Alþýðublaðið - 12.03.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 12.03.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 1996 ■ Nokkrir listspekúlantar komu saman á Rás 2 fyrir stuttu og ræddu stöðu íslenskr- ar myndlistar í samtímanum. Þelta samtal hefur vakið miklar umræður og jafnvel deilur meðal myndlistarmanna. í framhaldi af þessu hafði Magnea Hrönn Orvars- dóttir tal af listfræðingum og listamönnum og spurði hvort íslensk myndlist væri úr tengslum við almenning og hvort hún væri rúin öllu skemmtigildi Er myndlistin í andófi gegn almenningi? í byijun mars hittust í útvarpsþætti Valgerðar MattMasdóttur og Helga Péturssonar á Rás 2 myndlistarmennimir Hallgrímur Helgason, Þorvaldur Þorsteinsson og Harpa Bjömsdóttir ásamt Gunnari J. Ámasyni listfræðingi til þess að ræða stöðu íslenskrar myndlistar í samtímanum. Veltu þau meðal annars fyrir sér hvort myndlistin væri úr tengslum við raunvemleikann, hvort hún hefði lítið skemmtigildi fyrir almenning og hvort myndlistarmenn væm ef til vill einir um að njóta listar sinnar og skilja hana. Myndlistarmenn hafa svarað umræðunni hávæmm röddum og margir ekki viljað sætta sig við þann áburð að vera í eigin heimi - að ná ekki til fólksins í landinu. Mun myndlistarheimurinn hafa nötrað þegar setningar eins og „...myndlistin hefur verið í andófi gegn almenningi alla þessa öld...“, „.. .það þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá þegar myndlist var í tengslum við líf fólks... og „...við erum bara frík“... hljómuðu í ljósvakamiðlinum. Hallgrímur Helgason myndlistarmaður og rithöfundur NýUstasafnið einsog Mír- salurínn „í þættinum var spurt hvort íslensk myndlist hefði einhver tengsl við vemleikann. Ég sagði nei, að hún væri of einangruð í sínu homi og að mynd- listarmenn væm að gera of prívat hluti sem koma almenningi ekki við. Af- sökun listamanna hefur verið, alla þessa öld, að almenningur sé svo vit- laus að hann skilji ekki hvað Jista- mennimir em að gera. Þetta var ágæt afsökun þegar hún var nýbökuð í upp- hafi aldarinnar, en nú er hún orðin svo uppþomuð og hörð að hún er orðin homsteinninn í þeim vemdaða vinnu- stað sem myndlistin er. I dag em það myndlistarmennimir sem em vitlausir en ekki almenningur. í gamla daga vom málaramir að vinna með hraunið en nú eru listamennirnir farnir að vinna meira með hraunáferð á veggj- um gallerísins - og hver hefur áhuga á því? í hugum fólks er Nýlistasafnið Ingólfur Arnarson. Án titils 1993. rétt eins og Mír-salurinn neðar í sömu götu. Það er einhver sértrúarsöfnuður sem kemur þama saman og hefur enga skírskotun eða áhrif út í þjóðfélagið. Nútímamyndlist snýst myndlist en ekki lífið. Sem rithöfundur hef ég kynnst beinni tengslum bókmennta við vem- leikann og þá finnst manni sárt hvað myndlistin er í rauninni afskipt og homreka. Ég er ekki að meina að listamenn- imir eigi að selja sig og fara að gera hluti sem fólkið fflar, einhverja vin- sældalist, heldur að þeir hugsi aðeins meira um að vera aðgengilegir, þannig að þeir geti brotist út fýrir tvö hundmð manna múrinn. Hvað er list annað en aðgera hið óskiljanlega aðgengilegt? I útvarpsþættinum var sagt að tím- inn hefði hlaupið frá okkur, því við lentum í tímahraki. Kundera talaði um það í Ódauðleikanum að klukka myndlistarinnar hefði slegið tólf á miðnætti. Mér finnst það stundum staðreyndin að tíminn hafi hlaupið frá okkur, að við stöndum eftir og séum enn að hugsa í skólaspeki sjöunda ára- tugarins. Fagurfræði íslenskrar mynd- listar er öll frá þeim áratug. íslenskir myndlistarmenn fylgjast ekki nógu vel með. Hér á íslandi er myndlistin jafnvel það mikið úr tengslum við raunvem- leikann að hér hafa ekki komið upp nein hneyksli eins og í Bandaríkjunum í kringum Andres Serrano og Robert Mapplethorpe. Það eru einu tengsl myndlistar við raunvemleikann nú á dögum, þegar hún hneykslar." Gunnar J. Árnason