Alþýðublaðið - 12.01.1996, Síða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
k o m a r
Á söguslóðum Komars og Melamids
n
Fáfengileiki
a 11 ra útópía
//
Þeir eru stundum kallaðir Lenín og
Stalín, eða Marx og Engels, póst-sov-
éskrar myndlistar. í útliti gætu þeir hins
vegar verið náskyldir Gög og Gokke, og
list þeirra verið eftir þá alla; hún er sér-
kennilegt sambland af alvöru og glensi,
auglýsingaskrumi og pólitískri hug-
sjónamennsku. Þeir heita Vitaly Kom-
ar og Alexander Melamid, betur
þekktir sem hið óskráða vörumerki
„Komar og Melamid".
Þeir eru fæddir og „prógrammeraðir"
í Listaskóla Moskvu og hlutu rækilega
þjálfun í uppskrúfuðum skólastíl 19.
aldarinnar við Listaakademíuna í Strog-
anov. Þeir kynntust 1963 í líkhúsi í
tengslum við módelnámskeið og hófu
að starfa saman tveimur árum síðar. 1 þá
daga urðu menn að t'ara eftir settum
reglum; þeir sem eitthvað höfðu út á al-
sæluríkið að setja frömdu í mesta lagi
listræn prakkarastrik á bak við luktar
dyr íynr útvalda vini og starfsbræður.
Komar og Melamid voru ofvirkir þátt-
takendur í þessari undirheimastarfsemi
borgarinnar. Leyniþjónustan hafði á
þeim augastað og grunaði þá um
græsku, sem jafngilti föðurlandssvikum.
Til að bytja með var þeim vísað úr ung-
liðadeiid Myndlistarsamtaka Moskvu
þegar þeir sóttu um leyfi til að halda op-
inbera sýningu á verkum sínum. En þeir
létu sér ekki segjast heldur skipulögðu
þess í stað fjölmenna andófssamsýningu
ásámt málaranum Oscar Rabine undir
berum himni í útjaðri borgarinnar árið
1974. Hún hlaut síðar viðurnefnið
,Jarðýtusýningin“ og komst í forsíðu-
fréttir vestrænna stórblaða. Yfirvöld
settu þungavinnuvélar á staðinn og
hreinlega jörðuðu sýninguna. Eftir það
var ekki um annað að ræða fyrir þá sa-
myrkjufélaga en að flýja land.
Jarðýtusýningin
Svo hljómar frásögn Komars og Me-
lamids af þessum atburðum:
„Það var rigning svo við urðum að
vaða aurbleytuna upp í ökkla. Þetta ber-
svæði í Belyayevo er risastórt. Slegnir
og velhirtir grasvellir fyrirfinnast ekki í
Rússlandi. Um 3-400 manns voru á
vappi á svæðinu. Við tókum fram mál-
verkin okkar til að stilla þeim upp en þá
kom óeinkennisklæddur náungi aðvíf-
andi og sagði: „Nei-nei-nei! Við ætlum
að planta tijám héma!" Skammt undan
voru að minnsta kosti fjórar jarðýtur
með hinu gula og bláa skjaldarmerki
Moskvu-borgar, í gangi og til reiðu. Við
fluttum okkur um set og reyndum að
reisa trönumar á ný en um leið skipaði
annar gaur okkur að hætta því þeir ætl-
uðu að planta tijám þama líka! Svo við
færðum okkur aftur. Þannig hentumst
við ffá einum stað til annars fram eftir
deginum; ólíklegt er að nokkmm hafi
heppnast að sýna eftir sig verk. Að lok-
um þreif einn af sjálfboðaliðum lögregl-
unnar til sín tvöfalda portrettið af okkur
sem Marx og Lenín. Við sögðum að ef
honum geðjaðist að myndinni mætti
hann eiga hana. Hann svaraði með því
að fleygja henni á jörðina og bjóst til að
traðka á henni. „Stopp,“ hljóðuðum við,
„þetta er engin venjuleg mynd - þetta er
meistaraverk!“ Það fékk hann til að hika
eitt andartak - hann vildi ekki vera bar-
bari.
Ot'sahræðsla hafði gripið um sig.
Fólk æpti og orgaði: „Hjálp-hjálp, þeir
em að murka úr okkur líftómna." Þeir
sprautuðu á manntjöldann úr háþrýsti-
dælum meðan jarðýtumar æddu fram og
aftur um völlinn til að króa fólkið af -
sennilega liður í þessu ræktunarátaki.
