Alþýðublaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 ALÞYÐUBLAÐK) e n n Alþjóðlegt yfirbragð Tímarit Máls og menningar 1. hefti 1996 Segja má að alþjóðahyggjan setji sína gjörvu hönd á Tímarit Máls og menningar að þessu sinni. Erlendir höfundar fá þar rými til jafns við þá íslensku, og stela þeir senunni þegar kemur að gæðamati. Ein athyglisverðasta greinin kemur frá rithöfundinum Patrick Chamois- eau, sem ættaður er frá eynni Mart- inique í Karíbahafi. Hann skrifar um eyjuna, og þær hugmyndir sem mönn- um hefur hætt til að tengja við hana og hníga að einangrun, stöðnun, þrengsl- um og andleysi. Sýn Chamoiseau er önnur og bjartari, enda segist hann vera maður sem hafi öðlast frelsi fyrir tilstuðlan draumsins. Eins og slíkra manna er jafnan háttur skrifar hann af ástríðu og innlifun, og ekki hvað síst þess vegna er svo auðvelt að vera sammáia honum að lestri loknum. Milan Kundera á stutta hugleiðingu um listmálarann Emest Breleur. Eg veit ekki um marga núlifandi rithöf- unda sem hafa athyglis- og ályktunar- gáfu til jafns við Kundera og geta komið niðurstöðum sínum í jafh góð- an texta. Reyndar er hrifning mín á málverki Breleur, sem „prýðir" kápu tímaritsins í lágmarki og ég velti því fyrir mér hvort hann hafi átt skilið svona góða grein, en fyrst Kundera nennti að ómaka sig þá er ekki mitt að kvarta. Gríska sagnaskáidinu Alex- ander Papadíamandis eru gerð góð skil í þessu hefti. Og það er einmitt ein mesta ánægjan sem fylgir lestri TMM að þessu sinni, að fá að kynnast slík- um afburða höfundi, öðlast innsýn í verk hans, hugsunarhátt og h'f. Þau eru lfkiega of mörg „týndu“ afburðaskáld- in, sem við fáum ekki að fræðast um og vitum aldrei af. Það á einmitt að vera hlutverk tímarits á borð við TMM að koma sem flestum slíkum skáfdum aftur á kortið. Holfenski rithöfundurinn Cees No- oteboom, höfundur hinnar stórkost- legu skáldsögu Sögunnar sem hér fer á eftir, á ljóð úr ljóðaflokknum Hellas. Kannski er aðdáun mín á Nooteboom þrjóskufull en mér þykir meira til ljóða hans koma en þeirra ljóða Nób- elsverðlaunahafans Seamus Heaneys sem birt eru í tímaritinu. Þetta er þó ekki sagt af neinni lítilsvirðingu við Heaney sem með sanni er merkt skáld og fær all vandlega umfjöllun í tíma- ritinu í fróðlegri grein Martin Regals. Ég held að ég fari ekki rangt með,þegar ég segi að fyrsta verk Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur til að komast á prent, eftir að hún skrifaði Ég meistarinn, sé að finna í ■ Kristbergur Ó. Pétursson skrifar þessu tímariú. Þetta er prósaljóð, ein- tal stúlku, sem segir lfá fundi sfnum við unga konu sem kemur úr borginni í sveitina úl að mæta örlögum sínum. Þrátt fýrir einstaka tóna einlægninnar sem finna má í þessu stutt verki, þá einkennist það um of af tómahljóði klisjunnar sem fullkomnast í yfir- spenntri dramtík. A því fellur verkið. Kollegi minn hér á Alþýðublaðinu, Egill Helgason, á smásögu í þessu hefti og ég hef það fyrir satt að þetta sé fyrsta skáldverk hans sem birtist á prenti. Að mínu mati er þessi saga besti íslenski skáldskapurinn í heftinu. Hún er afbragðs vel stíluð, full af kaldhæðnum húmor og sérlega stemmningsfull. í henni opinberast skáldlegir hæfileikar sem höfundurinn ætú að geta unnið vel úr í framú'ðinni hafi hann til þess löngun. Og þeim sem æúa að hér sé einungis á ferðinni hið notalega kunningjaklapp er bent á að lesa söguna. Séu þeir ekki því ónæmari á skáldskap munu þeir hafa ánægju af. Af öðru íslensku efni má nefna smásögu eftir Anton Helga Jónsson og tvær örsögur eftir Elísabetu Jökuls- dóttur. Þau hafa oft sýnt betri takta en „Saga Egils Helgason- ar er afbragðs vel stfl- uð, full af kaldhæðn- um húmor og sérlega stemmningsfull. í henni opinberast skáldlegir hæfileikar sem höfundurinn ætti að geta unnið vel úr í