Alþýðublaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 8
\V\RE Vffll/ 4 - 8 farþega og hjólastðlabílar 5 88 55 22 Þriðjudagur 5. mars 1996 MDUBLMD 36. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk I Alþýðuflokkurinn á Vestfjörðum hættir við þátttöku í sameiginlegu framboði Undirskriftir til varnar Miðskólanum „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enn um hvort skrifstofur fræðslumiðstöðvar flytji í húsið og því eru undirskriftalistarnir einungis inn- legg í umræðuna," segir Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi í skólamálaráði Reykjavíkur, en í gærdag kom fjöldi barna úr Miðskólanum á fund hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og afhenti honum mótmæli gegn flutningi skólans úr Mið- bæjarskólanum. Höfðu þau meðferðis um tvö þúsund undirskriftir frá velunnurum skólans og færðu Árna. A-mynd: E.ÓI. Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkaði um 653 á síðasta ári. ■ Aðild að trúfélögum Fækkar stöðugt í þjóð- kirkjunni Á árabilinu 1991 til 1995 fækkaði meðlimum íslensku þjóðkirkjunnar um 2.223. Fimm árin þar á undan, frá 1986 til 1990, fækkaði meðlimum hennar um 382. Mest var fækkunin á síðasta ári, 1995, en þá fækkaði með- limum þjóðkirkjunnar um 653 miðað við 397 árið áður, en að jafnaði hefur fækkað um milli 300 og 500 sálir í kirkjunni hvert ár síðustu fimm árin. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Hagstofa fslands hefur sent frá sér um breytingar á trúfélagsaðild á ís- landi frá 1986 til 1995. Þar kemur einnig fram að nokkur trúfélög hafa verið í nokkrum vexti síðustu árin: Nýskráðir umfram brottskráða í kaþ- ólsku kirkjunni voru 204 á tímabilinu 1991 til 1995, í Hvítasunnusöfnuðin- um íjölgaði um 230 og í Búddistafé- lagið sem var stofnað á tímabilinu gengu 236 meðlimir. Vegurinn óx líka og efldist á þessum fimm ára tíma, sem nemur 356 einstaklingum, en þess er þó að geta að í því trúfélagi fækkaði um 72 á síðasta ári. ■ Afmælishátíð Alþýðu- flokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands Hátíðarhöld á áttatíu ára afmæli Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur Islands verður 80 ára 12. mars næstkomandi, hann var stofnaður þann dag 1916. Flokkurinn hyggst minnast þessara tímamóta með veglegum hætti. Mikill afmælisfagnaður með borð- haldi fer fram í Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerðinn) að kvöldi föstudagsins 15. mars. í upphafi þeirrar samkomu býður varaformaður flokksins, Guð- mundur Árni Stefánsson, gesti vel- komna. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun ávarpa samkomuna og hin vinsæla gáfu- og gleði- mannas veit Spaðar flytur nokkur lög af þessu sérstaka tilefni. Spaða skipa meðal annarra Guð- mundur Andri Thorsson, Gunnar Helgi Kristinsson og Sigurður Val- Ingibjörg Sólrún geirsson. Leik- ávarpar jafnaðar- ararnir Pálmi menn í afmælis- Gestsson, Örn fagnaöi þeirra. Ámason og Sig- urður Sigurjónsson munu fara með spaug og spé, án efa á kostnað stjóm- málamanna. Síðan hyggjast jafnaðarmenn stíga dans við undirleik hljómsveitarinnar Skárra en ekkert. Þar fer fremstur í flokki Guðmundur Steingrímsson (Hermannssonar), framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Islands og harm- oníkuleikari, auk þess sem ýmsir lands- þekktir gestasöngvarar munu taka lagið með hljómsveitinni. Ýmislegt fleira mun vera á dagskrá án þess að staðfest- ing hafi fengist á hvað það muni vera. Sunnudaginn 17. mars verður síðan afmælisboð á Hótel Borg, þar sem Al- þýðuflokkurinn heldur vinum stnum og velunnumm kaffisamsæti. Þar flytur Jón Baldvin formaður flokksins ræðu, Gylfi Þ. Gíslason ávarpar samkomuna og Jakob Frímann Magnússon verður veislustjóri. Þá flytur Bubbi Morthens nokkur lög sem frændi hans Haukur Morthens gerði vinsæl á sínum tíma. Kosningarnar á Spáni Almenningur hefur ekki rugl- ast í ríminu - segir Guðbergur Bergsson „Þessar kosningar á Spáni eru mjög athyglisverðar, einkum vegna þess að Sósíalistaflokknum hefur verið spáð ósigri í íjöldamörg ár,“ segir Guðberg- ur Bergsson rithöfundur, sá fslendinga sem þekkir einna best til málefna