Alþýðublaðið - 19.04.1996, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
¥Wff
i n.i.l
[i
3 HSBlIi
ÍÍPllS#l
Floti Kínverja var svo öflugur að ekkert Evrópuríki hefði staðist honum
snúning. Flotadeildir Sjeng Hós voru af stórfenglegra tagi og má nefna
að fjórðu siglinguna - sem stóð á árunum 1413-1415 - fóru 63 stórskip
og áhöfnin taldi 28 þúsund menn.
við Evrópumenn að herskáum út-
þensluanda, þá er hætt við að hefði
farið að þrengjast hag smáfuglanna
við Indlandshaf. Og ef 28 þúsund
manna kínverskur floti hefði nú siglt
kringum 1430 fyrir þann höfða sem
Bartólómeus Días kallaði hálfri öld
seinna Góðrarvonarhöfða og ef allir
þessir Kínverjar hefðu viljað, hefðu
þeir getað lagt undir sig smáriki ein-
sog Spán og Portúgal og ugglaust
hefðu þeir fundið Ameríku í framhjá-
hlaupi, en skírt hana eitthvað allt ann-
að og þá væri töluvert öðruvísi um að
litast í henni veröld.
En ekkert af þessu gerðist. Kínvetj-
ar fóru aftur að horfa á naflann á sér
einsog löngum fyrr og síðar enda
skorti þá rótlausa nýjungagirni Evr-
ópumanna sem þarmeð vannst tími til
að þróa sín skip og spekúlera í næði
hvernig hægt væri að sigla til Kína
þarsem glæstur floti Sjeng-Hós var
orðinn að fúaspýtum. Á þeirri leið til
Kína lögðu þeir svo undir sig allan
heiminn.
Evrópa var ekkert stórveldi
Auðvitað eru menn alltaf á hálum ís
þegar þeir velta fyrir sér hvað hefði
getað orði, í stað þess sem varð. En
Evrópa var á fimmtándu öld ennþá
ekki orðin neitt voðalegt stórveldi þótt
þar kraumaði sá hamslausi andi sem
fékk svo útrás næstu aldirnar, þegar
landafundimir juku auð álfunnar gíf-
urlega. Svarti dauði hafði farið sem
logi um akur um Evrópu um miðja
fjórtándu öld og lagt tuttugu milljónir
manna að velli og Evrópa hafði enn
ekki náð sér að fullu eftir það; flokka-
drættir og sundurlyndi einkenndu öll
samskipti ríkja svo þau háðu þreytandi
og linnulaus stríð um kastala og borg-
ir, og í suðaustanverðri álfunni var
herskár óvinur á ferðinni sem sýndist
þess albúinn að leggja hana alla undir
sig: þar voru komnir Tyrkir austan úr
Mið-Asíu og höfðu í tæp þúsund ár
staðið í skugga ennþá herskárri frænda
sinna, Mongóla, en vom nú sem óðast
að stofna eigið heimsveldi á rústum
hins arabíska ríkis kalífanna í Bagdad.
Býsans eða Mikligarður féll árið 1453
í hendur Tyrkjum og þá þegar höfðu
Ottómanar lagt undir sig stærstan
hluta Balkanskaga, þar með talið hið
glæsta Grikkland. Það hafði margvís-
legar afleiðingar: til dæmis að fom og
ný þekking og menningararfleifð Býs-
ansmanna fluttist vestur á bóginn,
einkum til ftalíu, og átti sinn þátt í
Endurreisninni en líka að nú lokuðust
meira og minna þær verslunarleiðir
austur í Asíu sem Evrópumenn höfðu
fetað öldum saman, og því varð enn
meira knýjandi en ella að finna sjó-
leiðina austur í kanileyjar og pipar-
land. Það var af þeim sökum sem
Spánveijar og Portúgalir sigldu skip-
um sínum til hafs.
