Alþýðublaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 bessastaðabardagar Mikill söguburður varð í kringum frambjóðendurna og því meðal annars hvíslað að Kristján væri knúinn af hamslausri fornleifafikn. Mynd úr grín- blaðinu Speglinum. þvert og endilangt. Gunnar og Vala höfðu vinninginn hvað varðar fjölda funda, en ef litið er til aðsóknar voru yfirburðir Kristjáns og Halldóru Eldjám verulegir. Einkum var Akureyrarfundur Kristjáns í minnum hafður. Á hann mættu hátt á þriðja þúsund kjósendur og var haft á orði að þetta væri fjölmenn- asti fundur sem haldinn hefði verið á Norðurlandi. Þóttust menn fullvissir að mun fleíri hefðu komið ef ekki hefði hist svo illa á að söngmót norðlenskra karlakóra bar upp þe'nnan sama dag. Samhliða hinni opinberu kosninga- baráttu tók að bera á miklum söguburði um frambjóðenduma og er haft fyrir satt að enginn dalur hafi verið svo þröngur og ekkert pláss svo aumt að þangað bæmst ekki einhveijar kviksögur. Þótti mörgum nóg um og meira að segja Mánudagsblaðið varaði „almenning við að taka mark á slefberum þessum". Vitaskuld er erfitt að dæma um áhrif þessara slúðursagna á úrslit kosning- anna, en næsta víst er að það var Gunnar Thoroddsen og fjölskylda hans sem var meira á milli tanna á fólki en mótftam- bjóðandinn. Kom þar helst til að Gunnar hafði um langt árabil verið áberandi í þjóðlífinu og því nokkuð auðveldur skotspónn. Hann hafði fyrr á ámm verið talinn samkvæmismaður í betra lagi, eins og oft er sagt um þá sem þykir sop- inn góður. Þetta varð meisturum kvik- sögunnar efni á fjálglegar lýsingar á háttemi sendiherrans í opinberum veisl- um íyrr og síðar. Þá fengu vængi sögur um að gjörvallur skúringakvennaher Reykjavíkurborgar væri á bandi Gunn- ars í kosningunum; var það sagt eiga rætur að rekja til ógleymanlegra íyllerís- samkvæma sem Gunnar kvað hafa hald- ið þeim í borgarstjóratíð sinni og skenkti þá óblandað áfengið í skúringa- fótum. Sögur um veisluhöld sendiherrans um borð í Gullfossi á leið heim í kosn- ingabaráttuna vom ekki síður andaktug- ar; þá vildi Gunnar að sögn mýkja sam- ferðamenn til stuðnings við sig að hreppstjórasið og gekk sjálfur á undan með góðu fordæmi. Sögur sem þessar urðu sjálfdauðar þegar í ljós kom að Gunnar hætti alfarið að smakka vín áður en hann hélt utan til að taka við sendi- herrastöðunni; einnig greindu sannfróðir menn frá því að hann hefði komið flug- leiðis heim, en ekki með Gullfossi. Þegar krassandi söguefnin um sendi- herrahjónin þraut snem sagnameistarar sér að forsetanum á Bessastöðum, tengdaföður Gunnars. Urðu til margar kitlandi sögur um bruðl og óráðsíu á þeim bæ. Þó tók fyrst út yfir þegar kvis- aðist að forsetaembættið hefði keypt gríska eyju handa forsetanum; þar hygðist Ásgeir Ásgeirsson eyða ellinni í nábýli við Onassis, Brigitte Bardot og Bítlana. Frétt þessa efnis hafði birst í norska blaðinu Verdens Gang þann 16. febrúar og var dregin til baka í apríl eftir mótmæli frá ritara forsetans. Norðmenn tóku gott og gilt að Bardot yrði af sel- skapnum, en miklu verr gekk að kveða orðróminn niður hér heima. Hamslaus fornleifafýsn Kjaftaskúmar áttu öllu erfiðara um vik með sögusagnir af þeim Kristjáni og Halldóm; þau vom lítt áberandi í sam- kvæmislífi borgarinnar og því