Alþýðublaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
"h
ALÞYÐUBLAÐIÐ
a m ó t
■ Alþýðutryggingalögin frá 1936:
Bylting í
réttindum
íslensks
alþýðufólks
Sjaldan hefur nokkur stjóm tekið við völdum við jafn erfiðar
aðstæður en ætlað sér þó jafn mikið og stjóm hinna vinnandi
stétta, sem tók við völdum árið 1934. Hermann Jónasson
veitti stjóminni forsæti, en auk hans sátu í stjóminni þeir Ey-
steinn Jónsson fjármálaráðherra, sem var framsóknarmaður
eins og Hermann og alþýðuflokksmaðurinn Haraldur Guð-
mundsson. Hann var atvinnu- og menntamálaráðherra í
þessari stjóm, sem tók við í miðri heimskreppunni.
og þurftu að þiggja af sveit, komust í
skuld við samfélagið. Þá skuld reynd-
ist oft reyndist erfitt að greiða.
Reglugerð um fátæktarframfærslu
var sett árið 1834. Segja má að hún
hafi tekið við af Jónsbók sem aftur tók
við af Grágás - lagabálki ffá þjóðveld-
isöld.
Margar atlögur voru gerðar að þess-
ar fátækrareglugerð, sem var óvinsæl
frá upphafi.
Hún var sá grundvöllur sem fram-
kvæmd fátækramála hvíldi á fram á
næstu öld.
Þegar líða tók á þann tíma höfðu þó
Haraldur Guðmundsson hefur, að öðrum mönnum ólöstuðum, haft mest
áhrif á almannatryggíngar hér á landi.
Þó að Framsóknarflokkurinn ætti
fleiri ráðherra en Alþýðuflokkurinn og
hefði fleiri menn á þingi, bar málefna-
samningurinn mun meiri keim af
stefnu Alþýðuflokksins en Framsókn-
arflokksins. Raunar sagði Morgun-
blaðið að samningurinn væri ekkert
_...annað en útdráttur úr stefnu sósí-
alistanna...” Það er kannski ekki fjarri
lagi ef litið er til þess að lögð er á-
hersla á áætlunarbúskap, ríkisrekstur
og ríkisafskipti á sem flestum sviðum.
Stefna sósíalistanna
í einu af 14 atriðum samkomulags
um bráðabirgðaverkefni ríkisstjómar-
innar segir að stjómin ætli:
Að ljúka nú þegar undirbúningi
löggjafar um almennar alþýðutrygg-
ingar, svo og undirbúningi endurbóta
á framfærslulöggjöfinni, er hvort-
tveggja komi til ffamkvæmda eigi síð-
ar en í ársbyijun 1936.
Þessi málsgrein er, eins og raunar
samkomulagið allt, óvenju skýr og á-
kveðin. í samkomulaginu er að finna
orðalag eins og „...stöðva nú þegar...”,
„...skipuleggja nú þegar...”, _..afhema
þegar á næsta þingi...” og þannig
mætti áffam telja.
Þrátt fyrir heimskreppu tókst að
standa við þau fyrirheit um alþýðu-
tryggingar sem gefin em í málefna-
samningnum. Lög um alþýðutrygg-
ingar tóku gildi í ársbyijun 1936, eins
og til stóð. Um það segir Héðinn
Valdimarsson, sem var í róttækari
kanti Alþýðuflokksins og var reyndar
rekinn úr flokknum ári síðar; Með
miklum erfiðismunum tókst að koma
ffam lögunum um alþýðutryggingar á
þinginu 1936 - að vísu allmikið
skemmdum... ” Ekki segir Héðinn
hvað hann á við með þessum
„skemmdum” á frumvarpinu, en eitt
er víst að gildistaka laga um alþýðu-
trygginga olli hvorki meira né minna
en byltingu í réttindum íslensks al-
þýðufólks.
Þessi lög, sem óneitanlega fólu í sér
aukin útgjöld fyrir ríki og sveitarfélög
á tímum þegar kreppa ríkti, vom sam-
þykkt þrátt fyrir þá þversögn, sem svo
áberandi er nú, að á krepputímum er
meira sótt í aðstoð ríkis og sveitarfé-
laga. Oft eru því stjómmálamenn að
skera niður í einmitt þeirri þjónustu
sem mest er sótt í.
