Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ Klisjan blómstrar Friðrik Erlingsson: Vetrareldur Vaka-Helgafell 1995 Enginn sem las Benjamín dúfú ætti að efast um hæfileika Friðriks Erlings- sonar, því sú fallega og tregafulla barnabók átti sannarlega innistæðu fyrir öllu því hrósi sem á hana var hlaðið. Menn biðu því nýrrar skáld- sögu Friðriks með töluverðri eftir- væntingu. Forlagið var hresst að vanda og óhrætt við að veðja á sinn hest og því var verkið auglýst sem „skáldsagan umtalaða“ áður en gagn- rýnendur höfðu svo mikið sem fengið hana í hendur. Orðin hafa ræst, en á annan veg en forlagið ætlaði. Verkið er orðið umtalað vegna þess að það brást þeim vonum sem bundnar voru við það. Það einkennilega er að for- lagið sem gaf hana út sá ekki gallana eða vildi ekki sjá þá. Það veitti höf- undi sínum ekki nauðsynlegt aðhald og brást honum því gjörsamlega. í rit- dómi um óboðlega ljóðabók Einars Más Guðmundssonar sagði Hrafn Jökulsson að vissulega gætu allir gert sig seka um hliðarspor en þau ætti ekki að gera að „opinberu hneyksli með því að auglýsa þau upp sem meiriháttar afrek". Þau skilaboð má Bækur Vaka-Helgafell sannarlega taka til sín. Þeir dómar sem hafa birst um verk- ið eru hingað til á einn veg. Þessi er í engu frávik ífá þeim. Eitt er þó vert að hafa í huga. Ef höfundur ætlaði sér að skrifa fyrirsjáanlegan og klisjukennd- an eldhúsróman þá má hann vera sátt- ur við sitt. Það mega þeir einnig vera sem lesa slíkar sögur af nautn. En ég trúi því ekki að Friðrik Erlingsson hafi ætlað sér að skrifa slíka sögu og ég er einnig sannfærð um að flestir lesendur hans ætli honum betra hlutskipti en það að verða svar karlkynsins við Ingibjörgu Sigurðardóttur. I sögunni kynnumst við saklausri, draumlyndri stúlku sem elst upp í litlu þorpi þar sem þorpsfíflið er hennar besti vinur. Hún missir foður sinn og flyst til höfuðborgarinnar með móður sinni. Við kynnumst borgarsollinn sem stúlkan verður þó ekki samdauna því sakleysið er sverð hennar og skjöldur. Hún er orðin ballerína og verður ástfangin af ungum drykkfelld- um og kvensömum leikara. Þegar þar er komið sögu er nokkuð ljóst hvert sagan mun leiða. Lesandinn kemst ekki hjá því að álykta að ungi maður- inn mun yfirgefa stúlkuna. Og af því að klisjurnar grassera í sögunni þá mun hún trúlega vera barnshafandi. Þetta er einmitt það sem gerist. Það gerist reyndar sitthvað fleira, en alls ekkert óvænt. Og það er einmitt það sem er að - það gerist ekkert í þessari sögu sem lesandinn getur ekki sagt fyrir um. Verkið er yfirborðslegt, fyrirsjáan- legt og klisjukennt. Persónusköpun er flöt og ósannfærandi. Verkið er að sönnu tilfinningaríkt og væri verið að segja einhverja aðra sögu yrði það hugsanlega styrkur þess, en þar sem klisjan fær að blómstra að vild verður tilfinningasemin að enn einni heng- ingaról sem kyrkir textann. Ég held að það sé rétt að gleyma þessari bók sem fyrst. Ef höfundur ætlaði sér að skrifa fyrirsjáanlegan og klisjukenndan eldhúsróman þá má hann vera sáttur við sitt. Pað mega þeir einnig vera sem lesa slíkar sögur af nautn. En ég trúi þvi ekki Friðrik Erlingsson hafi ætlað sér að skrifa