tonna kvóta í þorskígildum talið. Þessi sama fjölskylda fái engan arð af þessaii eign sinni. Undir forystu Halldórs Ásgrímssonar og Þor- steins Pálssonar virðist ríkisstjómin æúa að standa fyrir stærstu eignaupptöku í ís- landssögunni. Koma verði í veg fyrir þessa eignaupptöku og sjá til þess að fólkið fái að njóta sanngjams arðs af eign sinni, meðal annars með hæfilegu veiði- gjaldi. Loks lýsú fundurinn fuiðu sinni á þeirri staðreynd að við myndun ríkis- stjómarinnar skyldi ekki koma ráðherra úr Reykjaneskjördæmi þar sem búa 45 þúsund kjósendur. Sighvatur Björgvinsson um samtíma na sagnfræði Leiðarinn um mótorhjólakappa á flótta Hrafn Jökulsson um barnaleik á Balkanskaga Sæmundur Guðvins- son um Maríu Guðmundsdóttur Arnór Benónýsson um skerandi Glerbrot

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.