Alþýðublaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 s k o d a n i r UHmun 21075. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Þörf umræða Guðný Guðbjömsdóttir þingkona Kvennalistans hefur beðið um umræðu utan dagskrár á Alþingi um kynferðislega áreitni. Þessu fmmkvæði Kvennalistans ber að fagna, enda óhæfa að reyna að þegja þessi mikilvægu mál í hel. Fá mál hafa vakið meiri umræðu manna á meðal síðustu dagana en frásagnir kvenna af áreitni Ólafs Skúlasonar biskups í þeirra garð. Viðkvæmni í garð biskups má ekki koma í veg fyrir umræðu sem þessa, enda em íslendingar langt á eftir nágrannaþjóðunum í þessu efni. Við svo búið má ekki standa. Rétt er að minna á að þegar Kvennalistinn hóf umræðu í þing- sölum um heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi gegn bömum, urðu margir þingmenn kindarlegir á svip og vissu ekki í hvom fótinn þeir ættu að stíga. Kvennalistinn og aðrar grasrótarhreyf- ingar kvenna eins og Stígamót og Samtök um kvennaathvarf, hafa opnað umræðuna og dregið þessi mál fram í dagsljósið. Áð- ur vom þau tabú, sem enginn þorði að tala um á opinbemm vett- vangi - allra síst Alþingi Islendinga. Kynferðislegt áreiti hefur hingað til haft svipaðan status; feimnismál umvafið þögn. Umræðan um kynferðislegt áreiti á vinnustöðum var að byija af krafti þegar mál biskupsins komst í hámæli. Fyrir nokkm var til að mynda nokkur umræða um kynferðislegt áreiti innan veggja Háskóla Islands. Mikilvægt er að biskupinn verði ekki til þess að ýta þessum málum út af dagskrá. Hagsmunir of margra kvenna em í húfí, enda vitað mál að margar konur hér á landi, eins og erlendis, hafa hrakist úr starfi eða verið meinað um eðli- legan starfsframa vegna kynferðislegs áreitis. Auðvitað er það ekki sama hvemig umræða sem þessi fer fram, en það gildir um flest mál. Islendingar geta sótt í erlenda reynslu í þessu efni og lært nokkuð af því hvemig aðrar þjóðir haga sínum málum. Bisk- upsmálið - sem er tilfínningaþmngið á alla kanta - ætti frekar en hitt að ýta undir þessa umræðu og vera öllum hvatning til að svipta þagnarhulunni af kynferðislegu áreiti og koma þessum málum í ásættanlegan farveg. Biskupsmálið er raunar dæmi um það þegar reynt er að þegja kvartanir um kynferðislegt áreiti í hel og enginn vitlegur farvegur er til þess að taka á því. Hér er ekki um nýtt mál að ræða. Sigrún Pálína Óskarsdóttir hefúr í mörg ár reynt að fá það tekið upp inn- an kirkjunnar, en án árangurs. Á hana hefur ekki verið hlustað; hún hefur ekki verið tekin alvarlega. Þess vegna - meðal annars - er málið í þeim hnút sem það er í nú. Þær konur sem kvartað hafa undan framferði biskups, fóm ekki með málið í íjölmiðla að íyrra bragði. Þessu er mikilvægt að halda til haga. Sú mikla umfjöllum sem þetta mál hefúr fengið í íjölmiðlum er ekki af þeirra fmm- kvæði og reynist þeim án efa jafn erfið og Ólafi Skúlasyni bisk- upi. Kirkjan hefur hins vegar ekki reynst fær um að taka á málinu af þeirri festu sem nauðsynleg er og misst rríikið af sínum trú- verðugleika fyrir vikið. Ekki þarf að leita lengi utan landsteinanna til þess að komast að því að íslenska kirkjan er ekki fyrsta kirkjan sem lendir í miklum vandræðum vegna mála af þessu tagi. Kynferðislegt áreiti er allt- of algengt í okkar samfélagi og getur komið upp innan kirkjunnar eins og annars staðar. Þær ályktanir sem okkur ber að draga em ekki þær að láta hugfallast og þegja um kynferðislegt áreiti al- mennt. Réttari lærdómur - studdur af alþjóðlegri reynslu - er op- in umræða og skýr farvegur fyrir umkvartanir af þessu tagi. Á þennan hátt er réttur allra aðila best tryggður. Umræða um kyn- ferðislegt áreiti er þörf og tímabær: líka í sölum Alþingis. ■ 4- i I Framtíð Pósts og síma í höndum ráðvilltrar ríkisstjórnar Ríkisstjómin vill