Alþýðublaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Bandalag vinstrimanna, sigurvegari þingkosninga 1999 Það er stundum á stjómmálamönn- um á vinstrivængnum að heyra að fátt sé þeim ógeðfelldara en hin ófeiga umræða um sameiningu vinstrimanna. Ekki skal því neitað að margt kynlegt hafi verið látið flakka í þeinri umræðu en hvemig í ósköpunum er hægt að Gestaboð I réttlæta andúð á henni? Nú má halda því fram að slík umræða sé óvina- fagnaður, á henni græði enginn nema hægrimenn og Sjálfstæðisflokkurinn. Það segja raunar sjálfstæðismenn sjálfir en bak við þau hreystiyrði glittir í hræðslu. Það er fátt meiri ógn við valdastöðu Sjálfstæðisflokksins en ef til yrði öflugur vinstriflokkur. Stjómmálalífið á Islandi sker sig úr nágrannalöndunum fyrir það að hægrimenn hafa hér ráðið lögum og lofum allan lýðveldistímann og að öllu óbreyttu er fátt sem kemur í veg fyrir að svo verði áfram, einstaka vinstristjómir sem sitja í 2-3 ár breyta þar engu um. I flestöllum löndum Evr- ópu hafa vinstrimenn verið reglulega í stjórn og í sumum haft mun meiri áhrif en hægrisinnar. En það er ekki lögmál að ísland skeri sig úr. Vinstri- öfl á íslandi, það er aðrir flokkar en núverandi stjómarflokkar, hafa síðan 1971 að jafnaði fengið 38-40 prósent atkvæða, aðeins einu sinni minna fylgi og árið 1978 fengu þeir nálægt 50 af hundraði atkvæða eftir fjögurra ára stjóm núverandi stjómarflokka. Þann- ig er þessu varið þó að ótrúlegt kunni að virðast í ljósi áhrifaleysis vinstriafl- anna nú. Niðurstaðan er þessi: Ef kjósendur Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka kysu allir sama flokk yrði hann að líkindum stærsti stjórnmálaflokkur á Islandi. Hann gæti sennilega ráðið lögum og lofum í íslensku stjómmálalífi. Ef sér- lega vel tækist gæti hann hlotið meiri- hluta atkvæða í kosningum. Það er því enginn vafi á að ef eitthvað á að breyt- ast í íslenskum stjómmálum næstu 20 árin verða þessir flokkar að bjóða fram í einu lagi og helst þegar árið 1999. Annars mun Island áffam verða aðalvígi hægrimanna í Evrópu, ekki vegna þess að viðhorf þeirra eigi meiri hljómgrunn en annarstaðar, heldur vegna sundrungar á vinstrivæng stjómmálanna. Þau stjómmálaöfl sem nefnd vom myndu öll hagnast á að stofna Banda- lag vinstrimanna, hafa meiri áhrif en ella. Og í fljótu bragði verður ekki séð að milli þeirra ríki slíkur ágreiningur um gmndvallaratriði að stæði í vegi fyrir því bandalagi. Vinstrimenn em almennt sammála um að breyta þurfi þjóðfélaginu, skapa nýtt og réttlátara þjóðfélag með jafnaðarstefhu að leið- arljósi. Bandalag vinstrimanna myndi stefna að því að endurmeta öll gildi. Fyrsta boðorð þess yrði jafhrétti á öll- um sviðum. Það myndi stefna að fullu jafnrétti kynjanna tafarlaust, það myndi gera landið að einu kjördæmi og þannig jafna atkvæðisrétt án þess að draga úr áhrifum landsbyggðarinn- ar. Það myndi taka réttarkerfið til rækilegrar skoðunar og vinna að því að endurskoða þau ákvæði stjómar- skrár sem geta haft í för með sér mis- rétti, til dæmis um þjóðkirkju. Aukið lýðræði yrði annað boðorð Bandalagsins. Það hefði á stefhuskrá að hverfa frá miðstýringu og draga úr spillingu í stjómkerfinu. Vinargreiðar hins opinbera yrðu liðin tíð. Þriðja boðorðið yrði umhverfið. Bandalagið myndi stefna að endurmati lífsstíls ís- lendinga í ljósi umhverfisvemdar með það að markmiði að sameina lífsgæði og umhverfisvemd eins og hægt er, en lífsþægindi á kostnað umhverfisins verður að láta fyrir róða, hægt og ör- ugglega. Atvinnustefna Bandalagsins yrði sveigjanleg en hefði réttlæti að