Alþýðublaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 } ó I i t í k Ungir jafnaðarmenn Málstofa um umhverfismál Fundur verður miðvikudaginn 24. jan. kl. 20.30 í Alþýðu- húsinu Hverfisgötu 8 -10. Niðurstaða málefnavinnu nefndarinnar liggur frammi á skrifstofu sambandsins. Allar athugasemdir vel þegnar Stjórn málstofu um umhverfismál Framkvæmda- stjórnarfundur Framkvæmdarstjómarfundur verður haldin miðvikudag- inn 24. jan. kl. 17.30, að Hverfisgötu 8 -10. Mikilvægt er að þeir framkvæmdarstjórnarmeðlimir sem ekki sjá sér fært að mæta tilkynni forföll á skrifstofu sambandsins. Framkvæmdarstjóri SUJ. Sambands- stjórnarfundur Sambandsstjórnarfundur verður haldin næstkomandi laugardag í Keflavík. Þar verður kosið í laus embætti að vegum ungra jafnaðarmanna. Nánari dagskrá auglýst síðar. Framkvæmdarstjórn. L Landsvirkjun Úthoð Leiðiskóflur og legur Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í viðgerðir og breytingar á leiðiskóflum og endurnýjun á slífum skóflu- búnaðar Kaplanhverfla í Steingímsstöð, í samræmi við útboðsgögn SOG- 04. Verkið felst í að sækja og afhenda á vinnusvæði Stein- grímsstöðvar leiðiskóflur o.fl. úr tveimur hverflum stöðvarinnar, og framkvæma á þeim ýmsar breytingar. Skiladagar verksins eru mánudaginn 29. apríl 1996 fyrir fyrri hverfilinn, en þriðjudaginn 10. september 1996 fyrir seinni hverfilinn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðviku- deginum 24. janúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000,- m. VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12:00 þriðjudag- inn 13. febrúar 1996 og verða þau opnuð þar sama dag kl. 14:00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera við- staddir opnunina. UTBOÐ RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 96001 6,3 MVA, 66 (33)/33kV aflspenni. Utboðsgögn verða seld á aðalskrifstofu RARIK, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 23. janúar 1996 og kosta 2.000 kr. hvert eintak. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK, Laugavegi 118, Reykjavík, fyrir kl 14.00 fimmtudaginn 15. febrúar 1996. Til- boðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska að vera nærstaddir. Vinsamlega hafið tilboðin í lokuðu umslagi, merktu: RARIK 96001. RARIK Laugavegi 118 • 105 Reykjavík Sími 560 5500 • Bréfasími 560 5600 ■ Þorsteinn Antonsson skrifar Jöfnudur Hverjar eru andstæður í pólitíkinni? Jöfnuður? Eru jafnaðarmenn ekki flæktir í orð sem lýsa því síst sem þeir helst æskja? Fáir efast víst um að ríki réttlæti í þróuðum þjóðfélögum eins og því íslenska án þess að lögð sé sér- stök áhersla á jöfnuð með stjómmála- baráttu. Stofnanir þjóðfélagsins hafa þegar hlotið föst form sem beina rétt- lætismálum á einn og sama veg, og fái þau ekki framgang verður mannlegum ófullkomleika helst um kennt en ekki rangri pólitík í samfélaginu. Agrein- ingur um grundvallarmál ræður ekki úrslitum um hvort vökult eftirlit sé með athöfnum stjórnvalda heldur samkeppni um völd og embætti. Og í annan stað eru það fjármál sem helst ráða úrslitum um hvort réttlætið nær fram að ganga, - dómsniðurstöður fást ekki fyrr en um síðir vegna tak- markaðra fjárframlaga til réttarkerfis- ins. Tafir stafa ekki af geðþótta stjóm- valda. Núorðið er hægt að greina þær and- stæður einar í innlendum stjómmálum sem leiða af ágreiningi um hvað kall- ast skuli frelsi, og hvað stjórnleysi. Frelsi er af fijálshyggjumönnum talið einfaldlega það að sleppa lausu því sem lífs er, en sósíalistar þurfa að hugsa út merkingu þessa hugtaks sem annarra, og fylgja svo merkingunni eftir. Engum fijálshyggjumanni kem- ur til hugar að heimta algert stjóm- leysi í málefnum ríkisins. A hinn bóg- inn