háeffa Póst og síma. Frumvarp þess efnis var til um- fjöllunar á Alþingi á dögunum. Meg- inástæða formbreytinganna á þessu stórfyrirtæki eru þær breytingar sem átt hafa sér stað og munu eiga sér stað í vaxandi mæli á næstu árum í fjar- skiptaheiminum. Ný tækni hefur rutt sér til rúms og sér tæpast fyrir endann á öllum þeim möguleikum sem fjar- skiptin, símar, tölvur og hvaðeina munu bjóða upp á í tæknivæddri ver- öld framtíðarinnar. Og samkeppni hugmyndasmiða og fyrirtækja á þess- um vettvangi mun blómstra sem aldrei fyrr. Aukinheldur liggur það fyrir að aðild okkar að Evrópska efnahags- svæðinu segir fyrir um það að ísland er hluti þess veruleika sem tækni- heimur íjarskiptanna býr okkur; þar er orð dagsins samkeppni - og einkaleyfi á stómm hluta þessa markaðar heyrir brátt sögunni til. Háborðið | Á að selja? Tekið er íram af háifu stjómarliðs- ins að formbreytingin á Pósti og síma þýði ekki sjálfkrafa sölu fyrirtækisins. Ef slík ákvörðun yrði tekin þyrfti Al- þingi að flalla um málið og úrskurða. Eitthvað hljómar þetta allt ákaflega laust í reipunum. Þetta er gömul klisja og úr sér gengin. Hvers vegna í ver- öldinni segir samgönguráðherra og þeir sjálfstæðismenn ekki söguna alla? Þeir hafa fjölmargir lýst því opinber- lega yfir að það sé þeirra von og draumur að einkavæða Póst og síma. Hvers vegna þessi feluleikur? Því miður er það svo að ákaflega Ktið hald er í því ákvæði að ákvörðun þurfi frá Alþingi eigi að selja reytur Pósts og síma á markaði. Það er hægt að keyra slíka ákvörðun í gegn á einu síðdegi, verði ríkisstjómarflokkamir ásáttir um slfkt. Að vísu hafa talsmenn Framsóknar látið í veðri vaka að þeir muni ekki samþykkja sölu á Pósti og síma. En hvað er að marka það? Framsóknar- flokkurinn hefur svikið hvert kosn- ingaloforðið á fætur öðm frá því þeir fóm undir sængina hjá íhaldinu. Og ævinlega er afsökunin sú sama þegar Framsókn er spurð um sviknu loforð- in. Þeir segja einfaldlega að það þurfi að gera fleira en gott þykir þegar ástand ríkisfjármálanna er jafn erfitt og raun beri vitni. Það kæmi því ekki á óvart í ljósi reynslunnar að við næstu ijárlagagerð kæmu þeir forkólf- ar ríkisstjómarinnar ffarn á sjónarsvið- ið og segðu ekki undan því komist að selja eins og 40-50 prósent í Pósti og síma. Og það em ekki litlir peningar sem þar eru á ferð. Sennilega 5-6 milljarðar króna. Verður freistingin ekki mikil þegar þeir bisa við að upp- fylla loforðið um hallalaus fjárlög? Verður Pósti og síma þá ekki fómað? Verður fyrirtækið ekki bútað upp og selt á afsláttarkjörum til vina ríkis- „Hvers vegna í veröldinni segir samgöngu- ráðherra og þeir sjálfstæðismenn ekki söguna alla? Þeir hafa fjölmargir lýst því opinberlega yfir að það sé þeirra von og draumur að einkavæða Póst og síma. Hvers vegna þessi feluleikur?" stjómarflokkanna í íslensku atvinnu- lffi - og það fyrr en síðar. Spytjum að leikslokum. Ráðherra allsráðandi I títtnefndu frumvarpi samgöngu- ráðherra um Póst og síma er ráðherra veitt heimild til að stofna eins mörg dótturfyrirtæki og hann lystir. Eitt hlutafélag fyrir gmnnnetið, eitt fyrir sölu símtækja, eitt fyrir póstinn, eitt fyrir alnetið og svo framvegis. En allt þetta ætlast hann til að Alþingi heimili með samþykkt þessa frumvarþs, þótt sjálfur skili hann auðu þegar spurt er um framtíðarsýn hans varðandi hlut- verk og markmið þessarar þjónusm. Ennffemur er ljóst að undirbúnings- vinna vegna stöðu starfsmanna, sem em um 2400 talsins, er á algjöm ffurn- stigi. Því miður svarar frurnvarpið allt- of fáu um eðlilegar spumingar starfs- manna varðandi framtíð þeirra og stöðu hjá nýjum vinnuveitanda, hluta- félagi. Undirritaður telur ógjörning að samþykkja ffumvarp ríkisstjómarinnar um Póst og síma eins og það liggur fyrir. Vissulega er nauðsynlegt að laga