Alþýðublaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 1
■ Framsókn gegn veiðileyfagjaldi Ætti að ræða auðlindaskatt - segir Magnús Stefánsson alþingismaður flokksins. „Ég hefði ekkert á móti því að ffam færi umræða um auðlindaskatt og hvort þeir sem nýta auðlindir lands og sjávar eigi að greiða af því skatt. En ég er ekki meðmæltur þessu veiði- leyfagjaldi sem nú er til urnræðu," sagði Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokks í samtali við blaðið. Þingmenn flokksins hafa lítið látið að sér kveða í umræðum Alþingis varðandi þingsályktunartillögu um að taka upp veiðileyfagjald. Magnús sagði málið ekki hafa verið rætt form- lega í þingflokki Framsóknar en kvaðst vita að þar væru menn almennt ekki þeirrar skoðunar að taka ætti upp veiðileyfagjald. „Mér finnst hins vegar eðlilegt að menn tæku umræðu um hvort eigi að leggja á auðlindaskatt almennt sem væri þá pólitísk ákvörðun. En ég er ekki þar með að segja að slíkan skatt eigi að leggja á. Hvað varðar þessa til- lögu Þjóðvaka um veiðileyfagjald þá er þar bent á sjö leiðir og það getur skipt máli varðandi afstöðu manna hvaða útfærslu er verið að tala um,“ sagði Magnús Stefánsson. Magnús: Málið hefur ekki verið rætt í þingflokki Framsóknar. ■ Sjálfsbjörg mótmælir niðurskurði í heilbrigðis- kerfinu Brot á mann- réttindum „Það er brot á mannréttindum að það sé lagt í hendur misvitra stjóm- málamanna hvort, hvenær og hversu mikið bætur skuli hækka hveiju sinni eða hvort þær skuli hækka yfir höfuð. Við viljum að bætur séu hugsaðar sem laun hins fatlaða og því skuli þau hækka í samræmi við almennar launa- hækkanir." Svo segir meðal annars í ályktun sem samþykkt var á almennum félags- fundi Sjálfsbjargar. Þar er mótmælt harðlega þeim niðurskurði í heilbrigð-' iskerfinu sem áætlaður er samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og gerir meðal annars ráð fyrir að fellt verði niður það ákvæði að bætur almannatrygg- inga fylgi almennum launasamning- um. Fundurinn mótmælir því að lækka á heildargreiðslur til heimildarbóta sem þýði meðal annars að uppbót vegna sjúkrakosmaðar er lækkuð og þar með heildarbætur hins fatlaða. Sömuleiðis er því mótmælt að taka upp innritun- argjöld á sjúkrahús og að srfellt er ver- ið að lækka þær fjárhæðir sem fara í hjálpartæki, til dæmis með því að fækka þeim vörum sem Trygginga- stofnun tekur þátt í að greiða. Sjálfsbjörg mótmælir einnig ein- dregið þeirri stefnu stjómvalda að láta svokallað frítekjumark standa í stað frá því í júlí 1993, en lögum sam- kvæmt eigi að endurskoða það árlega. Bætur hafi í raun lækkað frá 1993 og færri fái bætur en áður. Léttjyndir framsóknarmenn Framsóknarmennirnir Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson voru að vanda glaðbeittir á þinginu í gær. Ekki vitum við hvort umræðuefnið vakti kátínu þeirra félaga: í ræðustóli var Þorsteinn Pálsson að mæla fyrir frumvarpi um tæknifrjóvgun. A-mynd:E.ói. KEA tapar á vatni Samkvæmt uppgjöri samstæðunnar Kaupfélag Eyfirðinga og dótturfyrir- tæki fyrstu átta mánuði ársins nemur tap af rekstri um níu milljónum króna á móti 48 milljón króna hagnaði í fyrra. Rekstur móðurfýrirtækisins, KEA, hef- ur batnað töluvert undanfama mánuði. Aftur á móti hefur afkoma dótturfyrir- tækja versnað og sérstaklega hefur tap á vatnsútflutningi aukist. Þá er afkoma mjólkursamlags og fiskvinnslu mun verri heldur en á sama tímabili í fyrra. ■ Alþýðublaðinu vex fiskur um hrygg Dreifing í öll hús í Reykjavík Alþýðublaðið á morgun verður útbreiddasta blað höfuðborgarinnar. Blaðinu verður dreift í öll hús í Reykjavík, auk þess sem það mun liggja frammi í fjölmörgum sölu- tumum og verslunum. Þá verður Al- þýðublaðið talsvert stærra en venju- lega, 20 síður, og er mikil áhersla lögð á vandað og fjölbreytt efni. Sumt mun koma föstum lesendum kunnuglega fyrir sjónir þarsem birt verður ýmislegt efni sem birst hefur í Alþýðublaðinu uppá síðkastið. Með þessu móti vill blaðið kynna sig fyrir stærri lesendahópi og afla fleiri áskrifenda. Af efni Alþýðu- blaðsins á morgun má nefna viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Friðrik