vænta jafnaðarmenn að komið verði stjóm á alla mannlegt athæfi; á þeim gmndvelli vilja þeir úthluta rétt- læti og öðrum mannlegum gæðum. Sjálfstæðismenn ætla mannlegum samskiptum sem mest svigrúm til að þróast eins og þeim er eðlilegast. Það þýðir ekki að koma eigi í veg fyrir skipulag og samstarf, séu menn á ann- að borð trúaðir á að slíkt komi að gagni, heldur hitt að fyrirframhugsuð miðstýring er talin óæskileg. Nægilegt fijálsræði á að ríkja á hveijum tíma til að smáar skipulagseiningar geti myndast sem ekki ögri frumþáttum siðferðisins og öðrum ámóta grund- vallarreglum. Jafnaðarstefnan hefur á hinn bóginn þegar hugsað fyrir hveij- ar einingar eru æskilegar og á hvem veg þær skuli þróast ef til verða. Hvort fyrirkomulagið er æskilegra? Menn hafa reynt um langt skeið að svara spurningunni með heimspeki- legum rökum í þeirri trú að hægt væri að koma upp rökfræði sem allir hlytu að sættast á, til að grundvalla á svör og samvinnu. Þetta hefur reynslan sýnt að er ekki hægt heldur hlýtur málamiðlun að ríkja um niðurstöður, á einhverju stigi rökræðunnar hljóta menn að sættast á meðalveg eigin álits og andstæðingsins, að minnsta kosti að sinni. í öðm lagi hefur stjómmála- sagan sýnt að ófyrirsjáanleiki um upp- byggingu samfélagsmynstra er svo mikil sem jafnaðarmennskan hefur viljað. Margsinnis hefur ófyrirséð at- burðarás orðið til að valda heimssögu- legum breytingum á undanfömum ár- hundruðum á Vesturlöndum þrátt fyrir allt skipulag. Hvað olli hmni Sovét- ríkjanna? Rangt stjórnmálakerfi hrundi undan sjálfu sér, segja þeir hægri sinnuðu. Svik við kenninguna, segja aðrir. Líklegra er þó að tækni- þróun hafi valdið þessum stórviðburði á tiltölulega skömmum tíma. Miðstýr- ingin beið lægri hlut fyrir þróun í tölvu- og fjarskiptamálum sem gerði almenningi í Sovétríkjunum, sem ann- ars staðar, fært að taka upp og virða skoðanir með sjálfstæðari hætli en áð- ur var hægt, þar sem spmttu upp óvið- ráðanlegar kröfur. Stjórnunarháttur markaðarins reyndist öflugri. Þessa þróun gat vafalaust engin séð fyrir nema þá af listrænu innsæi eins og expressjónískir málarar heimsstyij- öldina síðari - en hún varð helstur hvatinn að þeirri tækniöld sem við nú lifum. A heimavelli okkar Islendinga höfum við vanist því að virða fyrir- ferðamikinn óvissuþátt í öllu mann- legu skipulagi sem em náttúmhættir landsins sjálfs, - og hefur þó gengið misvel að reikna dæmið, sbr. Kröflu- ævintýrið. Fjallhress vitleysa Vægara er ekki hægt að taka á sósí- alistum núorðið en krefja þá um að endurskoða frá rótum viðhorf skyn- semishyggjumanna, helstu stuðnings- manna stefnunnar, til rökræðna. Hinir skárri sósíalistar hafa tekið upp heim- speki óreiðunnar sér ti! fylgilags, sem hluta nýrrar h'fssýnar, - að óreiða geti af sér reglu fyrir hendingu - en endur- skoða ekki trú sósíalista á rökhyggju, hún er söm og fyrr. Betra væri að gera ráð fyrir óvissu í öllum niðurstöðum. Samkvæmt hefðbundnum vinnuað- ferðum sósíalista er allt fyrirfram hugsað og það sem ekki er rétt er vit- laust að þeirra áliti, - en ekki rétt á einhvem annan hátt eða frá öðm sjón- armiði skoðað. Af þess konar ein- stefnu raunsæi hafa sósíalistar meira en nóg, og mættu nú láta af slíkum of- kröfum til eigin skynsemi og viður- kenna að pólitík er málamiðlun en ekki uppgötvun staðreynda. Engin leið er til sameiningar um einn sannleika en á málamiðlun má alltaf sættast. Leit að einni lausn í pólitfk er fyrir bí, úrkostirnir eru ævinlega margir, en hægt er að þrengja sviðið þar sem úr- kosta er helst að vænta. Þar með er líka draumurinn úti um einn öflugan sósíalistaflokk. Jafnaðarstefnan getur ekki annað verið, ef vit á að fylgja, en óræð hugsjón. Það er hægt