Alþýðublaðið - 17.01.1996, Síða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
áleitnar spurningar
■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins
Spurt er
rÞekkirðu manninn ?
Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur eru. Spurt
er um menn úr öllum áttum, íslendinga jafnt sem útlendinga, lífs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís-
bendingar með hverri spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þijú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir
aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend-
anna Leifs Haukssonar og Illuga Jökulssonar, hér að neðan.
FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIÐJA VÍSBENDING
1 Hann var franskur rithöfundur og hermaður, 1619-55. Verk hans þóttu stundum gróf en hugmyndarík og uppfull af ærslum og hnyttni. Fullyrt er að hann hafi háð meira en þúsund einvígi. Ástæða þeirra var í flestum tilvikum ákveðinn líkamshluti hans. Nef hans var risastórt. Hann hefur verið efniviður bæði í leikrit og kvikmyndir. Gerard Depardieu var í aðal- hlutverki kvikmyndar sem bar nafn þessa manns.
2 Hann orti: Fegurð hrífur hugann meira’ ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira’ en augað sér. Hann fæddist 4. desember 1861 á MöðruvöIIum í Hörgár- dal, varð stúdent 1880 og lauk lögfræðiprófi frá Hafnarhá- skóla 1886. Hann var skáld og stjómmálamaður; árið 1904 varð hann fyrsti íslenski ráðherrann.
00 Hann er frægur kvikmynda- ieikstjóri, fæddur árið 1933 í París; er hinsvegar ekki af frönsku bergi brotinn. Bamshafandi kona hans var myrt á hrottalegan hátt árið 1969. Hann hefur meðal annars gert myndiraar Cul de Sac, Rosemary’s Baby, Chinatown og Tess.
4 Hann var persóna í íslendinga- sögu. Þegar kona nokkur skor- aði á hann að taka þátt í bar- daga sagði hann: „Klifar þú nokkuð jafnan, mannfýla þín,“ og hélt kyrru fyrir í fleti sínu. Hann er lykilpersóna í Brennu-Njáls sögu, lagði jafnan illt til og ól á tortryggni og óvild. / íslendingum varð svo illa við þessa persónu, að nafnið sem hann bar var lítt eða ekki gefið í mörghundmð ár.
5 Hún sagði: Við fæðumst ekki sem konur - við verðum konur. Hún átti áratugum saman í nánu en afar frjálslegu sambandi við franskan heimspeking. Sjálf var hún frönsk, höfundur fjölda bóka og einn af braut- ryðjendum femínismans. Ein af bókum hennar hefur komið út íslenskri þýðingu, Allir menn eru dauðlegir.
(D Nú er spurt um alþingismann sem fæddist árið Í960 og ólst upp í Landeyjum. Hún var lögfræðingur ASÍ uns hún tók sæti á Alþingi. Hún skipaði annað sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík við síðustu alþingiskosningar.
7 Harni var uppi á 16. öld. Orti nokkuð, þótt hann sé kunnari fyrir annað en skáldskap. Þessi vísa er eftir hann: Þann heíd eg ríða úr hlaðinu best, sem harmar engir svœfa. Hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gœfa. Þegar prestur ætlaði að hug- hreysta hann fyrir dauðann með orðunum „Líf er eftir þetta líf, herra!“ svaraði hann með nokkrum þjósti: „Veit ég það, Sveinki.“ Hann var hálshöggvinn ásamt sonum sínum í Skálholti árið 1550.
00 Nú er spurt um bandaríska leikkonu. Fyrsta hlutverk hennar var í myndinni To Have and Have Not. Af öðmm myndum má nefna The Big Sleep og Key Largo. Seinni eiginmaður var Ieikarinn Jason Robarts. Sá fyrri var enn frægari og hét Humprey Bogart.
9 Hann fæddist 1948, nam sagnfræði á Bretlandi, var kjörinn á Alþingi 1978. Hann gaf andstæðingum innan ilokks síns heitið ,,skítapakk“. Hann var maðurinn á bakvið stórsigur Alþýðuflokks- ins 1978. Fleyg eru ummæli hans: Löglegt en siðlausL
10 íslenskur knattspyrnumaður sem víða gerði garðinn frægan. Lék um hríð með Cannes í Frakklandi. Nýlega var honum boðið að gerast landsliðs- þjálfari Eistlendinga. Hann er frá Akranesi, var sókndjarfur og markheppinn, bróðir Ólafs Þórðarsonar.
