Alþýðublaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 1996 s k o ð a n i r fLÞVDIIRI fDIII 21083. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Aumingja Friðrik! Sennilega byggðist þetta allt á misskilningi. Þegar ríkisstjómin setti stórskotalið sitt í árásarstöðu á þremur mikilvægum kross- götum í leiðakerfi kjarabaráttunnar, héldu menn að nú ætti að blása til orrustu. Verkalýðshreyfmgin vígvæddist í skyndingu og öll tiltæk vopn voru dregin fram úr vopnabúrum. Svo skyndilega gerðist það að hvorugur aðilinn virtist almennilega hafa áttað sig á því um hvað var deilt í reynd. Þá er snögglega blásið til undanhalds. Yfirhershöfðinginn gaf innrásarliðinu dagskipun um að yfirgefa krossgötu nr. 1. Þeir skildu eftir sig úttroðna jörð og sundurtætt gatnamót, sem ekki verða notuð aftur án gagngerrar viðgerðar. Enn sitja þeir um tvenn gatnamót. Breytingar á lögum um rétt- indi og skyldur ríkisstarfsmanna og um sáttastörf í vinnudeilum eru enn á borði herstjómarinnar. Það er aðeins spumig um gott tilefni hvenær þau verða látin hverfa þaðan líka. Þetta stríð er unnið. Það er gott stríð, sem vinnst án átaka. Til hamingju opin- berir starfsmenn! Hvað stendur þá uppúr eftir þetta frumhlaup? Hefúr ríkisstjóm- in sent einhver holl og þroskandi skilaboð til viðsemjenda sinna eða aðila á vinnumarkaðinum? Hefur skilningur á göllum núver- andi fyrirkomulags við samningagerð vaxið? Em menn nær því að setjast sameiginlega niður og fínna lausn á fjarhagsvanda líf- eyrissjóðakerfis opinberra starfsmanna og reyndar bankamanna líka? Nei, síður en svo. Opinberir starfsmenn hafa gripið til skyndi- vama, stundum af meira kappi en forsjá. Fjandskapur og tor- tryggni einkennir nú öll viðhorf launafólks í garð viðsemjenda sinna. Samskiptareglum á vinnumarkaði hefur verið stórlega spillt. Þegar sest verður að samningaborði fyrir næstu samninga verður eftirleikurinn erfiður. Traust samningsaðila í garð ríkis- valdsins er brostið. Þetta traust hefur kannski aldrei verið ýkja mikið, en leikreglumar hafa yfirleitt verið ljósar, hversu skyn- samar sem þær annars kunna að hafa verið. Um það má deila. Það var vitað fyrirfram að næstu samningar yrðu fyrir margra hluta sakir erfiðir. Eftir það sem á undan er gengið em þeir nú þegar komnir í hnút; gordíonshnút sem enginn galdrakarl heggur á úr pontu á Alþingi. Ríkisstjóminni hefúr tekist, átta mánuðum áður en samningar renna út, að sá svo mikilli tortryggni og hvetja til þannig óhæfu- verka að seint mun takast að koma jafnvægi á að nýju. Sá sem tapar er þjóðin. Hún má búast við að lenda í stórátökum á vinnumarkaði næsta vetur; átökum sem geta ekki endað öðm- vísi en með ósköpum, ýmist í formi mikillar röskunar á daglegu lífi fólks eða efnahagslegrar holskeflu sem skekur stöðugleikann og skerðir framtíðarkjör. Líklegast er þó að hvort tveggja muni fylgja. Davíð Oddsson hefur kosið að fóma manni fyrir betri stöðu í bráð. Niðurlæging íjánnálaráðherra er skelfileg. Hann er ekki að- eins dæmdur til refsivistar in absetia heldur er honum ekki einu sinni sýnd sú lágmarks tilhtssemi að láta hann vita hvað til standi. Vömum kemur hann engum við. En hann er skikkaður til að semja við opinbera starfsmenn í haust. Á það forað er sjálfsagt að etja honum. Aumingja Friðrik! ■ Andsvar við ranglæti enn, að mannfélag