Alþýðublaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 1996
S
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
k á
■ Reykjavíkurmótinu í skák lauk um helgina og útlendingar hirtu öll verðlaun enda virðast ís-
lensku stórmeistararnir í öldudal. Alþýðublaðið var á staðnum og talaði við íslendingabanann
Agdestein, Boris Gulko sem orðið hefur meistari bæði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og korn-
ungan Svía, Emanuel Berg, sem Davíð Bronstein spáir bjartri framtíð
Islendingarnir sendir til sál-
fræðings og í líkamsrækt?
Einsog endranær nennti Bronstein ekki að sitja yfir taflborðinu en var á
þönum úti í sal að spjalla við vini og kunningja.
Bosníumaðurinn Predrag Nikolic
var eini keppandinn sem blandaði sér í
baráttuna á „norska meistaramótinu”
sem lauk um helgina. Hann deildi
efsta sætinu með norsku stórmeistur-
unum Simen Agdestein og Jonathan
Tisdall. Allir unnu þeir sex skákir
hver, gerðu tvö jafntefli og töpuðu
einni skák. Agdestein tapaði fyrir
Tisdall sern tapaði fyrir Nikolic sem
tapaði fyrir Agdestein. Þrír keppendur
sluppu taplausir gegnum mótið:
Litháinn Rozentalis, Hollendingurinn
van der Sterren og Hannes Hlífar
Stefánsson.
Frammistaða íslensku stórmeis-
taranna olli miklum vonbrigðum
meðal áhorfenda sem fjölmenntu öll
kvöld í Faxafenið enda aðgangur
ókeypis. „Gömlu mennimir”, Jóhann
Hjartarson, Margeir Pétursson og
Helgi Ólafsson, voru langt frá sínu
besta, en Helgi Áss Grétarsson og
Hannes Hlífar Stefánsson stóðu sig
bærilega. Sá síðameíhdi byijaði með
látum en jafntefli í fimm síðustu
umferðunum komu í veg fyrir að hann
næði á verðlaunapall.
Meðal áhorfenda voru ýmsar
skýringar á því almenna sleni sem
virtist einkenna fslendingana. Einn
áhrifamaður í skákhreyfingunni sagði
umhugsunarefni hvort föst laun frá
ríkinu hafi kæft allan baráttuvilja hjá
stórmeisrnmnum okkar. Hann benti á,
áð Norðmenn styrkja sína skákmenn
eþki nm krónu;enda sé ólíku saman að
jáfna: keppnisskapi þeirra og
dauðyflislegri taflmennsku íslendin-
ganna. Annar forsvarsmaður í íslensku
skáklífi sagði í fúlustu alvöm að það
væri tímabært að ráða sálfræðing til að
reyna að koma stórmeistumnum okkar
yfir þann þröskuld sem þeir virðast
hafa staðnæmst við. Einn enn úr hópi
áhorfenda taldi að lausnin fælist í þvf
áð ?enda strákana í líkamsrækt og
áuka þannig þol þeirra og styrk. Hann
sagði enga tilviljun að Simen
Agdestein sýndi engin þreytumerki,
þrautþjálfaður íþróttamaðurinn.
En hvað sem líður þessum
bollaleggingum er ljóst að íslensku
skákmennimir ná sér ekki almenni-
lega á strik um þessar mundir, og
íslendingar em í þann veginn að tapa
þeirri yfirburðastöðu sem þeir höfðu
gagnvart öðmm Norðurlandaþjóðum.
„Gengur yf irleitt vel
á móti íslendingum..."
„Jú, auðvitað er ég ánægður með
árangur minn á mótinu,” segir Simen
Agdestein í samtali við Alþýðublaðið.
Hann er nýstaðinn upp frá taflborðinu
í síðusm umferð: gerði litlaust jafntefli
við danska stórmeistarann Curt
Hansen í aðeins fimmtán leikjum. Það
þýðir að Agdestein kemur í mark með
sjö vinninga en þegar viðtalið er tekið
situr Predrag Nikolic enn að tafli og er
að reyna að svíða Rozentalis í
endatafli. Agdestein vissi vitaskuld að
ynni Nikolic næði Bosníumaðurinn
einn efsta sæti og dollumnum sjöþú-
sund sem eru í verðlaun. Agdestein,
sem er hávaxinn og geðþekkur ungur
maður, játar að sér hafi verið óljúft að
slíðra sverðin gegn Hansen eftir svo
stutta viðureign. Hann veit hinsvegar
að Rozentalis er ekki auðsigraður, og
segir að staða sín með svörtu gegn
Hansen hafi ekki boðið uppá mikil
sóknarfæri. En hvað kom Agdestein
mest á óvart í mótinu?