ekki eins berskjölduð fyrir rógburði af þessu tagi. Þá bmgðu menn á það ráð að gera fram- boð Kristjáns tortryggilegt; samkvæmt sögunni stýrðist það eingöngu af hams- lausri fomleifafysn þjóðminjavarðarins sem var síst minni en drykkjusýki sendiherrans. Virtist sem svo að þjóð- minjaverði hefði gengið treglega að fá heimild til að snúa við túnum á Bessa- stöðum og því bmgðið á það lymsku- fulla ráð að sækjast sjálfur eftir ábúð á jörðinni. Vísast yrði forsetinn svo öllum stundum ofan í pollum og pyttum, skurðum og grafningum í nágrenni for- setabústaðarins að leita sér beina. Og líklega yrði öllum opinberum gestum smalað niður í grafimar að moka flór frá þjóðveldisöld, landsmönnum til stórrar hneisu. Þessa samsæriskenningu skorti þó allt til að verða sómasamleg kjaftasaga og reyndist hún skammlíf. Þá var að sjá hvort ekki fyndist snöggur blettur á ffúnni. Það hafði kvisast að frúin hefði fyrir sið að fara klædd Hagkaupssloppi og berleggjuð að gera innkaup. Loks hafði frést af þeim hjónum gæðandi sér opinberlega á pylsu fyrir utan pylsuvagn og þótti lítil fremd að fyrir tilvonandi forseta. Lengi framan af kosningabaráttunni virtust Kristján og menn hans hafa und- irtökin auðveldlega og fylgið aukast jafnt og þétt. Það var því oft dauft í sveitum Gunnars þessar vikunnar en þar vildu menn þó fráleitt játa sig sigraða fyrr en í fulla hnefana. Að undirlagi Gunnars sjálfs héldu flokkur hans og Morgunblaðið að sér höndum. En þegar svo var tekið að halla undan fæti hjá Gunnari leituðu stuðningsmenn hans eftir stuðningi blaðsins og þann 23. maí lýsti stærsta blað landsins yfir stuðningi við dr. Gunnar Thoroddsen. Rofar til hjá Gunnari Undir lok maímánaðar virtist eitthvað vera að rofa til hjá Gunnari. í viðtali við Morgunblaðið riíjaði Kristján Eldjám upp þjóðmálaafskipti sín til þessa, þátt sinn í baráttu gegn herstöðinni og Kefla- víkursjónvarpinu, og að hann hefði ver- ið á framboðslista Framsóknarflokksins árið 1949. Vikublaðið Ný vikutíðindi þóttist enduróma almannaróm er það sagði af þessu tilefhi: „Sannleikurinn er sá, að flestir eru sárreiðir út í alla þá, sem hafa átt þátt í að torvelda okkur að sjá Keflavíkursjónvarpið, enda er ís- lenska sjónvarpinu að hraka. Það er meira að segja kveðið svo fast að orði, að bannið á Keflavíkursjónvarpinu sé í ætt við ráðstafanir lögregluríkja, og að hér viljum við ekki mann í forsetastól, sem stuðlar að slíku.“ Allan júnímánuð virtist mönnum síð- an sem Gunnar væri að sækja í sig veðr- ið og eftir sjónvarpsviðtal við frambjóð- endur fáeinum dögum fyrir kosningar fóm margir, sem áður höfðu verið van- trúaðir, að tala um sigur hans í fúlustu alvöm. Gunnar leysti þar fumlaust úr öllum spumingum en Kristjáni vafðist tunga um tönn. Sögðu Ný vikutíðindi, sem töldu sig túlka hug ,frins almenna kjósanda", um útsendinguna: „Sjón- varpsættimir hljóta að hafa tekið af allan vafa um, hvor frambjóðendanna er frambærilegri sem forseti íslands. Bar Gunnar þar af eins og gull af eiri, enda er hann búinn flestum þeim kostum sem þjóðhöfðingja má prýða - fluggáfaður, hefur persónutöífa, alhliða menntun og reynslu til þess starfs, svo ekki sé talað um ræðusnilld hans.