Alþýðublaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 1996 I e i k h ú s t Dánartilkynning Konan mín, móðir mín, dóttir okkar og systir, Ragnhildur Óskarsdóttir- Róska - er látin og verður kvödd í Dómkirkjunni í Reykjavíkföstudaginn 22. mars kl. 15.00 Manrico Pavolettoni Höskuldur Harri Gylfason Sigurbjörg Emilsdóttir og Óskar B. Bjarnason Borghildur Óskarsdóttir og Guörún Óskarsdóttir Útboð Þjónustuhús Pósts og síma, Sindragötu 12, ísafirði. Innanhússfrágangur. Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í innan- hússfrágang í þjónustuhúsi Pósts og síma á Sindragötu 12, ísafirði. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 20. júlí 1996. Útboðsgögn verða afhentfrá og með þriðjudeginum 19. mars n.k. á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 3-5, 3. hæð, Reykjavík og á skrifstofu um- dæmisstjóra Pósts og síma, Aðalstræti 18, ísafirði, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Póstshússtræti 3-5, 3. hæð, Reykjavík, þ. 10. apríl 1996 kl 11.00. Ofullnægjandi hóra Verkefni: Engillinn og hóran Höfundur: Lesley Ann Kent Þýðing: Didda Jónsdóttir Leikmynd: Þorgerður Sigurðardóttir Lýsing: Björgvin Franz Gíslason Leikstjóri: Jón Einars Gústafsson Sýningarstaður: Kaffileikhúsið Kaffileikhúsið hefur unnið sér ákveðin sess í leikhúslífi borgarinn- ar, ekki hvað síst fyrir vandaðar en látlausar sýningar, og er þar skemmst að minnast Kennslustund- arinnar sem enn gengur fyrir fullu húsi. En þótt vel hafi gengið og frjálsræði og tilraunir haldi áfram að vera aðal Kaffileikhússins er það nú einu sinni svo að vandi fylgir veg- semd hverri og með vaxandi vel- gengni fara áhorfendur að gera meiri kröfur. Því er á þetta minnst hér að nýj- asta uppfærsla leikhússins stendur Til starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaðaspítala Ég vil þakka starfsfólki og læknum lungnadeildarfrá- bæra hjúkrun og umönnun þann tíma sem ég dvaldi á Vífilsstöðum, einnig óska ég ykkurfarsældar í starfi og megi aðstaðan alltaf vera jafn góð og nú á þessum góða stað. Guð blessi ykkur öll. Guðný Þóra Árnadóttir varla undir nafni og er þar fyrst og fremst um að kenna verkinu sjálfu, textanum, sem um flest minnir á sundurlaus þankabrot tánings er Leikhús Amór Benónýsson skrifar um leiklist finnur sig vanmegnugan að skilja og skilgreina lífsgátuna sem steypist yf- ir hann með ljóshraða gelgjunnar. Þó er ekki svo vel að forvitni og bemsk viðbrögð táningsáranna liti þetta hugverk; hér er ekki spurt heldur svarað, og það af litlum þroska. Um höfundinn Lesley Ann Kent veit ég Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1996 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. mars 1996 og hefst kl. 15. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út miðvikudaginn 20. mars n.k. kl. 10 fyrir hádégi. Framboðum skal skila til bankastjórnar. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 20. mars frá kl. 12 -16 og 21. og 22. mars n.k. frá kl. 915 -16 og á fundardegi frá kl. 915 -12. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1995 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 18. mars 1996. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12 á hádegi á fundardegi. 6. mars 1996 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI Alþýðublaðið - minna en Mogginn Námsvist í Rússlandi skólaárið 1996-97. Rússnesk stjórnvöld munu væntanlega veita einum ís- lendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Rússlandi námsárið 1996- 97. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 12. apríl n.k. á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meömælum. Menntamálaráðuneytið, 15. mars 1996 w Útboð f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í lokafrágang á 3. áfanga Ölduselsskóla. Um er að ræða m.a. pípulagnir, múrverk, trésmíði, raf- lagnir, málun, dúkalagnir og innréttingar. Útboðsgögn fást gegn skilatryggingu kr. 15.000,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: þriðjud. 