Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 menning & mál Myndlistin á ári endurmenntunar Það mun víst ekki fara framhjá neinum að árið 1996 er helgað endur- menntun og símenntun af hvers kyns toga. Frá áramótum hefur hver kynn- ingar- og umræðuþátturinn eftir ann- an verið helgaður þessu brýna mál- efni á öldum ljósvakans. Eins og við var að búast ber mest á ýmsum nám- skeiðum fyrir fullorðna, en þar fer Háskóli Islands fyrir öðrum mennta- stofnunum með góðu fordæmi og sannar heldur betur þótt sveltur sé hvers virði hann er almenningi. Menning & listir [ Halldór Björn Runólfsson skrifar Það er nú eitt sinn svo að það eru ekki bara akademikeramir sem njóta góðs af þessari æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Hver sem vill getur skráð sig þar á endurmenntunamám- skeið í nánast hverju sem er og þann- ig krækt sér í aukna þekkingu með akademískum gæðastimpli. A listann sem í boði er virðist ekkert skorta nema ef vera skyldi námskeið íyrir ís- lenska stjómmálamenn og ofalda úr- valsgæðinga með heitinu: „Hvernig bjarga má menntun og heilbrigði þjóðarinnar með því að draga úr efn- islegri einkaneyslu hennar.“ Og þó - láti ég hugann reika örlítið lengra kemur mér í hug námskeið sem ekki væri vanþörf á að auglýsa þótt áhöld séu um það hvort endur- menntunardeild Háskóla íslands væri endilega rétti vettvangurinn. Slíkt námskeið mætti heita: „Endurhæfmg- arhámskeið fyrir íslenska listamenn." Þvf mætti svo fylgja eftir með nám- skeiði sem héti: „Byijendanámskeið í listskilningi fyrir betri borgara." Eg er ekki viss um hvort námskeiðið væri brýnna því spumingin er ávallt hvort á undan var, hænan eða eggið. Eitt er víst að námskeið með slíkum for- merkjum mundu ávallt verða að hald- ast í hendur vegna skyldleika viðfeng- Installatiom í Shedhalle, Zúrich, 1993 eftir sænska listamanninn Anders Widoff. „Það er einmitt hugboð út af fúkkalyktinni úr búðum íslenskrar myndlistar sem rekur mig til að lýsa eftir endurmenntunarnámskeiði fyrir íslenska myndlistarmenn og listáhugamenn meðal betri borgara. Annað var það ekki." isins. Það virðist nefnilega tvennt hamla eðlilegum framgangi íslenskrar myndhstar á þessum síðustu og verstu tímum. Annað er hve margir lista- menn álíta sig fullnuma eftir nokkurra ára nám og framhaldsnám r greininni. Hitt er hve margir góðborgarar frnna til srn sem sérffæðingar þegar áhrifrn af fífilbrekkulistinni ölva skynfæri þeirra. Þegar kynni takast síðan milli listamanna fullnuma og góðborgar- anna sérffóðu myndast jafn frjósamur og li'fvænlegur jarðvegur í listinni og askan er í Surtsey eða á Sprengisandi. Lengi íþyngdi það íslenskum menntamönnum hve fullnuma þeir töldust þegar á unga aldri. Með því að fara í framhaldsnám við viðurkennd- an erlendan háskóla komust þeir í tæri við einhvern óþrjótandi viskubrunn sem gerði þeim kleift að sigla sr'ðan fyrirhafnarlrtið gegnum lífið án þess svo mikið sem fletta einni einustu bók. Ef að þeim sótti minnsti efi kom alþýða manna þeim til bjargar með því að telja þeim - um leið og hún taldi sjálfri sér - trú um að eitthvað væri til sem teldist fullnaðarnám. í allra seinustu tíð hefur þeim mennta- mönnum þó fjölgað blessunarlega sem viðurkenna - jafnvel fyrir kolleg- um sínum - að þeir viti ekki allt. Þeir eru að vísu ekkert alltof margir menntamennimir sem eru leitandi, að minnsta kosti ekki borið saman við allan skarann sem telur sig þegar hafa fundið allt sem þeir þurftu að finna. En leitandi menntamenn eru þó snöggtum fleiri en leitandi myndlist- armenn ef marka má almennt sýn- ingahald hér heima á undanförnum þrem til fjórum árum. Svo virðist sem obbinn af íslenskum myndlistarmönn- um láti sér nægja að veifa nafninu einu. Þeir eru með öðrum orðum listamenn einvörðungu að nafninu til., Af nærri 400 félagsbundnum listá- mönnum