Alþýðublaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 8
XWREVmZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 22. febrúar 1996 30. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasöiu kr. 150 m/vsk ■ Skoðanakönnun Gallup Mikill meirihluti landsmanna vill aðskilnað ríkis og kirkju 63,3 prósent vilja aðskiln- að. Stuðningsmönnum aðskilnaðar hefur fjölgað verulega síðustu ár. Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. 63,3 prósent eru hlynnt að- skilnaði en 36,7 prósent andvígir. Könnunin var gerð í febrúar og úr- takið var tólfhundruð manns. Alls svöruðu 845 og af þeim kváðust 52.7 prósent vera hlynnt aðskiln- aði, 30,6 prósent eru andvíg og 16.7 prósent taka ekki afstöðu. Gallup hefur áður kannað við- horf landsmanna til málsins, og stuðningsmönnum aðskilnaðar fer sífellt fjölgandi. í maí 1993 vildu 55,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku skilja að ríki og kirkju, í ág- úst 1994 voru 61,9 prósent orðin þessarar skoðunar og nú hefur þeim enn fjölgað. Samkvæmt stjórnarskránni þarf aðeins einfalda þingsamþykkt til að skilja að ríki og kirkju, en áður var ákvæði um að þjóðaratkvæða- greiðsla skyldi fara fram um mál- ið. Hægt er aö breyta stjórnarskrár- ákvæðinu um ríkiskirkjuna með meirihlutasamþykkt á Alþingi. Sjávargangur og grjótburdur Sjór gekk á land suðvestanlands í óveðrinu í gærmorgun, þótt raunar færi víð- ast hvar betur en á horfðist, einkum á Suðurnesjum þar sem menn voru við öllu búnir. Á Snæfellsnesi gerði hið versta veður og stóð sjór þar venju fremur hátt. í Reykjavík varð um tíma að loka götum í Skjólunum og á Eiðisgranda vegna sjávargangs og grjótburðar. Þegar féll út höfðu starfsmenn borgarinnar í nógu að snúast við að ryðja götur og opna niðurföll. A-mynd: E.ÓI. Hugleiðing um lífið, dauðann, frelsið... „Myndirnar eru teknar vorið 1986 og segja sögu af baráttu fyrir því að vera. Þær sýna manninn heftan og fjötraðan af aðstæðum sínum, umhverfi og áliti ann- arra.“ Þannig lýsir Björgvin Gíslason sýningu á erótískum ljós- myndum sem hann opnar á veit- ingastaðnum 22 við Laugaveg á laugardaginn og gefur svohljóð- andi yflrskrift: Hugleiðing um líf- ið, dauðann, frelsið. Það sem má og ekki má... ■ NýttTMM Sannindin og sparifataþjóðin „Veistu hvað mér fmnst svo undarlegt með frægt fólk? Viðtöl fjölmiðlanna við það snúast aldrei um starfssvið þess og þekkingu, heldur er það látið nota áhrif sín til að gefa yfirlýsingar um hluti, sem það hefur enga þekk- ingu á. Hefur þú tekið eftir þessu líka? Hver ætli tilgangurinn sé?“ Svofelld- um orðum ávarpar Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur Friðrik Rafnsson, ritstjóra Tímarits Máls og menningar, í fyrsta tímaritshefti ársins 1996 sem nýkomið er á götuna. Þorgeir er þama upp árin þegar hann gerði kvikmyndir og nefnir greinina Um sannindin og sparifata- þjóðina, en af öðru fjölbreyttu efni í tímaritinu má nefna ljóð eftir Hrafn- hildi Hagalín Guðmundsdóttur og El- ísabetu Kristínu Jökulsdóttur, glæsi- lega þýðingu Karls Guðmundssonar á Ijóðabálki eftir Nóbelskáldið Seamus Heaney, erótískar hækur (frá írlandi af öllum stöðum) í þýðingu Lindu Vil- hjálmsdóttur og Sjóns og smásögur eftir Anton Helga Jónsson og Egil Helgason. ■ Ingibjörg Pálmadóttir kallar inn varamann á Alþingi í hálfan mánuð þótt hún verði aðeins tvo daga í útlöndum Ingibjörg skal til Grænlands - segir Þórir Haraldsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, en ísstormur í Nuuk kann að setja strik í reikninginn. „Það stoð til að Ingibjörg færi í op- inberum erindagjörðum til Færeyja síðastliðinn þriðjudag en daginn áður kom babb í bátinn og ekkert varð af heimsókninni. Svo var ætlunin að hún færi til Grænlands í tvo daga í næstu viku að kanna útflutning á heilbrigðis- þjónustunni. Við vorum að vísu að heyra að almannavamanefndin í Nuuk hefði verið að funda vegna yfirvofandi ísstorms. En Ingibjörg skal til Græn- lands,“ sagði Þórir Haraldsson aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. Á mánudaginn tók Þorvaldur T. Jónsson sæti Ingibjargar á Alþingi, og þá var lesið upp bréf frá henni þarsem hún kvaðst verða fjarverandi í opin- berum erindagjörðum. Þorvaldur situr því á Alþingi í tvær vikur og fær sömu laun og aðrir alþingismenn á þeim tíma. I þingsköpum eru strangar reglur um hvenær er heimilt að kalla til vara- þingmenn, enda hlýst af því umtals- verður kostnaður. Þingmenn halda launum sínum meðan þeir eru fjarver- andi og því em laun varamanna hreinn viðbótarkostnaður. Síðustu ár hafa því mun færri varamenn tekið sæti á þingi en áður. Þórir Haraldsson sagði að Þorvaldur hefði þegar tekið sæti á Alþingi á mánudaginn þegar í ljós kom að ekk- ert yrði úr Færeyjaheimsókninni dag- inn eftir. „Ráðherra vildi ekki reka hann af þingi, en hafði strax samband við forseta Alþingis og bauðst til að afsala sér þingmannslaununum þann tíma sem varamaðurinn situr." Kostnaður vegna þingsetu vara- mannsins nemur um 200 þúsund krón- um. Þorvaldur T. Jónsson. Situr á Al- þingi fyrir Ingibjörgu í tvær vikur þótt hún verði fjarverandi í tvo daga í mesta lagi. Kostnaður nem- ur um 200 þúsund krónum. Ingibjörg Pálmadóttir. Færeyja- heimsóknin datt upp fyrir með eins dags fyrirvara og nú kann ísstorm- ur að hamla Grænlandsför.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.