Alþýðublaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 3
(VllÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Stórslys á íslenskum vinnumarkaði Leiðarahöfundi Vinnunnar blaði Alþýðusambands Islands er mikið niðri fyrir og sendir stjórnvöldum tóninn í aukablaði sem gefið var út í tengslum við 38. þing ASI: í stað þess að koma til móts við þá eðlilegu og sjálfsögðu kröfu íslenskrar verkalýðshreyfingar að aðilar vinnu- markaðarins fái svigrúm til að semja í frjálsum samningum um markvissari og lýðræðislegri samskiptareglur á vinnumarkaði ver félagsmálaráðherra Önnur sjónarmið tíma og peningum í að kaupa skoð- anakönnun sem í reynd er ekkert axm- að en ósvífinn útúrsnúningur. Verka- lýðshreyfingin hefur gert sitt ýtrasta til þess að opna augu stjórnvalda fyrir því stórslysi á íslenskum vinnumark- aði sem frumvarpið til breytinga á vinnulöggjöfinni er. Stjómvöld setja lög með lokuð aug- un sjái þau ekki hættumerkin á ís- lenskum vinnumarkaði. Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, seg- ir í viðtali við Vinnuna að verkalýðs- félög eigi ekki annan kost til að bregð- ast við en að breyta skipulagi sínu sem mun leiða af sér mun fleiri og smærri samningsbærar einingar. Það er þvert á þá þróun í átt til færri og stærri verkalýðsfélaga sem víðtæk sátt hefur verið um. Ljóst er að barátta fyrir því að fá þessum lögum hnekkt mun hefj- ast þegar kjarasamningar losna og samtök launafólks geta beitt styrk sín- um. Þetta hlýtur forsætisráðherra að sjá þótt hann segi í góðra vina fagnaði á aðalfundi atvinnurekendasambands- ins að hann trúi ekki að launafólk muni grípa til aðgerða. Á þessum fundi atvinnurekenda sem forsætisráðherra sat var lögum Vinnuveitendasambandsins breytt þannig að atvinnurekendum er bannað að setja ákvæði í kjarasamninga þess efnis að af aðgerðum í aðdraganda þeirra verði engin eftirmál ef vafi gæti leikið á um lögmæti aðgerða í vinnu- deilum. Rík hefð er fyrir slíkum ákvæðum til að tryggja eðlileg sam- skipti aðila í framhaldinu. Til að ítreka þá hótun sem í þessu felst hringlar for- ysta VSI með vinnudeilubaukinn sinn en í honum eru litlar 800 milljónir handhægar til að lögsækja íslenskt launafólk. Heyrir forsætisráðherra ekki þann tón sem með þessu er sleg- inn í samskiptum aðila vinnumarkað- arins í framtíðinni? Stjómvöld em eindregið hvött til að leggja eymn við þau skilaboð sem 38. þing ASÍ hefur fram að færa undir yfirskriftinni „Til framtíðar". Þar er mótaður gmnnur til að byggja á auk- inn kaupmátt og hagsæld og ítarlega útfærðar hugmyndir um samskipta- reglur á vinnumarkaði. Kjósi stjóm- völd að skella skollaeymm við öllum aðvörunum og hugmyndum sem leitt gætu til farsælla samskipta á vinnu- markaði í framtíðinni, launafólki sem og þjóðfélaginu öllu til hagsbóta, bera þau fulla ábyrgð á afleiðingunum. Frambærilegir frambjóðendur Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavík lýsir ánægju sinni með forsetafram- bjóendur í leiðara blaðsins 23. maí síðastliðinn: „Fjórir af þeim sem em í framboði til embættis forseta Islands hafa að undanfömu litið við á húsavik í lengri eða skemmri tíma, heimsótt vinnu- staði, haldið fundi með helstu stuðn- ingsmönnum eða kjósendum almennt. Þrátt fyrir að auðvitað sé vonlaust að leggja mat á menn eftir að hafa horft á þá og hlýtt eina kvöldstund eða skemur, þá fer ekki hjá því að eftir yfirreið frambjóðenda, sitji það hel'st eftir hversu mikið mannval er hér á ferð. Ekki verður annað séð en allir þeir fjórir frambjóðendur sem hér hafa komið, virðist fullfærir um að gegna embætti forseta Islands svo sómi sé að. Þeir hafa allir til að bera þann per- sónuleika, greind og framkomu sem hæfir þessu embætti. Með öðmm