Alþýðublaðið - 09.01.1996, Qupperneq 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
TRYGGINGASTOFNUN
Cj? RÍKISINS
©
Psoriasissjúklingar
Farin verður lækningaferð fyrir psoriasissjúklinga 13.
mars nk. til eyjarinnar Gran Canaria á heilsustöðina
Valle Marina.
Þeir sem telja sig hafa brýna þörf fyrir síka meðferð snúi
sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Send-
ið vottorðin merkt nafni, heimilisfangi og síma til Trygg-
ingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 150 Reykjavík.
Umsóknir verða að hafa borist fyrir 1. febrúar
1996.
Tryggingastofnun ríkisins
Menntamálaráðuneytið
Styrkur til háskóla-
náms í Hollandi
Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til
háskólanáms í Hollandi námsárið 1996-97. Styrkurinn
mun einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð
áleiðis í háskólanámi eða kandídat til framhaldsnáms.
Nám við listaháskóla eða tónlistarskóla er styrkhæft til
jafns við háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.275 gyllini á
mánuði í tíu mánuði.
Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum
prófskíteina og meðmælum, skulu sendar mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sér-
stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsókn-
arfrestur er til 5. febrúar n.k.
Menntamálaráðuneytið,
4. janúar 1996
Ungir Jafnaðarmenn
Staða
framkvæmdastjóra
Laus er til umsóknar staða framkvæmdarstjóra Sam-
bands ungra jafnaðarmanna. Staðan er laus frá og með
febrúar 1996.
Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur skrifstofu
SUJ, innlend og erlend samskipti, skipulagningu á
uppákomum svo sem fundum, þingum og ráðstefnum,
tengsl við FUJ-félög um allt land, upplýsinga- og kynn-
j ingarstarf SUJ, samskipti við fjölmiðla og önnur tilfall-
andi verkefni á vegum SUJ. Framkvæmdastjóri heyrir
| undir framkvæmdastjórn SUJ.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu berast skrifstofu SUJ Hverfisgötu 8-10, 2.
hæð, 101 Reykjavík, fyrir föstudaginn 19. janúar næst-
komandi. Mikilvægt er að í umsókninni komi fram hug-
myndir umsækjenda um nýbreytni og eflingu á starfi
SUJ.
Ailar nánari upplýsingar veitir Gestur G. Gestsson, í
síma 552 9244.
Framkvæmdarstjórn SUJ.
I
SPOEX
/fMMÖl
/inninc augard cfÁ|i ir - - _.
aginn: 6. jan. 1996
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
EB 5 af 5 - "' 1 24.358.950
+4af 5 3 218.780
3 4 af 5 33 1 9.030
3 3at5 11.76 5 59D^
Aðaltölur:
25( 26( 3‘
BÓNUSTALA:
0
phæð þe__
36.067.150
„ÚPP'LÝájWöÁrt’.' SÍMSýÁhrSéé'TSfl' EDA GfiÆNT
“nR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR-
Ungæðislegur ærslaleikur
Verkefni: Margrét mikla
Höfundur: Kristín Ómarsdóttir
Framkvæmdastjóri og leikhljóð:
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Leikmynd og búningar: Þorgerd-
ur Elín Sigurðardóttir
Lýsing: Doddi
Tónlist: Jóhann Jóhannsson
Förðun: ísold Grétarsdóttir
Sýningarstaður: Lundúnaleik-
hópurinn - Tjarnarbíó
Það gerist nú æ sjaldgæfara að
frjálsir leikhópar atvinnufólks troði
upp með sýningar sínar á hinum að-
skiljanlegustu sýningarstöðum í bæn-
um. Borgarleikhúsið hefur líka orðið
samastaður þeirra í auknum mæli. Það
var því með nokkurri forvitni að ég
fór að sjá þessa sýningu Lundúnaleik-
hópsins, og ekki spillti heldur fyrir að
listamennirnir sem að sýningunni
standa eru allir menntaðir og að mestu
leiti starfandi erlendis. Nýjabrumið
var sem sé til staðar.
Boðið var upp á nýtt íslenskt verk
eftir Kristínu Omarsdóttur, sem hefur
sýnt að hún skrifar einhvem sérkenni-
legasta og kröfuharðastan texta ungra
íslenskra leikskálda. Og þar birtist
kannski einn helsti veikleiki sýningar-
innar. aðstandendur hennar skortir enn
þá reynslu og þroska sem þarf til að
gefa þessum kröfuharða texta fyllingu
og líf. Reyndar hefði verkið í heild
sinni haft gott af dálítið meiri vinnslu
og að því verki hefðu komið reynslu-
meiri leikhúslistamenn, því eftir að
hafa séð þessa sýningu er manni ekki
alveg ljóst hvert höfundurinn er að
fara með verki sínu. Ekki þar fyrir að
það glampaði innan um á skínandi
góða parta sem báru mörg bestu höf-
undareinkenni Kristínar. En sem sagt
örlítið meiri yfirlega og fágun hefði
tvímælalaust orðið til bóta.