sé samfélag fólks, sem búi við ólíkar aðstæður, er geti verið þeim ósjálfráðar. Af þessum sökum vegni sumum verr en öðrum. Og þá er komið að kjamanum í boð- skap jafnaðarmanna: Þeim, sem bet- ur mega sín ber siðferðileg skylda til þess að fóma hluta af hagsæld sinni til þess að bæta hlut hinna, sem minna mega sín. Nú má búast við, að ýmsir segi: En eru ekki allir nú á dögum sam- mála um, að rétta skuli bágstöddum hjálparhönd? Sem betur fer má svara því játandi. En grundvallarágreining- ur er engu að síður um hvort tveggja: Hversu langt skuli ganga og hvernig fara skuli að. Þessi ágreiningur krist- allast m.a. í þeim umræðum um vel- ferðarkerfið, sem fara fram hér og annars staðar. Grundvallarsjónarmið jafnaðar- manna er, að efnahagur megi aldréi koma í veg fyrir, að allir, ungir og gamlir, njóti afkomuöryggis, heilsu- gæzlu og menntunar, frá vöggu til grafar. Til þess að unnt sé að ná því markmiði, að þeir, sem minna mega sín, geti notið þessara mannréttinda, þótt það sé umfram fjárhagsgetu þeirra, verða hinir, sem betur eru settir, að fórna nokkru af hagsmun- um sínum. Spurningin, sem leysa þarf úr, er því annars vegar, hverjum eigi að veita ókeypis eða mjög ódýra heilsugæzlu og menntun, og hins vegar, hverjir eigi að bera kostnað- inn. Auðvitað verða bæði siðferðis- sjónarmið og efnahagssjónarmið að ráð svarinu. En frá sjónarmiði jafn- aðarmanna er það óviðunandi að sjúkt fólk, böm og aldraðir, eigi ekki aðgang að nauðsynlegri læknishjálp eða að ungt fólk eigi ekki kost á menntun vegna erfiðs efnahags. fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi þarf ekki að bitna á hagkvæmni. Þvert á móti virðist reynslan sýna, að réttlæti og hagkvæmni haldast yfir- leitt í hendur. En jafnaðarmenn og aðra, hveijum nöfnum sem þeir kunna að nefna sjónarmið sín, greinir á um fjölmargt annað. Mig langar til þess að nefna afstöðuna til eignarréttar og al- mannahags gagnvart sérhagsmunum. Allir nútímajafnaðarmenn virða og skilja gildi og gagn eignarréttar. En þeir telja hann ekki mega verða und- irrót ranglátrar eignasöfnunar og for- réttinda. En þegar hann þjónar heild- arhagsmunum, beri að virða hann skilyrðislaust. Sem dæmi um ágreining á þessu sviði nefni ég ólíka afstöðu til hag- nýtingar á auðlindum hafsins við Is- land. Löggjafinn hefur kveðið á um eignarréttinn yfir auðlindunum. Þær eru sameign þjóðarinnar. Samt telja sumir eðlilegt, að ákveðnum aðilum sé fenginn ókeypis einkaréttur til nota af sameigninni. Þama er hættu- legt ranglæti á ferðinni. Og auk þess skerðir það hagsmuni iðnaðar, verzl- unar og þjónustu og þá um leið þjóð- arheildarinnar. Sjávarútvegur nýtur forréttinda á kostnað annarra. Og þá er komið að hinu atriðinu, sem ég nefndi: Andstöðunni, sem orðið getur milli samhags og sér- hags. Það er - og á að vera - eitt af grundvallarsjónarmiðum jafnaðar- manna, að sérhagsmunir víki undan- tekningarlaust fyrir almannahag. í þessu sambandi verður að leggja áherzlu á nauðsyn þess að útrýma at- vinnuleysi. Það er ekki aðeins böl, heldur sárgrætileg sóun. En henni má eyða, ef ekki skortir kjark til end- urskipulagningar atvinnnuhátta og innviða vinnumarkaðar. „Við eigum mikið verk að vinna. Gefst annað tækifæri betra en stórt afmæli flokksins okk- ar til þess að heita því að herða baráttuna fyr- ir frelsi og