Alþýðublaðið - 22.05.1996, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 22.05.1996, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Að kjósa frá sér formanninn Einn daginn, næsta óvænt, var vandi Sjálfstæðisflokksins orðinn að vanda Alþýðuflokksins. Það var rétt eins flokkamir væru í svo innilegu til- hugalífi að angur annars væri sameig- inlegt angur þeirra beggja. Þessi er forsagan: Stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins gat engan veginn sætt sig við þá tilhugsun að stór hluti þjóðarinnar vildi Ólaf Ragnar Gríms- Pallborðið | Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar son sem næsta forseta lýðveldisins. Að þeirra mati hafði þjóðin glatað ráði og rænu og fyrir hana varð að koma viti. Til þess þurfti greinilega svo snjallan mann að sjálfstæðismönnum var ómögulegt að finna hann í eigin herbúðum heldur vældu í eina stjóm- málamanni landsins sem nennir að hafa skoðanir. Þeir vældu í honum hátt og lengi. Margir urðu til að taka undir erindi þeirra, jafnvel þeir sem mestu hefðu glatað yrði hugmyndin að veruleika. Upp á kontór Alþýðu- flokksins streymdi hinn stritandi jafn- aðarmaðúr með sturlaðan Bessastaða- glampa í augum, reiðubúinn að kjósa frá sér fórmann sinn. En hver er formaðurinn sem flokk- urinn var reiðubúinn að senda frá sér? Það er maður sem síðustu árin hefur verið aflvaki pólitískra umræðna, ný- sköpunar og deilna hér á landi. Hann hefur hvað eftir annað ögrað ríkjandi hugmyndafræði og málflutningur hans hefur hlotið ríkan hljómgmnn meðal ungrar kynslóðar. Hann hefur rekið brýn erindi og hvort sem menn hafa verið honum sammála eða ekki þá hafa þeir hlustað. Meðan svo er þá er Alþýðuflokkurinn hafnar því að Jón Baldvin Hannibalsson verði sendur í pólitíska ófrjósem- isaðgerð, kostaða af Sjálfstæðisflokknum, og settur í puntudúkkuhlutverk á Bessastöðum. ekki til einskis unnið. Hugmyndafræðingur flokksins átti í einu vetfangi að ganga frá flokki sín- um, baráttumálum sínum, hugsjónum sínum og erindum. Og allt of margir liðsmenn flokksins urðu einkennilega glaðir við þá tilhugsun. Bessastaða- glampinn kom í stað skynsemis- glampans. Um tíma virtist engu líkara en einstaka flokksmenn gengu með þá hugmynd að Jón Baldvin myndi ekki einungis flytja inn á Bessastaði heldur flyti flokkurinn með. En einkavina- væðingin nær ekki svo langt, hvort sem flokksmenn trúa því eða ekki. An formanns sfns hefði Alþýðuflokkurinn einfaldlega eytt sjálfum sér í valdabar- áttu, hugmyndafæð og uppgjöf. Þessari idjódísku Valhallarhug- mynd varð vitaskuld að hafna. Og henni var hafnað. Alþýðuflokkurinn hafhar því að Jón Baldvin Hannibals- son verði sendur í pólitíska ófijósem- isaðgerð, kostaða af Sjálfstæðis- flokknum, og settur í puntudúkkuhlut- verk á Bessastöðum. Flokkurinn hefur vissulega fært margar fómir á 80 ára ferli sínum, en þessa fóm er hann eng- an veginn reiðubúinn að færa. Auk þess er grundvallarhugsunin í framboðshugmynd stuttbuxnadeildar- innar röng og siðlaus. Hún byggir á því að senda mann til þess eins að fella annan. Einhver kann að segja að svona gerist nú einu sinni kaupin á eyrinni, en slíkar skýringar ber ekki að taka góðar og gildar. Stjórnmál eru nefnilega ekki viðbjóður þótt einhyeij- ir kjósi að gera þau þannig. Ef stutt- buxnadeildin vill fara í leikinn einung- is til fella einn frambjóðanda þá skal hún finna einhvern úr sínum eigin hópi sem reiðubúinn er til að dansa eftir hinni ómerkilegu forskrift. Við alþýðuflokksmenn höfum nægum verkefnum að sinna og allt öðmm en þeim að gerast sendisveinar íhaldsins í svo lágkúmlegum leik. Við alþýðuflokksmenn er það eitt að segja að stuðningur þeirra við hug- myndina um forsetaframboð Jóns Baldvins er að mörgu leyti eðlilegur þegar mið er tekið af því að hann hefði sinnt starfinu með prýði. Og væm forsendur aðrar hefði flokkurinn með réttu átt að flykkja sér um hann. Staðreyndin er hins vegar sú að eins og er getur flokkurinn ekki verið án formanns síns. Það er of mörgum verkum ólokið og þau verða ekki leidd til sigurs án hans. Alþýðuflokk- urinn þarfnast formanns síns. Svo ein- falt er það. ■ Þingfulltrúar Alþýðu- sambands íslands fjöl- menntu að Alþingishús- inu í gær, og afhentu Ól- afi G. Einarssyni þing- forseta og Páli Péturs- syní félagsmálaráðherra harðorð mótmæli gegn „skerðingarfrumvörpun- um" sem svo eru kölluð. Reyndar gekk treglega