Alþýðublaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN HÚtvarpspistill Ásgeirs Friðgeirssonar fjölmiðlagagnrýnanda RÚV um dóm Siðanefndar Blaðamannafélagsins og Alþýðublaðið Siðanefnd á hálum ís Siðanefnd Blaðamannafélags íslands er komin út á hálan ís. Fyrir utan þversögn í forsendum dóms þá skýtur hún sendiboða hinna vondu tíðinda og segir svo að sannleikurinn skipti ekki máli. í annað sinn á innan við þremur árum hef- ur Siðanefnd Blaðamannfélags íslands gert sannleikann að aukaatriði. Á miðju ári 1993 úrskurðaði Siðanefnd Blaðamannafélagsins í vandmeðfömu sifja- spellsmáli. Þar ásakaði maður í tímaritsvið- tali föður sinn um kynferðislegt ofbeldi. Rit- stjóri tímaritsins kannaði hjá þriðja aðila áreiðanleika ásakananna en sá ekki ástæðu til að leita svara hjá þeim sem var borinn þeim. Siðanefnd áleit að ritstjórinn hefði framið alvarlegt brot og vísaði til ákvæða um að blaðamaður eigi að vanda upplýs- ingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Svo virðist sem brot ritstjórans hefði verið það helst að gefa sakbomingi ekki kost á að svara. Siðanefnd tók skýrt fram í þessum úr- skurði að hún væri ekki að úrskurða um hvað væri satt í málinu og hvað ósatt. í síðustu viku úrskurðaði siðnefndin í öðru máli. Málavextir eru þeir að í blaðagrein sem fjallar um viðhorf foryStumanns í ís- lenskri þjóðmálahreyfmgu kemur fram að nafngreindur alþingismaður sé félagi í hreyfingunni og er umræddur formaður hafður fyrir því. Upplýsingar þessar vom þegar opinberar því þær höfðu komið fram á opnum fundi kvöldið áður. Með fréttinni birti blaðið mynd af alþingismanninum þar sem hann segir að sér vitandi hafi hann aldrei gengið í umrætt félag. Siðanefnd Blaðamannafélagsins taldi að ritstjóri dagblaðsins hefði framið alvarlegt brot þar eð upplýsingaöflun, úrvinnsla og framsetning hafi ekki verið sem skyldi. Líkt og í fyrra dæminu frá 1993 þá virðist helsta sök ritstjórans vera sú að leita ekki til þess sem borinn var ásökunum í frétt blaðsins. Aftur minnir Siðanefnd á að það sé ekki hlutverk nefndarinnar að meta sannleiks- gildi einstakra frétta, heldur einvörðungu að meta vinnubrögð blaðamanna og fjölmiðla. I þessu máli held ég að ég hugsi eins og margir aðrir blaðamenn: Það hlýtur að vera eitthvað rangt við það mat að sannleikurinn skipti ekki máli. Skoðum málið nánar. Ef við gefum okkur að hægt sé að greina svo klárlega milli vinnubragða og sannleik- ans eins og nefndin telur mögulegt þá stönd- um við frammi fyrir því að formsatriði eru gerð að aðalatriði. Allir þeir sem hafa komið nálægt blaða- og fréttamennsku vita að fátt er fengið með því að leita til þeirra sem bomir em óvænt- um sökum. I raun er það oft ekki gert, - efn- islega breytir það firéttinni ekki neitt og þar fyrir utan er oft erfitt að koma því við vegna þess hve margt kemur fram í beinum útsend- ingum ljósvakamiðla og þess mikla hraða sem er á fréttaflutningi nú á tímum. Mönn- um er hins vegar oftast gefinn kostur á að svara fyrir sig síðar á sama vettvangi. Það er talið til formsatriða í blaðamennsku hvort þeir fái að svara ásökunum fyrir eða eftir birtingu þeirra. í báðum ofangreindum úrskurðum gerir Siðanefttdin þessi formsatriði að aðalatriði og segir jafnframt að það sé aukaatriði hvað sé satt eða logið. Við skulum huga að fleim. Ef við skoðum betur umljöllun Siðanefndar í máli alþingis- mannsins kemur nokkuð athyglisverð þver- sögn í ljós. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að það sé hlutverk nefndarinnar að meta vinnubrögð blaðamanna en ekki sannleiksgildi einstakra frétta eða frásagna. - En svo bætir nefndin við: „.. .nema að svo miklu leyti sem það er nauðsynlegt eða hjálplegt til að meta vinnubrögð þeirra blaðamanna sem kæran beinist að“. Samkvæmt eigin forskrift á þá nefndin bæði að hafa sannleikann til hliðsjónar og að horfa framhjá honum. Það virðist því vera svo að siðanefnd hafi getað tekið tillit til þess hvað var satt í þessu máli og hvað ekki, teldi hún það nauðsynlegt. En það gerir hún ekki, - hún virðist ákveða að horfa framhjá sannleikanum. Það gerir hún án rökstuðn- ings, - nefndin lætur hjá líða að rökstyðja af hverju hún telur það ekki nauðsynlegt eða hjálplegt að skoða hvað er rétt og hvað er rangt þegar meta á vinnubrögð í þessu