„Mér kom á óvart að Hansen skyldi
ekki ná betri árangri í heild og eins
hafa íslensku stórmeistaramir oft sýnt
meiri tilþrif. Svo er auðvitað
ánægjulegt hversu okkur Norðmönn-
um gekk í heild vel,” segir hann. Og
jú, líklega er það rétt, segir hann,
aðspurður hvort Norðmenn skarti nú
ekki sterkustu skáksveit Norðurlanda.
Agdestein hefur yfirleitt leikið
íslenska skákmeim grátt, og er í þeiira
i :
Einn úr hópi áhorfenda taldi að
lausnin fælist í því að senda
strákana í líkamsrækt og auka
þannig þol þeirra og styrk. Hann
sagði enga tilviljun að Simen
Agdestein sýndi engin þreytu-
merki, þrautþjálfaður íþróttamað-
urinn.
hópi kallaður „íslendingabaninn”.
Hvað fínnst honum um þá nafngift?
Agdestein brosir: „Jú, mér gengur
yfirleitt vel á móti íslenskum skák-
mönnum. Síðast þegar ég kom hingað
tapaði ég hinsvegar fyrir tveimur
íslendingum,” segir hann einsog til að
réttlæta framkomu sfna gagnvart gest-
gjöfunum. Að þessu sinni sigraði
Agdestein þá Arinbjöm Gunnarsson,
Þröst Þórhallsson og Jóhann
Hjartarson; aðeins Hannes Hlífar náði
jafhtefli gegn honum.
Agdestein, sem er um þrítugt, er
fyrrum norskur landsliðsmaður í
knattspymu og var auk þess afreks-
maður í þríþraut. Hann varð að hætta
keppnisíþróttum fyrir þremur árum
vegna hnémeiðsla, en er ekki atvinnu-
maður í skák. Hann hefur nýlokið
háskólaprófi og stundar nú kennslu
aukþess að skrifa um skák fyrir áhrifa-
mesta blað Noregs, Verdens Gang.
Agdestein finnst tíðindin um
heimsmeistaraeinvígi Karpovs og
Kamskys í Bagdad vægast sagt fárán-
leg. „Eg treysti ekki þessum forseta
FIDE (Alþjóðaskáksambandsins) og
mér finnst grunsamlegt hvemig hann
fór að því að verða svona vellauðugur.
„Mér finnst mjög áhugavert að halda
heimsmeistaraeinvígi í íslömsku landi,
enda getur það eflt skákina mjög.
Hinsvegar held ég ekki að Bagdad sé
rétti staðurinn.”
Þurftum að berjast
fyrir lífi okkar
Frammi á gangi hittir tíðindamaður
Alþýðublaðsins Boris Gulko. Ferill
hans er í hæsta máta athyglisverður.
Hann var á sínum tíma einn sterkasti
skákmaður Sovétríkjanna, og hampaði
meistaratitli árið 1977. Skönnnu síðar
sótti hann hinsvegar um leyfi til að
flytja úr landi ásamt konu sinni, Önnu
Gulko, sem unnið hafði meistaramót
kvenna í Sovétríkjunum. Þetta var á
miðjum valdatíma Brésnjevs:
ógnarhrammur kúgunarinnar hvíldi
yfir öllu mannlífi risaveldisins og ein-
staklingurinn var einskis metinn.
Sovésk yfirvöld létu sér ekki nægja
að neita Gulko-hjónunum um að flyt-
jast úr landi: Þau voru útilokuð frá
skák og öllu opinberu lífi.
„Þetta var sjö ára barátta,” segir
Gulko. „í sjö löng ár þurftum við
nánast að beijast fyrir lífi okkar. Það
var mjög, mjög erfið barátta.” Vinir
þeirra í útlöndum sáu til þess að þau
sultu ekki heilu hungri. Meðal annars
var skákmót haldið í Sviss þeim til
styrktar. Gulko segir að aðalástæða
þess, að þeim hafi ekki verið hleypt úr
landi hafi verið sú að skák var
gífurlega vinsæl í Sovétríkjunum.
„Yfirvöld vildu ekki láta það spyijast
að einn sterkasti skákmaður landsins
flytti í burtu.”
En hvað með félaga hans í sovésku
skáklífi, veittu þeir Gulko-hjónunum
stuðning á einhvem hátt? „Aðstæður í
Sovétríkjunum voru þannig, kerfið var
slíkt, að það var óhugsandi,” segir
Gulko. Hann er nú á miðjum aldri,
einstaklega viðfelldinn og vottar aldrei
fyrir beiskju þegar hann rifjar upp árin
vonlausu. Árið 1986 gátu Boris og
Anna Gulko loksins flutt frá
Sovétríkjunum. Þau voru fyrst eitt ár í
Israel en fóm þaðan til Bandaríkjanna
og hafa búið þar síðan. Þar hafa þau
bæði unnið meistaratitil, og em þannig
ein um það í skáksögunni að hafa
hampað meistaratitli í Sovétríkjunum
og Bandaríkjunum.