Alþýðutryggingalögin íslensku
vom því ekki aðeins bylting í réttind-
um íslensks alþýðufólks, heldur einnig
pólítískt kraftaverk unnið á erfiðum
tímum.
Þær eru fleiri þversagnirnar sem
tengjast almannatryggingum, bæði á
íslandi og annars staðar í Evrópu.
Kannski sú stærst að það var íhalds-
maðurinn og jámkanslarinn Otto von
Bismarck sem fyrstur þjóðhöfðingja
varð til þess að koma á sjúkratrygg-
ingum og elli- og örorkutiyggingum í
ríki sínu. Hið fyrra árið 1883 og hið
síðara árið 1889. Því má, með hæfi-
legri einföldun, segja að upphaf hins
vestræna velferðarkerfis megi rekja til
íhaldsmanns í Þýskalandi fyrir rúmum
110 árum. Rétt er þó að geta þess að
alfræðibækur telja að stærsta ástæða
þess að Bismarck ákvað að koma á al-
þýðutryggingum hafi verið sú að hann
var hræddur við aukið fylgi sósíalde-
mókrata. íslenskir jafnaðarmenn
kannast kannski við það að hafa um
árabil barist fyrir umbótum sem að í-
haldið tekur svo upp og gerir að sín-
um?
Niðurlæging og
hreppaflutningar
Fyrir gildistöku alþýðutrygginga-
laganna vom helstu úrræði þeirra sem
ekki gátu stundað vinnu vegna veik-
inda eða slysa, að leita á náðir sveitar-
félagsins, segja sig til sveitar. Þangað
til alþýðutryggingar komust á var ekki
óalgengt að fjölskyldum væri sundrað
vegna veikinda eða dauða. Það, að
þurfa að þiggja hjálp frá sveitarfélag-
inu var hin mesta niðurlæging sem
hægt var að hugsa sér. Fólk missti
jafnvel sjálfsögð mannréttindi eins og
þau að fá að kjósa, gifta sig eða ráða
sínum dvalarstað. Sveitarstyrkur var á
þessum tfma endurkræfur. Menn, sem
vegna veikinda gátu ekki séð fyrir sér
verið samþykkt ýmis lög og reglu-
gerðir um styrktarsjóði fyrir aldraða,
sjúkrasamlög og fleira. Þannig má
nefna lög um styrktarsjóð fyrir heilsu-
bilað og aldrað alþýðufólk sem sam-
þykkt vom árið 1889. Fólk sem hafði
þegið af sveit síðustu fimm árin átti
engan rétt til styrkja úr sjóðnum.
Heilsubiluð gamalmenni, sem höfðu
verið óvinnufær áður en þau urðu
gamalmenni, gátu því ekki átt rétt úr
þessum styrk.
Árið 1909 var Sjúkrasamlag
Reykjavíkur stofhað. Sama ár var flutt
þingsályktunartillaga þar sem skorað
var á ríkisstjómina að semja frumvarp
til laga um almenn sjúkrasamlög. Það
var gert og árið 1911 varð frumvarpið
að lögum. Þátttaka í sjúkrasamlögun-
um var fijáls öllum sem vom á aldrin-
um 15-40 ára, áttu heima á samlags-
svæðinu, voru fullhraustir við inn-
göngu, áttu ekki eign yfir tilteknu há-
marki - og gátu greitt iðgjaldið. Þeir
sem vom sjúkir, fatlaðir, yfir miðjum
aldri eða áttu ekki fyrir iðgjaldinu,
gátu því ekki gerst meðlimir í sjúkra-
samlagi. Heldur ekki eignamenn, en
þeir vom líka líklegir til að geta bjarg-
að sér þó að veikindi bæri að garði.
Slysatryggingar fyrir verkamenn
voru settar í lög árið 1915, en áður
höfðu verið til lög um slysatryggingu
sjómanna. Þeir Héðinn Valdimarsson,
Gunnar Egilsson og Þorsteinn Þor-
steinsson hagstofustjóri skipuðu
nefndina sem samdi þetta fmmvarp.
