Alþýðublaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996_______________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ ___________ 7 áleitnar spurningar Vinsældir og frami Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, byggjast helst á því að hann leggur alla áherslu á samvinnulipurð og kann um leið að samræma vinsældir og verksvit. engu ef gagn er af öðru. Skammsýni fylgir borgaralegri velferð. Það er dýrkeyptara að halda sig við pfvtjígjanlegar réttlætiskröfur en hitt að breyta kröfunum frá degi til dags eftir velferðarþörfum sjálfs sín. Sam- vinna er fegurra mannlíf en sam- keppni, en hæpnara miklu að binda hendur sínar til annarra verka en lempni en heimila sjálfum sér hvort tveggja í senn snerpu og mýkt. Sama gildir um það að heimta sannanir í hverju máli, slíkt er meira bindandi en laistilegt málskrúð. Líf hugsjónamennskunnar er í sem stystu máli sagt miklu vandmeðfam- ara en skeíjalaus sjálfsbjargarviðleitni og því ekki von á góðu ef við hana eina er að etja. Núorðið glotta borgar- ar allra flokka kalt og segja að í ljósi reynslunnar sé hugsjónamennska óvitaháttur; helst sé við hæfi að hver bjargi sér með öllum tiltækum ráðum - enda sé þar með hugsað um alla! Hlýr gustur Vinsældir og frami Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, byggjast helst á því að hann leggur alla áherslu á sam- vinnulipurð og kann um leið að sam- ræma vinsældir og verksvit. Að geta unnið með flestum mönnum, sama hverjar skoðanir em, skiptir öllu máli í borgaralegu samfélagi því að pólitísk- ur vilji manna snýst þar um frumþarfir en ekki hugsjónir, nema þá fyrir kæk eða misskilning. Hverjum og einum em útúrdúramir kærari en reglan. Það er líka pólitík að vilja fá að vera í friði með sig og sitt, en það er vonlaust mál að ætla að fínna slíkri pólitflc einhvers konar skynsemisgmndvöll. Sósíalistar kunna ekki annað verklag. og meðan flestir menn líta ekki upp til hæða heldur niður til fmmþarfanna er engin von lil annars en þeir sem hafa hreykt sér tali fyrir daufum eyrum, og þar á ég við sósíalista sem skilja jafnvel ekki hverjir aðra þegar að málflutningi þeirra sjálfra kernur. Það verkefni blasir við sósíalistum að koma á sams konar samvinnuhátt- um sín á milli og Sjálfstæðisflokkur- inn byggist á. I stað sjálfsblekkingar um fómlyndi grasrótarinnar fýrir tún- blettinn þurfa jafnaðarmenn á að halda sams konar eigingimi og heldur Sjálf- stæðismönnum saman í flokki. Til að ná þeim árangri þarf ekki að leggja niður fyrri ágreining þeirra í milli heldur ætti að draga fram og pússa rykið af gömlu markmiðum sósíalista- hreyfmgarinnar. Þau em öllum sóst'al- istum hin sömu. A hinn bóginn ætti að leyfa mönnum að halda sínu þegar kemur að spumingunni hvers vegna þeir em í einum flokki fremur en öðr- um enda em þær ástæður hugsjónum óviðkomandi. Svo þarf bara að stefna að hinum göfugri markmiðum þrátt fyrir eigingimina niður við grasrótina samkvæmt orðalaginu. Sósíalistar geta bætt um betur þótt sameining sé ekki í sjónmáli; það er líka hægt að vera sammála um að vera ósammála. Það em sjálfstæðismenn, - en að vísu í nafni einstaklingshyggju. Kvennalistakonur og þjóðavakamenn hafa sístir vinstri flokkanna gert sér grein fyrir að engin leið er að halda völdum í þjóðfélagi okkar öðm vísi en fara meðalveg milli eigin skoðana og annarra, - spyrjið Davíð hvernig. Sjálfstæðismenn gera sér leikinn auð- veldari þar sem þeir standa saman um nytsemis- og einstaklingshyggju sína en eftirláta æðri máttarvöldum að deila úr þeim gæðum sem sósíalistar vilja hafa hönd á sjálfir. Stjómmála- skoðanir sjálfstæðismanna rúma sann- færingu um einsemd manns, um van- hæfni til að koma orðum að hagsmun- um og öðmm óskum. Félagshyggjan virðir ekkert af þessu þótt mislangt sé gengið í kröfunum um þjónustu við hagsmuni heildarinnar eftir því hver flokkurinn er, - þá hagsmuni áskilja þeir sér líka til að skilgreina. f stað núverandi skipulagshyggju vinstri manna og úreltrar mennta- stefnu, væri ráð að leggja íyrir sósíal- ista ókerfisbundna mannúðarstefnu umburðarlyndis og velferðar sem reyndar em merki um í vaxandi mæli síðustu ár. Slíkt samlyndi þarf ekki mörg orð til að þrífast, allra síst fræði- heiti, en þó nokkurt umburðarlyndi. Ekki er annað að sjá en núverandi vinstri flokkar séu svo langt á eftir bandalagi hægri flokkanna, Sjálfstæð- isflokknum, að þeir beri ekkert skyn á þennan hlýjugust vestan frá Kalifomíu sem nú reynist okkur íslendingum sem öðmm drýgstur í seglin ef sigla á í velferðarátt. Ég á við einingar sem spretta upp af sjálfum sér án afskipta stjórnmála- flokks en starfa svo að sameiginlegu markmiði og á gmndvelli þeirrar vissu að ekki verður á milli brúað með skynsamlegu viti og engu öðru en góðurn vilja um starf og samlyndi í anda jafnréttishugsjóna. Vandamála- lausan sósíalisma. Félagshyggju óreiðunnar. ■ ■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Spurt er ÞeKKirou manmnn? Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur em. Spurt er um menn úr öllum áttum, fslendinga jafnt sem útlendinga, lífs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hverri spurningu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þijú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna Péturs Péturssonar og Dluga Jökulssonar. hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIÐJA VÍSBENDING 1 Spurt er um íslenskan rithöf- und, sem meðal annars skrifaði skáldsiigurnar Afdalabarn, Tengdadóttirin l-IIl og Þar sem brimaldan brotnar. Höfundurinn fæddist 3. júní 1887 í Fljótum í Skagafirði. Kunnust er hún fyrir Dalalíf, sem út kom í fimm bindum á ámnum 1946-51. 2 Eftir þessum ísienska listamanni er haft: Það sem við listamennim- ir eigum að gera er aðeins þetta: Vera guði til ánægju og reyna að sannfæra fólk um að það sé ein- hver tilgangur með þessu. Mikið hefur verið skrifað um hann. Thor Vilhjálmsson og Matthías Johannessen eru með- al þeírra sem ritað hafa bækur um hann. Hann fæddist 1885 og dó áríð 1972. Talið er að til séu um fimmþúsund málverk eftir hann. 00 Nú í vikunni hlaut hún Golden Globe verðlaun fyrir handrit að kvikmyndinni Sense and Sensi- bility sem byggð er á skáldsögu Jane Austen. Hún hefur leikið Remains of the Day og Howards End. Hún var gift leikaranum Kenneth Branagh. 4 Hann var lögfræðingur að mennt. Hann var ungur kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn, var forstjóri Brunabótafélagsins og síðast sendiherra í Kaup- mannahöfn. Hann tók við formennsku í Al- þvðuflokknum við fráfali Jóns Baldvinssonar árið 1938 og gegndi embættinu uns Hannibal Valdimarsson felldi hann úr sessi 1952. Hann varð forsætisráðherra 1946 í stjórn sem við hann var kennd. Hann er eini alþýðu- flokksmaðurinn sem verið hefur forsætisráðherra í meirihluta- stjórn. 5 Hann var uppi á árunum 1795-1828, þótti hagmæltur vel en er reyndar ekld minnst fyrir skáldskap fyrst og fremst. Hann orti: Hrekkja spara rná ei mergð, marmeskjan skal vera hver annarrar lirís og sverð, hún er bara til þess gerð. Hann var kvennamaðurog sjálfmenntaður læknir. Átti meðal annars í ástarsambandi við Skáld-Rósu. Hann var fórnarlamb í fræg- asta sakamáli síðustu aldar. Nú er sýnd kvikmynd sem byggir á þeim atburðum. Sjálfur Baltas- ar Kormákur er í hlutverki þessa manns. co Hann er formaður menningar- málanefndar Akureyrarbæjar. Hann er þrautreyndur landslið- skappi í handbolta, fæddur 1959. Systkini hans eru öll af- reksfólk í íþróttum, meðal ann- ars knattspyrnu, frjálsum íþróttum og lyftingum. Hann er þjálfari hins sigursæla handboltaliðs KA. 7 Hún fæddist 1939, lauk læknis- prófi frá Harvard,- varð um- hverfisráðherra 1974. Eiginmaður hennar var stjóm- málamaður líka en í öðrum flokkL Hún varð fyrst forsætisráð- herra Noregs 1981 og hefur síð- an verið áhrifamesti stjóm- málamaður landsins. 00 Hann er fæddur 8. nóvember 1928. Var forstjóri Trípolí-bíós 1953-57. Hann var einn mestur afreksmað- ur í íþróttum á sinni tíð. Átti næstbesta árangur í heiminum í tugþraut 1951. Hann hlaut silfur- verðlaun í sömu grein á Evrópu- meistaramóti 1950. Hann er lögmaður, oft í sviðs- Ijósinu vegna skorinorðra yfir- lýsinga. Eiginkona hans er hæstaréttardómari. co Hann var eitt höfuðskáld Róm- ar og uppi frá 70-19 f.Kr. Meðal verka hans eru Eclogae, safn hjarðljóða, og Georcica, safn ljóða um landbúnað. Hann var leiðsögumaður Dantes um helvíti. Höfuðverk hans er Eneasarkviða. 10 Spurt er um tónskáld sem uppi var frá 1875-1937 og útsetti hið fræga verk Rússans Mússorg- skíjs fyrir hljómsveiL Ásamt Debussy er hann talinn helsti fulltrúi impressjónismans í tónlist. Hann var franskur og af fræg- ustu verkum hans má nefna pí- anókonsert sem hann samdi fyrir einhentan vin sinn, ballett- inn Dafnis og Klói og Boléro. Illugi sigraði á endasprettinum Pétur Pétursson blaðamaður á DV veitti llluga Jökulssyni harða keppni í spurningaleik Alþýðublaðsins. Staðan var jöfn fram í áttundu spurningu en þá seig lllugi framúr, enda með alla klassík á hreinu. Pétri er þökkuð þátttak- an en lllugi verður á sínum stað í næstu viku. Nema hvað. Illugi: 23 stig. Pétur: 18 stig. |8Aey 'oi sniijÖJiA '6 uasneig ujq '8 pueppunjg uja|je|-| ojg ■/_ uoseisjg qgjíiv '9 uos -s||}0>j ueieN g uossue;ajs uueijop uejais y uosduiogi emujg ;g |eAje[>| s sauueqop z |pun-| ej} unjgng i joas

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.