í SÍM virðast innan við tíu af hundraði fylgjast með því sem ger- ist í fagi þeirra. Hinir eru miklu fleiri sem telja sér skylt að hamast gegn eðlilegu upplýsingastreymi með’rógi um leitandi kollega sína og nfði um eðlilega þróun listá úfi í hinum stóra heimi. Þessum mönnum er svo mikið í mun að hafa það gott á andlega planinu að þeir bregðast ókvæða við öllu sem vakið gæti þá af þymirósar- blundinum. Gott aðhald upplýstra áhugamanna gæti hrist duglega upp í þessari lág- kúm. En áhugi á því að vita hvað býr að baki listinni er því miður hverfandi meðal leikmanna. fslendingar virðast háfa ámóta áhuga á myndlist og be- trekki. Hugmyndir þeirra um listir rista ekki dýpra en sem nemur al- mennum áhuga á stofuprýði. Þannig telja íslenskir góðborgarar að góður smekkur sé ígildi listskilnings. Sam- kvæmt því er heimsókn á listsýningar ekki annað en framhald á innkaupa- ferð í IKEA eða Habitat. Ef áhugamenn um bókmenntir væru jafn nægjusamir mundu þeir ekki ætlast til annars en bókin færi vel í hillu og kjölurinn rímaði litrænt við verkin á veggnum og sófasettið í stof- unni. A metum forms og litar gildir einu um innihaldið. Þetta er að vísu þekkt úr ljóðlist, því formi bókmennta sem stendur næsj myndlistinni. Ef ljóðið er stutt þykir það 'gjaman auð- numið. Þannig varð það ferskeytlunni að falli hve úr sér sprottið inntak hennar var orðið um miðja öldina. Þótt enn séu gerðar margar heiðarleg- ar tilraunir til að endurvekja áhrif hennar með alls kyns kvæðafélögum og þingmannafimi verður hún aldrei sú gersemi sem hún var í tíð Bólu- Hjálmars. Hið sama gildir um íslenska lands- lagslist. Hversu margar heiðarlegar tilraunir sem menn gera til að endur- heimta mátt hennar og megin þá eru dagar hennar taldir. Ágæti Georgs Guðna boðar ekki endurreisn ís- lenskrar landslagslistar heldur svana- söng hennar. Georg Guðni er eins og Gustav Mahler. Hann tekur form á fallanda fæti og býr því svo undurfög- ur líkklæði að menn ímynda sér eitt örskotsblik að þar fari endurreisn með lúðrablæsti og þrumugný. En óvart boðar trompettið að búið sé að flagga í hálfa stöng. Eins og Steinn heiti Steinarr orðaði það, þá er ekki hæ að endurtaka dautt form, ekki frek en jarðarför hversu vel sem hi heppnaðist. Það er einmitt hugboð út af fúkk. lyktinni úr búðum íslenskrar mym listar sem rekur mig til að lýsa eft endurmenntunarnámskeiði fyrir íí lenska myndlistarmenn og listáhugí menn meðal betri borgara. Annað va það ekki. ■ ■ Fyrir tólf árum könnuðust fæstir við kynferðislega áreitni, hvað þá að hún væri vandamál. Þá skrifaði Egill Helgason grein um þessa ámælisverðu hegðun og reyndi að smíða um hana ný- yrði á íslensku. Hér minnist Egill þess að Nóbelskáldið á Gljúfrasteini hafði aðrar hugmyndir „Biskup sakaður um flángs" Halldór Laxness. Tillaga hans að íslensku orði um „sexual harrasment" þótti full léttúðug. „Mánudagskvöld. Dallaskvöld. Augu þjóðarinnar mæna með hroll- blandinni sælu á yfirganginn og ffekj- una í óskabaminu J.R. Það er manna- þefur í húsum hans, hann hefur komið auga á enn eitt fómarlamb losta síns: glóhærða og sakleysislega skrifstofu- stúlku sem á sér einskis ills von. Fólið gengur að henni með votar varir, strýkur lokkaflóðið þýðlega og niður á bak og segir.. .eitthvað mjúkt, eitthvað loðið. Og stúlkan, nú veit hún mæta vel að henni standa aðeins tveir kostir til boða: að hypja sig út úr Dallas ell- egar þýðast nautnasjúkt ómennið...