réttlæti, framförum og menningu sem hornsteinum íslenzks þjóðfélags?" Tvennt ber okkur að hafa efst í huga, er við minnumst 80 ára afmæl- is Alþýðuflokksins. Annars vegar er það þakklæti til þess góða og fram- sýna fólks, sem stofnaði flokkinn okkar fyrir 80 árum. Hins vegar eig- um við að reyna að skerpa skilning okkar á því, hvers vegna við eigum ekki aðeins að halda áfram að vera jafnaðarmenn, heldur ekki síður að reyna að vera æ betri og sannari jafn- Háborðið______________| I Gylfi Þ. skrifar aðarmenn. Stofnendur Alþýðuflokksins hafa í rás tímans haft sterk áhrif til aukins skilnings á nauðsyn þess að efla mannhelgi og réttsýni á íslandi. Mörg af fyrri baráttumálum jafnað- armanna eru nú sameiginlegt áhuga- mál allra, sem hugsa um þjóðfélags- mál. Attatíu ára saga Alþýðuflokksins hefur verið stormasöm. Hér á ég auðvitað við, að flokkurinn hefur klofnað fímm sinnum á ferli sfnum. Þegar grannt er skoðað, má ávallt rekja sundrungina til einnar og sömu rótarinnar: Ranglátrar kjördæma- skipunar. Þegar Islendingar fengu heimastjórn 1904 og urðu sjálfstæð þjóð í raun og veru, héldu þeir áfram að kjósa löggjafarsamkomuna sam- kvæmt þijátíu ára gamalli kjördæma- skipun, þótt þjóðfélagið hafi gjör- breytzt á þessum áratugum. Það eru alvarlegustu mistök í stjómmálasögu aldarinnar, að Alþingi skuli ekki hafa fylgt tillögum fyrsta íslenzka ráðherrans, Hannesar Hafsteins, eins mesta stjómmálaskörungs þjóðarinn- ar, og breytt kjördæmaskipaninni í kjölfar heimastjórnarinnar, en hann lagði til, að landinu yrði skipt í nokkur stór kjördæmi með hlutfalls- kosningu. Hefði það verið gert, hefði þróun flokkaskipunar orðið gerólík því, sem hún varð. Þá hefði saga Al- þýðufíokksins orðið önnur, og einnig öll saga þjóðarinnar. En Alþingi sinnti ekki tillögum Hannesar Haf- steins. Það dróst í önnur þrjátíu ár að lagfæra kjördæmaskipunina. Henni hefur verið breytt síðan. En það hef- ur alltaf verið gert of seint og aldrei með fullnægjandi hætti. Enn er þörf á lagfæringum. Og enn dragast þær. Oft hefur verið sagt, að ágreining- ur um þjóðfélagsmál sé nú minni en áður hafi verið. Aukin þekking hafi aukið samstöðu. Eflaust er talsvert til í þessu. Samt eru skoðanir enn mjög skiptar. Skýringin er sú, að ágrein- ingurinn á ekki rót sína að rekja til vanþekkingar eingöngu, heldur einn- ig til ólíkra siðferðissjónarmiða. Það er aldagömul skoðun, að sér- hver maður sé fær um að hagnýta hæfileika sína á hagkvæmastan hátt og eigi að fá að njóta allra afkasta sinna. Jafnaðarstefnan er andsvar við ranglæti, sem leiðir af þessari skoð- un. Jafnaðarmenn sögðu og segja En eigi að tryggja aðstöðu og rétt þeirra, sem minna mega sín, verða hinir að bera af því kostnaðinn. Það getur orðið á þann hátt, að þeir greiði hærri skatta en allur almenningur, eða að þeir greiði rúmlega kostnað- arverð þeirra þjónustu, sem þeir njóta. Kannske mætti sameina þessar leiðir, því að gæta .verður þess, að skattar verði ekki svo háir, að fram- tak sé drepið í dróma. Frá sjónarmiði jafnaðarmanna ætti ekki að skipta máli, hvor leiðin væri farin. Höfuð- markmið þeirra næst: Að tryggja þeim, sem helzt þurfa á því að halda, greiðan aðgang að heilsugæzlu og menntun. Því er ekki að leyna, að of víða hefur verið haldið gálauslega á grundvallarsjónarmiðum fyrstu höf- unda velferðarkenninganna. En