Síðar vom gerðar nokkra umbætur á
lögunum, allar að tillögu Héðins.
Árið 1921 vom samþykkt lög um
lífeyrissjóð embættismanna og ekkna
þeirra og önnur um lífeyrissjóð
barnakennara og ekkna
þeirra.
Öll voru þessi lög
spor í framfaraátt, en
öll áttu þau sameigin-
legt að veita aðeins
takmörkuðum hópi
manna aðstoð. Að-
eins þeir sem til-
heyrðu ákveðinni
starfsstétt, voru
hraustir og á ákveðn-
um aldri, áttu réttindi.
Aldraðir, fátækir og
sjúkir þurftu enn að reiða
sig á sveitarstyrkinn.
Haraldur Guðmundsson:
frumkvöðull almanna-
trygginga
Það gekk ekki átakalaust að koma á
tryggingum fyrir alþýðu manna. Árið
1929 fluttu þrfr þingmenn Alþýðu-
flokksins, þeir Héðinn Valdimarsson,
Sigurjón Á. Ólafsson og Haraldur
Guðmundsson þingsályktunartillögu
um skipan milliþinganefndar til að
semja ffumvarp um almannatrygging-
ar. Haraldur hafði orð fyrir þeim fé-
lögum og rakti sögu þessara mála hér
á land. Málinu var vísað til nefhdar og
komst ekki lengra að sinni. Árið eftir
náði tillagan fram að ganga og var
nefndin skipuð þeim Haraldi, Jakobi
Möller og Ásgeiri Ásgeirssyni. Har-
aldur Guðmundsson samdi ffumvarp
um almannatryggingar sem var lagt
fyrir alþingi árið 1932. Þá voru þeir
Héðinn Valdimarsson og Vilmundur
Jónsson flutningsmenn með Haraldi.
Enn var málið svæft í nefnd og það
sama gerðist þegar sömu menn fluttu
frumvarpið aftur á þinginu árið 1934.
Eftir kosningasigur Alþýðuflokks-
ins árið 1934, þegar flokkurinn fékk
27.5% atkvæða, myndaði hann stjóm
með Framsóknarflokknum. Hún var
nefnd stjórn hinna vinnandi stétta.
Haraldur Guðmundsson var atvinnu-
og samgöngumálaráðherra og loksins,
sjö ámm eftir að hann hafði íyrst flutt
fmmvarp um almannatrygg-
ingar náði fmmvarp þess
efnis fram að ganga.
Lög um alþýðutrygg-
ingar voru sam-
þykkt þann 1 febrú-
ar 1936, en til
framkvæmda
komu þau 1. aprfl
sama ár. í fyrstu
grein laganna seg-
ir: „Stofhun sú, er
Það eru ýmsar
þversagnir sem
tengjast almanna-
tryggingu, bæði á íslandi
og annars staðar í Evrópu.
Ein er sú að það var íhaldsmaður-
inn og járnkanslarinn Otto von
Bismarck sem fyrstur þjóðhöfð-
ingja varð til þess að koma
á sjúkratryggingum
og elli- og örorkutryggingum
í ríki sínu.
annast tryggingarnar, heitir Trygg-
ingastoftiun rfldsins.” Tryggingastofh-
un var því sett á stofh um leið og lögin
tóku gfldi og var henni fundinn staður
í alþýðuhúsinu sem vígt var 1. maí
árið 1936. Stofnunin starfaði í fjómm
deildum: Slysatryggingadeild, sjúkra-
tryggingadeild, atvinnuleysistrygg-
ingadeild og elli- og örorkutrygginga-
deild.
Haraldur varð síðar forstjóri Trygg-
ingastofnunar ríkisins og gegndi hann
þeirri stöðu frá 1938 - 1957. Þessi ár
vom mikið vaxtarskeið á þessu sviði
og hafði Haraldur mikil áhrif á þróun
almannatryggingamála. Hann hefur
því, að öðmm mönnum ólöstuðum,
haft hvað mest áhrif á almannatrygg-
ingar hér á landi. \
Allir urðu sjúkratryggðir
En hverju breytti jressu nýju lög
fyrir alþýðu manna? I viðtali í aftnæl-
isriti Tryggingastofnunar Almanna-