Alþýðublaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 1
■ Samherjar Davíðs Oddssonar í stjórnarliðinu telja að hann sé búinn að ákveða að hann ætli ekki að bjóða sig fram í forsetakosningunum, enda ætli hann að fara í utanlandsferð í miðri kosningabaráttunni Davíð orðinn afhuga framboði - forystumenn í Sjálfstæðisflokknum telja að óljós af- staða Davíðs hafi spillt möguleikum annarra fram- bjóðenda sem flokkurinn gæti sætt sig við Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins þykir nú flest benda til þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi afráðið að bjóða sig ekki ffam til forseta í kosningunum í vor. Miklar vangaveltur hafa verið um hugsan- legt framboð Davíðs, ekki síst meðal stjómarliða sem hafa verið uggandi um hvaða áhrif framboð Davíðs kynni að hafa á ríkisstjórnarsam- starfið. Davíð hefur hingað til ekki viljað segja af eða á um fyrirætlanir sínar og hefur það valdið talsverðum óróa innan stjórnarliðsins, ekki síður í Framsóknarflokki en Sjálfstæðis- flokki. Heimildir Alþýðublaðsins herma að Framsóknarmenn telji nú að Dav- íð hafi afskrifað framboð. Til marks um það hafa þeir að Davíð hafi þegið boð um að fara til Tyrklands í maí og hyggist dvelja þar nokkra hríð. Mun Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafa gert þetta að umtalsefni á fundi með framsóknar- mönnum í síðustu viku. Þótti honum einsýnt að Davíð myndi ekki ætla í framboð, enda ráðgerði hann að vera utanlands á tíma þegar kosningabar- áttan er að komast í hámark. Margir sjálfstæðismenn eru gramir út í Davíð fyrir að hafa í raun útilokað að forsetaefni sem þeim hugnast gæti haft einhvern skynsamlegan aðdreganda að framboði sínu. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt mikillar gremju með hversu lengi Davíð hefur dregið flokksmenn og þjóðina á skýrum svörum um hvort hann hyggi á forsetaframboð. Telja margir forystumenn flokksins að á meðan afstaða Davíðs hafi verið svo óljós hafi enginn frambjóðandi sem Sjálfstæðisflokknum hugnaðist getað ráðið ráðum sínum um fram- boð að neinu marki. Þannig hafi Davíð í raun útilokað að aðrir slíkir frambjóðendur gætu komið fram og haft einhvem skynsamlegan aðdrag- anda að ffamboði sínu. ■ Guðrún Pétursdóttir um lesfælna unglinga Það þarf að taka á málunum „Að lesa er í rauninni það skemmti- legasta sem ég geri og mér fínnst sár- grætilegt ef stórir hópar unglinga fara á mis við þessa upplifun. Þama þarf greinilega að taka á málunum," segir Guðrún Pétursdóttir forsetaframbjóð- andi í fjörlegu viðtali við síðasta tölu- blað Víkurblaðiðsins á Húsavík. Guð- rún er spurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af framhaldsskólanemum sem upp til hópa séu haldnir lesfælni, og svarar frambjóðandinn: „Ég held að við ættum að taka unglinga sem hafa þetta viðhorf gagnvart bókum, og fara með þá í búðir í vikutíma þar sem hvorki er sjónvarp né útvarp, aðeins bækur, og láta þau lesa og lesa. Þetta gæti verið liður í skólastarfinu, eins- konar „kyrrðarvika", þar sem ungling- amir verðu deginum í bóklestur, læsu til dæmis margir sömu bókina og ræddu hana svo á kvöldin út ífá ýms- um hliðum.“ Guðrún Pétursdóttir vill láta fara með unglinga sem ekki vilja lesa bækur í búðir og hafa þá þar í viku- tíma. Sjúbídú Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkonan broshýra, hefur undanfarna daga verið við upptökur á myndbandi sem er gert til að kynna framlag hennar og íslendinga til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Lag Önnu Mjallar, sem hún semur ásamt föður sínum Ólafi Gauki, heitir Sjúbídú og er i aðra röndina eins konar lofsöngur til helstu meistara djasstónlistarinnar. Við sjáum heldur ekki betur en að í bakgrunni giitti í svipinn á ekki ómerkari söngkonu en Billy Holliday - og er sannarlega ekki leiðum að líkjast. A.-mynd: E.