Alþýðublaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 s k o ð a n Sendiherrar sérhagsmuna Landbúnaðarráðuneytið hefúr um langt árabil verið útibú hags- munasamtaka bænda í landinu. Heilagt bandalag bændasamtak- anna og svokallaðra bændavina á Alþingi hefur svipt ráðuneytið öllum möguleikum á því að gæta almannahagsmuna í landbúnað- armálum; sérhagsmunir framleiðenda hafa ráðið öllu þar á bæ. Landbúnaðarráðherrann hefur í raun verið sérstakur sendiherra sérhagsmuna bænda í íslenska stjómkerfinu og unnið leynt og ljóst gegn hagsmunum neytenda í landinu. Embættismenn í ráðu- neytinu hafa af áhuga tekið þátt í leiknum og brugðist skyldum sínum í embætti. Að líkindum væri það hagkvæmara fyrir al- menning í landinu að hafa þá heima á launum en í vinnunni. Nýjasta dæmið um þetta óffemdarástand er þátttaka landbún- aðaráðneytisins í samsæri eggjaframleiðenda gegn neytendum í landinu. Samkeppnisráð hefur gagnrýnt ráðuneytið harkalega fyr- ir hlut þess í vel heppnuðum aðgerðum eggjaffamleiðenda til að halda uppi verði á eggjum. Þessi uppákoma er enn eitt dæmið um það sjúklega rekstrarumhverfi sem landbúnaði í landinu er búið og hversu réttindi neytenda eru fótum troðin í stjómkerfinu. Samkeppnisráð hefur einnig - eins og raunar margir aðrir fyrr og síðar - bent landbúnaðarráðherra á að hin hálf-sovésku bú- vörulög stangist á við ákvæði samkeppnislaga. Ekki er við því að búast að sendiherrann Guðmundur Bjamason sinni þessu í neinu, svo oft sem.honum hefur verið bent á þessa staðeynd. Landbún- aðarráðherrar á íslandi hafa aldei skilið einföldustu atriði um eðlilega verðmyndun og samkeppni á markaði. Starf sendiherr- ans hefur verið þeim eðlislægara. Línuna hafa þeir fengið í Bændahöllinni og náð einna mestum hæðum í starfi sem eins konar opinberir varðhundar eða blaðafulltrúar sérhagsmuna bænda. Byrjað á öfugum enda Löngu er tímabært að taka á lífeyrismálum ríkisstarfsmanna. Eins og staðan er í dag gefur ríkið einfaldlega út óútfyllta ávísun um ffamtíðarskuldbindingar, án þess að gera eðlilega ráð fyrir því hvemig greiða skuli fyrir. Það er ljóst að breytingar af þessu tagi em erfiðar og viðkvæmar og gætu jafnvel kostað nokkur átök. Lífeyrisréttindi em hluti af kjömm ríkisstarfsmanna og því þar- famál að ná sem bestri sátt um nauðsynlegar breytingar. Stjórnmál á veraldarvefnum Veraldarvefurinn (World Wide Web) er meðal þess sem hið alþjóð- lega tölvunet Internet býður upp á. Vefurinn er safn af texta og myndum sem geymd eru á tölvum um allan heim og unnt er að nálgast með ein- földum hætti frá öllum tölvum sem tengdar eru Intemetinu og hafa hug- búnað sem kallast „vefrápari" á góðri íslensku. Einn merkilegasti eiginleiki vefsins er sá að það kostar nánast ekki neitt að gefa út efni á honum og gera það aðgengilegt út um allan heim. Þetta þýðir að einstaklingar, félög og fyrirtæld geta náð til fleira fólks íyrir minna fé en nokkm sinni fyrr í sög- unni. Veraldarvefurinn hefur llka vax- ið gífurlega og er talið að a.m.k. 10.000 síður (svokallaðar „heimasíð- ur“) bætist við hann daglega. Pallborðið | Vilhjálmur I 1 Þorsteinsson skrifar A vefnum kennir margra grasa og má segja að öll flóra mannlífsins end- urspeglist þar. Unnt pr að nálgast bæði klám og listaverkasafn Vatíkahsins og allt þar á milli, meðal annars fréttir frá Telegraph í London og CNN í Banda- ríkjunum, og upplýsingar um flestar