Alþýðublaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 8
X Miðvikudagur 22. nóvember 1995 178. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Pósturinn Breytingará gjaldskrá Gjaldskrá fyrir póstþjónustuna hefur verið breytt. í heild er ekki um að ræða hækkun á almennum bréfa- eða bögglapósti. Tekin hafa verið upp ný þyngdarþrep fyrir bréfapóst sem þýðir lækkun fyrir hluta hans. Gjald fyrir sendingu á 20 gramma bréfi verður óbreytt og hefur það ekki hækkað síðan 1991. Það eru einkum gjöld fyrir póst- gíróþjónustu til útlanda og fyrir fjármunasendingar sem breytast með hinni nýju gjaldskrá. ■ Fiskiþing Úthafsveiði rædd Fiskiþing það 54. í röðinni hófst í Reykjavík í gær. Rétt til setu eiga 56 fulltrúar. Helstu mál þingsins í ár eru nýting og umgengni um auðlindir sjávar og stefna og staða íslands í úthafsveiðimálum. ■ Heilbrigðisnefnd Opinn fundur Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur heldur opinn fund í Tjarnarsal Ráðhússins klukkan 16.30 á fimmtudaginn og er öllum heimill aðgangur. A fundinum verður meðal annars fjallað um verkefni og skipulag heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar auk þess sem lögð verða fram ný drög að breyt- ingum á heilbrigðissamþykkt um hundahald í Reykjavík. ■ Hótel ísafjörður Bókmennta- vaka Á laugardaginn mun menningar- miðstöðin Edinborg og Mál og menning - Forlagið standa fyrir bókmenntavöku á Hótel ísafirði. Þar munu nokkrir höfundar lesa úr verkum sínum og Rúnar Helgi Viggósson flytur erindi um sjávarplássið og skáldsöguna. Tríó Tómasar R. Einarssonar sér um tónlistina. Dagskráin hefst klukkan 15 og er öllum heimill aðgangur. ■ Skólabær Fyri rlest frásagna Félag íslenskra fræða boðar til fundar í kvöld með Auði Ólafs- dóttur í Skólabæ við Suðurgötu og hefst hann klukkan 20.30. Þar mun Auður, sem er listfræðingur, flytja erindi þar sem hún fjallar um margvísleg tengsl bókmennta og myndlistar í samtímanum, ur um rhei ma meðal annars með hliðsjón af því hve frásagnir í bókmenntum og í myndlist eru ólíkar í eðli sínu. Eftir framsögu Auðar gefst mönnum kostur á léttum veiting- um áður en almennar umræður hefjast. Fundurinn er öllum op- inn. ■ Þriðja ástin, ný skáldsaga Nínu Bjarkar Árnadóttur Dramatísk ástarsaga segir höfundurinn Þriðja ástin er nafn á nýrri skáld- sögu Nínu Bjarkar Árnadóttur. Al- þýðublaðið forvitnaðist um skáldsög- una hjá höfundinum og spurði fyrst hver væri þriðja ástin. „Það má ég ekki gefa upp því vegna þessarar þriðju ástar er aðalpersónan myrt. Það kemur reyndar fljótlega í ljós hver hef- ur drepið hana og morðinginn segir sögu sína í Helgarblaðið. Þetta er þó ekki sakamálasaga," sagði Nína Björk. Er þetta þó draniatísk ástarsaga? ,Já, ég myndi skilgreina hana þann- ig. Hún skiptist í þijár víddir. Það er saga konunnar sem er myrt. Það er saga morðingjans. Svo er saga, elsku kallanna minna, Siddó og Valda sem finna lík konunnar og búa sér til heim um hana, því þessi kona verður heilög fyrir þeim. Þeir kallar eru mikil krútt, það er ég viss um að þér á eftir að finnast Iíka.“ Og svo er það ástin. , Já, ástin, hún er svo margt. Hún er yndisleg og hræðileg og allt þar á milli. Ástin getur leitt til ótal dramat- ískra viðburða. Þá skiptir ekki máli hvort fólk er lífsreynt, gamalt eða ungt. Þarna leiðir ástin til þess að ógæfumaður drepur konu sem hann Þarna leiðir ástin til þess að ógæfumaður drepur konu sem hann elskar, segir Nína Björk um efni nýrrar skáldsögu sinnar. elskar." Nú er bókin komin út, skipla viðtök- urþig miklu máli? „Já, þær skipta mig máli. Það er kannski bamalegt að þær skuli gera það en þá er ég bara svona bamaleg. Mig langar til að þessari bók verði vel tekið. Sumir rithöfundar segja, dálítið vemmilega, að bækumar þeirra séu bömin þeirra, en maður hefur þó skap- að verkið, finnst að það eigi að koma á prent og vill að aðrir njóti þess.“ ■ Kwasniewski sigraði í forsetakosningunum í Póllandi Walesa hafði engan bakhjarl - segir Amór Hannibalsson prófessor. „Það sem aðallega háði Walesa var að hann hafði engan bakhjarl. Hann var eiginlega kominn úr tengslum við Samstöðu, eða þá hópa sem héldu áfram að starfa eftir að Samstaða hætti að starfa sem einingarsamtök," sagði Arnór Hannibalsson prófessor í samtali við Alþýðublaðið um úrslit forsetakosninganna í Póllandi. Þar beið Lech Walesa ósigur fyrir AJeks- ander Kwasniewski, sem er fyrrver- andi kommúnisti. „Walesa vom mislagðar hendur við að velja sér embættismenn við forseta- embættið og þar vom menn sem ekki vom vinsælir. Síðan lendir hann í því að