Alþýðublaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Hrúturinn er glæsileg skepn Ja, við mæðgurnar höfum sosum ekki þau ósköp af skepnum, svaraði sú yngri, einhverja gemlinga og svo jú talsvert af hrútum. Hrút- um, sagði ég, er það ekki frekar óhagkvæmt? Mig varðar ekkert um það svaraði konan, hrúturinn er svo glæsileg skepna. Fyrir margt löngu var ég eitthvað að ragast í sauðfé fram á þingeyskum heiðum fjarri mannabyggð. Þá gekk ég allt í einu fram á lítið heiðarbýli sem kúrði þar utan í ásnum og rauk úr strompnum. Af forvitni bamsins gekk ég í hlaðið þar sem búrtfkin tók á móti mér með gestalátum. I kjölfar tíkur- innar sigldi síðan kona á óræðum aldri vörpuleg mjög. Hún spurði hvort ég vildi ekki ganga í bæinn og fylgdi mér inn þröng og dimm bæjargöng hlaðin úr torfi. Þegar komið var í baðstofu sat þar öldruð kona á palli og reri ffarn í gráðið. Sú yngri bar mér súkkulaði Pallborðið | að drekka og með því spurðu þær mig spjörunum úr um mannlífið niðri í sveitinni. Þetta var vel sætt kakó og í tilraun til að sýnast fullorðnari en ég var fór ég að spyrja þær á móti útí skepnuhöld og grassprettu þar á heið- inni. Ja, við mæðgumar höfum sosum ekki þau ósköp af skepnum, svaraði sú yngri, einhverja gemlinga og svo jú talsvert af hrútum. Hrútum, sagði ég, er það ekki frekar óhagkvæmt? Mig varðar ekkert um það svaraði konan, hrúturinn er svo glæsileg skepna. Núna þegar þetta rifjast upp fyrir mér man ég að það var sólskin þennan dag og friðsæld í loftinu. Þessi fundur minn við þær mæðgur hefur sótt á hugann undanfamar vikur og mánuði og ekki laust við að forsæt- isráðherra vor minni mig endmm og sinnum á yngri konuna vörpulegu, sem var svo elsk að hrútum. Það fær- ist nefnilega yfir andlit hans þessi sami kindarlegi þrjóskusvipur þegar hann lýsir því yfir að aðild íslands að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá. Og sautjánda júm' síðastliðin var þessi vinkona mín úr heiðinni mætt á Aust- urvöll í gervi ráðherrans og enn með þann boðskap helstan að hrúturinn væri glæsileg skepna. Það er annars grátlegt hvemig um- ræðan um Evrópumálin hefur þróast. Grundvallaratriði málsins eru víðs- fjarri en umræðunni er haldið uppi með gífuryrðum um, aumingjaskap, vanmetakennd og landráð, svo nokkrir orðaleppar séu tíndir til. Það þurfti svo auðvitað útlending til að benda okkur á um hvað umræðan ætti að snúast. í viðtali sem Ingimar Ingimarsson fréttamaður nkissjónvarpsins átti við Emmu Bonini ekki alls fyrir löngu, lýsti hún þeirri skoðun sinni að íslend- ingar ættu ekki að vera velta íyrir sér á þessu stigi málsins hvað samningum þeir hugsanlega gætu náð við Evrópu- sambandið um fiskveiðar. Grundvall- arspurningin fyrir Islendinga, sagði Emma hlýtur að vera hver framtíð er búin samfélagi sem byggir líf sitt á sjávarútvegi. Auðvitað dettur mér ekki í hug að halda því fram að Evrópusambandið sé eitthvað gullið og gallalaust fyrir- heitaland. Það er eins og önnur mann- anna verk meingallað og þungt í vöf- um, en eftir stendur að þar fara samtök ríkja sem skyldust okkur eru og ná- lægust og þau sjá aukna samvinnu sem eina svarið í heimi síaukinnar samkeppni og hverfandi landamæra. Hví skyldu önnur lögmál gilda fyrir okkur og okkar þjóð? Ef ég man rétt voru það niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi sem urðu til þess að þeir ráðamenn íslensk- ir sem andvígir voru aðild okkar að sambandinu, þorðu að koma útúr skápnum og lýsa þvf yfir að þetta væri búið mál, Norðmenn hefðu greitt at- kvæði fyrir okkur. Framtíð íslands væri best borgið undir þeirra vemdar- væng á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er því fróðlegt að fylgjast með þessum sömu ráðamönnum nú þegar þeir gráta undan frekju og yfirgangi Norðmanna í sjávarútvegsmálum. Og ríkisstjómin með sauðarsvipinn þrjóskast við. Þrátt fyrir landflótta, sannanlega lægri laun og verri lífskjör hér á landi en í nágrannalöndunum, hóflausa skattheimtu og glórulausa skuldastöðu heimila, fyrirtækja og sjálfs ríkissjóðs. Aðild íslands að Evr- ópusambndinu er ekki á dagskrá. Áfram skulu fetaðar ijárgötur fortíðar- innar þó svo að þær leiði til glötunar. Nýliðið sumar átti ég aftur leið um heiði bernskunnar. Bær þeirra mæðgna var fallinn og fíflar og sóleyj- ar spmttu þar sem fyrr stóð baðstofan. Rústimar klúktu þama utan í ásnum eins og áminning um að þó hrúturinn sé glæsileg