Alþýðublaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 8
8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN
PllSifi
Bæjarhrauni 24 - R O. Box 120 - 222 Hafnarfirði - Sími 555 3466
framhald af bls. 7 ...af grein
Þórbergs. Um þetta segir
Alþýðublaðið meðal ann-
ars 24. janúar:
„Framkoma dóms-
málaráðherra í þessu máli
mun vera einsdæmi í sið-
uðum löndum.
Það er áreiðanlega
mjög fátt, að erlent ríki
krefjist málshöfðunar
gegn blaði í öðru landi
fyrir meiðyrði. Þó hefur
Hitlerstjórnin gert það
nokkrum sinnum á síð-
asta ári. En óhætt er að
fullyrða, að í flestum til-
fellum hafa stjómir í
þingræðisiöndum t.d. á
Norðurlöndum og í Eng-
landi, vísað slíkum kröf-
um og kvörtunum sendi-
manna Hitlers algjörlega
á bug og látið þá herra
skilja að þær álíti sér ekki
fært að gera slíkar tak-
markanir á málffelsi og
prentfrelsi til þess að
þóknast þeim mönnum,
sem svívirt hafa allar sið-
ferðishugsjónir siðaðra
þjóða og sagt sjálfa sig og
þjóð sína úr lögum við
hinn menntaða heim.
Þessi og þvílík svör
hefir Hitler og sendimenn
hans fengið hjá siðuðum
ríkisstjórnum."
Ennfremur segir Al-
þýðublaðið:
„En skipun Magnúsar
Guðmundssonar til lög-
reglustjóra um að hindra
útkomu alþýðublaðsins,
ef það gerist svo djarft að
birta framhald af grein
Þórbergs Þórðarsonar,
ÁÐUR EN VITAÐ ER
HVORT í ÞVÍ ERU
NOKKUR MÓÐGANDI
ORÐ EÐA MEIÐANDI,
kórónar þó þá svívirðu,
sem íslenska stjómin ger-
ir sig seka um f þessu
máli. Hann er reiðubúinn
til þess að banna útkomu
íslensks blaðs, ef farið er
fram á það af erlendum
mönnum."
Málshöfðun fyrir land-
ráð
Réttarrannsókn hófst t
málinu 23. janúar 1934
og var hún í höndunt
Ragnars Jónssonar full-
trúa lögreglustjóra. Það
kvöld voru þeir Þórbergur
Þórðarson og Finnbogi
Rútur Valdimarsson rit-
stjóri kallaðir fyrir rétt og
einkum spurðir um hvor
þeirra bæri lagalega
ábyrgð á greinum Þór-
bergs. Ennfremur var
Þórbergur spurður sér-
staklega um það hvaða
heimildir hann hefði fyrir
skrifum sínum um nas-
ista. Nefndi hann þær og
kvaðst bæði mundu birta
þær í lok greinar sinnar
og leggja þær fyrir rann-
sóknardómarann. Hins
vegar virðist rannsóknar-
dómarinn ekki hafa séð
ástæðu til að fara að þeim
tilmælum dómsmálaráð-
herra að banna útkomu
blaðsins.
Mánudaginn 12. febrú-
ar skýrir Alþýðublaðið
frá því, að rannsókn í máli
þessu sé lokið og hafi ver-
ið höfðað opinbert mál á
hendur Þórbergi Þórðar-
syni og ritstjóra Alþýðu-
blaðsins fyrir brot á 83.
grein hinna almennu
hegningarlaga. Sú grein
er í IX. kafla laganna,
sem ber yfirskriftina „Um
landráð“ og hljóðar síð-