Alþýðublaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 1996
I e i k h ú s
Þeim var ég verst...
Verkefni: Hið Ijósa man;
leiksýning unnin upp úr
íslandsklukkunni - einkum
miðbók hennar
Höfundur: Halldór Laxness
Leikmynd Stígur Steinþórsson
Búningar: Messíana Tómas-
dóttir
Lýsing: David Walters
Tónlist: Jón IMordal
Handrit og leikstjórn:
Bríet Héðinsdóttir
Sýningarstaður: Borgarleik-
----Iiúsið - Stóra sviðið.-
Þetta er hin mikla íslenska klass-
ík, sagði leikhúsgestur við mig í
öðru af hléum sýningarinnar. Jú
gott og vel, auðvitað er Islands-
klukkan löngu orðin sígild skáld-
saga sem lifir sínu sjálfstæða lífi í
hugum landsmanna, en ég hef meiri
efasemdir um að hún teljist til
klassískra leikhúsverka okkar. Og
þessi nýja leikgerð Bríetar Héðins-
dóttur breytir engu um þær efa-
semdir mínar. Víst var leikgerð
skáldsögunnar ein af opnunarsýn-
ingum Þjóðleikhússins á sínum
tíma og eflaust þótt vel við hæfi
Musteris íslenskrar tungu. En síðan
hefur margt vatnið fallið til sjávar
og hið unga íslenska leikhús þrosk-
ast að getu og kunnáttu.
Það sýnir nokkurn kjark hjá
Bríeti að ráðast í að gera nýja Ieik-
gerð af fslandsklukkunni, þar sem
saga Snæfríðar Björnsdóttur er í
ÚTBOÐ
RARIK óskar eftir tilboðum í:
RARIK 96002 stækkun útivirkis aðveitustöðv-
ar að Eyvindará við Egilsstaði. Útboðið nær til
Byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu
og byggingar undirstöðu fyrir stálvirki.
Útboðsgögn verða seld á aðalskrifstofu RARIK,
Laugavegi 118 Reykjavík og Þverklettum 2, Eg-
ilsstöðum frá og með mánudeginum 11. mars nk.
Verð fyrir hvert eintak er 1.000 kr.
Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK á Egils-
stöðum fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 26. mars nk.
Tilboðin verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda
sem óska að vera nærstaddir.
Þóknun fyrir gerð tilboða er engin. Verkinu á að
vera að fullu lokið föstudaginn 31. maí 1996.
Vinsamlega hafið tilboðin í lokuðu umslagi,
merktu: RARIK-96002 Eyvindaráaðveitustöð.
brennidepli, svo gróin er hin upp-
runalega leikgerð í hugum okkar.
Hvar eru Jónarnir allir? Hvernig
getur sagan spunnið sig áfram án
þess að fylgja sögu Jóns Hreggviðs-
sonar? Getur Hið ljósa man, Álfa-
kroppurinn mjói, sem virðist aðeins
hálf af þessum heimi og helst vera
nefnd til sögunnar sem ein þessara
dísa sem hefur þann starfa drýgstan
að spinna mönnum örlög, orðið
uppistaðan í þeim vef sem þarf til
Leikhús I
Arnór
Benónýsson
skrifar um
leiklist
að skapa heilsteypta, sjálfstæða
leiksýningu? Slíkar spurningar leit-
uðu óneitanlega á hugann áður en
sýningin hófst.
Bríét velur þá leið að hefja frá-
sögnina þar sem Snæfríður er orðin
matróna í Bræðratúngu og hefur átt
erfiða og ástlitla ævi með Magnúsi
um nokkurt skeið. En til að spinna
fram söguna lætur hún aðra leik-
konu fara með hlutverk hennar
ungrar. Leið sem gengur upp og
þannig tekst að mestu að komast
hjá bláþráðum í verkinu. Þó gerir
ö RARIK
Laugavegi 118 • 105 Reykjavík
Sfmi 560 5500 • Bréfasími 560 5600
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Leikskólastjórar
Stöður leikskólastjóra við leikskólana Fellaborg við
Völvufell, Foldakot við Logafold, Hagaborg við
Fornhaga, Kvistaborg við Kvistaland og Stakka-
borg við Sólstaðarhlíð eru lausartil umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k.