“ Með svofelldum orðum hófst grein sem undirritaður skrifaði í Helgarp- óstinn fyrir réttum tólf ámm - æ, er orðið svona langt síðan? - 1. mars 1984. í undirfyrirsögn sagði að grein- in ijallaði um ,Jcáf, þukl og kynferðis- legar þvinganir á vinnustað“, semsé fyrirbæri sem þá var orðið nokkuð umtalað úti í hinum stóra heimi, eink- um f Bandaríkjunum og kallaðist sexual harrasment. Lítið hafði hins vegar farið fyrir umræðu um þessi efni hér á landi og sá greinarhöfundur sig reyndar knúinn til að taka fram að hann væri ekki að búa til „heljarmikla sápukúlu", heldur væri þetta alvöm- vandamál - kannski vonaði hann að lesendur tækju þannig meira mark á sér. Ýmsir aðilar sem greinarhöfundur hafði tal af, einkum konur úr fremstu röð kvennabaráttunnar, lýstu hins veg- ar þeirri skoðun sinni að þetta væri málaflokkur sem lítið hefði verið ræddur á íslandi - skammarlega lítið, var álit margra. Með greininni fylgdu svo viðtöl við tvær konur sem sögðu farir sínar ekki sléttar: Önnur hafði ráðið sig sem kokkur á bát sem gerði út frá Suður- nesjum og sagði það hafa verið „nryll- ingsferð sem maður gleymir seint“. Vélstjóri og skipstjóri höfðu lagt hana í einelti og var ekki annað frá þeim að hafa en „svívirðingar, þukl og káf all- an liðlangan daginn“, eins og konan orðaði það. „Ég átti satt að segja að þjóna þeim í einu og öllu,“ Hin konan starfaði á skrifstofu og hafði lent í því að forstjórinn bauð henni að gerasl hjákona hans, „á fúllu kaupi“. Þegar hún ekki vildi láta til- leiðast kallaði hann og lét hana vélrita sitt eigið uppsagnarbréf og hætti hún við svo búið „Ástæðan fyrir uppsögn- inni getur ekki verið önnur en sú að ég vildi ekki þýðast hann,“ sagði konan. Nú skal ekki dregin dul á að höf- undur hljóp dálítið á sig við samningu greinarinnar. Á þessum tíma var hug- takið „kynferðisleg áreitni" farið að heyrast úr ýmsum homum, en þó var ffáleitt að það væri orðið gjaldgegnt í málinu. Satt að segja fannst höfundi hugtakið ljótt og finnst enn vond ís- lenska. Hins vegar voru heldur klaufa- legir tilburðimir til að smíða nýyrði um þetta ljóta framferði; höfundur stakk upp á orðinu „ástreitni" (ást plús reitni) og notaði það í greininni, þó ekki alveg án þess að hafa bakþanka. Þessi klaufagangur í nýyrðasmíð vakti af vonum litla hrifningu. Skel- eggum kvenréttindakonum þótti þetta ekki sniðugt og í næsta tölublaði Helgarpóstsins birtust lesendabréf þar sem tvær þeirra, Magdalena Schram og Helga Thorberg, gáfú höfúndi vin- samlega ofanígjöf. Þótti þeim fráleitt að tala um ást í þessu sambandi, enda hefði kynferðislegt áreiti ekkert með ást að gera. Og er náttúrlega rétt og satt, enda bar greinarhöfundur því hálfskömmustulegur við í svargrein að hann ætlaði ekki að halda uppi stómm vömum fýrir orðið „ástreitni", heldur hefði eingöngu verið hugsað til „skammtímabrúks yfir vandamál sem enn hefúr ekki hlotið verðuga nafngift á íslensku. Þá heyrðist rödd ofan úr Mosfells- sveit, nánar tiltekið frá Gljúfrasteini. Halldór Laxness hafði fylgst glöggt með vangaveltum blaðamannsins og kvenfrelsiskvennanna um kynferðis- lega áreitni og verðugt heiti á því íyr- irbæri. Sendi Halldór bréfkorn til Grein í Helgarpóstinum, 1. mars 1996. Það skal fúslega viðurkennt að orðið „ástreitni" var harla klaufalegt. En umræðan var varla byrjuð... blaðsins og stakk upp á að hér yrði notað gamalt og gott íslenskt orð og þessi slík hegðun kölluð „flangs" (- flángs, hefði hann stafsett það). Þá mætti líka nota sögnina að „flangsa". Orðið flangs hefur svohljóðandi orða- bókarskýringu: „daður, káf, klunna- legar umleitanir, sbr. hvaða flangs er þetta í honum við stúlkuna". Uppástunga Halldórs er náttúrlega snjöll og auðvitað ekki annars að vænta. Hins vegar mun flestum sem létu sér annt um að kveða niður kyn- ferðislega áreitni hafa fundið orðið of léttúðugt til að nota það um svo ámæl- isverða hegðun. Orðið flangs, í yfir- færðri merkingu, öðlaðist semsé ekki nýjan þegnrétt í málinu, en hins vegar er smáskemmtilegt að velta því fyrir sér hvemig fyrirsagnir fjölmiðla hefðu hljómað ef hugmynd Halldórs hefði gengið eftir. Til dæmis svona: „Bisk- up sakaður um flangs.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.