framtíðinni hafi hann til þess löngun. Og þeim sem ætla að hér sé einungis á ferðinni hið notalega kunn- ingjaklapp er bent á að lesa söguna." þau gera hér í verkum sem em heldur líflíúl og því snauð af skáldskap. í Tímariú Máls og menningar er að fmna margt efni umfram það sem hér hefur verið nefnt. Það er einfaldlega ekki nægilegt rúm úl að nefha það allt og því hefur athyglinni einkum verið beint að því sem umtalsverðast þótú. Um ritstjórnarstefnu blaðsins er þetta að segja: Mér virðist sem TMM hafi á undanfömum mánuðum mjakað sér út úr moldarkofanum og sé farið að anda að sér alþjóðlegu andrúms- lofti. Þetta er ánægjuleg þróun sem æskilegt er að ífamhald verði á. Listfræðingar á tímum áfallahjálpar „Það er eitthvað í þessu sem minnir á sakamál- in kennd við Guðmund og Geirfinn. Hvernig þá? Jú, það vantar líkin. Hvar eru líkin? Hvar liggja hræin af hinu „dauða formi" og hinni „dauðu merkingu" íslenskrar landslagslistar?" Ég rakst á furðulega klausu í grein hér í Alþýðublaðinu nýverið, undir fýrirsögninni „Myndlisún á ári endur- menntunar". Þar var því gert skóna að íslensk landslagslist væri „form á fall- anda fæú,“ að dagar hennar væru tald- ir. Að hún væri „dautt form“. Það er óþarfa orkusóun að svara því út af fyrir sig, og ég myndi gefast upp við það af tómum leiða ef ekki kæmi annað úl. Myndlistarmaðurinn Georg Guðni var þar nefndur til sögunnar, og var útilokað að skilja það öðmvísi en svo að hann væri helsti fulltrúi „dauðs forms“, og þar af leiðandi einn ábyrgðarmanna fyrir „fúkkalykt úr búðum íslenskrar myndíistar". Varðandi hina meintu fúkkalykt nægir að benda á að hún er ævinlega mest í nösunum á listfræðingum sem eru með nefið niðrí hvers manns koppi, svo þeir ná ekki andanum. í tvennum skilningi. En boðskapurinn sem Georg Guðni var mynstraður inní, um hið dauða form, er hinn undarlegasti samsetning- ur. Reyfarakenndur. Orðrómi er kom- ið á kreik um að eitthvað sé dautt. Því til „sönnunar" er bent á líkklæði, út- farartrompet og fána sem blakta í hálfa stöng. Einhver Gustav Mahler er dreginn inn í málið og á að brúkast sem mælistika og sönnunargagn, á vægast sagt langdregnum forsendum. Það er eitthvað í þessu sem minnir á sakamálin kennd við Guðmund og Geirfinn. Hvemig þá? Jú, það vantar líkin. Hvar eru hkin? Hvar liggja hræ- in af hinu „dauða formi" og hinni „- dauðu merkingu" íslenskrar landslags- listar? Enginn aðili sem komið hefur að rannsókn málsins hefur enn bent, með óyggjandi hætti, á líkin, aðal sönnun- argögnin. En það er látið liggja milli hluta. Listfræðingurinn hefur lokið rannsókn málsins og kveðið upp sinn dóm. En Georg Guðni heldur hins vegar áfram á sinni leið eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir að á hann hafi fallið dómur í héraði. Því að hið sanna í málinu er hans megin. Myndlist Georgs Guðna er hvorki „endurreisn" né „svanasöngur" lands- lagslistar. Það viðfangsefni er nefni- lega þeirri óþægilegu náttúm gætt, að geta ekki hrokkið upp af. Að minnsta kosti ekki meðan fyrirsætan - sem er bæði eldri og viúari en mannkynið og listffæðingar - er í fullu fjöri og áht- leg. Af einhvetjum læknisfræðilegum orsökum hefur listfræðingum tekist undanfarið að horfa framhjá þessari staðreynd. Georg Guðni þarf síst af öllu að „gera heiðarlegar tilraunir til að endur- heimta mátt og megin landslagslistar". Sá máttur hefur alltaf verið hans, og hefur aldrei frá honum vikið. Georg Guðni heldur sínu striki. Það er borin von að listfræðingum takist að skrifa list hans í gröfina. Af því tilefni er við hæfi að vitna í löngu dautt tónskáld sem las um sig heimskulega gagnrýni: „Hvers mega sín örfáar mýflugur gegn vökum gæð- ingi á sprettinum?