Alþýðublaðið - 21.11.1995, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER U
& d a u ð
■ Nýverið var Hrafn Jökulsson beðinn að skrifa grein fyrir skólablað Flensborgarskóla
í Hafnarfirði um kynni sín af stríðinu endalausa í Júgóslavíu sálugu. í greininni rekur
hann ennfremur aðdraganda blóðbaðsins, og segir frá því hvernig var að vera í Króa-
tíu þegar ísland varð fyrst ríkja í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði landsins
Barnaleikurinn
á Balkanskaga
Allt byijaði þetta í galtómu húsi í úthverfí frönsku borgar-
innar Montpellier. Þetta var haustið 1991: ég átti víst að
vera að skrifa bók um andatrú á íslandi og hafði komið til
Montpellier með haug af heimildum. En fljótlega beindist áhug-
inn frá rammíslenskum draugum að íyrsta stríði Evrópu í hálfa
öld. Daglega las ég í frásagnir í ensku blöðunum (franskan var
ekki upp á marga fiska) um hryllilega atburði í Júgóslavíu. Blóð-
bað í Júgóslavíu? Hvað vissi ég um þetta land? Jú, íslendingar
höfðu löngum þyrpst á sólríkar strendur Adríahafsins, Tító mar-
skálkur hafði rekið heimalagaðan sósíalisma, Júgóslavar voru
góðir í íþróttum. Vetrarólympíuleikarnir 1984 voru haldnir í
Sarajevo. Höfuðborg Júgóslavíu hét Belgrad. Móðir Teresa var
frá Júgóslavíu. Hvað vissi ég fleira? Ekkert að ráði. í seinni
heimsstyijöldinni hafði geisað skelfilegt borgarastríð í landinu þar
sem þjóðabrot með undarleg nöfn höfðu barist.
En þetta byijaði sem sagt allt haust-
ið 1991. Eg ákvað að hvfla mig á ís-
lensku draugunum og fara til Júgó-
slavíu að athuga hvað væri eiginlega
að gerast. I Montpellier kom ég mér í
samband við nokkra Króata og þeir
buðu mér í heimsókn í galtómt hús í
úthveríi borgarinnar.
Við sátum á gólfinu. Ungur maður,
dökkur yfirlitum, sagði við mig: Um
þessar mundir vilja vfst flestir fara frá
Króatíu. Það er afar heimskulegt að
vilja fara þangað.
Kærastan mín var fullkomlega sam-
mála. Eg maldaði í móinn: Ég er
blaðamaður. Enginn íslenskur bláða-
maður hefur ennþá farið og séð með
eigin augum hvað er að gerast þama.
Hann hélt áfram: Þeir drepa blaða-
menn, þú veist það. Þeir eru þegar
búnir að drepa ellefu blaðamenn.
Kærastan mín leiðrétti hann: Fjór-
tán.
Ég fann ískalt augnaráð hennar
hvfla á mér.
En þessi dularfulli Króati gaf mér
upp nöfn á nokkrum vinum í Zagreb,
höfuðborg Króatíu. Daginn eftir tók
ég lest frá Montpellier, yfir þvera ítal-
íu með viðkomu í Feneyjum. Þaðan lá
leiðin um Slóveníu til Zagreb.
Land andstæðna
I lestinni notaði ég tímann og las
mér til um Júgóslavíu. Landíð saman-
stendur af sex lýðveldum: Slóveníu,
Króatíu, Bosníu-Herzegóvinu, Svart-
fjallalandi, Serbíu og Makedóníu.
Það var sett á lagg-
irnar eftir fyrri
heimsstyrjöld, árið
1918, sem konung-
dæmi. Kóngurinn var
Serbi. í seinni heims-
styrjöld börðust
sveitir kommúnista,
undir stjórn Títós,
gegn Þjóðveíjum af
miklu harðfylgi.
Króatía var hinsvegar
þýskt leppríki þar
sem voru settar upp
viðurstyggilegar út-
rýmingarbúðir. í stríðslok náðu
kommúnistar öllum völdum og Tító
varð forseti og alvaldur. Lýsingin á
Júgóslavíu Títós í hnotskurn var
svona: Sex lýðveldi, fimm þjóðir,
fjögur tungumál, þrerin trúarbrögð,
tvö stafróf- og einn flokkur...
Trúið mér: Maður verður ekki sér-
fræðingur í sögu nokkurs lands á einu
lestarferðalagi. Jafnvel þótt ferðin hafi
tekið vel á annan sólarhring. Því meira
sem ég las mér til um Júgóslavíu því
ringlaðri varð ég.