Hörpukeppni Leifs og llluga
Leifur Hauksson útvarpsmaður var ekki langt frá því að rjúfa sigurgöngu III-
uga Jökulssonar í spurningaleik okkar. Leifur hélt forystu fram að sjöundu
spurningu, en þá seig lllugi framúr og hlaut 23 stig þegar upp var staðið,
gegn 19 stigum Leifs. Enn leitum við því að ofjarli llluga; og óskum hérmeð
eftir ábendingum frá lesendum.
Spurninq lllugi Samtals Leifur Samtals
1 1 1 - 2 2
2 2 3 2. 4
3 2 5 2 6
4 2 7 2 8
5 2 9 2 10
6 2 11 2 12
7 3 14 2 14
8 3 17 1 15
9 3 20 3 18
10 3 23 1 19
Illugi: 23 stig.
Leifur: 19 stig.
uosJBQjOcj jnjjai 'ot uosepAg jnpunui|jA '6 lieoeg uejnei '8 dn>|S!q uosbjv uop i jjjjopsjeAQpiH sjpuAjg -g
jioAneag ep euouns 'S uosspje6|e/\ jnQjpii\) 'fr Ajisueiod ueuiou '£ uiejsjBH seuuen z oejeöjeg ep ouejAg -j joas jjeg
■ Skáld vikunnar
Bertel E. Ó. Þorleifsson 1857-1890
Skáldið sem
afrekaði það eitt
að drepa sig
„Svo fór hann að yrkja, en varð
aldrei annað en rímari og hagyrð-
ingur. Honum var létt um að yrkja
ferskeytlur... Svo einn góðan
veðurdag fréttir maður að hann
hafi fundist lík úti á Amakri.
Hann hafði fleygt sér út eða látið
fallast í sjóinn eftir að hafa troðið
vasaklút í kokið á sér. Ég ætlaði
ekki að trúa þessu og lét segja
mér það tvisvar; ég hefði ekki trú-
að honum til þess að hafa þann
sálarkraft að geta gert þetta. Það
hefur hlotið að vera hörð nauð
sem þrengdi að honum. Það var
það einasta sem ég gat dáðst að
honum fyrir,“ segir Finnur Jóns-
son prófessor í endurminningum
sínum. Maðurinn sem afrekaði
það eitt að fyrirfara sér hét Bertel
ÞorJeifsson.
Hann var einn af námsmönnun-
um fjórum sem kenndir voru við
tímaritið Verðandi; það kom að-
eins út einu sinni en þykir bera
vitni um hvenær raunsæisstefnan
nam land í íslenskum bókmennt-
um. Aðrir Verðandi-menn urðu
allir þjóðkunnir rithöfundar: Gest-
ur Pálsson, Einar H. Kvaran og
Hannes Hafstein. Hinsvegar hefur
mjög fennt yfir minningu og verk
Bertel, jafnvel þótt Islendingar
hafi óhamingjusöm skáld í meiri
hávegum en annað fólk. Kvæðum
hans lítt verið á loft háldið; pró-
fessor Finnur segir að Bértel háfi
látið eftir sig böggul með kvæð-
um ásamt bréfi til Hannesar Haf-
steins, þarsem hann bað ráðherr-
ann verðandi að annast útgáfu á
verk’um sínum. „Aldrei kom nein
útgáfan, og var það enginn
skaði,“ segir hinn kaldlyndi pró-
fessor. Árið 1957 gaf Snæbjörn
Jónsson bóksali hinsvegar út lítið
kver með ljóðum Bertels.
Einar H. Kvaran minntist Bert-
els einkar hlýlega og hann lét
þess getið að Hannes og Bertel
hefðu einir íslenskra stúdenta ver-
ið í kynnum við Georg Brandes.
Danski bókmenntapáfinn hefði
„dáðst að kurteisi hans, sem var
óvenjulega prúðmannleg. Eftir lát
hans skrifaði hann einkar hlýlega
um hann í Politiken."
Þegar svefninn mig flýr -
Úr Kolbrúnarljóðum Bertels E. Ó. Þorleifssonar
Þegar svefninn mig flýr og sál mín er þreytt
og svíðandi hjartans undir,
og hugur minn finnur ei friðland neitt
um framtíðar komandi stundir, -
þegar tómleikinn nístir og efinn um allt
sker afltaugar kjarksins veikar,
ég hrekk upp af martröð með höfuð kalt,
þá er hugurinn til þín reikar.
Öll heit mín og loforð þau bjóða mér brýnt
að bijóta’ af mér læðing með hreysti.
En hvert á að leita þess lífs sem er týnt,
þótt lémagna hendur ég kreisti?