heil- brigð og hagsýn framkvæmd þeirra þarf engan veginn að verða byrði á búskap samfélagsins. Til viðbótar því aukna réttlæti sem siglir í kjölfar þeirra, geta þau stuðlað að auknum heldarhag með því að efla heilbirgði, þekkingu og vinnugleði. Einmitt það var hugsjón frumkvöðlanna. Barátta Og enn eitt: Nútímajafnaðarmenn verða að vinna gegn því, að Islend- ingar einangrist í þeim heimshluta, sem þeir hafa átt mest tengsl við um aldir. Evrópskir jafnaðarmenn hafa átt drjúgan þátt í eflingu Evrópusam- bandsins til að tryggja framfarir og frið í álfunni. íslenzkir jafnaðarmenn eiga ekki að láta sitt eftir liggja. Við eigum að hafa forystu um að varð- veita með skynsamlegum hætti þau bönd, sem gerðu okkur kleift að vera fslendingar í meira en þúsund ár. Góðir jafnaðarmenn. Við eigum mikið verk að vinna. Gefst annað tækifæri betra en stórt afmæli flokks- ins okkar til þess að heita því að herða baráttuna fyrir frelsi og rétt- læti, framförum og menningu sem homsteinum íslenzks þjóðfélags? Á þessu áttatíu ára afmæli Alþýðu- flokksins skulum við þess vegna stíga á stokk og strengja þess heit að leggja okkur öll fram um, að ísland framtíðarinnar mótist í sívaxandi mæli af hugsjónum jafnaðarstefn- unnar um hagkvæmni og réttlæti. Ræöu þessa flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason á afmælisfögnuði Alþýöuflokksins á Hótel Borg, sunnudaginn 17. mars. dagatal 19. mars Atburðir dagsins 1920 Bandaríska þingið fellir þátttöku Bandaríkjanna í Þjóðabandalaginu. 1930 Arthur Balfour forsætisráðherra Breta (1902-6) andast. 1931 Þynnku- lyfið Alka-Seltzer kemur á markað í Bandaríkjunum. 1950 Höfundur bókanna um Tarsan apabróður andast 75 ára að aldri. Þá höfðu Tarsan bækum- ar selst í meira en 100 milljón- um eintaka og verið þýddar á 56 tungumál. Afmælisbörn dagsins Dr. David Livingstone 1813, skoskur trúboði og landkönn- uður varð fyrstur hvítra manna til að finna Viktoríufossa.Wy- att Earp 1848, bandarískur lögreglumaður þekktastur fyrir að hafa komið á lögum og reglu í Tombstone í Arizona. Adolf Eichmann 1906, þýskur SS foringi og stríðsglæpamað- ur. Ursula Andress 1936, svissnesk leikkona. Annálsbrot dagsins Þá var hengdur á alþingi fyrir þjófnað Andrés Þórðarson úr Stafholtstungum. Það ár var sett að nýju brúin á Jökulsá austur, var eitt mikið verk. Þar við voru 100 menn í mánuð. Þá gáfu þeir í Múlasýslu út vitnis- burð á Brú um þessa brúar- gjörð á Jökulsá, að hún bæði hærri og betri að byggingu og kostum sé en sú fyrri. Fékk Vigfús Gíslason að Hofi Helgu Jónsdóttur biskups til eignark- vinnu. Sjávarborgarannáll 1700 Erfiðasta hlutverk leiksins er hlutverk fíflsins og það þýðir ekki að láta neinn bjána leika það. Cervantes mm Málsháttur dagsins Lötum manni eru allir dagar jafnhelgir. Orð dagsins Stökkvið upp úrfúnufleti, fyllið hjörtun nýjum móð. Atumein er cmdans leti. Upp til nýrrar vinnu, þjóð! Hannes Hafstein Skák dagsins Hvítur hefur stillt liði sínu til árásar en svarti liðsaflinn býst til vamar. Gallagher hefur hvítt og á leik gegn Sher, og knýr fram sigur með afarsnjöllum leik. Gefið ykkur dálítinn tíma til að ftnna sigur leikinn. Hvítur leikur og vinnur 1. Rg41! Taflið er tapað, sam- anber: 1. ...Bxg3 2. Rfi>+ KI18 3. Rxe8+ og gamanið er úti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.