Alþýðublaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 1
■ Norræn bænaráðstefna til höfuðs hjúskaparlögum samkynhneigðra
Næst munu barnaníðingar
vilja giftast börnum
- segir Snorri Óskarsson safnaðarhirðir í Betel. Reynt
að fá alþingismenn til að leggjast gegn frumvarpi um
réttindi samkynhneigðra. „Virðist þingmenn vera okk-
ur sammála," segir Snorri.
„Frá kristilegu sjónarmiði kemur
ekki til greina að stofna til hjóna-
bands, eða staðfestrar sambúðar,
milli fólks af sama kyni. Hvað gerist
þá með menn sem vilja búa með ein-
hverjum öðrum, til dæmis bömum?
Við höfum fengið þær upplýsingar
frá skoðanabræðrum okkar í Banda-
ríkjunum að samtök barnaníðinga
þar í landi muni berjast fyrir því.
Hér mun það sama gerast," sagði
Snorri Óskarsson safnaðarhirðir í
Betel í Vestmannaeyjum í samtali
við Alþýðublaðið í gær. Boðað hefur
verið til ráðstefnu í Færeyjum í apríl
þar sem rætt verður um stöðu kristn-
innar á Norðurlöndum í ljósi þess að
aðeins þrjú landanna - Finnland,
Færeyjar og ísland - hafa enn ekki
samþykkt hjúskaparlög fyrir sam-
kynhneigðra. Snorri mun sækja ráð-
stefnuna, enda hefur hann fordæmt
samkynhneigð í ræðu og riti. Jafn-
framt fundahöldum og erindum
verður efnt til bænastunda, og segir
Snorri að beðið verði fyrir framtíð
Norðurlanda.
í tilkynningu frá mótsnefnd bæna-
ráðstefnunnar segir að lífsmáti sam-
kynhneigðra sé „árás á öll Norður-
lönd.“ Þar segir ennfremur: „Nú
þegar hefur baráttan tapast í Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og Græn-
landi. En einhversstaðar verður að
snúa vörn í sókn þar sem kraftur
Antikrists verður stöðvaður í áætlun
sinni.“
Snorri Óskarsson sagði að „barátt-
an kunni að tapast" á íslandi líka,
enda búið að semja lagafrumvarp
um hjúskaparstöðu samkynhneigðra.
Lögin eru í meginatriðum byggð á
norrænni löggjöf, og tryggja meðal
annars að samkynhneigðir fá opin-
bera staðfestingu á sambúð sinni og
öðlast með því sömu réttarstöðu og
einstaklingar í hjónabandi.
Snorri sagði að reynt yrði að
koma í veg fyrir samþykkt frum-
varpsins, og upplýsti að hann hefði
talað við þingmenn í því skyni. „Við
höfum rætt málið lítillega við
nokkra þingmenn. Þeir eru kurteisir
og hlusta. Mér virtist að þeir væru
sammála okkur, þótt það eigi eftir að
koma í ljós. Mig grunar að sannfær-
ing þeirra sé ekki mikil í þessu
máli,“ sagði Snorri Óskarsson.
Snorri Óskarsson safnaðarleiðtogi og félagar hans ætla að berjast gegn
sókn Antikrists.
■ Hvað segir Biblían?
Kristið fólk
ræðir sam-
kynhneigð
Samband samkynhneigðra við
kristna trú hefur mjög verið til um-
ræðu að undanfömu og em þar ofar-
lega á baugi spumingar um hvernig
samkynhneigð samrýmist heilagri
ritningu, samvistir þeirra og rétt til að
ala upp böm. Því hlýtur að vera fylli-
lega tímabært að þjóðkirkjan efnir í
dag til fræðslufundar undir yfirskrift-
inni Kirkjan og samkynhneigðir.
Á fundinum, sem stendur frá klukk-
an 13.30 til klukkan 16 í Hallgnms-
kirkju, munu Elísabet Þorgeirsdóttir
og Guðbrandur Baldursson velta fyrir
sér umhugsunarefninu Samkyn-
hneigðir og trú, en að auki lýsir Guð-
brandur reynslu sinni sem samkyn-
hneigður prestssonur. Dr. Björn
Bjamason, prófessor í guðfræði, reifar
það sem Biblían segir um samkyn-
hneigð, en Björg Thorarensen, fulltrúi
í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
segir frá frumvarpi til laga um stað-
festa samvist samkynhneigðra. Loks
flytur séra Jakob Ágúst Hjálmarsson
dómkirkjuprestur tölu sem hann nefnir
Að minnast samkynhneigðs manns,
undirbúningur útfarar. Að loknum
ræðum frummælenda gefst rúm til
fyrirspuma og umræðna.
