Alþýðublaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 1
I Veikindadögum starfsfólks á sjúkrahúsum fjölgar til muna vegna aukins álags og sjúklingar koma nú veikari inn Lokanir geðdeilda tffaldast á fjórum árum Ásta B. Þorsteinsdóttir við umræður utan dagskrár á Al- þingi í gær: Skortir á veruleikatengsl þeirra sem gera fjár- lagatillögur í heilbrigðiskerfinu. Rannveig Guðmundsdóttir: Ástand á geðdeildum veldur miklum áhyggjum. „Það skortir verulega á veruleika- tengsl þeirra sem vinna við fjárlaga- tillögur í heilbrigðiskerfinu. Það gengur ekki að fella heilbrigðismálin undir venjuleg viðskiptasjónarmið. Þar eiga að gilda önnur lögmál," sagði Asta B. Þorsteinsdóttir í sam- tali við Alþýðublaðið, en í gær fór fram að beiðni hennar umræða utan dagskrár á Alþingi um vanda sjúkra- húsanna og yfirvofandi sumarlokan- ir. __ Ásta óskaði eftir því að heilbrigð- isráðherra gerði grein fyrir fjárhags- vanda sjúkrahúsanna og spurðist fyr- ir um hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við vandanum. Ásta benti á að samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar hefði veikindadögum starfsfólks á Ríkisspítulunum á árun- um 1990 til 1995 fjölgað frá 81 upp í 106 ársverk. Ásta sagði að þetta væri greinilega vegna aukins álags . „Sjúklingar koma mun veikari inn og aðgerðir eru ekki unnar undir venju- legum kringumstæðum,“ sagði Ásta. f samtali við Alþýðublaðið sagðist Ásta furða sig á þeim fullyrðingum sem koma fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar þess efnis að sumarlokanir virðist ekki hafa komið að sök þar sem komufjöldi á bráðadeildir sjúkrahúsanna hafi ekki aukist. Ásta bendir á að hin mikla umræða um sumarlokanir hafi haft þau áhrif að sjúklingar leiti ekki til sjúkrahúsanna fyrr en neyðin er orðin alger. „Það hefur líka sýnt sig að þar er verið að sinna mun veikara fólki en áður og álag á starfsfólk hefur aukist mjög mikið.“ Ásta sagði að þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar sýndi að mjög skorti á raunveruleikatengsl þeirra sem skýrsluna vinna. Rannveig Guð- mundsdóttir formaður þingflokks Al- þýðuflokksins tók undir með Ástu og gerði sérstaklega að umtalsefni lok- anir á geðdeildum. f máli hennar kom fram að frá árinu 1991 til ársins 1995 hafa lokanir á geðdeildum tí- faldast. „Það mun draga úr öllum innlögnum nema brýnustu bráða- þjónustu. Þannig munu læknar og starfsfólk geðdeilda lítið geta stjóm- að og skipulagt þjónustu við geð- sjúka. Þetta veldur miklum áhyggj- um og hlýtur að vekja upp áleitnar spurningar um hvert stefni í málefn- um geðsjúkra," sagði Rannveig. ■ Fyrstu samtök launafólks með heimasíðu BSRB á alheimsvefnum Blað hefur verið brotið í upplýs- ingamiðlun BSRB, því nú hafa sam- tökin opnað heimasíðu og eigin vef á alheimsvefnum. Á BSRB-vefnum er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um samtökin og réttindi launamanna. Þar eru einnig greinar úr BSRB-tíðindum, og greinar sem birst hafa í öðrum blöðum og varða mál opinberra starfsmanna og þjóðfélagsþróunina. Þá er út frá síð- unni vísað á heimasíður erlendra verkalýðsfélaga og ýmsa aðra áhuga- verða staði þar sem hægt er að nálgast upplýsingar. BSRB-vefurinn verður í stöðugri endurskoðun og nýjar síður bætast jaíht og þétt inn í hann. Heima- síðufangið er: www.tv.is/bsrb/band.htm. ■ Samþykkt á Alþingi að breyta Pósti og síma í hlutafélag Alþýðuflokkur sat hjá í gær var samþykkt á Alþingi með 31 atkvæði gegn 12 að breyta Póst og símamálastofnun í hlutafélag, og tekur breytingin gildi 1. september. Stjóm- arliðar stóðu að samþykkt frumvarps í þessa veru en stjórnarandstaðan, að þingmönnum Alþýðuflokksins undan- skildum, vom á móti. Alþýðuflokks- menn sátu hjá við afgreiðslu málsins. Þeir gagnrýndu ekki fyrst og fremst formbreytinguna sjálfa, heldur þau vinnubrögð sem viðhöfð vom. ■ Kristján Þórður Hrafnsson 19 3 3 Fréttir um kreppu á forsíðum allra blaða. Fisksölumarkaðir hrundir og ekkert gengur. Allsstaðar skortur og uggvænleg fjárhagsstaða. Atvinnuleysi. Jón úr Vör ungur drengur. Verkalýðsátök