Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 4
4 u n ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 g k r a t i n n Hörður H. Arnarson skrifar Ný Félags- miðstöð opnuðí Hafnarfirði Ungt fólk og Alþýðuflokkurinn Þann 29. febrúar hóf starfsemi sína ný félagsmiðstöð í Hafnarfirði. Það er að frumkvæði Æskulýðs- og tómstundaráðs (ÆTH) í samvinnu við skóla og skólayfirvöld sem þessi starfsemi er sett á laggirnar. Félagsmiðstöðin er til húsa í Hval- eyrarskóla. Eftir nafnasamkeppni meðal unglinga í hverfinu var fé- lagsmiðstöðinni gefið nafnið Verið. Það hafa um nokkurt skeið átt sér stað umræður í æskulýðsráði um að koma á laggir starfsemi af þessu tagi í hverfinu. Því þó félagsmið- stöðin Vitinn hafi þjónað vel á und- anförnum árum þá er það svo að Hafnarfjarðarbær hefur stækkað geysilega ört á umliðnum árum. Ný hverfi litið dagsins ljós eins og Hvaleyraholtið þar sem hlutfall barna og unglinga er mikið. Að sama skapi hafa vegalengdir aukist. Unglingar á Holtinu hafa því haft um langan veg að sækja þegar að Vitinn er annars vegar. Þess vegna hefur ÆTH lagt gífurlega áherslu á að koma á fót starfsemi af þessu tagi í hverfínu. Það var mikið fjölmenni við opn- unina eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum. Um kvöldið var haldið diskótek og má með sanni segja að unglingarnir í hverfinu kunni að meta Verið, því tæplega 200 manns mættu og skemmtu sér allir hið besta, enda sjálfur Páll Óskar sem tróð upp. Það er æskulýðs-og tómstunda- ráð sem sér um reksturinn. Til að byrja með verður opið á eftirmið- dögum og tvö til þrjú kvöld í viku. Klúbbastarf æskulýðsráðs mun síð- an fara fram á öðrum tímum. Starfsmenn eru fjórir, Malen Sveinsdóttir uppeldisfræðingur er forstöðumaður, en auk hennar starfa þrír starfsmenn í 33 - 50 % störfum. Öll dagskrá er unnin í ná- inni samvinnu við nemendaráð skólans. Starfsemin verður án efa mikil lyftistöng fyrir allt félagslíf í hverfinu því ætlunin er að ein- skorða sig ekki alfarið við ung- lingastarf þó svo að það verði meg- in viðfangsefnið. Félögum og sam- tökum í hverfinu er velkomið að nýta sér þessa ágætu aðstöðu t.d. til fundarhalda og annarrar félagsstarf- semi. Alþingiskosningar á síðasta ári mörkuðu tímamót í sögu okkar ágætu þjóðar. Hart nær alla öldina hafa pólit- íkusar tekist á um klassíska hægri- vinstri hugmyndaffæði af miklum eld- móð kryddað með þverpólitískum, rammíslenskum hugmyndaheimi sem kallast dreifbýli-þéttbýli, landbúnað- ur-sjávarútvegur. Þessi þverpólitíski hugmyndaheimur hefur ruglað kjós- endur í ríminu f næstum heila öld og skilur ekkert eftir sig nema úrelt flokkakerfi gegnumsýrt af þverpólit- ískum valdablokkum hagsmunaaðila. En síðasta vor létu pólitíkusar þessar dægurflugur eiga sig. f staðinn fýrir að þurfa að meta úrelt flokkakerfi eftir kúnstarinnar leiðum fengu kjósendur loksins skýrt val. f alþingiskosningum 1995 var nefnilega kosið á milli Fram og Aftur. Já, kjósendur fengu gullið tækifæri til að velja á milli þeirra sem vilja takast á við framtíðina af raunsæi og skynsemi og hins vegar þeirra sem sífellt horfa til baka án þess þó draga lærdóm af fortíðinni. Því miður fyrir æsku þessa lands þá gjörsigraði Aftur - Fram með 52 þingmönnum gegn 7 (4 þingmenn þjóðvakans sátu hjá). Kosningabandalagið Aftur, skipað þeim Hjörleifi Guttormsyni, litasjón- varps Palla og skoðanabræðrum þeirra úr Sjálfstæðisflokknum, þeim Davíð, Þorsteini og Bimi tókst með eindæm- um vel að sannfæra kjósendur um að stefnuleysi í utanríkis- landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum væri þjóðinni og flokkum sínum heillavænlegast. Eftir kosningar var síðan myndaður gamall kokkteill hagsmunaaðilla sem byrjaði á því að auka skuldir æskunn- ar um 12 milljarða króna með „mark- vissri íjárfestingu" í niðurgreiðslum á væntanlegu urðuðu lambakjöti. A sama tíma er 75 milljónir króna auka- fjárveiting fyrir fjársveltan Háskólann