2. apríl n.k. kl. 14:00. f.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur, er óskað eftir tilboðum í matarlínu fyrir matsal starfsfólks sjúkrahússins. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: fimmtud. 11. apríl n.k. kl. 14:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík Sími 552 58 00 Bréfsími 562 26 16 ^ Alþýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum Alþýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum boðar til fundar laugardaginn 23. mars klukkan 17.00, sem haldinn verð- ur á HB pöbb, Heiðarvegi 1. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður mætir á fundinn. Fundarefni: Þjóðmálin - Bæjarmálin - Starfið framundan - Önnur mál. Stjórnin „Tll að bæta gráu ofan í svart, hefur síðan leikstjórinn, Jón Einars Gústafs- son, valið þá leið að skipta þessum texta, sem mér skilst að af höfundi hafi verið hugsaður sem eintal, upp í þríleik og er mín tilfinning að það sé heldur til bölvunar." ekkert umfram það sem segir í leik- skrá: „bandarísk skáldkona og býr í Los Angeles. Hún er 25 ára gömul og er Engillinn og hóran fyrsta leik- verk hennar. Það var fyrst sýnt á leiklistarhátíð í Los Angeles árið 1992 og vakti mikla athygliÞessi stuttaralegi texti segir mér svo sem ekki neitt, nema þá helst hversu lítið þarf til að fanga athygli í borg engl- anna. Til að bæta gráu ofan í svart, hefur síðan leikstjórinn, Jón Einars Gúst- afsson, valið þá leið að skipta þess- um texta, sem mér skilst að af höf- undi hafi verið hugsaður sem eintal, upp í þríleik og er mín tilfmning að það sé heldur til bölvunar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun Jóns er ekki auðséð. Var meiningin að hver leikkona túlkaði mismunandi persónueinkenni þessarar ráðviltu konu og þá hver? Hefði kannski ver- ið betra að láta sér nægja að tvískipta persónunni og láta engilinn og hór- una takast á? Eða hefði verið best að taka textann eins og hann kom af kúnni og láta eina leikkonu sjá um flutninginn? Eða hefði ef til vill ver- ið affarasælast að láta þennan rýra texta liggja óbættan hjá garði? En Jón velur semsagt þessa leið og hún gengur ekki upp og stendur raunar gegn ýmsu sem hann er að reyna að vinna með í uppsetning- unni. Sem dæmi um það má nefna að í upphafi sýningarinnar er reynt að byggja upp erótískt samband við sal- inn, þar sem skemmtilegra og áhrifa- ríkara hefði verið að sjá eina leik- konu taka þá glímu, því þá hefði at- hygli áhorfenda hefði ekki skipst í þrjá staði. Raunar var hinn kynferð- islegi þáttur leiksins ekki nógu djarf- ur og einbeittur til að ná þeim ár- angri sem leikstjórinn augljóslega stefndi að. Leikkonurnar þrjár sem túlkuðu þessa óhamingjusömu gleðikonu stóðu sig svosem með prýði miðað við það hversu lítið var úr að moða, en auðvitað kom það niður á þeim hversu hlutverkið er rýrt í roðinu, jafnvel ekki nóg að naga fyrir eina. En þær Bryndís Petra, Bergljót Am- alds og Ragnhildur Rúriksdóttir börðust heiðarlegri baráttu við að blása lífi í þetta andvana verk. Allar hafa þær áður sýnt að þær ráða við það sem stærra er, og eiga það raun- ar skilið. Dansar Láru Stefánsdóttur voru ágætir út af fyrir sig, en einhvern veginn bar verkið ekki þessa viðbót, og því var sem þeim væri ofaukið. Þýðing Diddu hljómaði að mestu lipur og létt og hæfilega hrá, en þó var á stöku stað að brá fyrir óeðli- legri og þvingaðri orðaröð. Leikmynd Þorgerðar var heldur ofhlaðin, uppfull með ýmis konar smáatriði, sem þjónuðu engum til- gangi. Yfirbragð myndarinnar var of raunsæislegt miðað við þann farveg sem leikstjórinn valdi sýningunni. Lýsing Björgvins Franz var ein- föld, köld og ekki fráleitt að ætla að mystískari og mýkri lýsing hefði stutt betur við aðra þætti sýningar- innar. Niðurstaða: Ófullnægjandi leik- sýning sem líður fyrir lélegan texta og skort á öguðum og markvissum vinnubrögðum við leikstjórn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.