Alþýðublaðið - 29.05.1996, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 29.05.1996, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 fStarfslaun listamanna Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun listamanna hjá Reykjavíkurborg. Menningarmálanefnd borgarinnar velur þá listamenn er starfslaun hljóta. Þeir einir koma til greina við úthlutun starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík. Starfslaun skulu veitt í allt að 12 mánuði. Þeir listamenn sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til að gegna ekki fast- launuðu starfi á meðan þeir njóta starfslaunanna. Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykjavíkur hinn 18. ágúst n.k. og hefst greiðsla þeirra 1. október eftir tilnefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila til Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Karvalsstöðum, v/Flókagötu fýrir 1. ágúst n.k. n útboð Þéttavirki Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í 220 kV og 132 kV þéttavirki í samræmi við útboðsgögn SAN-01, Verkið felst í framleiðslu, prófun, flutningi, uppsetningu og gangsetningu á 30 MVAr raðþétti fyrir Búfellslínu 3B/2, 100 MV Ar samsíðaþétti í 4 þrepum fyrir aðveitustöðina á Geit- hálsi og 35 MV Ar samsíðaþétti fyrir aðveitustöðina í Hamranesi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 29. maí 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 m. VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað, fyrir kl. 12:00 föstudaginn 19. júlí 1996. Tilboði verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að Bú- staðavegi 7, Reykjavík, sama dag 19. júlí kl. 14:00. Fulltrú- um bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. Útboð Aflspennir Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í aflspenni fyrir Búfellsstöð í samræmi við útboðsgögn BUR-04. Verkið felst í framleiðslu, prófun og afhendingu FOB á 40/40/7 MVA, 67/13,2/11 kV aflspenni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 29. maí 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 5.000 krónur m. VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 18. júlí 1996. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, Reykjavík, sama dag 18.júlí kl. 14:00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. íij Auglýsing frá mennta- T málaráðuneytinu Laus er til umsóknar staða skólameistara við Verkmennta- skóla Austurlands. Staðan veitistfrá 1. ágúst 1996. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík fyrir 21. júní. Menntamálaráðuneytið 24. maí 1996 Alþýðublaðið ýkt með morgunkorninu mL klukkan 13-17 til 31. ágúst. Sýnd eru ís- lensk handrit frá fyrri öldum, ljós- prent handrita og stækkaðar ljós- myndir úr hand- ritum. Meðal skinn- bóka á sýning- unni eru Kon- ungsbók Grágás- ar, stórt og fallegt handrit með lög- um þjóðveldisins | skrifað skömmu fyrir endalok þess 1262, og fyrra bindi sögubókar ffá ofanverðri 15. öld, sem hefur að Titill lögbókarhandrits frá 17. öld. Fjöl- geyma Grettis breytt sýning verður í Árnastofnun i gera einnig 17. aldar myndir af heiðnum goð- um og fornum köppum og listamynd af Maríu guðs- móður frá því um 1300. Sýningarskrá er innifalin í aðgangseyri, en auk þess eru til sölu bækur og b æ k1 i n g ar, póstkort og veggspjöld, þeirra á meðal ný veggspjöld með myndum úr Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók, Breski utanrík- isráðherrann heimsækir r Island Breski utanríkisráðherran Malcolm Rifkind kemur í heimsókn til Islands 1.-2. júní næst komandi. Hann mun ræða við Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. Einnig mun Rifkind ásamt Wemer Hoyer aðstoðarutanríkisráð- herra Þýskalands, formlega opna nýja skrifstofubyggingu breska og þýska sendiráðsins að Laufásvegi 31. Konungsbók Grágásar á sumarsýningu Árnastofnunar Sumarsýning Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi 1996 verður opnuð 1. júní og verður opin daglega sögu og sex aðrar sumar. sögur. ðal pappírshandrita er uppskrift Egils sögu Skallagrímssonar með hendi séra Ketils Jörundssonar afa Árna Magnússonar, og fagurlega skreytt lögbókarhandrit gert af Bimi málara Grímssyni upp úr aldamótun- um 1600. Stækkaðar ljósmyndir úr lögbók Björns málara prýða veggi, og það sem gerð vom nú í vor af því tilefni að 25 ár vom liðin frá endur- heimt þeirra handrita. Listasafn ASÍ flyturí Ásmundarsal Á laugardaginn opnaði Listasafn ASÍ nýtt húsnæði sitt í Ásmundarsal við Freyjugötu. Grunnurinn að safninu var gjöf Ragnars Jónssonar í Smára til ís- lenskra erfiðisvinnumanna. Alþýðu- samband Islands hefur