. Leikskólakennaramenntun er áskilin.
Nánari upplýsingar gef Bergur Felixson, fram-
kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deild-
arstjóri í síma 552- 7277
Dagvist barna
Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17,
sími 552-7277
sú ofuráhersla sem lögð er á að
hafa Snæfríði og hennar sögu í for-
grunni verksins stundum erfitt um
vik að skilja viðbrögð hennar og at-
hafnir. Aðrar persónur vakna
trauðla til lífsins og átök milli ein-
staklinga verða óljós og myndin
sem fram kemur af Snæfríði sýnir
fremur einþykkni og ósveigjanlegt
stolt en persónu sem heyr stríð sitt
við óblítt umhverfi og svikula sam-
ferðamenn. Og efalítið á þetta að
vera svona, en einhvern veginn
saknar maður þess tilfinningalega
samspils persónanna sem slær þann
lífsneista sem hverju leiksviðsverki
er nauðsyn og gerir þessa list
augnabliksins ólíka öðrum list-
greinum. Ást Bríetar Héðinsdóttur
og virðing fyrir texta og verki Hall-
dórs Laxness, leynir sér ekki í leik-
gerð- og stjórn og víst er um það að
textinn svíkur ekki. Og hafi maður
ást á honum, er þessum þremur tfm-
um vel varið, þótt persónulega
hugnist mér hann betur beint af
bókinni.
Leikmynd Stígs Steinþórssonar
er sterk. Það er Almannagjáin sjálf
sem trónir á miðju sviði, svipþung
og ógnandi, og leikurinn allur
hverfist um þennan stuðalabergs-
vegg. Sviðið stóra er vel notað og í
stærð sinni skapar það trúverðuga
umgjörð þessara einstaklinga sem í
smæð sinni berjast við vindmyllur
hégómleikans. Og lausnir Stígs í
leikmyndinni auðvelda alla fram-
vindu sýningarinnar svo sem vera
ber ög sýna að hann hefur orðið
feikigott vald á listgrein sinni.
David Walters sýnir enn einu
ur hann er og samspil ljósa 'ög íeik:
myndar er einn sá þáttur sýningár-
innar sem helst lifir í minningunni'.
Búningar Messíönu eru stílhrein-
ir og henni tekst með þeim að und-
irstrika mismunandi þjóðfélags-
stöðu og stétt persónanna á einfald-
an og öfgalausan hátt; búningarnir
eins og leikmynd og lýsing undir-
strika og skerpa þann harmsögulega
svip sem yfir uppsetningu Bríetar
liggur. ,
Tónlist Jóhs Nör'dál er ékki'fýrir-
ferðarmikil í sýningunni og ekki
laust við að stundum fengi maður á
tilfinninguna að meiri og sterkari
tónlist hefði getað ljáð uppsetning-
unni meiri tilfinningalega dýpt og
þannig skerpt heildarmyndina.
Það er ekki heiglum hent að taka
þriggja tíma leiksýningu á herðarn-
ar og leiða til lykta svo skammlaust
sé. En þetta gerir Sigrún Eddá
Björnsdóttir í hlutverki Snæfríðar
og frammistaða hennar er glæáiíeg.
Sigrún sýnir, að hún hefur skapað
sér þá þyngd og tilfinningalegu
dýpt, sem hverjum þeim leikara
sem teljast vill til hinna stóru er
nauðsyn. Henni fatast hvergi flugið
en best kemst til skila harkan og
stoltið þegar hún snýst gegn þeim
sem hún elskar til þess eins að end-
urreisa brogaðan orðstír ættar sinn-
ar. Að frágegnum texta Laxness er
frammistaða Sigrúnar það sem hélt
athyglinni vakandi sýninguna á
enda.