Uppreisn Serba
Þegar lestin renndi inn á brautar-
stöðina í Zagreb aðfaramótt 1. nóvem-
ber 1991 var vígstaðan svona: Lýð-
veldin Slóvenía og Króatía höfðu lýst
yfir sjálfstæði og fullveldi um sumar-
ið. Ekkert ríki í heiminum hafði hins-
vegar viðurkennt sjálfstæði þeirra.
Serbar höfðu brugðist við með því að
grípa til vopna. I Króatíu voru 12%
íbúanna Serbar, alls 600 þúsund, og
þeir voru í meirihluta á allstórum
landsvæðum. En uppreisnarmenn
Serba nutu liðsstyrks Alþýðuhers
Júgóslavíu, sem stjórnað var frá
Belgrad, höfuðborg Serbíu. Alþýðu-
her Júgóslavíu var hvorki meira né
minna en fjórði stærsti her í Evrópu.
Ofúreflið virtist algert: Króatar höfðu
aðeins á að skipa léttvopnuðum sveit-
um enda höfðu Serbar þegar hemumið
um fjórðung landsins og sátu um
nokkrar borgir. Þeir virtust albúnir að
beija alla andspymu Króata niður.
„Hvað gerlr ísland?"
Það er erfitt að lýsa andrúmsloftinu
í höfuðborg lands sem á stríði. Um-
merki stríðsins voru hvarvetna í Za-
greb þótt árásir væra sjaldan gerðar á
borgina. Einangrunarlímband hafði
verið sett þvers og kmss á allar rúður
til að draga úr hættu af glerbrotum við
sprengingar. Alstaðar voru vopnaðir
hermenn og lögreglumenn, sandpoka-
vígi á hveiju götuhomi, eftir götunum
bmnuðu austur-evrópskir bflskrjóðar
sem margir höfðu orðið fyrir skotum
eða sprengjuflísum.
Ég fann upplýs-
ingamiðstöð fyrir
fréttamenn. Þegar ég
sýndi blaðamanna-
skírteinið mitt hýrn-
aði yfir unga fólkinu
sem vann þar: Sko til,
fyrsti íslendingurinn
kominn!
Daríó tók mig und-
ir sinn verndarvæng.
Hann var liðlega tví-
tugur Króati, gáfaður
og vel menntaður
húmoristi. Hann var frá borginni Osij-
ek, sem í margar vikur hafði legið
undir sprengjuregni. Hann hafði verið
kallaður til Zagreb til að vinna í frétta-
mannamiðstöðinni.
Yfir glasi af slívóvitz - þjóðar-
drykkur, sem ég mæli ekki með -
sagði hann mér nýjustu fréttir úr stríð-
inu: Serbar beittu stórskotaliði á öllum
vígstöðvum, fjöldi óbreyttra borgara
lá í valnum, vanbúnai' hersveitir Kró-
ata veittu öflugt viðnám. Enn hafði
ekkert rfld viðurkennt Króatíu. Hann
sagði: Ætlar heimurinn að láta þetta
viðgangast? Hvað ætlar Island að
gera? Við vitum að Island var fyrsta
ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði Eist-
lands, Lettlands og Litháens, og við
berum mikla virðingu fyrir landi þínu.
Ég hafði ekki hugsað út í þetta. Gat
Island, lítið og fjarlægt, gert eitthvað
til þess að hafa áhrif á grímmilegt stríð
á Balkanskaga?
Skírðir f eigin blóði
Stríðið hafði þjappað Króötum
saman. Þeir voru ein heild, ein sál.
Það var bæði heillandi og ógnvekjandi
að finna þann kraft sem býr í heilli og
óskiptri þjóðarsál: þeh ætluðu að beij-
ast uns yfir lyki. Strákar, sem til
skamms tíma höfðu verið venjulegir
menntaskólanemar, vom nú hermenn
sem strengdu þess heit að fóma Iífinu
fyrir málstað sem virtist vonlaus.
Sagði ég strákar? í Jiinum fátæklegu
búnu hersveitum vom fjölmargar kon-
ur sem börðust í fremstu víglínu: ég
fékk margt að heyra um frækilega
frammistöðu þeirra. Allir sem einn
vom Króatar þátttakendur í stríðinu:
leigubílstjórar héldu yfir mér inn-
blásnar ræður, barþjónar stigu á stokk,
gamlir menn steyttu hnefa...
Það var ógjömingur að hrífast ekki
af þessum baráttumóð. Fyrsta greinin
sem ég sendi heim bar fyrirsögnina:
Króatar em að endurfæðast - skírðir í
eigin blóði.
Kannski hljómar þetta, svona efth á
að hyggja, ofurlítið hástemmt. En
svona var þetta.
„Meðan ég íifi..."
