Alþýðublaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐU BLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
s k o ð a n i r
MMDUBUDID
21043. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Að rísa undir nafni
í síðustu viku birtist í Alþýðublaðinu stórfróðleg úttekt Odd-
geirs Eysteinssonar á hvemig fylgi stjómmálaflokkanna skiptist
meðal einstakra starfsstétta. Það hefur löngum verið mönnum
umhugsunarefni hversvegna „alþýðan“ - ófaglærðir verkamenn,
láglaunahópar - flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn í stað þess að
kjósa hina hefðbundnu „verkalýðsflokka“, Alþýðuflokkinn og
Alþýðubandalagið. í viðtali við Ólaf Þ. Harðarson, sem rannsak-
að hefur hvemig einstakar stéttir greiða atkvæði, kemur ffam að
þriðjungur verkafólks kýs að jafnaði Sjálfstæðisflokkinn - jafn-
margir og samtals kjósa A-flokkana. Þetta er í hrópandi mótsögn
við fylgi hægriflokka á Norðurlöndum, Bretlandi og víðast hvar í
Evrópu.
Þetta er sýning leikaranna. Verkið er til þess að gera yfirborðskennt
og „amerískt" að gerð en býr þó yfir lífsgleði og æskuþokka sem
gefur góðum leikurum tækifæri að skapa úr því
skemmtilega kvöldstund eins og hér er gert.
Glaðlegur kirkjugarður
Ýmsar skýringar em á fýlgi Sjálfstæðisflokksins meðal verka-
fólks. í Alþýðublaðinu á fimmtudaginn nefnir Jón Baldvin
Hannibalsson meðal annars sundmngu vinstrimanna, og hvemig
sjálfstæðismönnum tókst að nýta sér það ástand til að deila og
drottna innan verkalýðshreyfingarinnar. Jón Baldvin segir líka að
sú einstaklingshyggja og einstaklingsfrelsi sem Sjálfstæðisflokk-
urinn boðaði hafi átt greiða leið í þjóðarsál Islendinga. Þómnn
Sveinbjömsdóttir formaður Sóknar skýrir lítið fylgi A-flokkanna
meðal annars með því að þeir hafi í ríkisstjóm einatt „lent í því að
taka óvinsælar ákvarðanir og gera óvinsælar efnahagsráðstafan-
ir“. Sífelldur klofningur hafi líka átt mikinn þátt í því að grafa
undan tiltrú á vinstriflokkana. Sjálfstæðisflokkurinn njóti stærð-
arinnar, bæði við að afla íylgis og fjár og eigi á allan hátt hægara
með markaðssetningu. Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður Al-
þýðubandalagsins nefndi flest ofangreind atriði, en auk þess yfir-
burðastöðu hægrimanna á fjölmiðlamarkaðinum.
Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykja-
víkur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur hinsvegar
með þá skýringu að kjósendur felli sig einfaldlega vel við stefnu
flokksins: „Fólk úr verkalýðsstéttum treystir Sjálfstæðisflokknum
og þeirri stefnu sem hann berst fyrir. Það treystir flokknum til að
vinna að þeim málum sem koma launþegum best. Það er engin
önnur skýring á þessari útkomu.“
Sjálfstæðisflokkurinn er um margt einstakur í sinni röð meðal
evrópskra hægriflokka. Ekki einasta nýtur hann meira fylgis en
erlendir bræðrafiokkar heldur hefur hann verið mun þaulsætnari
við landsstjómina. Hinir gömlu foringjar flokksins sýndu mikil
klókindi á sínum tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn var markaðs-
settur sem „flokkur allra stétta", auk þess sem þeim varð snemma
ljóst að eina leiðin til að tryggja fjöldafylgi væri að fallast á - í
orði kveðnu að minnsta kosti - ýmsar af áherslum jafnaðar-
manna. Vitaskuld hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka dafnað vel á
eilífum eijum og sundrungu á vinstrikantinum.