stjómmálaskoðanir milli himins og jarðar. íslenskir vefsmiðir hafa verið fljótir að taka við sér og íslenskar heimasíð- ur em orðnar fleiri en unnt er að hafa yfirsýn um með góðu móti. Það er ánægjuleg þróun að hér hafa sprottið upp allmargar heimasíður sem eru vettvangur skoðanaskipta um stjóm- mál. Þar em bæði á ferðinni einstak- lingar, félög og flokkar. Hlutur jafnað- arstefnunnar í þessum nýja miðli er afar góður. Nýkominn er til sögunnar „Vinstri vefurinn" (http://cc.is/~del- ic/vv) sem birtir greinar og umræðu um jafnaðarstefnu og hvetur til sam- vinnu jafnaðarmanna í öllum flokk- um. Þessi vefur er til fyrirmyndar um frágang og efnistök. Mótvægi við hann er „Frjálshyggjusíðan" (http://www.rhi.hi.is/~benedip/- ffelsi.html), einnig vel unnin síða, þar sem fjallað er um fijálshyggjuna í víð- um skilningi og mikið vitnað í Adam Smith og Milton Friedman, auk bandaríska byssublaðsins Guns & Ammo, en byssur og frjálshyggja virðast til lengdar óaðskiljanleg fýrir- bæri. Þá em allnokkrir kratar með eig- in heimasíður, t.d. Magnús Árni Magnússon (http://www.rhi.hi. is/~mam), Guðmundur Ámi Stefáns- son (http://www.mmedia.is/gas) og undirritaður (http://www.if.is/~villi). Á þessum síðum er yfirleitt að fmna greinasöfn og umræðu um stjómmál auk tengla við heimasíður jafnaðar- manna og -flokka út um allan heim. Loks má ekki gleyma hinni fjölsóttu heimasíðu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra (http://www. centrum.is/bb) þar sem hann færir samviskusamlega nokkurs konar ann- ál um störf sín og hugrenningar, yfir- leitt vikulega. Framtak Bjöms hefur IÁ vefnum kennir margra grasa og má segja að öll flóra mannlífsins endurspeglist þar. Unnt er að nálgast bæði klám og listaverkasafn Vatíkansins og allt þar á milli. mælst vel fyrir og er ffóðlegt fýrir al- menning að kynna sér störf ráðherra með þessu móti. Róttækir eiga sér talsmann í Elíasi Davíðssyni (http://rvik.ismennt.is /~elias) sem m.a. hefur safnað saman upplýsingum um deilur ísraels og Pal- estínumanna (þar sem taumur Palest- ínumanna er sterklega dreginn) og meinta ritskoðun Morgunblaðsins. Framsóknarmenn hef ég fáa rekist á enn sem komið er, en sérstök ástæða er til að geta Ingvars Níelssonar (http://www.ingvar.is) sem er einn fárra einstaklinga með eigin búnað til vefmiðlunar. Meðal efnis hjá Ingvari eru greinar um það sem hann telur vera frábæra frammistöðu Finns Ing- ólfssonar í álmálum, meðan kratar eltu „sandkassaálver" á sínum árum í iðn- aðarráðuneytinu, að mati Ingvars. Ég bendi áhugamönnum sérstaklega á grein hans um Evrópusambandið, „Das Vierte Reich“ (Fjórða ríkið) sem er slík samansúrruð flétta af rökleys- um að aðdáunarvert er. Dæmi: „Evr- ópusambandið er hræðslubandalag þjóða, sem hræðast hver aðra, en þó mest af öllu sjálfar sig og fortfð sína. í öngþveitinu missa menn sjónar á sjálf- um vandanum. Hagræn forgangsmál víkja fyrir félagslegum gæluverkefn- um.