Alþýðublaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 1
■ Sigurður G. Guðjónsson fulltrúi Ólafs Ragnars Grímssonar gagnvart yfirkjörstjórn segir Jón Steinar misnota aðstöðu sína á mjög ósmekklegan hátt Menn geta bara lagtsaman tvo og tvo - segir Sigurður um hugsanleg áhrif stuðningsmanna Péturs Kr. Hafsteins á ákvörðun Jóns Steinars. „Ég er mjög undrandi yfir þess- ari greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Honum hefur væntanlega verið Ijóst í tvo mán- uði að Ólafur Ragnar gæfi kost á sér. Ég hef margoft rætt við Jón Steinar og hitt hann að undan- förnu, og það hefur aldrei komið fram minnsti efi um að hann væri hæfur til að gegna starfi formanns yfirkjörstjórnar,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlög- maður og fulltrúi Ólafs Ragnars Grímssonar gagnvart yfirkjör- stjórn um greinargerð Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar. Jón Steinar sendi fjölmiðlum í gær tilkynningu um að hann hefði óskað eftir að víkja sæti sem formaður yfirkjör- stjórnar í Reykjavík. Jafnframt sendi hann frá sér þriggja síðna greinargerð, þarsem hann gagn- rýnir Ólaf mjög harkalega, og seg- ir það „hneisu“ fyrir íslendinga, kjósi þeir hann sem forseta. Ólaf- ur mun ekki ætla að tjá sig um málið opinberlega, en hann er nú á fundaferð norðanlands. „Ég lít á þetta sem tilraun Jóns Steinars til þess að ganga í lið með einhverjum öðrum frambjóðend- um. Það sem er rifjað upp í þessu bréfi eru í stórum dráttum sömu mál og Einar Sveinn Hálfdanarson héraðsdómslögmaður og löggiltur endurskoðandi rakti í Morgun- blaðsgrein fyrir tveimur vikum. Þarna er Jón á mjög ósmekklegan hátt að misnota aðstöðu sína til að kasta rýrð á einn frambjóðanda,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þessi mál hefðu verið rifjuð upp í greinum sem stuðningsmenn Pét- urs Kr. Hafsteins hafa birt í blöð- um að undanförnu. „Menn geta bara lagt saman tvo og tvo,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson. Sjá frétt um greinargerð Jóns Steinars á baksíðu. ■ Rannveig Guðmundsdóttir með fyrirspurn á Alþingi um málefni íbúa Kópavogshælis Mun fylgja málinu fast eftir - segir Rannveig. 37 íbúar á Kópavogshælis áttu að vera komnir á sambýli, samkvæmt samningi félagsmála- ráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Aðeins 13 fluttir á sambýli. Ráðherra lofar efndum í byrjun næsta árs. „Þessu máli verður fylgt fast eftir og ég mun kalla eftir því fyrir lok árs- ins, hvað líður úrræðum fyrir þann þögula hóp sem hefur beðið svo lengi eftir að fá þau mannréttindi sem okkur hinum finnast svo sjálfsögð," sagði Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks Alþýðuflokksins, en hún spurði Pál Pétursson félagsmálaráð- herra á Alþingi í gær um málefni Kópavogshælis. I kjölfar setningar laga um málefni fatlaðra var skipaður starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytis og heil- brigðisráðuneytis uni Kópavogshæli. Starfshópurinn skilaði samkomulagi um að byggð yrðu þrjú sambýli á þessu ári gagngert fyrir íbúa frá Kópa- vogshæli. 37 einstaklingar áttu að flytjast út af Kópavogshæli, sem yrði endurhæfingarstöð ríkisspítalanna í framtíðinni. Jafnframt yrðu 37 stöðu- gildi flutt yfir til félags- málaráðuneytisins. Rann- veig benti á að þessi stöðubreyting átti að verða um síðustu áramót, en þegar komið er fram á mitt ár hafa aðeins 13 ein- staklingar útskrifast á sambýli af Kópavogs- hæli. „Það var mikilvægt að fá svar ráðherrans við hvað líður þessum mál- um. Ráðherrann fullviss- aði þingheim um að í síð- asta lagi í byrjun næsta árs, yrðu þessir 37 ein- staklingar komnir í nýja aðstöðu þar sem þeim stendur til boða þessi al- menna félagslega þjón- usta,“ sagði Rannveig. Rannveig segir forsögu að þegar lögin um málefni faltaðra voru sett hafi verið alveg ljóst að þeir sem byggju á heilbrigðis- stofnun, myndu ekki njóta ýmissa þjón- ustuákvæða í lögun- um. Lögin hafi verið mjög nútfmaleg og til þess hugsuð að fatlað- ir gætu lifað í þjóðfé- laginu