“ Stórsigur Kristjáns Kosningadagurinn 30. júm rann upp og frambjóðendur og eiginkonur þeirra voru mynduð sposk á svip við kjör- kassa. Þegar leið á daginn var ljóst að kosningaþátttaka var með afbrigðum góð. Talning hófst skömmu eftir lokun kjörstaða og lágu úrslit fyrir síðla dags mánudag 1. júlí. Það var ekki laust við að niðurstöður kæmu nokkuð á óvart, þótt flestir þætt- ust sjá í hvað stefndi. Gunnar hlaut 35.428 atkvæði en Kristján 67.544. Hlutföllin vom því 34,4 prósent á móti 65,6 prósentum, en kosningaþáttaka var 92,2 prósent og hafði ekki verið meiri frá því atkvæði vom greidd um hvort af- skaffa skyldi danskan kóng og stofna lýðveldi. Kristján hafði mest fylgi í Áusturlandskjördæmi, fjögur atkvæði af hverjum fimm en minnst ( Reykjavík, um 60 af hundraði. Skömmu eftir að úrslit lágu lyrir hélt Kristján í sumarleyfi austur að Laugar- vatni með fjölskyldunni en Gunnar hvarf með klofinn hjálm og rifinn skjöld til fyrri starfa í sendiráði íslands í Kaup- mannahöfh. Nú upphófst gósentíð þeirra sem hafa gaman af að velta fyrir sér tölulegum staðreyndum; menn spáðu ákaft í úrslitin, en í herbúðum frambjóð- enda beggja beið haugur af ógreiddum reikningum sem grynnka þurfti á með einhverju móti. Fáa hafði grunað að yfirburðir Krist- jáns yrðu sem raun varð á og var mjög leitað að skýringum á hrakförum Gunn- ars. Engin dul var dregin á hæfileika hans til að gegna embætti forseta sakir menntunar sinnar og reynslu og glæsi- leika þeirra hjóna. Ymislegt hafði ffarn- bjóðandinn þó á móti sér og eins og úr- slitin sýndu báru þau atriði kostína ofur- liði. Fyrst er til að taka að lengi hafði verið vitað um framboð Gunnars og þessi langi undirbúningur fór fyrir bijóstið á landsmönnum. Augljós tengsl Gunnars við sitjandi forseta áttu hér einnig hlut að máli og iðulega lýstu menn áhyggjum sínum af tengdaveldi sem virtíst í uppsiglingu ef tengdasonur- inn næði kjöri. Gunnari var stjómmálavafstur fyrri ára núið ákaflega um nasir; höfðu menn þá á orði að ósæmandi væri að gera for- setaembættíð að eins konar lokaáningu aldraðra pólitíkusa. Uppreisn fólksins? í viðtalsbók Ólafs Ragnarssonar við Gunnar segist hann hafa orðið fyrir barðinu á svokallaðri anti- establish- mem-hreyfmgu sem birtíst meðal annars í stúdentauppreisnum þessara ára. Ef til vill orkar þessi viðhafttarmikla nafngift tvímælis hér, en víst má telja að stjóm- málamenn hafa oft notíð meira trausts á íslandi en þeir gerðu á þessum árum. Tengsl Gunnars við Sjálfstæðisflokkinn og viðreisnarstjómina hafa efalítíð unn- ið gegn honum; náðarsólin var tekin að hníga og stjómin naut þverrandi vin- sælda, eins og títt er um stjómir í öldu- dal efnahagsmála. Þannig urðu ýmsir til að túlka úrslitín sem eins konar uppreisn fólksins gegn ríkjandi stjómmálakerfi. í þessum vangaveltum var einatt rifj- að upp að Gunnar átti sér hatursmenn úr eigin flokki og í röðum framsóknar- manna voru ennfremur margir sem hugsuðu honum þegjandi þörfina vegna „svikanna“ 1952. Margir töldu það líka hertæknileg mistök hjá Gunnari að leita eftir stuðn- ingi stjómmálamanna og Morgunblaðs- ins þegar hallaði undan fæti. í stuðn- ingsliði hans voru fjórir ráðherrar, Bjami Benediktsson, Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðhetra, Magnús Jónsson fjármálaráðherra og Eggert G. Þor- steinsson