ÓI. ■ Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði Kirkjan þarf að gera - Hjalti telur einfaldast að biskup segi af sér „Sú staða sem kirkjan hefur ratað í á síðustu vikum verður að leysast á mjög skömmum tíma. Astandið er orðið óþolandi fyrir þjóðina og óbærilegt fyrir alla sem hafa einhver afskipti af kirkjulegum málefnum og ég á mjög erfitt með að sjá að til slíkrar skjótrar lausnar geti komið án þess að spurningin um stöðu biskups fái viðhlítandi svar á allra næstu dögum. Ég sagði það raunar mjög snemma að einfaldasta og skjótasta lausnin fælist í því að biskup segði af sér. Sú afstaða mín hefur síður en svo breyst síðustu daga.“ Þetta segir Hjalti Hugason, pró- fessor í guðfræði við Háskóla ís- lands, í viðtali við Stúdentablaðið. Hjalti segist ennfremur álíta að kirkj- an geti ekki endurvakið trúnaðar- traust eða tilfinningalegt samband eftir réttarfarslegum leiðum. Hjalti segir: „Það verður að endurvekja með öðrum hætti og sá háttur er miklu torsóttari en réttarfarslega leiðin. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að kirkjan eða kirkjunnar menn geti ekki farið leið meiðyrðamálsins. Ég upplifi meiðyrðalöggjöfina fyrst og fremst sem vöm um heiður embætt- ismannsins og út frá sjónarmiði guð- fræðinnar og mannréttinda myndi ég kjósa að þeirri leið væri ekki beitt í þessu efni.“ I viðtalinu, sem hefur fyrirsögnina Kirkjan er í ekta kreppu, segist Hjalti ekki efast um að kirkjan sé að glata trausti. Um þann vanda segir hann: ■ Nýr listdansstjóri ís- lenska dansflokksins Meiri áhersla á nútímadans - og breyttar áherslur til að leysa flárhagsvanda Katrín Hall hefur verið ráðinn nýr listdansstjóri við Islenska dansflokk- inn og tekur við stöðunni af Maríu Gísladóttur frá og með t. ágúst næst- komandi. Að sögn Aslaugar Magnús- dóttur formanns stjórnar Islenska dansflokksins skipaði menntamálaráð- herra nýja stjóm 1. febrúar, en í stjóm- inni em auk Áslaugar, Lovísa Áma- dóttir og Viðar Eggertsson. Mun stjóminni hafa verið falið að taka á fjárhagsvanda dansflokksins og em uppsagnir meðlima flokksins liður í því. „Listdansstjóri er ráðinn til þrig- gja ára og ráðningartíma Maríu lýkur 1. september. Staðan var auglýst og um sextíu sóttu um. Katrín var ráðin og munum við hér með stefna að breyttum áherslum til að leysa fjár- hagsvandann. Starf okkar verður ekki eins víðtækt og verið hefur, áherslan verður á nútímadans," segir Áslaug. Afmæliskveðja til Trygginga- stofnunar Tryggingastofnun ríkisins fagnaði sextíu ára afmæli sínu síðastliðinn föstudag, en sjálfur afmælisdagurinn var í gær. f tilefni afmælisins sendi Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokks Karli Steinari Guðna- syni forstjóra Tryggingarstofhunar eft- irfarandi skeyti: , j tilefni sextíu ára afmælis Trygg- ingastofnunar ríkisins, og þar með þeirrar mannréttindaskrár velferðarrík- isins sem almannatryggingarlöggjöfm er, vil ég fyrir hönd Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands, sem upphaflega bar málið fram til sigurs á Alþingi, færa þér, stjóm og starfsfólki Tryggingastofnunar og öllum þeim sem njóta þjónustu hennar, innilegar afmæhskveðjur og óskir um farsæld í störfum næstu sextíu árin. Fyrir hönd Alþýðuflokksins - Jafn- aðarmannaflokks íslands. Jón Baldvin Hannibalsson. “ iðru n „Ég sé ekki aðrar leið fyrir kirkjuna en þá að gera iðrun en það er þáttur í kristilegu trúarlífi sem alltaf hefur verið til staðar og er boðaður af kirkjunni sjálfriOg ennfremur: „Kirkjan verður að fara í gegnum sjálfsskoðun, meta hvað hefur gerst og af hverju traust almennings hefur rofnað. Hún þarf að gera sér grein fyrir því að sökin liggur ekki hjá fjölmiðlum eða almenningi heldur að verulegu leyti hjá kirkjunni sjálfri, viðbrögðum hennar við ásökunum og gagnrýni." Hjalti Hugason prófessor telur að kirkjunar menn eigi ekki að höfða meiðyrðamál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.