leiðarljósi, til dæmis í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Utanríkis- stefna Bandalagsins þyrfti að hnitast um friðsamleg samskipti og heilbrigð viðskipti við önnur ríki, ísland myndi njóta kosta þess að vera smáríki en ekki ætla sér um of. f ýmsum dægurmálum yrðu skiptar skoðanir innan Bandalags vinstri- manna. Svo er um alla stóra stjórn- málaflokka. Ef hvert einasta deilumál á að verða að ásteytingarsteini er um- ræða um sameiningu einskis virði. En í Bandalagi vinstrimanna yrðu skiptar skoðanir í einstökum málum virtar þar sem samstaða yrði um grundvöllinn, jafnaðarstefnuna. Forystumenn Bandalagsins kynnu betur við sig á víðavangi en í skotgröfum, þeir myndu einbeita sér að því að leysa vandamál framtíðarinnar en leyfa sagnfræðingum að kljást við fortíðina, stjómmálamenn eru ekki skárri ama- törsagnfræðingar en amatörhagfræð- ingai'. „Ef kjósendur Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka kysu allir sama flokk yrði hann að líkindum stærsti stjórnmálaflokkur á íslandi. Hann gæti sennilega ráðið lögum og lofum í íslensku stjórnmálalífi." Erfiðasta vandamál Bandalagsins yrðu ríkisfjármálin. Það er framtíðar- verkefni vinstrimanna að sameina hagvöxt og jöfnuð, standa vörð um fé- lagslegt réttlæti og auka efnahagslega velferð í einu. í þessu sem öðru hefði Bandalagið markmiðið í huga en gerði ekki leiðir að heilögum kúm, hefði opna og sveigjanlega stefnu sem tekur tillit til nýjustu hagfræðikenninga. Lausn gærdagsins dugar ekki alltaf á morgun. Vinstrabandalagið tæki tillit til markaðarins en gerði ekki hann sjálfan að aðalatriði, markaðurinn er ekkert markmið, hann bara er, trú á hann er eins og trú á gxjót. Hverfa þarf frá þeirri ofuráherslu á hagfræði sem einkennir stjómmálaumræðu nútíðar og fortíðar en mun ekki einkenna stjómmál framtíðarinnar, stjómmála- menn eiga að marka stefhu samfélags- ins, ekki að vera amatörhagfræðingar. Bandalag vinstrimanna er nauðsyn ef íslensk stjómmá! eiga að breytast. Nú er lag og fátt þarf að standa í vegi fyrir sameiningu nema skiljanleg en að minni hyggju ónauðsynleg tor- tryggni og hugsanlega einkahagsmun- ir örfárra manna. Þetta hefur tekist annarstaðar, íslensk fordæmi eru Röskva og Reykjavíkurlistinn. Ef Bandalag vinstrimanna verður ekki til á næstunni mun vinstriöflunum á ís- landi enn hnigna og áhrif þeirra verða hverfandi. Ungt vinstrisinnað hæfi- leikafólk mun leggja annað fyrir sig en stjórnmál, á Islandi eða erlendis eftir atvikum. íslandi verður stjómað á sama hátt og nú af hægriflokkunum árið 2045 nema það verður miklu fá- tækara og í því munu búa tvær þjóðir. Höfundur er sagnfræðinemi Miklar hræringar eru nú innan Alþýðu- bandalagsins í kjölfar þess að Margrét Frí- mannsdóttir formaður og Svavar Gestsson þingflokksformaður hafa gert með sér einhvers konar bandalag á „miðju" flokksins. í nýútkomnu Þjóðvakabtaði segir að ekki einasta hafi uppsögn Einars Karls Haralds- sonar bent til þess að verið sé að þjarma að frjálslyndari armi flokks- ins, heldur hafi líka vakið athygli á Alþingi að Bryn- dís Hlöðversdóttir, sem verið hefur málsvari flokksins varðandi fjár- magnstekjuskattsmál, hafi verið tregin til baka úr þeim mála flokki. Þeir Svavar og Ragnar Arn- alds séu nú komnir í mál- ið í hennar stað. Bryndís var meðal helstu stuðn- ingsmanna Margrétar í formannskjörinu í haust og er leiðtogi Alþýðu- bandalagsfélagsins Birt- ingar-Framsýnar í Reykja- vík... Ekkert lát virðist vera á vextinum í því grósku- mikla fyrirtæki Máli og menningu. Nú fregnar Al- þýðublaðið að fyrirtækið stefni að