listfræðingur Tengslin ekki verrí en ann- ars staðar „Ég get ekkert fullyrt um það hvort íslensk myndlist er í tengslum við vemleikann eða ekki, það er ekki hægt Jón Óskar. Án titils 1996. að svara þessu í stuttu máli. Þetta fer að vissu leyti eftir því hvemig maður skilgreinir veruleikann, út frá hvaða forsendum er gengið. Ég er ekki sammála því að myndlist þurfi endilega að vera í tengslum við vemleikann. Það er engin krafa. Hall- grímur og Þorvaldur útleggja þetta einsog það sé vandamál, að það sé slæmt fyrir myndlistina að vera úr tengslum við raunveruleikann. Ég er ekki tilbúinn að gangast við þeim for- sendum. Ég veit ekki hvað á að fara fram á. Eiga listamenn að taka upp einhvem vinsældamælikvarða? Lista- menn geta gert hvað þeir vilja- ef þeim sýnist geta þeir sóst eftir vin- sældum en það er ekki hægt að gefa kröfu til þess. Spurningunni um hvort íslenskir myndlistarmenn nái til almennings eða hvort þeir séu einangraðir og höfði til lítils hóps er því erfitt að svara. En ég held að íslenskir mynd- listarmenn séu í betri tengslum við al- menning en myndlistarmenn annars staðar. Tengslin mættu vera betri, ís- lenskir myndlistarmenn mættu ná til breiðari hóps, en tengslin við almenn- ing eru örugglega ekki verri hér en annars staðar.“ PLEASAMT LAUCSHTER, ,;v AND THERE tS NO NEED Hulda Hákon. Pleasent laughter and there is no need to offer sacrifice 1992. fjöll og fimindi þar sem helst má ekki sjást í manneskju. En mér greinir á við Hallgrím um skemmtigildið. Ég er alls ekki á bandi Tom Wolfe og þessara popúlista að setja samasemmerki á milli listar og skemmtunar. Ég held að það verði aldrei hægt. Fólk gerir alltof miklar skemmtikröfur til listarinnar. Mig langar að sjá myndlist sem tek- ur á lífinu, á sálfræðistrúktúr okkar Is- lendinga og þjóðfélaginu. Ég vil að myndlistarmenn spyiji sig spuminga eins og hver við séum, hvað liggi að baki hugsunar okkar og hvert sálarh'f okkar sé. Þetta vildi ég sjá gert í hvaða formi sem er - af hispursleysi. Mér finnst skorta mjög mikið á hispurs- leysi í íslenskri myndlist; og eins finnst mér hátíðleikinn hafa verið að drepa hana. Ég vil að mynd- listin sé mannlægari." Tolli myndlistarmaður Kolaportið er veru- leikinn „Ég er sjálfur í litlum tengsl- um við myndlistarkreðsuna hér. Ég held að sá vemleiki, sem lista- menn ættu að glíma við og rennur í gegnum vitund almennings, byggi á mjög alþjóðlegu andrúmslofti. Það markverðasta í menningu nú á dögum em tískusýningar, tónlist og það sem er að gerast í Tunglinu. Þar sem finna má sambland af þriðja heims menn- ingu, úthverfamenningu og sérteknum íslenskum einkennum. Ég held að Kolaportið sé sá vera- leiki sem speglar íslenskan samtíma best. íslenskir myndlistarmenn eru langt frá þessu vemleika. Annað hvort róa þeir á mið nostalgíunnar eða em gerðir út á miðstýrðar hugmyndir list- fræðinga. Þar keyra þeir á alþjóðlegri braut sem er jafn einangruð hvort heldur sem hún er lókal eða glóbal. Myndlistin í heiminum er í kreppu sem einkennist fýrst af miðstýrðu afli safna og listfræðinga. Almenningur gegnir algjöru aukahlutverki í því sambandi. Almenningur er notaður til að fóðra goðsögnina sem er svo aftur notuð til að markaðssetja, því á endan- um gengur þetta allt út á viðskipti." Halldór Björn Runólfsson listfrædingur Vantar hispursleysi í myndlist „Mín skoðun er sú að íslensk myndlist sé ekki í nógu miklum tengslum við raunvemleikann. Að því leyti tek ég undir með Hallgrími; það vantar mikið uppá að myndlistin sé í tengslum við lífið í landinu. Mér finnst þessi landslagsmanía, sem hefur gengið síðan í byrjun aldarinnar, þegar Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson vora helstir listamenn, dæmi- gerð fyrir að myndlistin er nú slitin úr tengslum við allt líf. Menn mála bara Haraldur Jónsson. Parentheses 1994.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.