skepna býr hann ekki yfir þeim eiginleika að fóstra með sér nýtt líf. ■ Nýjasta hefti franska bók- menntatímaritsins L'At- elier du roman (Vinnustofa skáldsögunnar) er helgað franska sextándu aldar rit- höfundinum Francois Ra- belais. Tveir þýðendur Ra- belais eiga greinar í tímarit- inu. Annar þeirra er grískur en hinn er íslendingurinn Erlingur E. Halldórsson. Erlingur segir í greininni frá vinnunni við að þýða Garg- antúa og Paritagrúl, en skáldsagan kom út í þýð- ingu hans hjá Máli og menningu árið 1993. Tíma- ritið L'Atelier du roman er tveggja ára gamalt tímarit sem þykir bráðskemmtilegt og mjög andháskóla-og andkenningasinnað enda að mestu skrifað af skáld- sagnahöfundum... Innan Sjálfstæðisflokksins eru ótal kjaftasögur á kreiki þessa dagana, einkum velta menn fyrir sér hvort Davíð Oddsson langar að gerast bóndi á Bessastöðum. Allir eru sammála um að Friðrik Sophusson muni ekki verða arftaki Davíðs, þótt hann gegni nú varafor- mennsku. Björn Bjarnason er maðurinn sem langflestir veðja á sem framtíðarfor- ingja Sjálfstæðisflokksins, en innan Landsvirkjunar er nú altalað að Friðrik verði næsti forstjóri stofnunarinn- ar; leysi Halldór Jónatans- son af hólmi. Ef einhverjum finnst þetta ósennilegt ættu þeir að sperra eyrun við næstvinsælustu kjaftasög- unni í Sjálfstæðisflokknum. Hún gengur út á að Björn og Davíð vilji losa sig við Þorstein Pálsson - og að nú sé makkað um það að hann verði ritstjóri Morgun- blaðsins. Þetta hljómar nátt- úrlega einsog ósvífin lyga- saga, enda hafa Morgun- blaðið og Þorsteinn eldað grátt silfur saman um langt skeið. En þetta segir sagan semsagt... Bók Þórs Whiteheads um aðdraganda her- námsins á íslandi er líkleg til að vekja mikla athygli. Nú þegar hefur ýmislegt komist í fréttir af efni bókarinnar: þar má nefna að ríkisstjórn- in hafði vorið 1940 sett upp leynilegar stöðvar til að geta látið Breta vita ef Þjóð- verjar létu á sér kræla. Þá hefur Þór dregið fram í dagsljósið upplýsingar um njósnara á ræðismanns- skrifstofu Breta. Hann upp- lýsir líka að Adolf Hitler skrifaði á yngri árum óperu - sem átti að gerast á ís- landi! En mikiu fleira af efni bókarinnar mun vekja at- hygli og umtal, meðal ann- ars er ítarlega gert grein fyr- ir samskiptum Gunnars Gunnarssonar skálds við nasista og sagt frá fundi hans og Hitler. Þá er sagt frá tilvistarkreppu og tví- skinnungi íslenskra komm- únista í stríðsbyrjun, en vegna griðasamnings Sta- líns og Hitlers vörðu kommúnistar framferði þýsku nasistanna - og voru einir íslendinga um þann verulega vafasama heiður... hinumegin f i m m á förnum vegi Fylgdist þú með forsetakosningunum í Póllandi? Gerður Steinarsdóttir kaupmaður: Nei, þetta er ekki á mínu áhugasviði. Filippus Þórhallsson veg- farandi: Nei, en ég veit að Lech Walesa vann. Ólafur Sigurðsson nemi: Nei. Dögg Júlíusdóttir nemi: Nei. Steinunn Hannesdóttir sjúkraliði: Nei. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Þetta er einhver drápsfíkn í einhverjum karlfautum út í bæ. Þeir viðurkenna að hafa verið að veiða kettí í gildrur en þegar til á að taka er ekkert hægt að sanna. Mikil er vonska karlkynsins. Sólveig Pálmadóttir í DV. Útkoman var auðvitað fáránleg - en samt var fróðlegt að heyra þessa tónsmíð, sem er nokkurs konar risaeðla í tónlistarheiminum. Jónas Sen um tónlist í DV „Kjaftakerlingar“ eru kjaftæði. Fyrirsögn í DV Ðavíð sagði að þetta mál hefði ekki verið rætt í ríkisstjóminni, en ástæðulaust væri að færast undan þeirri ábyrgð, sem fylgdi þátttöku í öryggisráðinu. Á nú að fara að flytja út íslenska stjórnvisku? Morgunblaðið. Það á að gefa ungu fólki kost á að ganga í herþjónustu og síðar að fá framtíðarstörf á því sviði. En það á ekki að skylda neinn til þess, heldur veija harðan kjama sem vill og óskar þess að taka þátt í vömum landsins. Eyjólfur Guömundsson meindýraeyöir um ís- lenskt landvarnarliö í Morgunblaðinu. fréttaskot úr fortíð Mussolini skeinistánefi Frá Rómaborg er símað, að undirbún- ingur sé hafinn undir hátíðlega för Mussolinis til Afríkustranda. 16 her- skip verða í fórinni. Ásóknar- og ný- lenduveldisstefna Mussolinis liggur til grundvallar. Nokkrum stundum eftir, að ffen þessi barst til Khafnar, kom sú fregn þangað, að kvenmaður hefði gert tilraun til að drepa Mussolini. Særði hún hann í nefið. Alþýðublaðið 8. apríl 1926.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.