á Spáni. Eins og spáð hafði verið varð hinn hægrisinnaði Þjóðarflokkur Jose Mar- ia Aznar sigurvegari í spænsku þing- kosningunum sem fram fóru á sunnu- daginn. Sigur flokksins var þó langt í frá að vera jafn afgerandi margir höfðu ætlað og er hann talsvert frá því að hafa náð hreinum meirihluta. Þarf Aznar því að leita stuðnings svæðis- bundinna smáflokka til að geta mynd- að stjórn. Sósíalistarflokkur Felipe Gonzales tapaði í kosningunum eins og vitað var, en beið þó alls ekki það afhroð sem skoðanakannanir bentu til. ,Allir fjölmiðhtr hafa verið að hríð- ast í Sósíalistaflokkinn og tala um spillingu innan hans og að stjóm hans hafi valdið spillingu innan stjómkerf- isins,“ segir Guðbergur. „Því hefur líka verið haldið fram að Felipe Gonzales sé einn af höfuðpaurum þeirra hryðjuverkasamtaka sem hafa verið að drepa ETA-menn, aðskilnað- arsinnaða Baska. Þetta fólk sem hefur staðið fyrir árásum á flokkinn er úr röðum vinstri manna og þá einkum úr hinum gamla Kommúnistaflokki og hafa gert allt til að fella Sósíalista- flokkinn." Valdaskeiði Felipe Gonzales sem staðið hefur í þrettán ár er líklega lokið. Hægrimenn unnu þó ekki meirihluta og sósíalistar töpuðu ekki jafn stórt og spáð hafði verið. Guðbergur segir það gamlan vana innan Kommúnistaflokksins spænska að höfuðandstæðingurinn sé ekki hægrihreyfingin, heldur sósíaldemó- kratar og sósíalistar. „En þrátt fyrir allan þennan djöfulgang sem hefur verið í fjölmiðlunum og á öllum svið- um, og það að hægrihreyfingunni hef- ur verið spáð sigri í eitt eða tvö ár,“ segir Guðbergur, „hefur almenningur ekki ruglast í ríminu heldur haldið áfram að kjósa Sósíalistaflokkinn. Að vísu tapar flokkurinn einhverju, enda er hann búinn að vera við völd í þrett- án ár og almenningur hefur setið undir látlausum áróðri. Að undanfömu hafa skoðanakannanir spáð Sósíalista- flokknum stórtapi og hægrimönnum meirihlutasigri, en það varð ekki,“ segir Guðbergur Bergsson. Ekki ásættanlegt að aðrir segi okkur fyrir verkum -segir Björn Hafberg. Áfall fyrirfélagshyggjufólk „Við töldum ekki ásættanlegt að aðrir gæfu okkur fyrirmæli um það hverja við veldum á framboðslist- ann. Þá var komið að þeim tíma- punkti að ekki var hægt að komast lengra í þessu máli. Menn reyndu að ná málamiðlunum en því miður tókst það ekki,“ sagði Björn Haf- berg, skólastjóri á Flateyri, í sam- tali við Alþýðublaðið. Alþýðu- flokkurinn á norðanverðum Vest- fjörðum hefur hætt við þátttöku í sameiginlegu framboði félags- hyggjuaflanna fyrir kosningar í vor. Fulltrúar annarra lista voru ekki sáttir við að Sigurður R. Ólafsson, bæjarfulltrúi á Isafirði, tæki sæti á hinum sameiginlega lista ásamt Birni Hafberg og það varð til þess að Alþýðuflokkurinn dró sig úr væntanlegu samstarfi. Á norðanverðum Vestfjörðum gerðu menn sér dágóðar vonir um að félagshyggjuöflin og Framsókn- arflokkurinn gætu sameinað krafta sína í kosningabandalagi. Fram- sóknarflokkurinn var fyrstur flokka til að gefa hugmyndina upp á bát- inn og síðan hætti Vestfjarðarlisti Péturs Bjarnasonar við þátttöku. „Þegar við lögðum af stað í þessa ferð var okkar markmið að mynda breiðfylkingu sem væri ör- ugg um sigur í næstu kosningum. Þegar við gáfum Framsóknar- flokknum til kynna að við værum tilbúin að rétta þeim upp í hendur forystuhlutverk þorðu þeir ekki að axla þá ábyrgð. Þeir vildu bara vera í baksætinu og geta potað og pikk- að eins og þeim hentaði þegar þeir sæju hvernig staðan yrði eftir kosn- ingar,“ segir Björn. Um þá ákvörð- un Péturs Bjarnasonar og M-lista manna að draga sig úr samstarfinu segir hann: „Ég veit svosem ekki hvað vakti fyrir Pétri en hann kvaddi einn góðan veðurdag án þess að nokkrar raunverulegar skýr- ingar væru gefnar." Björn segir þróun mála í samein- ingarviðræð.unum hafa verið mikil vonbrigði. „Auðvitað er það áfall fyrir félagshyggjufólk að þetta skyldi ekki hafa tekist. Við höfum öll lagt okkur fram, því eins og allt félagshyggjufólk dreymir okkur um að geta myndað breiðfylkingu sem gerir kröfu um að fá sína hlutdeild í því að stjórna þessu þjóðfélagi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.