Þegar þau hjónin stóðu ein og
börðust við kerfi sem virtist ósigrandi,
átti hann þá von á því að einn góðan
veðurdag myndi það hrynja einsog
spilaborg? „Nei, ég gat aldrei ímynd-
að mér að kerfið myndi hrynja svona
gjörsamlega, að hrunið yrði svona
algert. En ástandið í Rússlandi núna er
hryllilegt: stríðið í Tjetsníu, örbirgðin,
upplausnin...”
Boris Gulko ætlar sannarlega ekki
að flytja aftur til Rússlands.
Fischer og skattamálin
Nú er hann í fremstu röð skák-
manna en árangur hans á
Reykjavíkurmótinu olli vonbrigðum.
Eftir þrjár umferðir hafði hann tvo og
hálfan vinning, þá komu fjögur jafn-
tefli í röð og loks tap í áttundu umferð
fyrir Jóhanni Hjartarsyni. Þótt Gulko
ynni ömgglega í síðustu umferð dugði
það ekki til. „Ég hef nokkmm sinnum
komið til íslands, einhverra hluta
vegna gengur mér ekkert sérlega vel
héma,” segir hann og brosir. En ætlar
hann þá að sneiða hjá íslandi í
framtíðinni. „Aldeilis ekki! Hér er
frábær aðstaða, mótin em vel skipu-
lögð og hingað er gott að koma.
Vonandi gengur bara betur næst.”
Gulko segir að það sé „brandari” að
halda einvígi Karpovs og Kamskys í
írak. „Kamsky er bandarískur ríkis-
borgari og honum verður aldrei leyft
að tefla í írak,” segir hann, en
samsinnir því að vísu að himinhátt
verðlaunaféð hljóti að freista hins
fégráðuga Kamskys.
Annar bandarískur stórmeistari
braut alþjóðlegt viðskiptabann fyrir
fjómm árum þegar hann settist að tafli
í „Júgóslavíu”. Robert James Fischer
tefldi þá í fyrsta sinn opinberlega
síðan í Reykjavík 1972.
Andstæðingurinn var hinn sami, Boris
Spasskí, og aftur sigraði Fischer. En
síðan hefur Fischer verið ókleift að
snúa aftur til Bandaríkjanna. Hann býr
nú í Búdapest og var ekki á leiðinni
vestur um haf þegar síðast fréttist.
Gulko telur ekki að það sé vegna þess
að Fischer óttast ákæru vegna
taflmennsku í bönnuðu landi. „Ég
held að það sé vegna skattamála, án
þess að ég viti það fyrir víst. Nú er
búið að aflétta samskiptabanni á
Serbíu, svo Fischer ætti að geta komið
aftur. En ég er ekki viss um að hann
geri það.”
Góður árangur ungs Svía en
Schubert án sigurs
Við höfum áður sagt frá
Austurríkismanninum Hans-Joach
Schubert, sextugum heiðursmanni
með 2120 Elo-stig, sem gaf sjálfum
sér ferð á Reýkjavíkurskákmótið í
afmælisgjöf. Schubert hefur oft leikið
betur, hann tapaði tjójum skákum og
gerði fimm jafntefli. í sfðustu umferð
mistókst honum að vinna Stefán
Briem í endatafli, þótt hann væri peði
yfir. Enginn veit hvort Schubert er
ánægður með árangurinn: hann talaði
við fáa, var jafnan ofurlítið rauna-
mæddur á svip í ullarpeysu og
þykkum jakkafötum.
Annar keppandi kom mjög á óvart
framan af: Svíinn Emanuel Berg sem
aðeins er 14 ára. I fyrstu umferðunum
gekk honum allt í haginn: sigraði
danska alþjóðameistarann Borge,
Guðmund óíslason og Einar Hjalta
Jensson. í fimmtu umferð hélt hann
jafntefli í erfiðu endatafli gegn
stórmeistaranum van der Sterren. I
fjórum síðustu umferðunum fékk Berg
litli aðeins hálfan vinning en það
dugði samt til þess að
vinningshlutfallið í heild er fimmtíu
prósent, og hann hækkar verulega að
stigum.
Emanuel Berg kveðst ekki mjög
ánægður með árangur sinn, þegar
Alþýðublaðið hefur tal af honum.
„Það gekk ekki nógu vel í síðustu
umferðunum. Nei, ég veit ekki hvað
gerðist,” segir hann. Berg kom hingað
með föður sínum og fékk frí í
skólanum til að keppa. Hann kveðst
ekki eyða miklum tíma í æfingar og er
hreint ekki viss um hvort hann langar
að verða atvinnumaður í skák. Þegar
ég segi honum að sjálfur Bronstein
hafi hrósað honum í hástert og spáð
honum bjartri framtíð, lætur Emanuel
Berg' sér nægja að brosa dauft. Hann
er greinilega laus við alla drýldni.