En ef menn gefa sér þá forsendu að
siglingaþrá Kínverja hefði ekki sjatn-
að því sem næst um leið og hún fór að
skila árangri, og Sjeng-Hó og flota-
deildir hans hefðu birst undan strönd-
um Íberíuskaga einhvern tíma um
miðja fimmtándu öld - sem öll sigl-
ingatækni heimilaði vissulega - þá
hefði sá kínverski floti vitanlega sval-
að að miklu leyti verslunarþörf Evr-
ópumanna. Auðvitað má gera ráð fyrir
því að Evrópumenn hefðu eftir sem
áður viljað stunda sínar siglingar og
verslun sjálfir, en ekki vera komnir
upp á kuggur og júnkur Kínveijanna,
en ef hinir kínversku hefðu verið að-
eins meiri verslunarmenn í eðli sínu
hefði þeim verið í lófa lagið að haga
versluninni á sínum eigin forsendum
og jafnvel stofna nýlendur í Evrópu,
rétt einsog Evrópumenn stofnuðu
seinna nýlendur austur í Asíu.
28 þúsund manna floti Sjeng-Hós
hefði mikið til getað gert það sem
honum sýndist við evrópskar strendur,
og hér er rétt að hafa í huga tvennt: að
fastaherir Evrópuríkja töldu um þær
mundir yfirleitt ekki nema um tíu þús-
und manns, þó að sönnu hafi oft meira
lið verið kallað út, og að það liðu tæp
150 ár frá siglingum Sjeng-Hós þartil
að evrópskar flotadeildir urðu nokkurs
megnugar - en 1571 sigraði samein-
aður floti því sem næst allra Evrópu-
ríkja, sem áttu strönd að Miðjarðar-
hafi, flotann tyrkneska þar sem heitir
Lepanto í Grikklandi, og þá aðeins
vegna þess að floti Evrópuríkjanna
kom Tyrkjum að óvörum á lægi sínu.
Flotastyrkur Evrópumanna var heldur
ekki meiri en svo að sigrinum við Le-
panto gátu þeir ekki fylgt eftir og enn
leið langur tími þartil raunverulegir
herskipaflotar urðu til í Evrópu.
Bókin um veginn annað og
meira en fermingargjöf
Ef kínverski flotinn hefði siglt alla
leið til Evrópu og látið dólgslega, þá
hefði orðið fátt um varnir - lengi,
lengi. Að vísu voru hinar stóru kín-
versku junkur ekki lipur stríðsskip, en
þá er hægðarleikur að búa sér bara til
nýja forsendu um að Kínverjar hefðu
skjótlega komið sér hárbeittum fall-
byssugeltandi herskipum sem staðist
hefðu smáskipum Evrópumanna
snúning. Og þá má ímynda sér að við
hér uppi á Islandi kynnum nú öll kín-
versku og Bókin uin veginn væri ann-
að og meira í vitund okkar en heldur
ófrumleg fermingargjöf.
En Kínverjar einangruðu sig sem
sagt og löngu seina urðu þeir leiksop-
par þeirra evrópsku smáríkja sem orð-
in voru heimsveldi í krafti flotadeilda
sinna og nýlendna um allan heim. Eft-
ir ógnarlega erfiðleika alla þessa öld
virðast Kínveijar hinsvegar nú í mik-
illi sókn og nú er að sjá hvort annar
Jung- Ló tekur þar stjómina áður en
lýkur og hvort annar Sjeng-Hó siglir
flota sínum til hafs að sýna og sanna
mannkyni að mestur sé keisarinn í
Kína og færa herra sínum leikföng:
Tævanir fengu um daginn reykinn af
þeim réttum sem Kínverjar kynnu að
kokka heimsbyggðinni allri. ■
Skemmtileg
kvöldstund
Verkefni: Eða þannig
Höfundur: Vala Þórsdóttir
Lærimeistari:
Brynja Benediktsdóttir
Tæknistjóri: Björgvin F. Gíslason
Sýningarstaður:
Kaffileikhúsið - Hlaðvarpanum
Þessi sýning Kaffileikhúsins mun
vera hin fyrsta í sýningaröð þar sem
saman verður stefnt ungum leikurum
og reyndum leikstjórum við uppfærsl-
ur á stuttum leikþáttum. Þetta er liður
í þeirri viðleitni leikhússins að gefa
nýgræðingum í listinni tækifæri til að
þroska sig og er raunar áframhald á
Leikhús
Arnór
fjji Benónýsson
skrifar um
leiklist
því starfi sem það hefur staðið íyrir að
undanfömu. Þar sem helsta einkennið
hefur verið að reyndir og minna
reyndir listamenn hafa lagt saman
krafta sína. Það hýtur að teljast virð-
ingarvert af leikhúsinu að gefa þannig
hinum fjölmörgu ungu leikumm, sem
oftar en ekki eiga þess lítinn kost að
koma sér á framfæri, tækifæri til að
takast á við þroskandi verkefni.
