Alþýðublaðið - 19.04.1996, Síða 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
Bréf til blaðsins
Kveöja frá
Skáksambandin u
Reykjavík, 15. apríl 1996
Heiðraði ritstjóri!
Sú var tíðin að íslenskir skák-
áhugamenn gátu gengið að því
vísu að fjölmiðlar landsins flyttu
þeim ítarlegar fréttir af helstu
skákviðburðum landsins. Heilu og
hálfu síðurnar voru teknar undir
frásagnir frá mótsstað og skýringar
helstu skáka og dagblöðin kepptust
við að gera umfjöllun sína um
skák sem best úr garði.
En nú er öldin önnur og segja
má að einungis Morgunblaðið hafi
sinnt þessum mikilvæga þætti
mannlífsins ineð viðunandi hætti á
undanförnum misserum.
Umfjöllun Alþýðu-
blaðsins um Reykja-
víkurmótið var með
þvílíkum glæsibrag, að
annað eins hefur ekki
sést á síðum íslenskra
dagblaða í fjölda ára.
Það var því mikið gleðiefni fyrir
íslenska skákáhugamenn að fylgj-
ast með Alþýðublaðinu á meðan
17. Reykjavíkurmótið fór fram í
fyrsta mánuði. Þar mátti sjá að ís-
lenskir skákmenn höfðu eignast
nýjann bandamann og þóttust ýms-
ir skákmenn greina dagsbrún nýrra
tíma og bjartari fyrir íslenskt skák-
líf.
Umfjöllun Alþýðublaðsins um
Reykjavíkurmótið var með þvílík-
um glæsibrag, að annað eins hefur
ekki sést á síðum íslenskra dag-
blaða í fjölda ára. Sannast því hið
fornkveðna að margur er knár þó
hann sé smár.
Stjórn SÍ færir þér bestu þakkii/
fyrir framtakið og lætur í ljós þá
ósk að með umfjöllun þinni um
Reykjavíkurmótið hafi Alþýðu-
blaðið gefið hinum fjölmiðlum
landsins fordæmi sem dugir og að
þeir muni á næstu misserum feta í
fótspor Alþýðublaðsins í umfjöllun
sinni um skák.
Kveðja,
F.h. Skáksambands íslands
Hrannar B. Arnarsson
■ Það hafa aldrei verið framleiddar jafn margar kvikmyndir á
íslandi og síðustu árin. Á sama tíma virðist áhugaleysi al-
mennings á íslenskri kvikmyndagerð nær algjört, áhorfendur
halda sig kirfilega fjarri. Alþýðublaðið fékk nokkra kvikmynda-
gerðarmenn og gagnrýnendurtil að velta vöngum yfir þessari
óheillaþróun
Aðsóknin
hrynur
Ungir jafnaðarmenn
Þeir eru löngu liðnir þeir glöðu dagar, fyrst á hinu
/svokallaða íslenska kvikmyndavori, þegar helmingur
þjóðarinnar taldi það hina dægilegustu skemmtun að
fara á bíó til að horfa á þetta mikla nýmæli, íslenskar
kvikmyndir. Nú þarf að leita allt aftur til ársins 1993
til að finna íslenska mynd sem fékk verulega góða
aðsókn; það var Karlakórinn Hekla, alþýðlegur gam-
anleikur sem virtist kitla skopskyn þjóðarinnar.
Hermt er að hún hafi fengið um 60 þúsund áhorfend-
ur, en árið áður vom frum-
sýndar tvær kvikmyndir
sem fengu mikla og góða
Sambandsstjórnarfundur SUJ
Næsti sambandsstjórnarfundur ungra jafnaðarmanna verður haldinn laugardaginn 20.
apríl nk. kl. 13:00 - 18:00, í Listhúsinu í Laugardal, Engjateig 17-19.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta sambandsstjórnarfundar lesin og borin upp til samþykktar.
2. Kosningar í embætti:
I. Ritari SUJ.
II. Varaforseti málstofu um utanríkismál.
III. Fulltrúi í stjórn ÆSÍ.
3. Umræður um menntamál.
4. Önnur mál.
Kaffigjald 300 kr. FUJR murt síðan sjá um skemmtidagskrá kvöldsins.
Framkvæmdastjórn SUJ
Aðalfundur
Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar
verður haldinn
þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:30.
