Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 skáld vikunnar ■ Hrafn Jökulsson skrifar um Jónas Guðlaugsson sem dó aðeins 28 ára en hafði áður sent frá sér níu frumsamin skáldverk — þar af sex sem út komu á Norðurlöndum F ,Þessi Islendingur er mikið skáld..." „Þessi íslendingur er mikið skáld, sem mundi sóma sér í góðskáldatölu hvers af Norðurlöndum sem væri,“ sagði danskur ritdómari árið 1911 um ljóðabók eftir komungan íslending, Jónas Guðlaugsson. Hann hafði ekki látið sig muna um að yrkja ljóðin á dönsku og fá ung skáld í Danmörku þóttu standa honum á sporði. Bók hans, Sangefra Nordhavet, kom út hjá Gyldendal, sem var þá einsog nú öflugasta forlag Norðurlanda. Flestir aðrir ritdómarar í Danmörku hófu Jónas Guðlaugsson til skýjanna og spáðu honum bjartri framtíð. Svo mikið er víst, að Gyldendal-forlagið hafði íyllstu trú á honum: Á örfáum árum gaf það út sex bækur eftir Jónas; ljóð, smásögur og skáldsögu. Áður hafði hann gefið út þtjár ljóðabækur á fslandi, ritstýrt nokkrum blöðum og tekið þátt í harðri orrahríð íslenskra stjómmála á fyrsta tug aldarinnar. En Jónas varð aldrei eitt af höfuð- skáldum Norðurlanda: Hann dó ein- samall á dönsku gistihúsi, aðeins 28 ára gamall. Einu sinni hafði hann ort um Island: Ó, land, sem getur gefið blóm og gröfí skáldalaun. Honum hlotnaðist hvomgt: hann var jarðsettur á Jótlandi vorið 1916 og skömmu síð- ar hafði fennt svo rækilega yfir minn- ingu skáldsins að ljóðum hans virtist einungis ætlaður staður í glatkistunni. 17 ára þegar fyrsta bókin kom út Jónas Guðlaugsson fæddist á Stað- arhrauni í Mýrasýslu 27. ágúst 1887 og dó 15. apríl 1916. Hann var af góð- um ættum, sem kallaðar em, og var settur til mennta í Lærða skólanum. Þaðan hvarf hann próflaus, staðráðinn í að sigra heiminn með skáldskap sín- um: það er efamál að nokkm sinni hafi komið fram skáld með jafti óbil- andi sjálfstraust og sigurvissu. Aðeins 17 ára gamall gaf hann út fyrstu bók sína, Vorblóm, og var, eftir því sem næst verður komist, yngsta skáld sem sent hafði frá sér bók til þess tíma. Vorblóm geyma ekki merkilegan kveðskap, heldur mestanpart illa gerð- ar stælingar á ljóðum þjóðskáldanna; einkum Steingríms Thorsteinssonar sem Jónas dáði mjög. Bókin kom út Siisn SANGE FRA DE BLA/ BJÆRGE . af Jouas Gutilau^sspr GýlJ. Bogk. Norcl. I JÓNAS GUÐLAUGSSÖN MONIKA ISLANDSK BONDEKORTÆLLINO JÓIVAJ- Öudlvxugja'orv árið 1905 og strax árið eftir var Jónas aftur á ferðinni: nú í félagi við Sigurð Sigurðsson frá Amarholti. Þeir gáfu út ljóðabók saman og völdu henni heitið TvístimiQ, og þótti til marks um helstil mikið oflæti. Jónas hafði lifibrauð af ritstörfum, nánast ífá ung- lingsárum, og var orðinn ritstjóri á Isafirði innan við tvítugt. Þar gaf hann út Valinn, í félagi við Guð- mund Guðmundsson sem kallaður er » . "'"AiWú „Allt í einu var risinn söngvari á meðal vor," sagði danskt skáld þegar bækur Jónasar tóku að birtast í Danmörku. ""n'rM. Jónas Guðlaugsson. Hann varð aldrei eitt af höfuðskáldum Norð- urlanda, eins og jafnvel hafði verið spáð, heldur dó einsamall á gisti- húsi 28 ára. Teikning eftir Ásgrím Jónsson iistmálara. gagn þeiira fyrmefndu, þótt Jónas söðlaði reyndar um áður en fyrir lauk. Hvorki Vorblóm né Tvístimið — og þaðan af síður blaðamennskan — hefðu haldið nafni Jónasar á lofti. En þegar hann var aðeins 22 ára að aldri gaf hann út bók sem tvímælalaust má __ telja besta verk sem svo ungt skáld hefur sent frá sér: Dagsbrún. Jonas euálaugsson I3retleflortlsfolU skólaskáld. Á fyrstu ámm aldarinnar tókust á landvamarmenn og heima- stjómarmenn, og var Valurinn mál- Bókmenntavið- burður Dagsbrún er merkileg bók. Þar em að sönnu Ijölmörg kvæði sem ekki em veigamikil: há- stemmd hvatningarljóð til Islendinga um að duga nú í sjálfstæðisbaráttunni, auk náttúruljóða sem minna óþægilega á eldri meistara. Þessar tegundir 1 jóða vom einskonar