Vala Þórsdóttir ríður á vaðið með
sýningu sinni á frumsömdu verki sem
hún kallar Eða þannig. Það verður að
segjast eins og er að gefi þessi ffum-
raun tóninn fýrir framhaldið er óhætt
að láta sig hlakka til.
Þessi einþáttungur hennar er
kannski ekki stórbrotið bókmennta-
verk, en engu að síður lipurlega sam-
inn, og ákaflega viðfelldinn og lipur
leiksviðs texti. Sýn Völu á ýmis sér-
kenni íslensks samfélags er skörp og
uppfull með húmor, þótt sársaukinn sé
til staðar undir niðri. Verkið segir frá
nýfráskilinni konu um þrítugt, hvemig
hún upplifm umhverfi sitt og reynir að
aðlagast samfélaginu í nýju hlutverki.
Ekki fer hjá því að samskipti kynjanna
komi þar talsvert við sögu. Það er ekki
ástæða til að rekja efhisþráð verksins
hér, en allur er tónn þess meinhæðinn
og sérlega skemmtilegur. Snoturleg'a
að verki staðið hjá Völu.
Það er kjarkur í þessari ungu leik-
konu, því auk þess að skrifa verkið fer
hún með eina hlutverkið. Eg hef að-
eins séð Völu áður í sýningu Lund-
únaleikhópsins á Margréti miklu fyrr í
vetur. Þar sýndi hún að hún hefur all-
góð tök á ýkjukenndum farsaleik, en
hér er allt annað uppi á teningnum.
Þrátt fyrir að húmorinn sé ráðandi í
sýningunni er ekki hægt að segja leik-
stfllinn sé farsakenndur, þvert á móti.
Vala fer í gegnum sýninguna á hóf-
stilltum nótum og þar sem kringum-
stæður bjóða hættu ofleiksins heim er
hvergi slakað á aganum og útkoman
er afbragðs leikur hjá henni. Hún sýnir
líka að hún hefur næma tilfinningu
fyrir tímasetningum og þögnum, sem
oft skilur á milli feigs og ófeigs f gam-
anleiknum. Ennfremur tókst henni
nokkuð vel að koma til skila einsemd
og sársauka þessarar konu, sem
skyndilega þarf að aðlaga sig, kannski
fremur fjandsamlegu umhverfi. Öll er
frammistaða Völu með þeim hætti að
ástæða er til vænta mikils af henni í
framtíðinni.
Lærimeistarinn Brynja Benedikts-
dóttir hefur reynst nemanda sínum
holl og ekki að efa að reynsla hennar
og kunnátta á ekki minnstan þátt í ög-
uðu og fagmannlegu yfirbragði sýn-
ingarinnar.
Niðurstaða:Skemmtileg og snot-
urlega unnin sýning, sem Vala
Þórsdóttir má vera stolt af.
„Vala fer í gegnum sýninguna á hófstilltum
nótum og þar sem kringumstæður bjóða
hættu ofleiksins heim er hvergi slakað á agan-
um og útkoman er afbragðs leikur hjá henni."