Komari var hrint niður i forina. Hann lá
grafkyrr og sýndi engan mótþróa eins
og Gandhi. Skyndilega stóð samanrek-
inn náungi fyrir frtunan mig (Melamid),
„Uppruni sósíalrealismans" heitir þessi mynd Komars og Melamids og er
úr fiokki mynda sem máski væri hægt að nefna Eftirsjá eftir sósíalrealism-
anum.
náungi með hatt. Hann var mjög nálægt
mér en snerti mig samt ekki. Hann benti
á mig og sagði: „Héma er listamaður -
handtakið hann“. Ég tók á rás eins og
óttaslegin mús með gleraugu. Þau voru
hulin móðu svo ég sá ekkert hvert ég
var að fara. Við vorum færðir til
fimmtugráðu yfirheyrslu en sluppum
með skrekkinn. Síðast er við fréttum var
ekki enn búið að planta neinum trjám
þama.“
„Alþjóðlega mikilvægir listamenn"
1977 settust kumpánamir að í ísrael
sem pólitískir landflóttagyðingar, þar til
þeir plöntuðu sér endanlega niður í New
York 1978. Þeir voru gerðir að sérstök-
um heiðursríkisborgurum 1988 fyrir að
vera „alþjóðlega mikilvægir listamenn".
Og hvað hafa þeir eiginlega verið að
bauka undanfarin 18 ár? Til að svara því
af einhveiju viti þyrfti allt að 386 blað-
síðna bók. Þeir hafa gert innsetningar til
að varpa ljósi á útópískan yfirgang sov-
étstjórnarinnar og skáldað upp tvo
myndlistarmenn með magnaða ævisögu
og afspymulangan sýningarferil. Þeir
hafa kennt hundi að teikna og framleitt
íjölbreytt úrval af drasli-de-luxe til að
úthúða neysluaukningarstefnunni. Þeir
hafa dregið dár að merkilegheitum vís-
indasamfélagsins og samið píanósónötu
með því að umbreyta reglusetningum
aftan á sovéska vegabréfmu í nótnaflúr.
Þeir hafa búið til nýtt tungumál, amoist,
lagt fram smíðauppdrætti tyrir töfrahluti
og drýgt tugi gjöminga, stundað fom-
leifauppgröft á Krít og sent Ajatolla
Khomeini símskeyti þar sem þeir lýstu
sig seka um að hafa valdið jarðskjálftan-
um í íran 1979 í hegningarskyni fyrir
gíslatökuna. Þá reka þeir tveggja manna
útvarpsstöð á Manhattan (opin á laugar-
dögum eftir aðstæðum).
Með pensilinn að vopni
Einkum hafa Komar og Melamid þó
fengist við að mála en á því sviði em af-
köst þeirra næstum erróísk. Árið 1980
byrjuðu þeir aftur að hæðast að sósíalre-
alismanum undir formerkjum Sotsstefn-
unnar, sem þeir em upphafsmenn að.
Þetta háðglósuform varð til í Moskvu
upp úr 1967 og er fyrsta framúrstefnu-
hreyfingin sem fram kom í Rússlandi
eftir að konstrúktívisminn var formlega
tekinn úr umferð á miðjum fjórða ára-
tugnum. Sósíalrealisminn réð lögum og
lofum í sovéskri myndlist frá og með
valdatöku Stalíns, sem krafðist þess
1934 að hún væri „þjóðleg að formi til
og sósíalísk að merkingu". Á auga-
bragði koðnaði konstrúktívisminn, ein
merkasta hsthreyfing aldarinnar, niður í
akademískar konfektkassamyndir af
ójjekktu afreksfólki byltingarinnar, ka-
frjóðu af framfaraáhuga og harð-
ákveðnu í fasi, eldhressum dráttarvéla-
körlum og spúandi verksmiðjureykháf-
um. Allt sem ekki túlkaði lygimagnaða
hamingju öreigalýðsins með ástand
mála var stranglega úr myndinni.
Nú á tímum nota pólitískir harðstjórar
sjónvarpið til að þvo ímynd sína og
framkalla áreiðanlega karaktera. En áð-
ur fyrr féll það í skaut hirðlistarinnar að
breyta miskunnariausum einræðisherr-
um í ástkæra landsfeður. Komar og Me-
lamid ólust upp þegar háleitasta form
myndlistarinnar, klassíkin, var notað til
að réttlæta lágkúrulegasta form mann-
legrar hegðunar. Stalín lét greipar sópa
um fjársjóði Dresden í lok síðari heims-
styrjaldar og skipaði kónum sínum að
klæða sósíalrealismann í hátíðarbúning
gömlu meistaranna.
Sotsaramir beittu aðferð popplistar-
innar, paródfu og óvæntum samlíking-
um, í því skyni að grafa undan boð-
skapnum, hinum opinbera ofurhetjustíl
Ráðstjómarríkjanna. Aðall popplistar-
innar er geta hennar til að spenna upp
sjónrænar klisjur svo skín í innviðina á
hugsunarlitlum kreddum samfélagsins.