“ Hvergi er útskýrt af hveiju þjóð- ir sem hræðast hver aðra eru þá að standa í því að mynda bandalag um sameiginleg málefni, og hvað sé slæmt við það, né hvaða máli það skiptir hvort þjóðimar hræðast „sjálfar sig og fortíð sína“. Lesandinn er ekki fræddur nánar um það hvaða „öng- þveiti" sé á ferðinni né hver „sjálfur vandinn" þá raunverulega er; þessi vandi sem Ingvar sér betur en aðrir, en kemur ekki skýmm orðum að í grein sinni. Þá er alveg óljóst hvaða „hag- rænu forgangsmál" það eru sem Ing- var telur að hinar ríku Evrópuþjóðir ættu að beita sér fyrir í stað „félags- legra gæluverkefna". Sem sagt: fram- sóknartexti eins og hann gerist skemmtilegastur. Fyrirsjáanlegt að úrvalið á Verald- arvefnum mun enn aukast; allir sót- raftar af sundi dregnir munu geta látið rödd sína heyrast, en vandinn verður neytandans að velja og hafna. Vefur- inn gefur nýja vídd í fjölmiðlun og ég er bjartsýnn á að hann verði til að efla lýðræðisleg skoðanaskipti. Eitt er víst: þróunin á þessu sviði verður geysi- hröð næstu misserin. ■ fimuiiLfBiii 21069. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/ysk Fjármálaráðherra hefúr haldið þannig á þessu máli að erfitt get- ur verið að ná viðunandi lausn í því. Ríkisstarfsmenn líta á frum- varp hans sem árás á kjör sín og eru nú þegar byrjaðir að skipu- leggja hemaðinn. Það vekur sérstaka athygli að í frumvarpi ijár- málaráðherra er ekki tekið á lífeyrismálum alþingismanna og ráð- herra, þar sem mest og brýnust þörfin er á umbótum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar lagt til að þetta verði gert. Hvers vegna sýnir fjármálaráðherra það dómgreindarleysi að leggja fram fmmvarp um lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna án þess að taka á lífeyrismálum alþingismanna og ráðherra? Alþingi getur ekki á trúverðugan hátt tekið á umdeildum lífeyr- ismálum ríkisstarfsmanna án þess að hreinsa fyrst til í eigin garði. Hér er því byrjað á öfugum enda. Breytingar á lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna - hversu nauðsynlegar sem þær annars kunna að vera - verða ekki að veruleika án þess að Alþingi gangi á undan með góðu fordæmi. Annað væri siðblinda. ■ f e b r ú a r Atburðir dagsins 1512 Landkönnuðurinn Amer- igo Vespucci deyr: Amerfka er við hann kennd. 1787 Frakk- land rambar á barmi gjaldþrots, þjóðarskuldir nema 800 millj- ónum punda. 1819 Spánn lætur Flórída og aðrar nýlendur aust- an Mississippi af hendi til Bandaríkjanna. 1979 Menning- arverðlaun DV afhent í fyrsta sinn. 1991 Sigríður Snævarr af- henti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Stokkhólmi og varð þarmeð fyrst íslenskra kvenna til að gegna slíku emb- ætti. Afmæiisbörn dagsins George Washingon 1732, fyrsti forseti Bandaríkjanna. Arthur Schopenhauer 1788, þýskur heimspekingur. Robert Baden-Powell 1857, stofnandi skátahreyfingarinnar. Luis Bunuel 1900, spænskur kvik- myndaleikstjóri. Annálsbrot dagsins Frá Mallandi á Skaga þóttust menn sjá til hvals á ísnum fyrir sumarmálin, og gengu fjórir á ísinn, komust ei á land aflur á Skaga, af því ísinn allan sundur losaði, og voru þijú dægur full ráfandi um ísinn; gátu um síðir kallað til lands, svo þeim varð bjargað á skipi frá Bæ á Höfða- strönd. Sjávarborgarannáll 1697. Málsháttur dagsins Seint flýgur krummi á kvöldin. Orð dagsins Yfirstéttin okkar lands, oft við pretti riðin, af blóðslettum öreigans á sér mettar kviðinn. Ókunnur höfundur. Skák dagsins Halifman er einn af sterkustu skákmönnum heims og færir fullar sönnur á þá fullyrðingu í skák dagsins. Bosníumaðurinn Ivan Sokolov hefur svart og á mjög undir högg að sækja. Ha- lifman hristir framúr erminni glæsilega leikfléttu. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hxg6+! fxg6 2. Hxh8+! Kf7 3. Hh7+ Ke6 og Sokolov gafsl upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.