einsog aðrir þegnar þess. Þá sagði Rannveig . , . , , ... , . að sérstaklega hafi hopur hefur beðið lengi að tak/. mál. eft.r mannrett.ndum sem efnum þeirra sem okkur h.num finnast sjálf- bJuggu á heilbrigðis- stofnunum og gátu ekki fengið þessa félagslegu þjónustu, einsog reyndin var með íbúa Kópa- Hinn Rannveig: þögli málsins þá, vogshælis. „Á þetta var bent strax og lögin voru lögð fram. Félagsmálanefnd Al- þingis lagði til að félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti semdu um hvemig íbúar á Kópavogshæli flyttu sig út í þjóðfélagið til okkar hinna með stuðningi þessara laga. Það dróst mjög að þessi mál kæmust í farveg, og það var í raun ekki fyrren ég varð fé- lagsmálaráðherra í skamman tíma að samstarf var sett í gang milli félags- málaráðuneytis og heilbrigðisráðu- neytis og starfshópur fenginn til að vinna að málinu," sagði Rannveig. Hún sagði umhugsunarefni að loksins þegar rofar til hjá íbúum Kópavogs- hælis í þessum efnum, þá er komið að endurskoðun laga um málefni fatlaðra, en þau fólu í sér ákvæði um að þau yrðu endurskoðuð fimm árum frá setningu þeirra. Stefán Hrafn: Af Helgarpóstinum til Tölvuheima. ■ Fjölmiðlar Ritstjóraskipti á Helgar- póstinum Stefán Hrafn Hagalín ritstjóri Helg- arpóstsins lætur af starfi nú í vikunni, samkvæmt heimildum Alþýðublaðs- ins, og tekur við ritstjóm tímaritsins Tölvuheimur. Þá mun nánast frá- gengið að Sæmundur Guðvinsson, nú- verandi fréttastjóri HP, taki við rit- stjóm blaðsins í stað Stefáns. Tölvu- heimur er tiltölulega nýlegt tímarit, en hefur gengið afar vel undir ritstjórn Styrmis Guðlaugssonar. Útgefandi hefur verið fyrirtæki Haraldar Ham- ars, Iceland Review, en Styrmir hefur nú keypt það og mun því ætla að færa sig úr ritstjórastólnum. Þess má geta að báðir nýju ritstjór- arnir, Stefán Hrafn og Sæmundur, störfuðu til skamms tíma á Alþýðu- blaðinu. Brosmildir forsetar A-mynd: E.ÓI. Mary Robinson forseti írlands kom .' gær ásamt eiginmanni s.'num, Nic- holas Robinson, og fylgdarliði í þriggja daga heimsókn til íslands. Hún er með þessu að endurgjalda heimsókn frú Vigd.'sar Finnbogadóttur til írlands, en Vigd.'s var fyrsti þjóðhöfðinginn sem heimsótti Robinson eftir hinn sögulega sigur hennar. Vigd.'s tók á móti forsetahjónunum á Reykjav.'kurflugvelli þarsem Irlandsforseta voru færð blóm. Skítkast - forystugrein um forsetakosningar Jakob Bjarnar fór á sinfóníutónleika í fyrsta sinn á ævinni - og skemmti sér konunglega. Sjá bls. 2 ■ Kristinn H. Gunnarsson segir málatilbúnað stjórnarandstöðunnar misheppnaðan Eigum að nota sumarið í umræðu „Það er þó einhver stefna sem þeir hafa en við höfum setið eftir. Við höf- um engin skýr svör og þar með fá kjósendur engin svör. Því töpum við fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn vinnur fylgi. Við ættum að nota sumarið til að fara í pólitíska umræðu um rikið og velferðarkerfið. Okkur hefur að mörgu leyti mistekist málatilbúnaðurinn í vet- ur,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, um stjómarandstöðuna. Kristinn segir að helst hafi örlað fyrir einhverri stefnu- mörkun hjá Alþýðuflokknum og þá þegar Jón Baldvin var frískur eins og hann orðar það. „En að öðm leyti hef- ur mér fundist hinir flokkamir setið á rassinum meðan Sjálfstæðismenn hafa klárlega pólitískt frumkvæði." Kristinn var einn nokkurra þing- manna sem Alþýðublaðið ræddi við um störf þingsins í vetur. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Alþýðu- flokksins segir að ríkisstjórnin hafi verið sein fram með sín mál, en það hafi leitt til þess að tíminn hafi ekki nýst vel. Þegar Lúðvík var spurður hvað hon- um þætti merkasta málið á dagskrá þingsins svaraði hann: „Það hlýtur að teljast mjög merkilegt að feta í sömu slóð og áður í landbúnaðarmálum. Þama á ég við búvörusamninginn sem samþykktur var hér fyrir áramót, þrátt fyrir að allflestir geri sér grein fyrir að sú stefna sem þar er fylgt sé vita von- laus.“ Sjá niiðopnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.