skylduverkefni síns tfina, og ortu sig að mestu leyti sjálf. Það sem hinsvegar gerir Dagsbrún að stórmerkilegri bók eru hin persónu- legu ljóð Jónasar, þar sem ýmist birtist ólgandi kraftur eða fallega útsett við- kvæmni. Þessi ljóð em ekki fengin úr annars smiðju: í þeim er sleginn marg- frægur nýr tónn, búningurinn er óað- finnanlegur þegar Jónasi tekst upp, formið meistaralegt í bestu kvæðunum og myndmálið einatt frumlegra en áð- ur hafði sést. Jónas var aðeins um tví- tugt þegar hann orti ljóðin í Dagsbrún, og óhætt er að endurtaka að ekkert skáld annað á þeim aldri hefur náð að leika á ljóðhörpuna af slíku listfengi. Skáld á borð við Tómas Guð- mundsson, Davíð Stefánsson og Stef- án frá Hvítadal töldu allir að þeir ættu Jónasi Guðlaugssyni skuld að gjalda. Skáldin og hversdagsleikinn Jónas Guðlaugsson hefur jafnan verið dreginn í dilk með nýrómantísk- um skáldum. Hannes Pétursson skáld, sem ritað hefúr snilldarlega um ný- rómantísku skáldin fslensku, hefur komist svo að orði að raunsæismenn mundu kalla nýrómantík flótta frá veruleikanum; rómantískt fólk hins- vegar lausn frá hversdagsleikanum. Ónnur skáld með nýrómanstískan stimpil eru til dæmis Jóhann Sigur- jónsson, Sigurður Sigurðsson frá Am- arholti, Jóhann Gunnar Sigurðsson og Hulda. Jónas á ekki nema að nokkru leyti samleið með þeim. Hann var meiri baráttumaður en áðumefnd skáld, tók virkan þátt í pólitfk, skrifaði óteljandi baráttugreinar í blöð. Hann leitaði ekki lausnar/ráhversdagsleikanum: hann leitaði lausnar á hversdagsleik- anum. Allt í einu var risinn söngvari meðal vor... Jónas Guðlaugsson fór alfarinn frá fslandi um það leyti sem Dagsbrún kom út, staðráðinn í að hasla sér völl á Norðurlöndum. Um þessar mundir lém ungir íslendingar mjög að sér kveða í dönskum bókmenntum og skyggðu jafnvel á verk þarlendra. Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Kamban og Jóhann Siguijónsson unnu allir góða sigra, þótt þeir séu ekki fyrirferðanmklir í danskri bók- menntasögu núna. Jónas þurfti ekki að bíða lengi eftir að rödd hans heyrðist á Norðurlönd- um: viðtökur við bókum hans vom á einn veg. „Allt í einu var risinn söngv- ari á meðal vor,“ sagði danska skáldið Harry Söiberg í grein um Jónas. „...Islendingur, ekki aðeins borinn og bamfæddur, heldur af hreinu ís- lensku eíríi gerður, og orti á dönsku um bergstál og víðemi öræfanna og blá fjöll þar sem veður og vindar Norður- Atlantshafsins næddu um strendur ættlandsins.“ Og það vom einmitt hin framandi yrkisefrú sem vom Jónasi dijúgt veganesti þegar hann haslaði sér völl sem skáld í Danmörku. En auðvitað skipti sköpum að honum tókst til hlítar að yrkja á dönsku; og af meiri þýðleika og lipurð en flest dönsk samtímaskáld. ■ Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykja- víkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur ertil 26. mars 1996 og skal umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrif- stofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Alþýðuflokkur Kópavogs Salarleiga - Fermingar - smærri veislur og fundir! Unnt er að leigja sal félagsins gegn vægu gjaldi. Salurinn tekur um það bil 100 manns með góðu móti og 50-60 manns í sæti. Eldunaraðstaða, kaffivél og ísskápur fylgja. Einnig er fyrir hendi giös og bollar fyrir allt að 50-60 fundarmenn eða gesti. Umsjón salarleigu er í höndum Lofts Þórs Péturssonar varaformans, í síma 553-6120 (vinna) eða 554- 5186 (heima) Ennþá eru lausir nokkrir dagar um helgar. Alþýðuflokkur Kópavogs Kvenfélag Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði heldur fund fimmtudaginn 7, mars klukkan 20:30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Gestur fundarins Gunnar Beinteinsson útibússtjór i Búnaðarbankans í Hafnarfirði, talar um fjármál heimilanna. Mætum hressar, takið með ykkur gesti. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.