“ Fleiri dularfull mál eru til rannsókn- ar af listfræðingum. Munu þar ýmis kurl koma til grafar um síðir - að minnsta kosti meðan engin lík eru fyr- ir hendi úl að draga þangað. Nú glíma listfræðingar við þá gátu hvort og af hvaða orsökum íslenskir listamenn hafi dottið úr hinum gömlu góðu „tengslum við tilveruna í kringum sig“. Þeir þykjast sjá þess merki að viss skil hafi orðið á milli „veruleik- ans eins og hann blasir við lífinu," og þess veruleika sem birtist í verkum listamanna. Áhöld eru um hvor aðilinn hafi vik- ið af „réttri leið „, og uppruna þessa aðskilnaðar. Listfræðingar eru þó fleiri á þeirri skoðun strax á fyrstu súgum rannsóknar, að sökin sé lista- mannanna. Enda hafa listfræðingum jafnan verið furðu hæg heimatökin í búðum þeirra. Ber því að hafa rann- sókn málsins samkvæmt þeirri reynsluhefð, svo unnt verði að fella dóm fljóúega og án óþarfa málaleng- inga. Nú er freistandi fyrir leikmann í rannsóknarefnum að koma með þá kenningu að veröldin og listin hafi samú'mis rambað hvort sinn veg. Að veröldin hafi tekið sitt skref til vesturs en listin undir eins endurspeglað þá hreyfingu með því að stíga til austurs. Samkvæmt þeirri kenningu eru lista- menn enn sem fyrr í skýrum og rök- föstum tengslum við veruleikann í túlkun og endurspeglun á honum. Boðleiðin þar á milli er kannski eitt- hvað lengri nú en fyrr. Það út af fyrir sig er annað en listfræðingar eiga að venjast, en það er þeirra vandamál. Hér má draga þá ályktun að það ríki fullkomið jafnvægi milli listar og lífs hvort sem bihð þar á milli eykst eða minnkar. Hins vegar verður aldrei um þann fullkomna samruna að ræða, sem listfræðingar þykjast hafa fundið á korú. Enginn getur runnið saman við sína eigin spegilmynd. Þessi þróun virðist valda listfræð- ingum miklum áhyggjum. Nú eru þeir bytjaðir að lýsa opinberlega eftir lista- mönnum, með tilheyrandi upplýsing- um um hvar og hvenær til þeirra sást síðast og öðru í þeim dúr. Listamenn eru vinsamlegast beðnir um að koma heim, til gamla góða umhverfisins, samtímans, vandamálanna. Umræð- unnar. Heim á búgarðinn með þros- kaleikföngunum og óleystu viðfangs- efnunum. Heim í smækkuðu vanda- málaheimsmyndina. Listfræðingur er að þessu leyti staddur í sporum foreldris eða forræð- ismanns sem hefur verið yfirgefinn af skjólstæðing sínum. Ef til vill bærist í bijósti hans gremja yfir því vanþakk- læti sem lýsir sér í brotthvarfinu. Kannski samviskubit og sjálfsálösun: „Hefurðu ekki haft það gott hjá mér? Gerði ég eitthvað rangt? Af hverju fórstu frá mér? Hvar ertu? Þú gerir mig gráhærða og kolbijálaða. Komdu strax heim. Mamma.“ Það kann að vera mikið vanþakk- læti og óréttlæú ef rétt reynist, en það lítur út fyrir að listfræðingar hafi verið yfirgefnir og skildir eftir af listamönn- um. Reyndar ekki einir og sér, því þeir sitja eftir með öll „vandamálin" sem þeir ætluðu hstamönnum að puða við. Eru þeir kannski að missa af veröld- inni líka? Þá er fokið í flest skjól. Hver hjálpar þeim þá? Þeir reyna að fóta sig á teygjanlegri boðleiðinni milli lífs og listar, bera saman bækur sínar og reyna að kortleggja „stöðuna eins og hún er“. Þar standa þeir staðfastir við sitt góss; vandamálalíkön, fyrirmyndir, kenningar og fleira aðfengið. Allt kemur það þeim að harla litlum not- um. Kæmi endurmenntun að nokkru gagni í svo dapurlegri stöðu? Nei. Þeir þurfa áfahahjálp. Höfundur er myndlistarmaður. Greinin er andsvar við pistli Halldórs Björns Runólfssonar sem birtist í Alþýðublað- Kveðja til Alþýðuflokksins frá Danmörku Það er mér mikil ánægja að senda íslenskum jafhaðarmaönnum mínar bestu kveðjur á áttatíu ára afmælinu. Tengslin milli flokkanna okkar eru sterk og það er von mín að þau megi enn styrkjast á komandi árum, bæði milli flokkanna tveggja og eins inn- an samstarfs norrænna jafnaðar- mannaflokka. Með vinarkveðju, Paul Nyrup Rasmussen Socialdemokratiet

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.