Fundarstaður Sunnusalur (áðurÁtthagasalur) Hótel Sögu.
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá
og með 24. apríl n.k.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Stjórn Dagsbrúnar
-ííicj lá tjtid
Ji (Jti UlíHtihl
lltJ UIUO U(73VfilliO
aðsókn, Veggfóður og
Sódóma Reykjavík.
Síðan þá hefur allt stefnt niður á
við. Það eru reyndar framleiddar
myndir í gríð og erg og sennilega
aldrei meir en á síðasta ári; með að-
sóknartölur er reyndar farið eins og
mannsmorð, en víst er að áhorfendur
hafa flestir látið sig hverfa þegjandi og
hljóðalaust. Síðan á hinum glöðu dög-
um Karlakórsins Heklu hafa tólf ís-
lenskar bíómyndir verið frumsýndar:
Stuttur Frakki, Hin helgu vé, Bíódag-
ar, Skýjahöllin, Á köldum klaka, Ein
stór fjölskylda, Tár úr steini, Nei er
ekkert svar, Benjamín dúfa, Einkalíf,
Agnes og Drauinadísir.
Sumar af þessum myndurn hafa
fengið þokkalega aðsókn, að minnsta
kosti sómasamlega, en varla nein eins
og vonir höfundanna stóðu til. Sumar
hafa ekki einu sinni náð að tæla tíu
þúsund áhorfendur í bíó og hljóta að
teljast örgustu flopp. Engin mynd sem
frumsýnd var á síðasta ári náði 20
þúsund áhorfendum og flestar voru
reyndar fjarri því marki. Vinsælar
leiksýningar fá til dæmis langtum
fleiri áhorfendur. Ef áhorfendur halda
áfram að halda sig svo kirfílega fjarri
er yarla von nema menn spyrji hvort
íslenskar kvikmyndir séu lentar í því
fánnu að vera einungis tjármagnaðar
af styrkjafé og þeim peningum sem ef
til vill er hægt að kría út í útlöndum?
Hilmar Oddsson
kvikmyndaleikstjóri
Nýjabrumið fariö
Einföld skýring er sú að þegar ís-
lenskar myndir byrjuðu að koma á
markað reglulega voru þær að fylla
upp í áratuga eyðu og þörfin eftir
þeim var orðin hrópandi mikil. Nýja-
brumið hafði hvað mest að segja. Þeg-
ar árin líða fer þetta að verða hvers-
dagslegra, íslenskar myndir eru þá
ekki lengur neitt nýmæli. íslensku
myndimar lenda því í samkeppni við
erlendar myndir. Flestar íslenskar
myndir eru nú að taka inn svipað og
erlendar myndir, þær eru ekki að taka
inn minna en ekki heldur meira.
Myndin mín, Tár úr steini, fékk
flesta áhorfendur á síðasta ári, tæplega
20 þúsund, og það er í sjálfu sér mjög
gott, hvort sem myndin er íslensk eða
útlend. En ég næ ekki endum saman á
Islandi, það geri ég hugsanlega með
sölu erlendis. Fyrir myndir eins og
Einkalíf og Benjamín dúfu er slæmt að
fá minni aðsókn en þetta, kannski ekki
síst vegna þess að þar var lagt upp
með að ná til breiðari hóps. Ég held að
skýringanna sé ekki óhjákvæmilega
að leita í gæðum myndanna, að
minnsta kosti var Benjamín dúfa mjög
góð kvikmynd að flestu leyti. Mest
áhyggjuefni er þó ef vönduðu mynd-
irnar, eins og til dæmis Djöflaeyjan
verður vonandi, fá ekki aðsókn. Þetta
er vel þekkt saga, byggð á vinsælum
bókum og það yrðu vonbrigði ef hún
fengi ekki að minnsta kosti 30-40 þús-
und áhorfendur.
Því hefur verið haldið fram að síð-
asta ár hafi verið gott kvikmyndalega
og ég held það sé rétt. Það voru sjö
myndir frumsýndar á síðasta ári og af
því var meirihlutinn mjög frambæri-
legur. Tímarnir eru bara breyttir og
valkostimir orðnir svo margir. Ég álít
að það eigi að gera sjö til átta myndir
á ári og þá er eðlilegt að helmingur fái
ekki góða aðsókn, einfaldlega vegna
þess að þær em ekki nógu vel heppn-
Agnes, 1995.