að fá Pál til að hitta þingfull- trúa, og heyrðist kallað á Austurvelli: „Ætlar bónd- adurgurinn ekki að hitta okkur?" Annar svaraði stundarhátt: „Nei, hann er að hleypa til!" Páll kom um síðir, nokkuð snúðugur, tók við mót- mælunum og ætlaði inn aftur. Einn þingfulltrúa spurði þá tfvort félags- málaráðherrann hefði ekkert að segja, og mælti Páll nokkur orð af sýni- legum semingi. Hann sagði meðal annars að ef hann og þing Alþýðusam- bands íslands væru ósammála - þá yrði bara að hafa það. Alltaf jafn dipló, Höllustaða-Páll... Margir bíða með óþreyju eftir fundi sem Félag stjórnmála- fræðinga heldur með for- setaframbjóðendunum á Hótel Sögu á föstudags- kvöld. Því var fleygt að Ólafur Ragnar Gríms- son ætlaði ekki að mæta, og forðast þannig opin- berar umræður - og deil- ur. Þannig hittum við einn nánasta stuðnings- mann Ólafs í fyrradag, sem taldi ólíklegt að Ólaf- ur léti sjá sig enda væri hann á fundaherferð úti á landi. Nú er hinsvegar staðfest að Ólafur mætir, og er meira að segja bú- inn að hengja upp aug- lýsingu á kosningamið- stöð sinni. Þetta verður fyrsti funduririn þarsem þau verða öll saman, Ól- afur Ragnar, Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Agn- arsdóttir og Guðrún Pétursdóttir. Og svo er bara að sjá hvað Ástþór Magnússon gerir... Það er Ijóst að aðrir frambjóðendur ætla ekki að leggja árar í bát þótt Ólafur Ragnar Grímsson njóti nú algers yfirburðafylgis í skoðana- könnunum. Guðrún Agnarsdóttir er búin að gefa út átta síðna lit- prentað blað sem dreift er inná öll heimili lands- ins, og þau Guðrún Pét- ursdóttir og Pétur Kr. Hafstein auglýsa grimmt í sjónvarpi. Enn bólar ekkert á sjónvarpsauglýs- ingum frá Ólafi Ragnari Grímssyni, og mun ekki á döfinni í herbúðum hans að taka þátt í aug- lýsingastríðinu nema skoðanakannanir gefi til- efni til. En auðvitað er allt til reiðu, enda er kosn- ingabarátta Ólafs þaul- hugsuð og fagmannleg... Við verðum Ijónheppin ef okkur tekst nokkurntima að selja staðinn... Jæja, það er einsog allir klifa á: staðsetning, staðsetning, staðsetning. fimm á förnum vegi Hver heldur þú að verði næsti forseti ASÍ? spurtáAsíþingi Rafn Olafsson sjómaður: Það eru margir kallaðir en að- eins einn útvalinn. Einar Gunnarsson formað- ur blikksmiðafélagsins: Grétar Þorsteinsson verður for- seti, Halldór fyrsti varaforseti og Ingibjörg annar varaforseti. Þorsteinn Ingvarsson verkamaður: Það verður Hervar. Björn Guðmundsson tré- smiður: Hervar Gunnarsson verður kosinn forseti. Agnes Gamalíesdóttir varaformaður verka- kvennafélagsins Fram: Hervar Gunnarsson. Munntóbakið þverpólitískt. Fyrirsögn á forsíðu Tímans í gær. Það vantar bara að ráðherra opnibudduna. Helgi Hallvarðsson, ofurbjartsýnn skipherra hjá Landhelgisgæslunni, um nauðsyn þess að kaupa nýtt varðskip. DV í gær. Giovanni Brusca, eftirlýstasti mafiuforingi Ítalíu, handtek- inn: Þrýsti á hnappinn þegar Falcone dómari var sprengdur í tætlur. DV í gær. Annarhver maður er með síma uppá vasann og það hringdi orðið stöðugt. Gangarnir voru einsog á símstöð. Aðstoðarbókavörður háskólans Cambrigde sem nú hefur bannað notkun farsíma í bókasafninu. Mogginn í gær. Svo gerast þau undur, að allir þessir pólitísku garpar sýna ótrúlegan áhuga á hinu valda- lausa embætti forseta Islands. Árni Bergmann að velta fyrir sér Jóni Bald- vin, Ólafi Ragnari, Davíð Oddssyni og flótt- anum til Bessastaða. Svo getur líka vel verið að Norðmenn hafi hreinlega fals- að niðurstöðuna úr keppninni, að minnsta kosti ef miðað er við hvað lítið er að marka samninga sem gerðir hafa ver- ið við þá, samanber veiðileyfa- vitieysuna á Jan Mayen-svæð- inu. Garri Tímans að velta fyrir sér bágu gengi Önnu Mjallar. Helga Ósk Hannesdóttir skor- aði skemmtilegt mark fyrir Breiðablik á móti Val á sunnu- daginn og var það að hennar sögn alveg óvart. íþróttafrétt í Mogganum. fréttaskot úr fortíð 14 sinnum kvæntur 75 ára gamall sjarmör, sem hafði fjórtán sinnum kvænst, var nýlega tekinn fastur í Toledo í Ohio. Hann heitir William Currier. Eftir sögusögn lögreglunnar dvaldi hann hæfilega lengi í hveijum bæ til þess, að kvæn- ast og tileinka sér meginhluta eigna konunnar. Nr. 14 kærði hann. Hann hafði svikið út úr henni 60.000 kr., og það fanst henni fullmikið. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 24. febrúar 1935

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.