og Alþýðusambandið klofnað. Örskammt er frá því að SVR byrjaði akstur. Laxness er umdeildur. Happdrætti Háskólans stofnað. Húsmæður strita við saumaskap, þvotta og bakstur. Öreigaflokkar í eldrauðum hillingum líta upprisið Rússland og þramma und kröfuspjöldum. Og Roosevelt vill óspart til atvinnusköpunar nýta opinbert fjármagn. í Berlín nær Hitler völdum. Langt er til júnídags fjörutíu og fjögur. Samt finnst einu skáldi í Reykjavík veröldin fögur. Ljóðiö er úr glænýrri bók, Blánótt - Ljóö Listahátídar 1996, sem hefur aö geyma úrval úr 525 Ijóðum sem bárust í Ijóöasamkeppni Listahátíðar. Kristján Þórður Hrafnsson skáld á tvö Ijóðið í bókinni og Alþýðublaðið falaðist eftir birtingu Ijóðsins sem hér birtist. Tæplega tvöhundruð mættu á fund Péturs Kr. Hafsteins með ungu fólki á Sólon íslandus í fyrrakvöld, ■ Inga Ásta Hafstein í ítarlegu viðtali við Alþýðublaðið Hef heyrt margar skemmtilegar sögur „Já, já, ég hef heyrt margar skemmtilegar sögur, og yfirleitt finnst mér þær mjög fyndnar," segir Inga Ásta Hafstein, eiginkona for- setaframbjóðandans Péturs Kr. Haf- steins, þegar hún er spurð hvort hún haldi að margar kjaftasögur fylgi kosningabaráttunni. Inga Ásta er í ít- arlegu viðtali við Alþýðublaðið og kemur víða við: segir frá uppvexti sínum, áhugamálum, fjölskyldu, kosningabaráttunni - og auðvitað Pétri. Þegar hún var spurð, hvort henni myndi reynast erfitt að sætta sig við ef Pétur nær ekki kjöri sagði hún: „Nei. Við tökum hverju sem að höndum ber. Þegar framboð var nefnt í fyrsta sinn, í október í fyrra, var þetta ákaflega fjarri okkur. Við höfum ekki átt þann draum áratug- um saman að komast til Bessastaða. Það var ekki fyrren eftir páska að okkur var eiginlega hrint fram af bjargbrúninni, og við höfum varla haft tíma til að hugsa um þessar til- finningar eða setja þær í einhvern búning. Nái Pétur ekki kjöri finnst mér það verst gagnvart öllu því góða fólki sem hefur dottið ofan úr himn- um og er að vinna baki brotnu fyrir okkur. Ég veit ekki hvaðan allt þetta fólk er komið, en það flykkist að okkur og er reiðubúið að vinna fyrir okkur dag og nótt. Ég hef aldrei kynnst öðru eins, og mér fyndist það sárast gagnvart þessu fólki ef Pétur næði ekki kjöri. Við erum alsæl ein- sog við höfum það, Pétur er í góðu starfi og ég er nýbúin að stofna tón- listarskóla. En ég fmn líka að þessi tími breytir okkur.“ ■ Er manntaflið of karlmannlegt fyrir konur? Skák of erfið fyrir konur -segir Helgi Ólafsson nýbakaður íslandsmeistari í skák. Helgi Ólafsson sigraði glæsilega á nýafstöðnu Skákþingi. í viðtali við Al- þýðublaðið viðrar hann afdráttarlaust skoðanir sínar á því hvernig skákin snýr að kynunum. Hann segir hana einfaldlega of erfiða fyrir konur. „Ég hef til dæmis hugleitt það mikið og hef komist að þeirri niðurstöðu að skákin sé of erfið fyrir konur. Þetta er spuming um karlmennsku sem konur hafa einfaldlega ekki. Það er hægt að komast ákveðið langt eins og Judith Polgar en sú mýkt sem konur hafa umfram karla vinnur gegn þeim. Þetta er kannski karlrembuleg skoðun en ég held að þetta sé lýsingin," segir Helgi. Þegar íslandsmeistarinn var beðinn að rökstyðja þessa skoðun sína betur sagði hann: „Konur eru bara ekki eins og karlar. Það er talsverður munur þar á. Ég er ekkert að segja þeim þetta til hnjóðs. Þetta er bara svona. Menn vilja ekkert vera að flíka þessu nú á tímum þegar allir vilja vera svo „lí- bó“. En ég held að konur verði að ganga of rnikið á sig sjálfar til að virkja þessa karlmennsku sem er í skákinni. Maður er kannski að tefla í sjö tíma dag eftir dag alveg dauð- þreyttur. Það er mjög erfitt. Það er mikil spenna í skákinni og það fer mikil taugaorka í hana. Ég held að konur séu bara það skynsamar að þær sjá að þeirra tíma er betur varið í aðra hluti.“ Skákmeistarar á borð við Fischer hafa áður viðrað svipaðar skoðanir, en þetta mun í fyrsta sinn sem einn af fremstu skákmeisturum íslands geng- ur frarn fyrir skjöldu með þessum hætti. Sjá viðtal á blaðsíðu 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.