Fyrstu tíu dagana ferðaðist ég um
Króatíu. Ég kom til Osijek, borgarinn-
ar þar sem Daríó hafði alist upp. Serb-
ar höfðu næítum umkringt Osijek og
þeir létu sprengjunum rigna.
Sprengjur: maður heyrir ýlfur þegar
skeytin skera loftið, síðan dmnur þeg-
ar þau springa og loks finnur maður
ósýnilega öldu þrýsta manni niður.
Fyrsta kvöldið í Osijek hitti Sg
nokkra unga hermenn á veitingastað
undir yfirborði jarðar. Mér verður oft
hugsað til þessara stráka: Matja var
tvítugur frá litlum bæ í nágrenni borg-
arinnar sem Serbar höfðu hernumið
fýrir nokkmm mánuðum. Hann vissi
ekkert um afdrif foreldra sinna. Lík-
lega höfðu þau verið drepin.
Matja sagði við mig: Meðan ég lifi
fellur Osijek ekki. Hljómaði þetta
einsog innistæðulaust grobb? Nei. Ég
hef aldrei séð skærara blik í augum
nokkurs manns. En ég veit ekki hvort
Matja er enn á lífi.
Daginn efth fór ég ásamt hollensk-
um fréttamanni um borgina. Hann
sýndi mér kirkjugarðinn og þar opin-
beraðist mér hin algera hrollvekja:
Nýteknar grafir og leiði, hlið við hlið,
svo langt sem augað eygði. Og alls-
staðar þetta ártal - 1991. Langflest
vom fómarlömbin ungt fólk. Khkju-
garðurinn var eitt drulluflag enda
sendu Serbamir sprengjur sínar þang-
að þegar þeh vissu af greftrunum. Að-
eins einn prestur í borginni heysti sér
þangað lengur.
Stefnumót við dauðann
Skammt frá Osijek, á landamærum
Króatíu og Serbíu, var borgin Vuko-
var. Kannski var Vukovar hin raun-
verulega ástæða þess að ég fór til
Króatíu. Dag eftir dag hafði ég lesið í
ensku blöðunum mínum í Montpellier
af helför borgarinnar sem hafði verið
algerlega umkringd vikum saman.
Þangað komst enginn og þaðan komst
enginn. Þúsundir íbúa höfðust við í
kjöllurum hálfhmninna húsa, án vatns
og rafmagns. Enginn vissi á hverju
fólkið lifði. Enginn hemaðarsérfræð-
ingur skildi afhverju borgin var ekki
löngu fallin: stórskotalið og skriðdrek-
ar Serba dældu þúsundum og aftur
þúsuridum af sprengjum yfir illa búnar
varnarsveitir. Borgin Vukovar var
tákn stríðsins í Króatíu. Frelsistákn
Króata. Króatískar poppstjömur sungu
um baráttu íbúa Vukovar fyrir lífinu,
enginn vildi trúa því að borgin félli í
hendur Serbum.
Ég hitti nokkra hermenn í Osijek
sem næstu nótt áttu að freista þess að
komast til Vukovar. Til þess urðu þeir
að skríða marga kflómeha yfir kom-
akra, og mér var sagt að ef 20 manna
hópur héldi á stað kæmust fimm á
leiðarenda. Hinh urðu efth á akrinum.
Vukovar féll 17. nóvember 1991.
Þá var ég kominn affur til Montpellier
og ég skildi ekki afhverju umheimur-
inn lét þetta viðgangast. Afhverju
gerði enginn neitt? Afhverju viður-
kenndi ekkert land ennþá sjálfstæði
Króatíu? Afhveiju tók enginn í taum-
ana? Og kannski var erfiðasta spum-
ingin: Afhverju virtist enginn hafa
áhuga á þeirri helför siðmenningar
sem fram fór í hjarta Evrópu? Kannski
vom þetta bamalegar spumingar, en
ég vona að ég verði aldrei svo forhert-
ur að hætta að spyija spuminga á borð
við þessar.
Sprengjuvarpa í jólagjöf
Skömmu síðar fór ég aftur til Króa-
tíu. Þetta var í desember 1991. Enn
höfðu Serbar undirtökin á öllum víg-
stöðvum. Enn stóðu Króatar einir í
heiminum. Enn bámst hryllingssögur
af pyntingum, morðum, nauðgunum.
Rétt fyrir jólin hitti ég lítinn flótta-
mann frá Vukovar. Hann Boyan Gla-
vasevic og var sjö ára. Við hittumst á
fínasta hótelinu í Zagreb og ég bauð
honum upp á ís. Sá stutti talaði prýði-
lega ensku en þegar kunnáttuna þraut
kom 12 ára vinkona hans til hjálpar.