Reynslan af borgarstjómarkosningunum 1994 ætti auðvitað að
kenna vinstriflokkunum þá einföldu lexíu að samvinna er eina
aðferðin til hnekkja ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins. Vel má það
vera alþýðuflokksmönnum umhugsunarefni á afmælisári - flokk-
urinn verður 80 ára í mars - að í síðustu alþingiskosningum náði
flokkurinn ekki 10% fylgi í fjómm af átta kjördæmum. Kjósend-
ur flokksins em langflestir á suðvesturhominu og fylgið er mest
meðal háskólamenntaðra manna og fólks í stjómunarstöðum. Á
þeim tímamótum sem í hönd fara ættu alþýðuflokksmenn að
íhuga hvar flokkurinn varð viðskila við alþýðuna og finna leiðir
til að Alþýðuflokkurinn geti risið undir nafni. ■
Verkefni: Kirkjugarðsklúbburinn
Höfundur: Ivan Menchell
Þýðing: Elísabet Snorradóttir
Lýsing: Ásmundur Karlsson
Leikmynd: Ulfur Karlsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Tónlistarumsjón:
Andrea Gylfadóttir
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson
Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið -
Litla sviðið
Það eru ekki mörg leikverkin sem
skrifuð eru fyrir leikara sem komnir
eru til nokkurs „þroska“. Einn sér ger-
ir aldur persónanna kirkjugarðsklúbb-
in að nokkuð sérstæðu leikriti. Og það
býður leikurum, sem kunna til verka,
upp á fjölbreytni í persónusköpun.
Enda má segja að leikaramir í sýning-
unni leiki við hvum sinn fmgur ekki
síður en kýmar hjá Laxness um árið.
Mest mæðir á þeim Margréti Guð-
mundsdóttur, Guðrúnu Þ. Stephensen
og Sigurveigu Jónsdóttur í hlutverkum
sínum, ekkjunum þrem, er enn heiðra
minningu eiginmanna sinna látinna
fyrir allmörgum ámm, með mánaðar-
legum heimsóknum að leiðum þeirra.
Margrét dregur upp skíra og sann-
færandi mynd af Idu sem þjáist af ein-
semd og tilgangsleysi lífsins eftir þrig-
gja ára ekkjustand. Eini fasti punktur-
inn í tilverunni eru heimsóknimar í
kirkjugarðinn og eftir því sem tíminn
hefur liðið gerir hún sér grein fyrir því
að hún er að forsóma eigið líf. Enn er
hún tilbúin til að gefa og þiggja, að
elska, og hún þráir einhvem að deiia
lífínu með. Margrét renndi sér í gegn-
um allan tilfmningaskalann af fádæma
öryggi, sýndi okkur gleði, sorg, ást,
vonbrigði og allt þar á milli eins og
þeir einir geta sem kunna að finna til.
Langt er síðan ég hef séð Guðrúnu
gera eins vel og hér, enda ef til vill
ekki svo mörg tækifærin sem hún hef-
ur fengið að undanfömu. Dorris henn-
ar var gegnheil persóna. Nokkurs kon-
ar „Bergþómtýpa" - ung var ég gefin
Njáli og svo framvegis. Dorris er kjöl-
festan í verkinu, sú sem heldur kirkju-
garðsklúbbnum gangandi og um
Leikhús
Arnór
Benónýsson
skrifar um
Wh leiklist
hennar lífsstíl og skoðanir hverfist
verkið. Guðrún fer létt með að sýna
ákveðnina og skapfestuna, en yftr leik
hennar er slík mýkt og þokki að jafn-
vel gegn vilja sínum verður maður
elskur að þessari einmana og þver-
lyndu persónu. Leikur hennar í nætur-
partýi þeirra vinkvenna er yndislegur
og raunar er það atriðið, sem sterkast
lifir í minningunni, svo listavel gera
þær stöllur þar.
Sigurveig Jónsdóttir leikur Lucille,
yfirborðskennda, kjaftfora og glað-
beitta daðurrófu. Sigurveig hefur lítið
leikið að undanförnu, en á að baki
langan feril bæði norðan heiða og
sunnan. Hún hefur alltaf búið yfir
sterkum kómískum sansi sem nýtist
henni vel hér, en ekki gerir hún síður,
er gríman fellur og kvikan kemur í
ljós.
Þóra Friðriksdóttir fer með örsmátt
hlutverk Mildred, samkvæmisdömu á
óræðum aldri. í stuttu atriði sínu svífur
Þóra um sviðið eins og næturdrottning
í blóma aldurs síns og skapar þá ógn
og öryggisleysi sem til er ætlast. Þetta
heitir víst að vera trúr yfir litlu.
Nú ætla ég að segja það sem aldrei
má segja um leikkonur í krítík, þær
voru svo glæsilegar og þokkafúllar að
það þarf íúllkomlega kulnaðan mann
til að hrífast ekki af þeim og með.