Eriingsson höfund Benjam- íns dúfu sem á næstunni sendir frá sér nýja skáldsögu, pistil Guð- mundar Andra Thorssonar um Hrafn Gunnlaugsson og greinar eftir Hallgrím Helgason, Jón Bald- vin Hannibalsson og Hrafn Jök- ulsson. Þá verður endurbirt umfjöll- un blaðsins um Láru Agústsdóttur miðil svo nokkuð sé nefht. ■ Opið bréf Ólafs Gunn- arssonar fanga til Þor- steins Pálssonar dóms- málaráðherra Er stefna stjórn- valda að slíta tengsl barna við foreldra? ,,Er það virkilega stefna fangelsisyf- irvalda, að slíta tengsl bama og ætt- ingja við feður sínar og mæður sem lent hafa á ógæfubrautinni?" spyr Ól- afur Gunnarsson í opnu bréfi til Þor- steins Pálssonar dómsmálaráðherra. Ólafur kveðst hafa verið rekinn af Litla-Hrauni vegna starfa sinna í þágu Trúnaðarráðs fanga. Hann var þess í stað vistaður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Ólafur segir að engin „bylting" hafi orðið í fangelsismálum með tilkomu nýju byggingaripnar á Litla-Hrauni, einsog ráðamenn haldi fram. Þvert á móti verði hagir fanga um margt verri en áður, meðal annars vegna þess að heimsóknartími sé stytt- ur til mikilla muna. Bréf Ólafs til Þor- steins er birt á blaðsíðu 7 í Alþýðu- blaðinu í dag. ■ Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar enn með uppsögn sérkjara upp á vasann Starfsandi með því versta sem gerist - segir Árni Guðmundsson formaður Starfsmanna- félagsins. Valgerður Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs: Unnið að lausn málsins. ■ Eining Uppsögn samninga Almennir félagsfundir í Verka- lýðsfélaginu Einingu Eyjafirði hafa samþykkt að skora á launa- nefnd landssambanda innan ASÍ að segja nú þegar upp gildandi kjarasamningum þannig að þeir verði lausir um næstu áramót. Ennfremur var samþykkt á fund- um Einingar að veita stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins heimild til að segja upp gildandi kjarasamningum félagsins. „Með fullri virðingu fyrir bæjarfull- trúum í Hafnarfirði þá er ekki hægt að umgangast starfsmenn bæjarins með þeim hætti sem gert hefur verið. Starfsandinn er með því versta sem gerist og það er tilefni til úthlutunar bjartsýnisverðlauna ef menn halda að hægt sé að sækja einhvem spamað í rekstrinum í laun og kjör bæjarstarfs- manna,“ sagði Arni Guðmundsson formaður Starfsmannafélags Hafnar- fjarðar í samtali við blaðið. f haust fengu 93 bæjarstarfsmenn bréf frá bænum þar sem sérkjömm þeirra var sagt upp frá og með næstu áramótum. Á fundi þessa hóps á dögunum var ákveðið að óska eftir viðræðum við bæjarráð nú þegar þar sem engar samningaviðræður hafi enn farið fram. Fundurinn átaldi vinnubrögð bæjaryf- irvalda og skoraði á þau að draga öll bréfin til baka eða eyða með öðrum hætti allri óvissu í eitt skipti fyrir öll. Fyrir fimm vikum hafi bæjarstjóri lýst því yfir að samningaviðræður væm að heljast en ekkert orðið af þeim enn. „Þetta er í rauninni svo að þessu fólki var sagt upp störfum frá næstu áramótum en átti að ræða við það um sérkjör. Nú er svo komið að fólk verð- ur að láta í ljós íyrir 1. desember hvort það ætlar að vinna áfram hjá bænum eða ekki. Ef það á að ganga ffá samn- ingum við 93 starfsmenn á tveimur dögum eða svo þá em það mjög ein- kennileg vinnubrögð. Fólk er búið að fá nóg af þessu háttalagi og vill fá þetta mál út úr heiminum. Ef ekkert gerist er mikil hætta á að bærinn missi talsverðan hluta af sínu starfsfólki og því viljum við viðræður strax," sagði Ámi Guðmundsson. Valgerður Guðmundsdóttir for- maður bæjarráðs Hafnarfjarðar sagði í samtali við blaðið að unnið hefði verið í þessum málum af hálfu bæjarins. Bæjarstjórinn hefði haft með þetta mál að gera en hann hefði verið fjarver- andi. Hann kæmi hins vegar til starfa í dag og í framhaldi af því væri að vænta fundar með fulltrúum starfs- manna. Arnór Benónýsson um hrúta, Evrópu og Davíð Oddsson Kolbrún Bergþórsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Arnór Hannibalsson segir Hallgerði langbrók um Betelinga, kvótakónga um ósigur Walesa og nýjan til syndanna og landflótta forseta Póllands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.