Kosið í
Háskólan-
um í dag
í dag kjósa stúdentar við Háskóla
íslands sér fulltrúa í Stúdenta- og
Háskólaráð. Þrjár fylkingar bjóða
fram að þessu sinni, Vaka, Röskva
og Haki, félag öfgasinnaðra stúd-
enta, sem er nýtt framboð. Röskva
hefur verið með meirihluta í Stúd-
entaráði síðustu fimm ár, er nú með
17 fuiitrúa, Vaka er með 12 og
Óháði listinn 1.
íþróttir, pólitík
og bisness
„Já, þú segir nokkuð," segir
Alfreð Gíslason, handboita-
maður, knæpueigandi og for-
maður menningarmálanefnd-
ar Akureyrar, þegar borinn er
undir hann sá orðsveimur að
hann sé rétti maðurinn til að
leiða Alþýðuflokkinn í Norður-
landi eystra í næstu kosning-
um. Alfreð, sem segist vera
jafnaðarmaður að upplagi,
svarar því til að hann geti ekki
hugsað sér að verða stjórn-
málamaður eins og staðan er í
dag. „Ég verð nú að segja
íþróttunum það til hróss að þar
ferfram ólíkt heiðarlegri bar-
átta en í stjórnmálum. Nei, ég
verð seint atvinnupólitíkus,"
segir Alfreð Gíslason í viðtali
sem birtist í Alþýðublaðinu í
dag. Sjá blaðsíðu 5.
■ Þjóðvaki réttir úr kútnum í skoðanakönnun Frjálsrar verslunar og fengi tvo þingmenn
Sýnir sterkan vilja fólks til sameiningar
-segir Jóhanna Sigurðardóttir í samtali við Alþýðublaðið.
„Það er erfitt að átta sig á sveiflum í
skoðanakönnunum. Niðurstöður eru
mismunandi þótt kannanir séu gerðar
á sama tíma. Við erum ekki uppnæm
fyrir slíku enda lítum við fyrst og
fremst svo á að við höfum hlutverki
að gegna,“ sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir í samtali við Alþýðublaðið í gær
um skoðanakönnun Frjcílsrar verslun-
ar á fylgi flokkanna. Þar mælist Þjóð-
vaki með 4 prósent, en flokkudnn hef-
ur verið alveg við núllið í könnunum
um langt skeið. Samkvæmt þessari
nýju könnun fengi Þjóðvaki tvo þing-
menn, en lengstaf hafa kannanir gefið
til kynna að enginn frambjóðandi
flokksins næði kjöri.
Framsóknarflokkur fær 21,4 pró-
sent í könnuninni (miðað við 23,3 í
kosningunum í fyrra), Sjálfstæðis-
flokkur 40,3 (37,1), Alþýðubandalag-
ið 14,8 (14,3), Alþýðuflokkur 12,1
(11,4) og Kvennalisti 4,6 (4,9).
Jóhanna kvaðst þeirrar skoðunar að
tvær meginskýringar á því að Þjóð-
vaki væri nú að rétta úr kútnum. „Fólk
tekur vel hugmyndum um samein-
ingu. Alþýðuflokkur og Þjóðvaki hafa
verið mest áberandi í þeirri umræðu
og njóta þess greinilega í könnunum.
Þetta eru skilaboð um að flokkarnir
eigi að vinna að sameiningu. I öðru
lagi hafa þingmenn Þjóðvaka komið á
framfæri stefnumálum flokksins, og
það er að skila sér. Við lítum svo á að
stjómmálabarátta sé langhlaup og nið-
urstöður kannana skipta engu höfuð-
máli,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir
við Alþýðublaðið.
Jóhanna: Alþýðuflokkur og Þjóðvaki hafa verið mest áberandi í samein-
ingarumræðunni og njóta þess greinilega í könnunum.