Um frammistöðu annarra leikara
er erfiðara að dæma, þar sem leik-
stjórinn virðist fara þá leið að nota
aðrar persónur verksins sem „batta“
(svo gripið sé til íþróttamálsins)
fyrir tilfinningar og athafnir Snæ-
fríðar. Þeirra hlutverk er fyrst og
fremst að fara með texta skáldsins
og einhvern veginn öðlast þeir ekk-
ert persónulegt tilfinningalíf. Sýn-
ingin er sóló Snæfríðar, sóló text-
ans. Þetta er auðvitað ákveðin að-
ferð og svo sem ekkert um það að
segja. Og leikararnir hlýða leik-
stjóra sínum, þeir flytja þennan
texta af ást og vandvirkni. Óll um-
gjörð sýningarinnar er líka unnin af
vandvirkni, ást og virðingu. Leik-
stjórinn er trúr aðferð sinni til hins
ítrasta. Þeir sem hafa gaman að
svona leikhúsi fá vandaða sýningu
að horfa á. En sjálfum finnst mér
þetta náttúrulaust og leiðinlegt leik-
hús, en það er nú bara mitt vanda-
mál.
Niðurstaða: Umfangsmikil leik-
sýning, sem unnin er af ást og
virðingu við texta Halldórs
Laxness, en eins og leikstjórinn
segir í leikskrá: „...leiksýning-
ar birtast og hverfa sem svipult
hjóm; íslandsklukkan blífur.“
W Útboð
f.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur, er óskað eftir tilboð-
um í viðhald tækja á röntgendeild.
Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu
vorri frá og með miðvikud. 13. mars n.k.
Opnun tilboða: fimmtud. 11. apríl n.k. kl. 11:00.
f.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur, er óskað eftir tilboð-
um í blóðtökukerfi.
Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu
vorri.
Opnun tilboða: þriðjud. 9. apríl n.k. kl. 11:00.
f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er
óskað eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir við leikskól-
ann Ásgarð ásamt frágangi á sameiginlegri lóð leik-
skólans og íbúðarblokkar í eigu Félagsstofnunar stúd-
enta,
Heildarstærð lóðar er um 2.100 m2.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn kr.
5.000,- skilatr.
Opnun tilboða: Miðvikud. 27. mars n.k. kl. 14:00.
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjóra,
Símstöðvarinnar í Reykjavík og Rafmagnsveitu
Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í endurnýjun
veitukerfa og gangstétta 1. áfanga 1996 - Sund. Göt-
urnar sem endurnýjað er við eru: Holtavegur, Efsta-
sund, Skipasund og Sæviðarsund.
Helstu magntölur eru:
Legnd hitaveitulagna í plastkápu alls um 5.250 m
Skurðlengd 6.700 m
Malbikun 1.800 m2
Steyptar gangstéttir 4.900 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frá og
með þriðjud. 12. mars n.k. gegn kr. 15.000 skilatr.
Opnun tilboða: þriðjud. 26. mars n.k. kl. 11:00
f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er
óskað eftir tilboðum í frágang viðbyggingar að utan
og gerð lóðarvið Grandaskóla.
Helstu magntölur:
Plötuklæðning útveggja 455 m2
Múrkerfi á útveggi 580 m2
Frágangur þaka 1.120 m2
Gluggar, gler og hurðir 240 m2
LÓÐ 2.500 m2
Verkinu á að vera lokið 1. ágúst 1996.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og
með þriðjud. 12. mars n.k. gegn kr.15.00,- skilatr.
Opnun tilboða: fimmtud. 28. mars n.k. kl. 14:00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík
Sími 552 58 00 Bréfsími 562 26 16
Og efalítið á þetta að vera svona, en einhvern
veginn saknar maður þess tilfinningalega sam-
spils persónanna sem slær þann lífsneista sem
hverju leiksviðsverki er nauðsyn og gerir þessa
list augnabliksins ólíka öðrum listgreinum. Ást
Bríetar Héðinsdóttur og virðing fyrir texta og
verki Halldórs Laxness, leynir sér ekki í leik-
gerð- og stjórn og víst er um það að textinn
svíkur ekki. Og hafi maður ást á honum, er
þessum þremur tímum vel varið, þó persónu-
lega hugnist mér hann betur beint af bókinni.
sinni hversu snjall lýsingarhönnucV