Að því leyti má líta á poppið sem skær-
ari, jassaðri, sölukræfari paródíska út-
gáfu þeirrar hefðar er lá til grundvallar
akademísku listinni, sem og myndræn-
um siðareglum sósíalrealismans.
Stalín er ekki hér
Ádeilumálverk Komars og Melamids
féllu eins og flís við rass á þeim hug-
myndum sem Ameríkanar höfðu gert
sér um Sovétríkin; þau vom „meistara-
lega“ vel gerð, rammpólitísk og hug-
myndafræðilega alveg glettilega réttu
megin við strikið. Málverk af ráðþrota
Stalín að fremja misheppnaða sjálfs-
morðstilraun á einnar stjörnu móteli
féllu strax í kramið hjá Kananum. Og
þau voru fleiri; Stahn krýpur á kné og
tilbiður sjálfan sig í spegli; Stalín gægist
út um rauð gluggatjöld á limósínu; Sta-
lín við rauðdúkað borð tekur brosandi á
móti mannkynssögubók úr hendi ör-
lagagyðjunnar til endurskoðunar. Félag-
amir slógu í gegn.
Aragrúi allegórískra skopmynda af
æðstu ráðamönnum kommúnismans (og
Ronald Reagan) fylgdi á eftir. Það segir
kannski sitt að stærstu viðskiptavinir
þeirra í byijun voru kvikmyndastjöm-
umar í Hollywood. Arnold Schwarze-
negger og Sylvester Stallone em eitil-
harðir aðdáendur. „Ég veit ekki hvers
vegna en vöðvafjöll virðast veik fyrir
svona myndum," er haft eftir Melamid.
„Tveimur vikum eftir að við komum til
Bandaríkjanna varð okkur neonljóst að
við áttum að vera skemmtilegir.“
Jarðýtur fara aftur á kreik
Byltingarsinnar hafa löngum talið
fólki trú um að fjarlægja verði öll
óæskileg vegsummerki fortíðarinnar til
að hægt sé að ryðja framtíðinni beina og
bjarta braut. Þannig rústuðu kommúnist-
ar höllum og kirkjum í kjölfar rússnesku
byltingarinnar og lögðu Guð í einelti.
Og nú vilja demókratar sópa yfir blóði-
drifna slóð þeirra. Hingað og ekki
lengra, sögðu Komar og Melamid. Að
þeirra mati leiðir skemmdarstarfsemi í
skjóli nýrra trúarbragða aldrei til góðs.
Þeim er í mun að minnismerkjum
kommúnismans verði bjargað. Ekki
vegna fagurfræðilegra verðleika þeirra
eða hugmyndafræðinnar sem býr að
baki, heldur vegna þess að aðeins með
Komar og Melamid: Lenín og Stalín, eða
verið náskyldir Gög og Gokke.
því að gangast við fortíðinni og sam-
sama hana líðandi stundu sé hægt að
losna úr ánauð hennar.
„Við sátum í vinnustofunni okkar á
Manhattan og sáum ölduna ríða yfir á
CNN-sjónvarpsstöðinni,“ minnast
Komar og Melamid. „Tortímingin á
minnisvörðum var með ólíkindum.
Fyrst sáum við mannfjöldann rífa niður
styttuna af Felix Dzerzhinsky, stofn-
anda sovésku leynilögreglunnar. Það
var í góðu lagi. Við gátum umborið það.
Þetta var stórkostlegt, eins og að upplifa
áhlaupið á Bastilluna eða sterkan jarð-
skjálfta. En það var næsta skref sem
snerti í okkur viðkvæman streng: æstur
múgurinn skemmdi aðalstyttuna af Len-
ín. Þetta er dæmigerð gömul Moskvu-
aðferð, annað hvort að dýrka eða eyði-
leggja. Bolsévíkar kollvarpa keisaran-
um, Stalín þurrkar út bolsévíka, Krút-
sjof hrindir Stalín af stalli, Brézhnev
rífur niður Krjútsjof, og svo þetta. Eng-
inn munur. Á öllum umbyltingartímum
hefur fortíð þessa lands verið afmáð eft-
ir geðþótta. Og það vanalega af sama
fólkinu! í flestum tilfellum var það ekki
ástríðufullur múgurinn sem sá um
skemmdarverkin - það var yfirveguð
hönd framkvæmdavaldsins að tilskipun
Komar og Melamid efndu til samkeppni 1993 um hvað gera skyldi við þau
ókjör af minnisvörðum frá kommúnistatímanum sem til eru í fyrrum Sov-
étríkjunum. Meðal annars barst þessi ágæta hugmynd Arts Spiegelmans
um hvað gera skyldi við minnisvarðann „Bændur og verkamenn" í
Moskvu - halda honum óbreyttum en einfalda stallinn.