slíka sögu og ég er einnig sannfærð um að flestir lesendur hans ætli honum betra hlutskipti en að verða svar karlkynsins við Ingibjörgu Sigurðardóttur. Athugasemd vegna greinar Jónasar Sen Til varnar Berkovsky Það er ekki gott fyrir litla þjóð að vera svo sjálfhverf að geta ekki metið fólk sem hingað kemur nema með þeim formerkjum að þeir séu útlendingar og skrítnir sérvitringar. Ekki veit ég hvort það er í tísku í dag eða einhver annarleg pína sem hrjáir ýmsa ágætustu menn þessa dagana. Grein Jónasar Sen í Alþýðublaðinu helgina 7.-10. des. „Þegar Shumann heyrði rödd illra anda“ kom við mig og marga aðra eins og að vera sleginn í andlitið af unglingi í miðbæ Reykjavíkur. Hvað er orðið af sómatilfinningu og virðingu okkar fyrir fólki, sem hefur gefið okkur öllum jafn mikið af list og örlæti af eigum sínum og starfi eins og til dæmis Martin Berkovsky? Það er ótrúlegt að píanóleikarinn Jónas Sen skuli tala um að Martin Berkovsky hafi á sínum fyrstu tón- leikum á íslandi barið slaghörpu sína sundur og saman eins og harð- fisk og það er líka ótrúlegt að lesa það að ráðamenn landsins hafi flæmt hann burt af landinu vegna þess að Martin Berkovsky væri alltaf að detta í trans og aðrar víddir. Ég veit ekki betur en að Martin Berkovsky hafi verið einn af okkar ágætustu píanóleikurum meðan hann bjó hér á landi. Menn geta vissulega haft skiptar skoðanir á túlkun einstakra flytjenda tónbók- menntanna, en er það ekki einmitt þess vegna sem við förum á tón- leika og hlustum á mismunandi túlkun og tjáningu eða eigum við ef til vill aðeins að eiga eina hljómplötu og hlusta á hana því aðrir spila öðruvísi? Gæti skýringin á því hvers vegna Berkovsky fór af landinu ef til vill legið í einhverju öðru en að hann berði hljóðfæri sitt eins og harðfisk, eða félli í trans við minnsta tilefni? Ættum við ef til vi 11 að skoða hug okkar betur? Hvernig er umburðarlyndi okkar háttað í garð útlendinga sem flytja til íslands? Erum við ef til vill gestrisin og góð rétt meðan við er- um að fleyta rjómann ofan af þeim, en eigum til að segja hingað og ekki lengra þegar þeir vilja vera einn af okkur? Það mætti athuga hversu margir útlendingar hafa fengið störf hér á landi, sem telja mætti ábyrgðarstörf. Hvað eru til dæmis margir erlendir kennarar við Tónlistarskólann í Reykjavík? Er það eitthvað í hlutfalli við hversu margir erlendir menn og konur starfa við Sinfóníuhljónt- sveit íslands eða við hina ýmsu tónlistarskóla landsins, sem oft eru taldir undirbúningsskólar undir Tónlistarskólann í Reykjavík? Ég spyr margra spurninga, sem ég held að við hver og einn ættum að spyrja okkur sjálf að og reyna að víkka sjóndeildarhring okkar örlít- ið. Það er ekki gott fyrir litla þjóð að vera svo sjálfhverf að geta ekki metið fólk sem hingað kemur nema með þeim formerkjum að þeir séu útlendingar og skrítnir sérvitringar. Martin Berkovsky er einn af þeim erlendu tónlistamönnum sem hér hafa búið og eflt íslenskt tón- listalíf, það ber okkur að þakka í stað þess að tala niðrandi um trúar- reynslu hans og ýja að geðveiki. Að lokum vil ég minna píanó- leikarann Jónas Sen, sem og aðra, á að ekki eru margir sem hafa