Leikstjórinn Björn Gunnlaugsson
velur þá leið að nota ýkjukenndan
ærsaleikjastíl í uppsetningunni og
leiða hana áfram án uppihalds á gífur-
legum hraða. Yktur stfllinn minnir
sterklega á öfgafullan stíll Jims Carr-
eys sem nýtur geysilegra vinsælda nú
um stundir. Tilfmning mín er að þessi
öfgastfll hæfi alls ekki verki Kristínar
og hefti í raun möguleika leikaranna
til að sýna hvað í þeim býr. Aftur og
aftur er hlaupið yfir augnablik sem ef
til vill hefðu átt möguleika á að lifna:
og áhorfandanum er aldrei gefið tæki-
Reyndar hefði verkið í heild sinni haft
gott af dálítið nraeiri vinnslu og að því verki
hefðu komið reynslumeiri leikhúslistamenn,
því eftir að hafa séð þessa sýningu er manni
ekki alveg Ijóst hvert höfundurinn er
að fara með verki sínu.
færi á að meðtaka, melta það sem
fram fer á sviðinu. Hinn ísmeygilegi
og oft hljóðláti húmor verksins fer
fúllkomlega forgörðum í þessum ólát-
um öllum. Bjöm hefði líka þurft að
gefa sér Iengri tíma til æfinga því vart
er hægt að segja að verkið hafi verið
orðið sýningarhæft. Auðvitað ber það
vitni um djörfung að takast á við
frumuppfærslu á nýju leikriti, en
spurning hvort það hefði ekki gefið
Bimi betra tækifæri til að sýna hvað í
honum býr, að takst á við gamalgróið
og þekkt verk.
Drífa Amþórsdóttir fer með burðar-
hlutverkið Margréti, Lítið er hægt að
segja um getu Drífu sem leikara eftir
þessa sýningu, því hún verður hvað
verst fyrir barðinu á þeim stíl sem
verkið er steypt í. Þama er hins vegar
greinilega á ferðinni kraftmikil leik-
kona sem án efa hefur möguleika á að
sýna á sér fleiri hliðar en þessi sýning
bauð upp á.
Vala Þórsdóttir leikur þrjú hlutverk
í sýningunni og gerir margt bara
býsna vel. Fær raunar mestu mögu-
leika til að sýna hvað í henni býr.
Ágústa Skúladóttir fer með hlutverk
ungrar konu, sem kemur fram sem
draumur Margrétar. Textalítið hlut-
verk sem gefur helst möguleika á lfk-
amlegri tjáningu og á því sviði gerði
Ágústa vel.
Brynhildur Bjömsdóttir leikur bam-
ið Jónu Margréti. Það er alltaf vand-
meðfarið fyrir fullorðna að leika böm,
en um margt gerði Brynhildur vel og
forðaðist reyndar best leikkvennanna
hinn ýkta stfl.
Leikmynd og búningar Þorgerðar
vom eins og oft vill verða í „fijálsum“
leikhópum greinilega af vanefnum
gerð. Engu að síður var yfir þeim
ákveðin einfaldleiki sem þjónaði sem
mótvægi við aðrar ýkjur sýningarinn-
ar.
Lýsing Dodda var ríkur þáttur í sýn-
ingunni og að því leytinu athygli verð.
Byggðist mikið á hröðum breytingum
þar sem hún hafði það hlutverk að
skilja á milli staðar og tíma draums og
veruleika. I heild var lýsingin sá þáttur
sýningarinnar sem markvissast var
unninn og er höfundi sínum til sóma.
Leikhljóð og tónlist féllu að stíl
sýningarinnar og að því leitinu vel
heppnuð.
Niðurstaða: Sýning sem er ung í
öllu æði sínu og hefði þurft meiri
vinnslu til að gefa marktæka
mynd af getu þeirra
Vínartónleikar
Árlegir Vínartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar fslands vera haldnir
næstkomandi fimmtudag, föstudag og
laugardag. Vínartónleikar eru án efa
vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar
og er löngu uppselt á þessa tónleika
alla. Þegar eru famar að berast miða-
pantanir fyrir Vínartónleika 1997.
Eins og endranær kemur hljóm-
sveitarstjórinn frá landi Valsins eða
frá Austurríki. Roman Zeilinger hlaut
tónlistarmenntun sína við Tónlistarhá-
skólann í Vín, þar sem hann lagði
stund á píanóleik, tónfræði og hljóm-
sveitarstjóm.
Hann hóf stjómendaferil sinn sem
kórstjóri meðal annars hjá Vínar-
drengjakómum, sem hann fór með f
tónleikaferð til Englands, Kanada og
Bandaríkjanna. Árið 1964 hóf hann
störf við Landstheater í Linz fyrst sem
kórstjóri, síðan sem hljómsveitarstjóri
en er nú óperustjóri þar. Auk starfa
sinna í Linz stjómar Zeilinger víða,
meðal annars í Vín, Salzburg, Ung-
verjalandi og Danmörku.
Barítonsöngvarinn Guido Paevat-
alu hefur verið fastráðinn söngvari við
Konunglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn frá því hann lauk námi við
Óperuakademíuna þar í borg. Auk
Roman Zeilinger hljómsveitarstjóri
starfs síns við leikhúsið hefur Paévat-
alu sungið með flestum hljómsveitum
Danmerkur og haldið tónleika í Vín,
Amsterdam og Bergen. Paévatalu er
óvanalega fjölhæfur listamaður, fyrir
utan óperusviðið kemur hann fram
sem hljóðfæraleikari,skemmtikraftur
Guido Paévatalu einsöngvari
og leikari. Til gamans má geta þess að
íslenskir sjónvarpsáhorfendur sem
fylgdust með hátíðarhöldunum í
kringum brúðkaup Joachims Dana-
prins og eiginkonu hans, sáu Paévat-
alu skemmta gestum dönsku konungs-
ljölskyldunnar í einni af veislunum.