sjávarútvegsráðherra. Töldu margir það misráðið hjá frambjóðand- anum að hafa hátt um þennan stuðning sem minnti um of á tengsl Gunnars við stjómmálalífið. Einfaldasta skýringin og sú sem efa- lítíð hefur átt mestan þátt í úrslitunum er vitanlega sú að kjósendur hafi blátt áffam talið Kristján heppilegri í embætti forseta. Mannkostir hans og ferill rím- uðu vissulega betur við þær hugmyndir sem menn gerðu sér um embættið. Hvað sem öðru líður urðu úrslitin ekki véfengd; Kristján Eldjám sór emb- ættíseið sinn 1. ágúst 1968. Ný vikutíð- indi hafa líklega talað fyrir munn margra íslendinga þann dag þegar blað- ið skrifaði: „...alda hrifningar fer um landið". ■ SpegiLLxnN 3.TÖLUBL 39ÁRa 19«« KR.40 Gunnar heldur heimleiðis til Kaup- mannahafnar eftir ósigurinn. Ára- skipið Vala er sokkið og hnípinn sjálfstæðisfálki húkir í reiðanum, en Ragnar í Smára og Kristján Eid- járn kroppa í smjörlíki, sigri hrós- andi. Forsíða Spegilsins. Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og íslands. í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kem- ur einnig til grein ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir síðari hluta árs 1996 og fyrri hluta árs 1997 skulu berast sjóðsstjórninni fyrir 31. mars 1996, Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands. 1. mars 1996 Útboð f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteign- um Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Þriðjud. 19. mars n.k. kl. 11:00. f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í vökvadrifna fólkslyftu og uppsetningu fyrir Hitt Húsið, Vesturgötu 1. Útboðsgögn verða afhentfrá og með þriðjud. 5. mars n.k. Opnun tilboða: Þriðjud. 20. mars n.k. kl. 11:00. f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir til- boðum í viðgerðir á gangstéttum: verkið nefnist: Gangstéttir - viðgerðir 1996. Helstu magntölur eru: Steyptar stéttir u.þ.b. 4.700 m2 Hellulagðar stéttir u.þ.b. 3.000m2 Síðasti skilad. er 1. október 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifst. vorri frá og með þriðjudeginum 5. mars n.k. gegn 5.000- skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 13. mars n.k. kl. 14:30. f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir til- boðum í viðgerðir á malbiki: Verkið nefnist: Malbiksviðgerðir A og B 1996. A. Sögun á malbiki u.þ.b. 8.200 m Malbikun á grús u.þ.b. 6.400 m2 B. Sögun á malbiki u.þ.b. 4.100 m Malbikun á grús u.þ.b. 3.300 m2 Síðasti skiladagur er 31. október 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifst. vorri frá og með þriðjudeginum 5. mars n.k. gegn kr. 5.000- skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 13. mars n.k. kl. 14:00. f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við Ásmundarsafn. Helstu magntölur er um: Hellulagnir 180 m2 Gróðurbeð 850 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, gegn kr. 5.000,- skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 21. mars n.k. kl. 11:00. INNKAUPASTOFIMUIM REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthóif 878 - 121 Reykjavík Símí 552 58 00 Bréfsími 562 26 16 Mikill mannfjöldi kom saman við Þjóðminjasafnið er Ijóst var að Kristján Eldjárn hafði sigrað í kosningunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.