of stór biti fyrir þessa háu herra. Það sem einkenndi þetta kosningabanda- lag öðru fremur var algjört getuleysi til að fjalla um framtíðarsýn á þessum heistu málaflokkum og þá sér í lagi á utanríkismálunum. Hjá Davíð var mál málanna ekki á dagskrá, sem segir okkur að þekking hans á utanrfkismál- um er lítið annað en í góðu samræmi við slaka tungumálakunnáttu hans. Og ekki er nú forsætisráðherrann sterkari í sagnfræðinni þrátt fyrir að vera sann- kallaður 19. aldar stjómmálamaður. Á fundi með skósveinum sínum snemma í Desember benti hann á að efnahags- leg samkeppni þjóða á milli hafi verið forsenda framfara á 19. og 20 öld. 19. aldar Davíð boðar þama stefnu sem náði hámarki á fyrri hluta 20. aldar í Evrópu og orsakaði tvær heimstyrald- ir. Af biturri reynslu lærðu flestir Evr- ópubúar af tortímingu heimsstyijald- anna og afrakstur þess er Evrópu- Gömlu meistaraverkin aftur á hvíta tjaldið í Hafnarfirði Kvikmyndasafn íslands á leið í fjörðinn bandalagið en Davíð og nokkur fyrr- um ríki Júgóslavíu beija ennþá höfð- inu við steininn. Æska landsins á betur skilið en svo að þurfa kyngja illa upplýstum hug- myndum Davíðs og hans lærisveina um málefni þeirra sem erfa skulu landið. Æska landsins á ekki að þurfa að kaupa kosningaloforð frjálslynd- asta flokks landsins fyrir hveijar kosn- ingar, sem síðan tekur hamskiptum og breytist í torfbæ eftir kosningar og heitir Framsóknarflokkurinn. Æska lándsins á ekki að þurfa að hlusta á gömlu einangrunnarstefnu þjóðemis- sósíalistana í Alþýðubandalaginu tyggja sömu frasana aftur og aftur. Alþýðuflokkurinn- J afnaðarmanna- flokkur Islands er eini flokkurinn sem þorir að takast á við framtíðina með nýjum lausnum. Til þess að forða því að æskan og framtíðin tapi ekki næstu kosningum hvet ég ungt fólk til að kynna sér það hyldýpi sem hefur myndast í íslenskum stjórnmálum á milh Alþýðuflokksins og hinna flokk- anna. Ungt fólk og Alþýðuflokkurinn eiga samleið. Höfundur er formaöur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Líklegt má telja að strax á næsta ári verði Bæjarbíó aftur í komið í sitt upprunalega hlutverk sem kvik- myndahús. Það sem þessu veldur er fyrirhugaður flutningur Kvikmynda- safns Islands í fjörðinn. I bíóinu verður þó ekki boðið upp á það nýj- asta á markaðinum heldur fá tilvon- Bœjorbíó ENGILL DAUÐANS andi gestir að berja augum ýmis meistaraverk kvikmyndanna. Þetta mun því verða hrein ábót ofan á blómlegt menningarlíf bæjarins. Þegar rætt var við forstöðumann kvikmyndasafnsins, Böðvar Bjarka Pétursson, kom fram að gengið hefði verið frá leigusamningi á húsum gömlu bæjarútgerðarinnar. Hann væri því undirritaður með þeim fyrir- vara, að samningar tækjust við bæj- aryfirvöld, um afnot af Bæjarbíó, það væri þó allt að smella saman, en það væri skýr vilji kvikmyndasafns- ins að málið yrði unnið í góðri sam- vinnu við leikfélagið. Samstarfssamingur sem safnið hefur unnið að í samráði við menn- ingarmálanefnd bæjarins er nú til umfjöllunar hjá menntamálaráðu- neytinu og í framhaldi af því mun bæjarráð fá málið til umfjöllunar. Að sögn Böðvars Bjarka munu geymslu- málin komast í gott lag og með að- stöðu í Bæjarbíó opnast allt aðrir möguleikar til að gera safnið sýni- legra og þar með lifandi eins og safn sem þetta á að vera. Þetta tvennt, hentugar geymslur og alvöru kvik- myndahús með gamla laginu gerðu það að verkum að Hafnarfjörður varð fyrir valinu. Megin forsendan var þó hin jákvæðu viðbrögð bæjar- yfirvalda um að fá safnið í bæinn og 4 milljóna króna framlag bæjarins skipti þar sköpum. Áð framan sögðu er ljóst að Hafn- firðingar og aðrir sem leið eiga til bæjarins munu í framtíðinni geta átt góðar stundir yfir helstu perlum kvikmyndasögunnar ásamt því að kynnast sögu kvikmynda á íslandi. Á.H.Á Byggingar s. 568-4720 2B Sparisjóður Hafnarfjarðar Fasteignasalan Ás Strandgötu 31 s. 565-2790

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.