orð- um, hver sem úrslitin í forsetakosning- unum verða, þá þurfa íslendingar ekki að kvíða niðurstöðunum. Auðvitað má gera því skóna að margir kjósendur geti ekki hugsað sér að einhver tiltekinn ífambjóðandi nái kjöri, og ráði þar einhveiju persónuleg andúð vegna sameiginlegrar grásilfur- seldamennsku í gamla daga, ellegar hreinlega fordómar. En enginn af þessum fjómm frambjóðendum sem hér um ræðir er líklegur til þess að skandalisera vemlega í embætti eða gera þjóð sinni skömm til, og fer því raunar víðs fjarri. Það má e.t.v. segja að það sé rós í hnappagat íslensku þjóðarinnar að hún skuli eiga kost á því að velja á milli svo ágætra einstaklinga, sem virðast, a.m.k. við fyrstu sýn, vammi firrtir. Það segir vonandi eitthvað um þjóðina sem elur af sér slíkt fólk. Og vonandi hefur þjóðin manndóm í sér til þess að taka úrslitum forseta- kosninganna og sameinast að baki þeim einstaklingi sem valinn verður til embættis. Auðvitað skiptist fólk í hópa og margvíslegar ástæður ráða því hvern menn kjósa að styðja og hverjum að hafna. En ef forsetaemb- ættið sjálft á skilið virðingu okkar og viðurkenningu sem sameiningartákn þjóðarinnar, þá á sú virðing að standa óhögguð þó að í embætti veljist ein- hver annar einstaklingur en við hefð- um persónulega kosið og kusum.“ Hefjum hrefnuveiðar Leiðarahöfundur Dags á Akur- eyri 22. maí, er vígreifur og vill að við hefjum hrefnuveiðar næsta sumar: „Sjávarútvegsráðherra hefur látið þau orð falla á Alþingi að ekki sé spuming hvort, heldur hvenær hrefnu- veiðar verða hafnar hér við land. Und- ir þessi orð ráðherrans ber að taka og full ástæða er til að hvetja yfirvöld að draga ekki um of að taka ákvörðun um hrefnuveiðar. Að svo stöddu er ekki rétt að hefja hvalveiðar hér við land, en hins vegar á tvímælalaust að stíga það skref sumarið 1997 að hefja hrefnuveiðar til innanlandsneyslu. Það er rökrétt fyrsta skref. Norðmenn hafa ekki beðið þann skaða af þeim skref- um sem þeir hafa stigið í hvalveiðum á undanförnum árum að þeir sjái ástæðu til að pakka saman. Þvert á móti hafa Norðmenn aukið veiðamar jafnt og þétt. Hrefnuveiðar skipta ekki sköpum efnahagslega fyrir Islendinga, en þær em táknrænar á þann hátt að við vilj- um nýta auðlindir hafsins á skynsam- legan hátt.“ Ritstjóri Vikubladsins, Páll Vilhjálmsson, gerir það ekki endasleppt. Við sögðum frá því í síðustu viku að for- ystugrein sem hann skrifaði í málgagn Alþýðubandalagsins vakti litla lukku hjá flestum for- ystumönnum flokksins. Þar var Alþýðuflokknum spáð sömu örlögum og sértrúar- hópi sem framdi hópsjálfs- morð, og sagt að í framtíðinni yrði talað um Alþýðuhúsið, Waco og Jonestown í sömu andrá. Einar Karl Haralds- son framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins fordæmdi skrif Páls í fréttaviðtali við Al- þýðubladid í síðustu viku, og þingliðar allaballa sóru inni- hald leiðarans af sér. En Páll er semsagt ekki alveg búinn. I síðasta tölublaði leggur hann aðra forystugrein undir Al- þýðuflokkinn og er mjög á sömu nótum. Meiri athygli vakti hinsvegar nokkurskonar „auglýsing" í Vikublaðinu. Þar voru úrklippuraf annarsvegar „Waco-leiðara" Páls og hins- vegar fréttaviðtal Alþýðu- blaðsins við Einar Karl Har- aldsson. Eini textinn sem birt- ist með þessari „auglýsingu" var svohljóðandi: „Fram- kvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins leiðir hópefli krata". Einar Karl var til skamms tíma helsti stuðningsmaður Margr- étar Frímannsdóttur og átti mestan þátt í sigri hennar í for- mannskjörinu. Hún sneri hins- vegar við honum baki, flæmdi hann úrframkvæmdastjóra- stólnum og gaf Páli grænt Ijós á árásir á hann. Svo virðist sem Margrét ætli ekki að linna látum fyrren henni hefurtekist að