Hún hafði líka verið í Vukovar alla
mánuðina löngu.
Ég spurði Boyan hvað hann langaði
að fá í jólagjöf.
Hamt svaraði án þess að hugsa sig
um: Pabba minn.
Faðir hans var útvarpsfréttamaður
og hafði orðið goðsögn meðan um-
sátrið stóð um Vukovar. Hann hét Sin-
isa Glavasevic og útvarpspistlar hans
frá hinni dæmdu borg voru áhrifamikil
og skelfileg lýsing á ástandinu. Eftir
að Serbar náðu Vukovar hvarf Sinisa
Glavasevic. Hann var drepinn. Þetta
vissi Boyan litli ekki þegar við hitt-
umst.
Ég spurði Boyan hvort hann vildi
ekki fá einhverjar gjafir, leikföng til
dæmis?
Hann hristi höfuðið fullur fyrirlitn-
ingar: Nei, en mig langar í sprengju-
vörpu. Alvöm sprengjuvörpu.
Thor í fremstu víglínu
Að kvöldi 18. desember 1991 var
ég á hótelinu mínu í Zagreb að spjalla
við norskan sjálfboðaliða í króatísk
hernum. Hann kallaði sjálfan sig
„Thor“: hafði barist í fremstu víglínu í
Króatíu og kunni margt að ýegja mér
af hemaðarafrekum sínum. Áður hafði
hann verið atvinnuhermaður í norska
hernum. Þegar ég hitti „Thor“ fyrst
hafði ég ekki heyrt af frásögnum um
hann í erlendum blöðum. Danskt blað
hafði haldið því fram að „Thor“ bæri
ábyrgð á voðaverkum. Hann helði
Þegar ég hitti „Thor“
fyrst hafði ég ekki heyrt
affrásögnum um hann í
erlendum blöðum. Danskt
blað hafði haldið þvífram
að „Thor“ bœri ábyrgð á
voðaverkum. Hann hefði
meðal annars drepið
serbneska stríðsfanga.
meðal annars drepið serbneska stríðs-
fanga. Þetta vissi ég ekki þá, en það
fyrsta sem þessi Thor sagði við mig
var: Ef þú talar um mig í íslenska út-
varpið skal ég svo sannarlega kála þér.
Ég lofaði Thor að minnast aldrei á
hann, og nú vorum við að leggja á
ráðin um það, hvemig við gætum farið
saman til umsetinnar borgar í Austur-
Slavoníu. Allt í einu Ifófst æðisgengin
skothríð rétt fyrir utan gluggann.
Við köstuðum okkur báðir niður á
gólf. Skothríð í Zagreb - það var svo
sannarlega óvenjulegt. En þyssuhríðin
magnaðist, það var greinilega verið að
berjasl út um alla borg. Thor mundaði
hríðskotabyssuna sína og gægðist út
um gluggann eftir að hafa slökkt ljósið
t herberginu. Gelt í hríðskotabyssum
var hvarvetna. Thor var ringlaður en
snaraðist út úr herberginu til að reyna
að fá fréttir um hvað væri eiginlega að
gerast.
Nokkmm mínútum síðar kom hann
inn, kveikti ljósið og sagði uppveðrað-
ur: Þeir em að fagna þvf að umheim-
urinn ætlar að viðurkenna Króatíu! Is-
land var fyrsta landið til þess að til-
kynna það!
Gleðileg jól!
Næstu daga var ég í sffelldri lífs-
hættu. Það átti sér að vísu þá einföldu
skýringu að hvar sem ég kom vildu
Króatar tjá íslandi þakklæti sitt með
því að bjóða þessum íslendingi upp á
slivóvitz, áðurnefnt plómubrennivín
sem ég get síst af öllu mælt með eftir
þessa reynslu.
Jólin gengu í garð. Króatar em kaþ-
ólskir og halda því jólin hátíðleg á
sama tíma og Islendingar en Serbar
tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni sem
fagnar jólum tveimur vikum síðar.
Spumingin sem allir spurðu í Króatíu
fyrir jólin 1991 var: Ætla Serbamir að
halda áfram hemaði meðan við höld-
um jól? Við skulum sannarlega láta þá
í friði þegar þeirra jól ganga í garð.
Á jólanótt flykktist unga fólkið í
Zagreb á dansstaði og næturklúbba.
Ég fór með króatískum vinuin mínum
á vinsælasta næturklúbbinn og lét mig
hafa það að dansa - sem er ákaflega
sjaldgæfur viðburður - meðan hljóm-
sveitin lék tilfinningaþrungin baráttu-
lög. Og svo auðvitað Lili Marleene,