framan af var þingið í upplausn og hann var að reyna að fá þingið til að setja lög og koma röð og reglu á mál- in. Það gekk illa og þegar kommún- istaflokkurinn náði undirtökunum reyndi Walesa með öllum ráðum að takmarka völd og áhrif kommúnista en fór hins vegar ekki alltaf diplómat- iskt í sakimar. Þá hefur orðið mikil misskipting efnalegra gæða í pólsku þjóðfélagi og það undarlega er að þeir sem mest og best hafa makað krókinn era fyrrverandi flokksgæðingar sem skömmtuðu sér fyrirtæki, leyfi og allt sem þurfti til stunda viðskipti. Þeir em bakhjarl Kwasniewskis og dettur vita- skuld ekki í hug að breyta sinni eigin stöðu og honum dettur það heldur ekki í hug,“ sagði Amór. Voru Pólverjar orðnir andsnúnir Walesa? „Það er nú þannig að Pólveijar em alltaf á móti yfirvöldunum og má rekja það allt aftur til ársins 1795 þeg- ar Pólland var lagt niður. Síðan hefur það verið þjóðaríþrótt að vera á móti yfirvöldunum. Pólverjar eru óþolin- móðir og vilja fara að sjá árangur. Raunar er komið'T gang efnahagslíf sem er miklu fjölbreyttara en það var fyrir örfáum áram. Það er hins vegar skriffinskan sem stendur aðallega í vegi fyrir þróuninni. Það skrýtna er að síðan kjósa þeir yfir sig fulltrúa þess- arar sömu skriffmsku." pólsku þjóðfélagi að það þurfi nýjan leiðtoga í samræmi við nýja tíma. Það verður fróðlegt að sjá hvemig næstu þingkosningar fara. Öll önnur stjóm- málaöfl en kommúnistaflokkurinn em illa skipulögð og sundmð. Þá má ekki gleyma því að Lech Walesa er kaþ- ólskur og maður kirkjunnar. Margir menntamenn vilja sem minnst áhrif kirkjunnar á pólitík. Telja að hún eigi að sinna boðun fagnaðarer- indisins og mannúðarmálum en ekki að beita sér í pólitík. Það eru raunar átök í öllum kaþólskum lönd- um um siðgæðisgildi, hjónaband og skilnaði, fóstureyðingar og fleira, sem unga fólkinu finnst eigi að í færa svipað horf og er í nágranna- löndunum. Þar stendur kirkjan í vegi sem foldgnátt fjall," sagði Arnór Hannibalsson. Arnór: Pólverjar alltaf á móti yfirvöldum. En er forsetinn valdamikill í Pól- landi? „Það er nú eitt að þeir hafa ekki get- að komið sér saman um stjómarskrá og þar er engin eiginleg stjómarskrá í gildi. Stuttu eftir umskiptin miklu samþykkti þingið nokkrar höfuðreglur sem em kallaðar litla stjórnarskráin. Hún er alls ekki nógu skýr eða ákveð- in en forsetaembættið er mótað þar í höfuðlínum. En vegna þess að margir flokkar voru á þingi færðust mikil völd yfir til forsetaembættisins sem allar líkur benda til að verði fest í sessi þegar að því kemur að þeir beija sam- an stjómarskrá. Pólverjar þurfa bæði stjómarskrá og lög því ekkert atvinnu- líf gengur án laga og það em margir sem græða á því að lögin eru óljós.“ Attu von á breytingum með nýjum forseta? „Þessi úrslit hafa fyrst og fremst áhrif innanlands. Nú verða öll völd nýtt til hins ýtrasta til að raða gömlum og góðum flokksmönnum á jötuna. Skriffinskubáknið er þama að mestu leyti óhreyft og þar em hin eiginlegu völd. Þegar rfkisstjórnin styðst við veikan þingmeirihluta er það skriff- inskan sem ræður. Walesa var að reyna að festa í sessi markaðshagkerfi og þingræði en unga fólkið lítur ekki lengur til sögunnar. Það kýs bara ung- an mann sem kemur vel fyrir og segist ætla að stjóma. Eldri kynslóðin er iyr- ir löngu orðin örþreytt á allri pólitík og þeir sem sátu heima í kosningunum vom aðallega eldra fólk.“ Nú átti Walesa stœrstan þátt í að losa þjóðina við alrœði kommúnista en hann tapar síðan íkosningunum? „Já. Það er það andrúmsloft í ■ Ályktun Flugráðs um niðurskurð Stefnir í algjört óefni Á fundi Flugráðs á dögunum var samþykkt ályktun þar sem bent er á að í fj árlagafrum varpi nu sé gert ráð fyrir svo miklum niðurskurði til framkvæmda í flugmálum að í al- gjört óefni stefni. Verði af fyrirhug- uðum niðurskurði takist hvorki að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á landsbyggðinni né mögulegt að byija á framkvæmdum á Reykjavík- urflugvelli. Flugráð minnir á að með lögum frá 1987 hafi verið samþykkt flug- málaáætlun með mörkuðum tekju- stofnum sem eingöngu skyldi varið til ffamkvæmda í flugmálum. Sam- kvæmt áætlun fyrir 1996 eigi tekju- stofnar flugmálaáætlunar, flugvalla- gjald og eldsneytisgjald að skila 393 milljónum króna. f fjárlagafrum- varpinu sé gert ráð fyrir að 190 milljónir fari til rekstrar Flugmála- stjómar af þessum mörkuðu tekju- stofrium. Þetta þýði 48% niðurskurð á ffamkvæmdafé og Flugmálastjóm skilin eftir með 203 milljónir til framkvæmda á öllum flugvöllum landsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.