máli. Þetta hlýtur að vera yfirsjón og ber hún ekki vott um vönduð vinnubrögð nefndar- innar. Skoðum fleiri hliðar á þessu máli. Hefði sjónvarpið til dæmis sýnt upptökur frá umræddum fundi þar sem upplýsingam- ar um alþingismanninn komu fram og síðan birt rnynd af viðkomandi alþingismanni, - hefði þar verið um alvarlegt brot á siðaregl- um að ræða? Hugsum okkur annað dæmi: Komi það til dæmis fram í fréttum útvarps að Guðni Ágústsson, þingmaður Framsókn- arflokksins á Suðurlandi, hafi haldið því fram á fundi að Hrafn Jökulsson, varaþing- maður Alþýðuflokksins í sama kjördæmi, hafi um tíma verið í Framsóknarflokknum og þá ekki mælt gegn landbúnaðarstefnu flokksins, - þá get ég tæplega séð að Hrafn eigi að fá útrás fyrir bræði sína með því að kæra fréttamann útvarpsins fyrir Siðanefnd Blaðamannafélagsins. Ég get ekki með neinum hætti komið auga á brot blaðsins - allt það sem máli skipti hafði komið fram opinberlega áður. Blaðið gegndi fyrst og fremst hlutverki sendiboð- ans. Ef alþingismaðurinn var ósáttur og taldi að vegið hefði verið að æru sinni átti hann að sjálfsögðu að glíma við þá forvígismenn umræddrar þjóðmálahreyfingar sem sögðu að hann hefði verið félagi þeirra. Blaðamenn verða að fara að endurskoða sín siðamál. Annaðhvort þarf að stokka upp þær reglur sem til viðmiðunar eru eða að huga að þeim hefðum sem skapast hafa við túlkun á þeim siðareglum sem í gildi eru. Eitt er víst: Siðanefnd Blaðamannafélags íslands er komin út á hálan ís. Fyrir utan þversögn í forsendum dóms þá skýtur hún sendiboða hinna vondu tíðinda og segir svo að sann- leikurinn skipti ekki máli. Flutt í Ríkisútvarpinu 13. desember. Birt meö leyfi höfundar. desember Atburðir dagsins 1375 ítalska skáJdið Giovanni Boccaccio deyr. Hann skrifaði hundrað sögur um fólk sem reyndi að flýja pláguna í Flórens 1348.1945 Ölfusárbrú við Selfoss form- lega opnuð til umferðar. 1945 Bandariski hershöfðinginn George Patton deyr eftir bílslys. 1952 Á Austurvelli var kveikt á fyrsta jólatrénu sem Oslóbúar gáfu Reyk- vikingum. 1969Ámagarðurvígður. 1989 Sigurður Þorvaldsson á Sleitustöðum í Skagafirði lést. Hann hefur orðið elstur íslenskra karla, 105 ára og 333 daga. Afmælisbörn dagsins Páll Árnason 1776, rektor og orðabóka- bókahöfundur. Heinrich Böll 1917, þýskur Nóbelshöfundur. Jane Fonda 1937, bandarísk leikkona. Frank Zappa 1940, bandariskur rokkari. Annálsbrot dagsins Böm tvö fæddust, samföst á kviðnum, fyrir norðan; vom bæði stúlkuböm, lifðu ekki lengi, deyðu bæði undireins. Grímsstaðaannáll 1745. Afsökun dagsins Ég var ekki að kyssa hana, ég var bara að hvísla í munninn á henni. Gamanleikarinn Chico Marx, þegar eigin- kona hans kom að honum meö dansmey. Lífssaga dagsins Langar yður að vita, hvað er sögulegast við líf mitt? Að ég hef lagt snilligáfu mína í líf mitt; í verk mín hef ég aðeins lagt hæfileikana. Oscar Wilde. Málsháttur dagsins Oft slökkur ein sorg aðra. Orð dagsins Enginn grœtur Islending, einan sér og dúinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfa núinn. Jónas Hallgrímsson orti þessa vísu þennan dag fyrir 151 óri. Skák dagsins I fljótu bragði virðist ekki mikilla tíðinda að vænta í skák dagsins. Hún var tefld ár- ið 1954; Kwiletski hefur hvítt og á leik gegn Roslinski. Kviletski lýkur hinsveg- ar skákinni af mikilli einurð og festu. Hvítur leikur og vinnur. 1. De5+ Kf8 Ekki Kg8 vegna He8+ 2. Df6! Svartur gafst upp: drepi hann hró- kinn á e7 mátar hvítur með Dh8. Snoturt. Jólaskák- þrautir Alþýðu- blaðsins 1 Weichert - Neye, 1937 Hvítur mátar íþremur leikjum. 2 Olsen - Jacobsen, 1953 Svartur leikur og vinnur. 3 Bauer - Göllner, 1956 Hvítur leikur og vinnur. 4 Bronstein - Geller, 1961 Hvítur leikur og vinnur. 5 Andersson - Nunn, 1982 Svartur leikur og vinnur. L a u s n i r HQedeiöOiSPH ■ ■ L >/s/ 'p/s/ nng[us essacj e mya jbBba -suili iQBiej uunN jnuuiA jnpeAS Bo +zpxq £6 y +geg 314» £ +taxa ZP*H Z iiZPH •" ’l S puAiuneots ■fBUJ g6a ‘£ 60 +£6xh Z 96XJ 't :jaqueujes 'ddn js}eB jnpeAS ii96a 'L -V puAuinpojs teujgja '£86xa i+86a 'z <+p<ta £ mx +sBa 'Z 9yxy ■■■ 'L) 9qx6 i+gqxH 't :g PuAiunpois ■ddn jsjeB jnjiAH goxa z6x>| Z ii+z6xa '•■ 'L -Z puAuinppts jjeuj iPH '8 84» ++96a Z 9úxa ii+gqa L -l puAuinpojs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.