því að opna bókakaffi í tengslum við bókabúðina á Laugavegi. Slík bókakaffi eru mjög vinsæl erlendis og þykja ákjósanlegir staðir fyrir bókhneigt fólk að stinga saman nefjum. Er jafnvel sagt að þau séu firn heppileg til rómantískra kynna. Hugmyndir for- ráðamanna Máls og menningar munu raunar vera þær að opna bóka- kaffið handan við götuna, í húsi andspænis bóka- búðinni. Yrði þá gerð ein- hvers konar göngubrú milli húsa, ekki ósvipað og blasir við vegfarendum í Hafnarstræti. Enn mun þó vera óvíst um tilskilin leyfi til framkvæmda... Embætti sýslumanns á Hólmavík virðist ekki vera jafn eftirsótt og emb- ætti sýslumannsins á Ak- ureyri, en umsóknarfrest- ur um bæði embættin rann út í þessari viku. Um- sækjendur um stöðuna á Hólmavík eru öllu færri en á Akureyri og koma held- ur ekki úr jafn tignum embættum í dómskerfinu og sumir umsækjendurnir í höfuðstað Norðurlands. Umsækjendurá Hólmavík eru sýslumannsfulltrúarn- ir Guðjón Bragason á Hvolsvelli, Júlíus Krist- inn Magnússon á Eski- firði, Ólafur Þór Hauks- son í Hafnarfirði, Runólf- ur Ágústsson í Borgar- nesi og héraðsdómslög- mennirnir Jón Sigfús Sigurjónsson, Óskar Thorarensen og Þor- steinn Pétursson, allir úr Reykjavík... „Ahhh! Þá erum við loksins komnir á áfangastað. Nú er eins gott fyrir okkur að fara að þeim með ítrustu varfærni. Hiykklínufólkið er nefnilega frá barnæsku innrætt tortryggni gagnvart öllum beinlínumönnum." I Myndir þú kjósa Ólaf Ragnar Grímsson til embættis forseta íslands? Bergþóra Gunnbjörns- dóttir húsmóðir: Já, ég er mjög hlynnt honum. Stefán ingi Stefánsson nemi: Líklega ekki, en það fer þó eftir því hverjir aðrir eru í ífamboði. Flóki Guðmundsson nemi: Það kemur í Ijós með tíð og tíma. Kristbjörg Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur: Nei, alls ekki. Sigrún Jónsdóttir hús- móðir: Það fer eftir því hveijir verða í framboði. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Ekki þarf lengi að skoða valdabaráttuna innan einstakra flokka til að sjá, hvernig staðan væri, éf sér- fræðingar í valdabrölti innan flokka ætluðu að fara að sam- einast milli flokka. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Ég met að sjálfsögðu það traust sem mér er sýnt með því að orða mig við þetta virðulega embætti. Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi. DV í gær. Þetta finnst mér alveg óheyrt og ósæmandi hvernig að þessu máli hefur verið staðið af hálfu sjávarútvegs- ráðherra. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ. Tíminn í gær. Kratarnir ætla að sækja sinn „útlending“ til Kvennalistans. Birgir Guðmundsson á víöavangi í Tímanum í gær. Ég mun að sjálfsögðu taka þessa ályktun til athugunar, eins og aðrar frá Búnaðarþingi, og reyna hið fyrsta að hrinda í fram- kvæmd þeirri stefnu sem hér hefur verið lögð til. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráð- herra. Tíminn í gær. Ég legg ekki kapp á að þvo óhreina tauið opinberlega. Nelson Mandela forseti Suður-Afríku um skilnaðarmál sín. Moggin í gær. Ég hef haft miklar áhyggjur af þróun LR og leikhúsrekstri þess undanfarin ár. Jón Hjartarson leikari. Morgunblaðið í gær. fréttaskot úr fortfð Giftur 52 sinnum Þó að ótrúlegt megi virðast er það ekki kvikmyndaleikari, sem á met í giftingum, það er Kínveiji. Kínveiji þessi er ekki fjölkvænismaður í orðs- ins venjulega skilningi, því hann hefir skilið lögum samkvæmt við allar konumar sínar. Þessi merkilegi mað- ur heitir Mamhu og hefir gifst 52 sinnum. Alþýðublaðið sunnudaginn 28. apríl 1935

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.