bor- ið hag íslensks tónlistarlífs sér fyr- ir brjósti eins og Martin Berkov- sky, og nefni ég sem dæmi fjöl- marga tónleika sem hann hefur haldið víða um heim ásamt útgáfu á hljómbandi (kasettu) með píanó- leik sínum til styrktar Tónlistar- húsi á íslandi. I mínum huga er það skaði að okkur tókst ekki að halda Martin Berkovsky á íslandi, það hefði gert tónlistalíf á fslandi ríkara. Freyja Jónsdóttir tónlistarunnandi. Er honum ekki skvísa vant Háskólabíó: Goldeneye Aðalleikendur: Perce Brosnan, Isabella Scorupco, Sean Bean ★★★ Aðeins fáeinum dögum eftir að RQdsútvarpið skýrði ífá auknum ferð- um rússneskra kafbáta undan strönd- um Bandaríkjanna hóf Háskólabíó sýningu á seytjándu James Bond myndinni (lengi lifir í görhlum glæð- um). Sver hún sig í ætt við hinar fyrri, allt frá ferlegu „stunt" foratriði, stökki manns í teygjukaðli ofan af tugum metra háum stíflugarði. En það var fyrir níu árum, að síðar kemur í ljós. Nú er við nýja gerska íjendur að eiga: Myrðandi braskara í tygjum við breyska ráðherra. Berst leikuiinn um víðan völl, allt frá Miðjarðarhafs- strönd Frakklands til freðinnar Síber- íu, og yfir svífa válegar eldflaugar. Loks berst leikurinn til Kúbu (þar sem Rússar virðast enn eiga ítök), að skot- „Kominn er nýr Bond leikari, hinn írski Pierce Brosnan, og tekst hon- um býsna vel upp. Er honum ekki skvísa vant." stöð eldflauga, hulinni neðanjarðar. Til fjárkúgunar? En hver stjómar rúss- nesku mafíunni? Enginn annar en gamall félagi Bonds (sem hann skildi særðan eftir í höndum Rússa eftir stfflustökkið). Kunna þeir hvor á öðr- um tökin. Kominn er nýr Bond leikari, hinn írski Pierce Brosnan, og tekst honum býsna vel upp. Er honum ekki skvísa vant. Styrkur þessarar Bond myndar, sem hittna fyrri, er þó um- fram allt vel útfærð og upphugsuð spennuatriði, þótt ekki heyri lengur til nýlundu. Har.Jóh. Vinnin 1 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING m 5 af 5 0 4.249.830 B +4af 5 3 143.900 D 4 af 5 69 10.790 EQ 3 af 5 2.965 580 BÓNUSTALA: 19 Heildampphaeð þessa viku: 7.145.740 UPPLYSl'KJÖAR, SlMSiyARI 568 1511 EÐA G'fiÆKÍ 'NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR IVARA UM PRENTVILLUR V I K I IV G A Vinningstölur miövikudaginn: 13. des. 1995 VINNINGAR 6 af 6 5 af 6 |+bónus 5 af 6 0 4 af 6 Ei . 3 af 6 |+bónus m FJÖLDI VINNINGA 1 211 703 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 45.120.000 276.831 54.370 1.630 210 BONUSTOLUR (21) (25) (34) Heildarupphæð þessa viku 46.105.871 á fsl.: 985.871 JPPLYSINGAR, SIMSVARI 568 1511 EDA GRÆNT;- NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIR-I VARA UM PRENTVILLUR fór til Noregs Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 og 4. flokki 1994 Innlausnardagur 15. desember 1995. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.328.307 kr. 1.265.661 kr. 126.566 kr. 12.657 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.407.009 kr. 1.000.000 kr. 1.081.402 kr. 100.000 kr. 108.140 kr. 10.000 kr. 10.814 kr. Innlausnarslaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexli né verðbætur frá innlausnardegi. [>X] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.