reynt að fóstra þá gjöf í anda þeirrar hugsjónar sem lá að baki gjöfinni: Að koma listinni á ffamfæri við almenning í landinu. Það þótti því vel við hæfi á 80 ára afmælisári sambandsins og við slit 38. þings Alþýðusambandsins að opna þetta nýja húsnæði fyrir þingfulltrúum og bjóða þeim að skoða þetta nýja að- setur safnsins, þar sem unnt verður að sinna enn betur en hingað til sérgrein þess sem er að sinna íslenskri alþýðu með vinnustaða- og farandsýningum. Á undanfömum ámm má segja að starfsemi safnsins hafi sprengt utan af sér húsnæðið. Umfang vinnustaða- og farandsýninga hefur sífellt aukist og em nú allt að fjömtíu vinnustaðasýn- ingar á vegum safnsins á hverju ári. Með betri aðstöðu gæti þessi starfsemi aukist enn en hún hefur aflað safninu tekna svo rekstur þess hefur gengið mjög vel. Brýrnar í Madisonsýslu á hljóðbók Hljóbokakúbburinn hefur gefið út hina vinsælu skáldsögu Brýrnar í Madisonsýslu eftir Robert James Waller. Hér er um að ræða einhveija vinsælustu bók síðustu ára í Banda- ríkjunum og nýleg kvikmynd sem gerð var eftir henni, hlaut einnig af- bragðs viðtökur. I bókinni er sagt frá ljósmyndaran- um Róbert Kincaid og bóndakonunni Fransisku Johnson. Hann er ljósmynd- ari og heimshomaflakkari, hún býr í sveit í Iowa en á rætur sínar að rekja til ítahu. Honum finnst hann utanvelm í nútímanum, hana dreymir um horfna æsku. Á heitum ágústdegi árið 1965 leggur Róbert leið sína í Madisonsýslu til að taka þar ljósmyndir af yfir- byggðum brúm. Þegar hann ekur upp heimreiðina að bæ Fransisku til að spyija til vegar em örlög þeirra ráðin. brýrnar í Madisonsýslu er fyrsta bók Roberts James Waller, sem er fyrrum háskólakennari og ljósmynd- ari. Árið 1993 var hún valin bók ársins af Samtökum bandarískra bókaversl- ana. Pétur Gunnarsson rithöfundur þýðir bókina og les upphaf og eftirmála, en Kristbjörg Kjeld leikkona, flytur meg- inefni hennar. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell gaf bókina út á íslensku fyrir tveimur ár- um, en sú útgáfa er löngu uppseld. Hljóðbókin er geftn út í samvinnu við Vöku-Helgafell. Brýmar í Madisonsýslu var hljóðrit- uð og fjölfölduð í Hljóðbókagerð Blindrafélagsins og verður aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbnum. BH W Útboð f.h. Reykjavíkurhafnar, er óskað eftir tilboðum í fyrstu verkhluta við lengingu Eyjagarðs og byggingu bryggju þar fyrir olíuskip og nefnist verkið: Lenging Eyjagarðs-Efnisskiptaskurður og dýpkun legu. Verkinu er skipt í 4 hluta, hver boðinn út sem sjálfstætt verk. Verkhluta og efnismagn í m3 eru: -Gröftur á efnisskiptaskurði 25.000 -Fylling í efnisskiptaskurði 25.000 -Dýpkun lausra efna á legunni 109.000 -Dýpkun í klöpp á legunni 6.000 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 15.00,- skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 19. júní n.k. kl. 11:00 f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í matarlyftu og uppsetningu hennar í leikskólann Laufásborg. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: miðvikud. 5. júní n.k. kl. 15:00 f.h. Hitaveitur Reykjavíkur, er óskað eftir tilboðum í verk- ið: Nesjavellir-klæðning vegar að starfsmannahúsi. Leggja skal tvöfalda klæðningu á um 500m langan veg og reisa 16 Ijósastólpa meðfram veginum. Verklok eru 31. júlí 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, gegn kr. 15.000 skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 4. júní n.k. kl. 14:00. f.h. Hitaveitu Reykajvíkur, er óskað eftir tilboðum í verk- ið: Endurnýjun hitaveitu 4. áfangi 1996-Brautarholt. Lengd hitaveitulagna um 2.400 m. Verklok eru 1. september 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, gegn kr. 15.000 skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 5. júní n.k. kl. 11:00 f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir tilboð- um í verkið: Skiptistöð SVR við Bíldshöfða 2a-Jarð- vinna og frágangur lóðar. Helstu magntölur eru: -Gröftur 1.500 m3 -Fylling 1.200 m3 -Mulin grús 2.100 m2 -Hellulögn 700 m2 -Snjóbræðslulögn 580 m2 Verkinu skal að fullu lokið 31. júlí 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá miðvikud. 29. maí n.k. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 6. júní n.k. kl. 15:00. f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í endurbætur að utan á íþróttahúsi við Réttar- holtsskóla-klæðning og gluggar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá miðvikud. 29. maí n.k. gegn kr. 5.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 6. júní n.k. kl. 15:30. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.