Bessi Bjamason er síðan senuþjófur
sýningarinnar, í jákvæðri merkingu.
Bæði er hlutverk hans með þeim hætti
skrifað og síðan sýnir Bessi geysilega
agaðan og vel útfærðan leik, sem
sannar að enn eigum við engan sem
fer í fötin hans, þegar hann vandar sig.
Samleikur hans og Margrétar er skóla-
bókardæmi um góðan og gefandi sam-
leik. Svona tilþrif bjóða aðeins höfð-
ingjar upp á, eins og þeir segja í hesta-
mennskunni.
Eins og sjá má er þetta sýning leik-
aranna. Verkið er til þess að gera yfir-
borðskennt og „amerískt" að gerð en
býr þó yfir lífsgleði og æskuþokka
sem gefur góðum leikurum tækifæri
að skapa úr því skemmtilega kvöld-
stund eins og hér er gert.
Leikstjóm Andrésar Sigurvinsson-
ar, leikmynd Úlfs, búningar Helgu,
lýsing Ásmundar, þýðing Elísabetar
og tónlistarval Andreu áttu það sam-
merkt, að vera unnin af vandvirkni og
fagmensku sem skóp list leikaranna
verðuga og viðeigandi umgjörð.
Niðurstaða: Leiksýning leikar-
anna, borin uppi af leikgleði,
þroska og kunnáttu þeirra.
Ástæða er til að hvetja aílt ungt
leikhúslistafólk, sem eyðir gjarnan
orku sinni í að finna upp hvellinn,
til að mæta og sjá að þeir gömlu
hafa löngu fundið upp púðrið og
kunna vel með að fara.
a a a t a 1 9 . j j a n ú a r
Atburðir dagsins
1380 Amgrímur Jónsson ábóti
deyr. 1799 Mesta sjávarflóð
sem sögur fara af varð um
landið suðvestanvert. Þá tók
verslunarstaðinn í Básendum á
Suðumesjum af með öllu. 1799
William Pitt yngri, forsætisráð-
herra Bretlands, innleiðir tfu
prósent tekjuskatt. 1957 Ant-
hony Eden segir af sér sem for-
sætisráðherra Breta. 1986 Haf-
liði Hallgrímsson hlaut tón-
skáldaverðlaun Norðurlanda-
ráðs. 1990 Miklar skemmdir á
Eyrarbakka, Stokkseyri og í
Grindavík af völdum flóða.
Afmælisbörn dagsins
Simone dc Beauvoir 1908,
franskur rithöfundur og femín-
isti. Richard Nixon 1913, for-
seti Bandaríkjanna. Joan Baez
1941, bandarísk söngkona.
Annálsbrot dagsins
Maður sá, er ryktaður var af
dauða konu sinnar, Lafranz að
nafni, var af lögmanninum,
herra Sigurði Björnssyni, og
dómsmönnunum til lífláts
dæmdur og höggvinn á Bakk-
árholtsþingi í Úlvesi. Hann
meðgekk ekki, fyrr en hann
kom að höggstokknum, þetta
óhæfuverk.
Setbergsannáll 1701.
Samkoma dagsins
Eg get ekki setið lengur inni á
þessari idíóta-samkomu.
Hannes Hafstein þegar hann gekk
af þingfundi sumariö 1914.
Málsháttur dagsins
Víða sletúr flórkýrin halanum.
Arkitektúr dagsins
Ég hef ekkert á nióti nýrri
kirkju hér í Mosfellsdal, að því
tilskildu, að hún sé ekki hol að
innan!
Halldór Kiljan Laxness við
sendinefnd úr Mosfellssókn.
Orð dagsins
Sárt ég, œska, sakna þín,
- sortnar á lífsins göngu.
Nú eru gömlu gullin mín
gleymdfyrir œvalöngu!
Guðmundur Guðmundsson
skólaskald.
Skák dagsins
70 ár eru síðan Orajevskí og
Bubnov tefldu skák dagsins,
en fyllsta ástæða er til að dusta
af henni rykið. Bubnov hefur
svart og á leik: hann gerir sér
lítið fyrir og fómar drottningu
fyrir mátsókn.
Svartur leikur og vinnur.
1. ... Rd3l! 2. Dxc7 Orajevskí
gengur beint í gildruna. 2. ...
Bxf2+ 3. Khl Rxel Hvítur
gafst upp, enda engin leið að
koma í veg fyrir mát í næsta
leik, Bg2.