Conquest sigrar Bronstein
Bronstein, já. Auðvitað er ekki
hægt að segja skilið við
Reykjavíkurmótið án þess að skýra ffá
árangri hans. Hinn 72 ára gamli meist-
ari sigldi í höfn með fimm og hálfan
vinning, og telst harla gott. Hann vann
fjórar skákir, gerði þrjú jafntefli en
tapaði tvisvar. Seinni tapskák
Bronsteins kom 1 áttundu og næst-
síðustu umferð, gegn enska stórmeis-
taranum og fslandsvininum Stuart
Conquest. Einsog endranær nennti
Bronstein ekki að sitja yfir taflborðinu
en var á þönum úti í sal að spjalla við
vini og kunningja. Haim hafði hvítt og
hóf stórfellda árás strax í byrjun:
skóflaði peðum sínum fram á
vígvöllinn en vanrækti algerlega að
koma öðrum mönnum í ákjósanleg
færi. Sóknin rann útí sandinn og
skyndilega stóð Conquest með pálm-
ann í höndunum. Bronstein gaf sér
tíma til að gefast upp í 19. leik, en tók
það ekki vitund nærri sér heldur hélt
áfram fyrirlestrahaldi yfir gestum og
gangandi. í síðustu umferð vann
Bronstein svo fyrirhafnarlítinn sigur
og var í heild sáttur við frammistöðu
sína.
Lítum á ljörlega skák Bronsteins og
Conquests.
Hvítt: Davíð Bronstein
Svart: Stuart Conquest
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4
Bg7 5. Rf3 0-0 6. e5 Rfd7 7. h4 c5 8.
h5 Peðin eru í aðalhlutverki og engu
líkara en gamli meistarinn œtli að
knýja fram sigur í örfáum leikjum.
Conquest er hinsvegar enginn aukvisi
og kippir sér ekki upp við peðaspriklið
8. ... cxd4 9. hxg6?! dxc3 10. gxf7+
Hxf7 11. Rg5 cxb2 12. Bxb2 Da5+!
13. c3 Rxe5! 14. Db3 Dc5 15. Be2
De3 Svarta drottningin er komin inní
herbúðir hvíts. Kóngur Bronsteins er
á berangri og getur enga björg sér
veitt 16. Bcl Dg3 17. Kdl Bg4 18.
Hel Dd3+ 19. Bd2 Rc4 Bronstein
gafst upp enda mát eða stórfellt liðstap
yfirvofandi. Lokastaðan talar sínu
máli.
Tap í níu leikjum
Skákirnar á Reykjavíkurmótinu
skiptu hundruðum, og voru náttúrlega
æði misjafnar að gæðum. Lengsta
skákin var hvorki meira né minna en
128 leikir: Jafntefli Kristjáns
Eðvarðssonar (2190 Elo-stig) og
Stefáns Þ. Sigurjónssonar (2125) í
fjórðu umferð. Margeir Pétursson og
Helgi Áss Grétarsson sátu næstlengst
að tafli, þegar þeir í annarri umferð
gerðu jafntefli f 99 leikjum.
Stysta skákin var tefld af tveimur
kornungum íslendingum, Birni
Þorfmnssyni og Sigurði Sigfússyni;
þeir gerðu jafntefli í aðeins átta
leikjum, og er ekki til marks um
mikinn baráttuanda. Bjöm gerði annað
örstutt jafntefli, þegar hann samdi um
skiptan hlut við Braga bróður sinn
eftir ellefu leiki.
íslendingur var síðan í hlutverki
fórnarlambsins í stystu vinn-
ingsskákinni. Sænski stórmeistarinn
Jonny Hector vann drottningu af Jóni
G. Viðarssyni í aðeins 9 leikjum í
fimmtu umferð. Vitanlega gefur
skákin ekki rétta mynd af getu Jóns;
hann hefur 2340 Elo-stig og gerði
meðal annars jafntefli við hollenska
stórmeistarann van der Sterren auk
þess að vinna ágæta sigra á veikari
skákmönnum. Jón beitti
Sikileyjarvöm og ætlaði víst að nota
afbrigði «em Friðrik Ólafsson var
einna mestur sérfræðingur í. Röng
leikjaröð olli því hinsvegar að skákin
snerist uppí hrollvekju. Lítum á
auíWeldasta sigur Reykjavíkur-
mótsins.
Hvítt: Jonny Hector
Svart: Jón G. Viðarsson
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7.
Rb3 Re7 8. Ra4!? Rbc6?? 9. Bb6
Drottningin er króuð af og svartur
gafst upp. Lokastaðan er ekkifögur.