þetta ríkisfyrirtæki að þeim vemleika sem orðinn er. Þar em margar leiðir færar. Alþýðuflokkurinn aðhyllist ein- faldlega blandað hagkerfi. Það er ekki trúaratriði að hefja ríkisrekstur né hætta honum. Ekki trúarbrögð að hlutafélagavæða - eða einkavæða. Meta stöðuna einfaldlega kalt og yfir- vegað. Hvernig verður þjónustan ódýrust og best og hvernig verður hagur starfsmanna tryggður? En um- fram allt verður í þessu sambandi fyrst að skilgreina með skýrum hætti á hvaða vettvangi verður bullandi sam- keppni í póst- og símamálunum, hvar áfram einkaleyfi, hver er gjaldskrár- stefnan, hveijar arðsemiskröfumar - og yfirleitt hvemig þetta stóra fyrir- tæki ætlar að bregðast við þessum ger- breyttu kringumstæðum. Það eitt að breyta stóm ríkisfyrirtæki í hlutafélag svarar þessu á engan hátt. Póstur og sími er feiknstórt fyrir- tæki á íslenskan mælikvarða. Eigið fé þess er í kringum 13 milljarðar króna miðað við efnahagsreikning um síð- ustu áramót. Ótaldar eignir þess og viðskiptavild er talin í kringum 8 milljarðar króna. Frá dragast lífeyris- skuldbindingar sem em taldar vera um 8 milljarðar. Með öðmin orðum, fyrir- tæki með 13 milljarða króna í heima- mund. Fyrirtæki sem greiðir um 2400 manns um það bil þijá og hálfan millj- arð í laun á ári hveiju og veltir 10-11 miUjörðum á ári. Ekki almennt snakk Menn afgreiða ekki framtíð mikil- vægs þjónustufyrirtækis, vinnuveit- anda þúsunda Islendinga, fjársterks stórfyrirtækis á borð við Póst og síma með almennum yfirlýsingum, al- mennu snakki, eins og stórgallað frumvarp samgönguráðherra er í raun þegar hismið hefur verið skilið frá kjarnanum. í þessum málum eins og öðmm þarf stjómarandstaðan að hafa vit fýrir rík- isstjóminni. Það mun ekki standa á Alþýðuflokknum í þeim efnum. Höfundur er varaformaöur Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. a t a I 5 . m a r s Atburðir dagsins 1461 Hinrik VI Englandskóng- ur er settur af og er það einn stóratburðurinn í svokölluðu Rósastríði. 1856 Covent Gar- den óperan í Londan brennur til gmnna. 1933 Nazistar vinna nær helming þingsæta f kosn- ingum í Þýskalandi. 1946 Win- ston Churchill lýsir því yfir í ræðu að „járntjald hafi fallið um Evrópu". 1953 Jósef Stalín andast. 1991 Útvarpið í Bagd- ad lýsir því yfir að stjóm fraks hafi fallið frá þeirri ákvörðun að innlima Kúveit. Afmælisbörn dagsins Lady Gregory 1852, írskt leikritaskáld og annar stofnandi Abbey-leikhússins í Dublin. Rosa Luxemburg 1871, þýsk- ur kommúnistaforingi og rit- höfundur. Rex Harrison 1905, breskur leikari. Elaine Page 1952, bresk söngkona, einkum þekkt fyrir söngleikina Evita og Cats. Annálsbrot dagsins Sló Erlendur Gíslason með vakastöng eður vakabroddi Gísla nokkurn Jónsson að nafni, búandi austur í Holta- mannahrepp í Rangárvalla- sýslu, svo Gísli Jónsson deyði þar af. Erlendur dæmdur líf- laus, en sett þó til kongs, af því Gísli var ei saklaus við hann. Sjávarborgarannáll 1698. Tilvísun dagsins Trú þú öngum svo vel að þú trúir eigi best sjálfum þér. Guömundur ríki Eyjólfsson viö Gretti Ásmundarson. Tilvitnun dagsins Eg leyfi mér að ítreka þá stað- föstu trú mína, að það eina sem við þurfum að óttast, er sjálfur óttinn. Franklin D. Roosevelt Bandaríkja- forseti er hann sór embættiseió sinn 1933. Málsháttur dagsins Sjaldan er fíflum framaskortur. Orð dagsins Ástin hefur hýrar brdr, en hendur sundurleitar, ein er mjúk en önnur sdr, en þó báðar heitar. Siguröur Breiðfjörð Skák dagsins Sá sem leysir skákþraut dags- ins á innan við mínútu telst býsna glúrinn. Klinger hefur svart og á leik gegna Nemet, skákin var tefld í Biel 1989. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Dxf3!l 2. gxff3 Bxf3+ 3. Kgl d3+ 4. Kfl dxe2+ Og hvíta drottningin cr fallin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.