losna við Einar Karl úr flokknum... Forsetaframbjóðandinn Pét- ur Kr. Hafstein hélt fund í íslensku óperunni á laugar- daginn. Húsfyllirvarog þótti fundurinn lukkast vel í hví- vetna. Góð stemmning er í herbúðum Péturs, enda þykj- ast stuðningsmenn hans vissir um að þeirra maður sé á hrað- siglingu framúr Guðrúnu Pét- ursdóttur, en þau standa ein- mitt í miklu auglýsingastríði þessa dagana. Þegar búið er að festa Pétur Kr. í sessi sem „númertvö" ætla hans menn að leggja til atlögu við Ólaf Ragnar Grímsson. Mikið er lagt í kosningabaráttu Péturs, og er nú búið að opna kosn- ingaskrifstofur á tólf stöðum hringinn í kringum landið... Félag stjórnmálafræðinga hélt opinn fund á Hótel Sögu á föstudagskvöldið þar sem allir forsetaframbjóðend- urnir fimm mættu. Á föstudag- inn var einmitt birt ný skoð- anakönnun Frjálsrar verslunar þar sem fram kom að fylgi Ól- afs Ragnars Grímssonar er nú 51 prósent, Pétur Kr. Haf- stein hefur 17, Guðrún Pót- ursdóttir 16 og Guðrún Agn- arsdóttir 13. Pétur og Guðrún Agnarsdóttir höfðu tekið um- talsvert stökk uppávið en Ólaf- ur dalaði og Guðrún Péturs- dóttir stóð í stað. Á fundinum á Sögu var mál manna að Guðrún Agnarsdóttir hefði staðið sig best. Hún lætur greinilega ekkert á sig fá, þótt á brattann sé að sækja og þótti málefnaleg, yfirveguð og skýr í framsetningu. Þeir sem mest spá í spilin fyrir forsetakosn- ingar eru á því, að Guðrún Agnarsdóttir muni halda áfram að sækja i sig veðrið... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Sóley Kristjánsdóttir nemi: Það veit ég ekki. Hildur Margrétardóttir myndlistarnemi: Ég veit að Sigurlín ívarsdóttir nemi: Eg hef ekki hugmynd um það. Richardo Cabrera með- ferðarfulltrúi: Ég veit ekki Pétur Kjartansson verka- maður: Það er Mary Robin- það er kona og hún er sennilega hvað hann heitir. son. írsk. m e n n Vinstrimenn verja RÚV meira af gömlum vana en ríkri sann- færingu og taki stofnunin sig ekki saman í andlitinu fyrnist vanaskuldbindingin fyrr en margur hyggur. Fjölmiðlapistill Páls Vilhjálmssonar f'Viku- blaöinu, málgagni Alþýðubandalagsins(l) Átján hjóla trukkur slítur veg- um á við 6.500 heimilisbíla. Fyrirsögn í DV í gær. Mér finnst til dæmis athyglis- vert að sjá í gögnum þingsins að áhersla er lögð á samruna og samvinnu fyrirtækja, ný- sköpun í atvinnulífinu og full- vinnslu afurða, auk stefnu í kjara- og réttindamálum. Margrét Frímannsdóttir að tala um þing ASÍ í Vikublaðinu. Mjög athyglisvert að ASÍ skuli hafa stefnu í kjaramálum?! Alþýðusambandsþing minna mjög á landsþing bandarísku stjórnmálaflokkanna, áður en prófkjör og forkosningar ein- stakra ríkja urðu meginað- ferðin við að safna liði um for- setaframbjóðendur. Þá var forsetaframboðum vestra ráð- ið til lykta í vindlareykmettuð- um bakherbergjum. Á íslandi árið 1996 er forsetamálum Al- þýðusambandsins ráðið á heimili eins hliðarkóngsins. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. í litlu samfélagi á borð við Færeyjar kaupa nær engir fasteignir á nauðungarupp- boði. Fólk vill ekki koma öðr- um á götuna. Eyðunn Á. Johannessen þjóðfélagsfræðing- ur viö Fróöskaparsetur Færeyja í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins. Ólafur er einstaklega víðsýnn maður og hinn mesti dugnað- arforkur. Hann er bráðgreind- ur, vel menntaður og skemmti- legur. Lesendabréf Ólafs Sverrissonar í Morgun- blaðinu á laugardag - já, um Ólaf Ragnar Grímsson. fréttaskot úr fortíð Anna May Wong Anna May Wong, hin fræga jap- ansk-ameríska leikkona, sem allir kvikmyndavinir kannast við, er nú í Kaupmannahöfn, og var tekið á móti henni með kostum og kynjum. Alþýðublaðiö, sunnudaginn 10. febrúar 1935

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.