að upp- hugsa frelsi, jafnrétti og bræðralag mönnum til handa, ekki síður en hjól og steglu, en engin haldbær rök og ekkert nema vilji og ásetningur gerir annað markmiðið ,/éttara“ en hitt. Fyrst svo er þá er best að margir hópar komi að málinu, hver urtt sig fyrir sitt sögulega tilefni og sjálfs- bjargarþörf, en komi sér svo saman um að gera hin helstu gildi jafnaðar- stefhunnar að raunveruleika. Líklegra er að endingin verði meiri með þessu fyrirkomulagi en ef allt á undan að láta til að saman gangi. Auk þess nú hvað fjölbreytilegt mannlíf gerir allt miklu skemmtilegra. Þess er líka að vænta að helsta hlat; ursefni hægri manna f pólitík, sundur- þykkni vinstrimanna, verði síður til áð setja svip á samstarfið. Muna ekki ein- hveijir eftir þróun kommúnistaflokks- ins á áttunda áratugnum, sem sífellt var að klofna í smærri einingar vegna ágreinings um skilgreiningar? Stjóm- málasaga aldarinnar ætti að hafa kéhnt íslendingum sem öðrum þá Ibxfú'áS engin stjóm þýðir ekki óhjáki/íéftfílejiá stjómleysi, síðast nefnt ástand er frék- ar ómynd sem leiðir af ofstjórn, en upplag og eðli manna. Aður en lagt um líður sprettur upp skipulag úr óreiðunni eftir hrunið sem svo lagar sig að aðstæðum og óskum fjöldans. Þá kemur enn að nýju að því upp- gjörsmáli hvort réttur hins sterka sé meiri en annarra, hvar mörkin liggí milli hjálpræðis og sjálfsbjargár, þró- un sem við upplifum nú í sjúkrahús- málum okkar. Spumingin er fyrr og síðar hvers vegna sjálfstæðismaður kýs að láta ráðast um þróun mála á sem flestum sviðum, en sósíalistinn væntir sér bestra úrkosta ef allt er fyr- irfram úthugsað og úrræðin vísvituð. Trúlegast er að annar gerir ráð fyrir forsjón sem geri gott úr málum, - slík örlagatrú eða guðstrú virðist hei\tít sjálfstæðismönnum. Líklega rÍEður’þo veraldlegur aðstöðumunur því helst hvort menn kjósa miðstýringu eða ekki. Sá sem vill draga úr ríkisfórsjá trúir að hagsmunir hans sjálfs þoli það og jafnvel að sér vegni þar með betur, til dæmis ef líkur aukast á viðskipta- vild hans á ftjálsum markaði. Sjálfstæðisflokkurinn byggist á öllL um helstu prinsípum borgaralegs sam- félags, og er hinn eini borgáralégi flokkur í landinu sem gengst við slík- um hugsjónum. Fátt sameinar sjálf- stæðismenn annað en trúin á borgara- lega lifnaðarhætti. Sú staðreynd að þeir lifnaðarhættir eru komnir undir neikvæðum gildum að miklu leyti gengur fram af rökþenkjandi sósíalist- um sem fyrir vikið hafa flykkst saman til að úthrópa þessa viðurstyggð, Sjálf- stæðisflokkinn og borgaraskapinn. En samtímis taka svo hinir sömu upp borgaralega hætti, sælir í þeirri trú að þeir séu sósíalistar fyrst þeir hafi ein- hvem tíma verið það. Það er að sjálfsögðu hægt að skil- greina allt sem borgurum viðkemur eins og hvað annað en borgaraskapur- inn verður ekki haminn með skilgrein- ingum, hann fer sínu fram óháður öllu þess konar. Tökum sjúkrahúsrhálin: Það er borgaralegt að hirða ekkt uni vanhöld manna ef hægt er að koniast hjá því, veikindi sem önnur bágindi. Borgaramir eru þó ekki skammsýnni en svo að þeir sjá fram á að einnig þeir kunna að verða hjálpar þurfi, en er aðalatriðið að bjargast af sem lengst og sem best, og heilindi skipta þá §Hádegisverðar- fundur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur hádegis- verðarfund laugardaginn 27. janúar kl. 11.00 í veitinga- húsinu Tilverunni við Linnetsstíg í Hafnarfirði. Gestur fundarins er Össur Skarphéðinsson alþingismað- ur. Hádegisverður kr. 590,-. Að loknum fundi verður farið í heimsókn í elsta hus Hafnarfjarðar, Sívertsenhús og í Siggubæ. Húsin skoð- uð í fylgd minjavarðar, Steinunnar Þorsteinsdóttur Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.